þriðjudagur, desember 21, 2004

Christmas - Yule love it!

Hljómsveitin sem ég og Ölvir vorum í fyrir ca. 15-16 árum síðan, Tálknbogarnir, var eitt sinn með jólalag á tónleikadagskránni sinni. Við nenntum að vísu ekki að semja nýtt jólalag heldur tókum kaflann sem Roy Orbinson söng í laginu Handle With Care með fretasveitinni ógurlegu Traveling Wilburys (I´m so tired of being lonely...o.s.frv.), sem okkur þótti voðalega jólalegur, og sömdum við hann nýjan texta. Sá texti var eitthvað á þessa leið:

Árni er svo einmana
hann á enga vini
Nú dreymir hann um jól með Lárusi

Dýrt kveðið.

Annað kvöld erum við stungin af í sveitasæluna í borginni við Fischersundið yfir jól og áramót. Óska ég því lesendum mínum gleðilegra jóla og blablabla og þakka blablabla. Vonandi blablabla og blablabla.

Góðar stundir.

mánudagur, desember 13, 2004

Reality is an illusion caused by lack of alcohol

Þriðja bjórkassanum á þremur vikum voru ekki gerð góð skil. Batnandi manni er best að lifa.

Ég er klofinn í afstöðu minni til Usher. Stundum er hann kúkur en stundum krútt. Krúttukúkur. Afstaða mín til lagsins Everybody´s Changing með Keane fer hinsvegar ekki á milli mála. Lagið er hættulega grípandi og fitukeppurinn sem syngur er dúlla.

En það er aukaatriði. Nú liggur fyrir að þrífa eldfast mót. Eitthvað skemmtilegt við að segja "eldfast mót." "Eldfast" er samt ekki uppáhalds orðið mitt. Uppáhalds orðið mitt er "frauð."

Það er greinilegt að fólk er komið í gott jólastuð - lemjandi og drepandi eins og þeim sé borgað fyrir það. What´s the frequency, Kenneth - spyr ég nú bara.

10 dagar þar til við fljúgum til kóngsins Köben. Það er 6 dögum of mikið.


miðvikudagur, desember 08, 2004

Så’ Det Jul

Rak augun í auglýsingu framan á Fréttablaðinu í morgun:

JÓLALEST COCA-COLA KEMUR EFTIR 3 DAGA!

Eins og flestir vita er þetta vörubílalestin sem keyrir um með kók fyrir jólin. Fyrst í stað lét þessi guðsvolaða lest sér nægja að keyra um í sjónvarpsauglýsingum undir dynjandi tónum lagsins frábæra "Holidays are coming! Holidays are coming! Holidays are coming! Coca-Cola is coming to town!" en færði sig síðan upp á skaftið og þvælist nú um götur Reykjavíkur í erindaleysu einu sinni á ári, sjálfum sér til skammar og öðrum til ama.

Fyrir nokkrum árum síðan var ég staddur heima hjá Palla á Suðurgötunni um þetta leyti árs. Við höfum líklega verið að fylgjast með leikmönnum Liverpool sýna einhverjum minni spámönnum hvar Davíð keypti ölið á sjónvarpsskjánum, og þegar því var lokið ákvað ég að halda heim á leið. Ég skrölti mér því út í bíl og þar sem ég var að búa mig undir að bakka út úr stæðinu fyrir framan húsið keyrðu þrír bílar úr téðri Coca-Cola lest framhjá, í sömu átt og ég var að fara, og einkennislagið þeirra hljómaði hátt og skýrt úr um gluggana. Ég hef eflaust hugsað með mér: "fífl" eða "asnar" eða eitthvað álíka jólalegt en gaf þessu ekki frekari gaum og renndi mér út úr stæðinu í humátt eftir kókbílunum. Vissi ég svo ekki fyrr til en fyrir aftan mig birtist annar af þessum blessuðum kókbílum, og annar þar fyrir aftan, og annar, og annar, og annar.........og mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar það rann upp fyrir mér að ég var staddur í miðri Jólalest Coca-Cola, á Mözdu 323, árgerð ´87. Í u.þ.b. tvær mínútur leið mér eins og ég væri lentur inni í þessari blessuðu auglýsingu þeirra, og það var vægast sagt óþægileg tilfinning, nánast súrrealísk í fáránleika sínum. Lagið hljómaði í eyrunum á mér, birtan af jólaljósunum stakk í augun, ég kófsvitnaði og ég gat ekkert hugsað annað en: "út! út! ég verð að komast út!!!" Sem betur fór var hringtorg ekki langt undan og þar náði ég að bjarga mér út úr lestinni á flótta. Ég lagði bílnum í næsta stæði, kveikti mér í sígarettu og beið eftir að skjálftakippirnir liðu úr líkamanum. Dreif mig svo heim og reyndi mitt besta til að gleyma þessari hörmulegu lífsreynslu. Það tókst ekki. Eftir þetta hefur mér alltaf verið meinilla við jólin.

Af því tilefni er gráupplagt að birta hér lista yfir leiðinlegustu jólalög allra tíma:

Topp 5 - Leiðinlegustu jólalög allra tíma:

1. U2 - Christmas (Baby Please Come Home)
2. Nat King Cole - The Christmas Song (Chestnuts Roasting on an Open Fire...)
3. Bruce Springsteen - Santa Claus is Coming to Town
4. Á Móti Sól - Þegar Jólin Koma
5. Larry Chance - Jingle Bell Rock

Einhverjir furða sig eflaust á fjarveru Jólahjóls á þessum lista. Málið er að Jólahjól er eiginlega meira útnauðgað og pirrandi lag en verulega slæmt lag eins og þau á listanum eru. Einnig var afar freistandi að skella nýja jólalaginu hans Bigitalus, a.k.a. Bigga í Maus, á listann en þar sem ég hef ekki enn heyrt lagið ákvað ég að láta það vera. Ég efast þó ekki um að þar er um tímamótaverk að ræða.

Fór á Seed of Chucky í gær og var spenntur - hef enda alltaf fílað Chucky en missti reyndar af síðustu mynd, The Bride of Chucky. Ætlaði mér alltaf að leigja hana en gafst ekki tími til þess. Það hefur greinilega haft sín áhrif. Við gáfumst upp eftir klukkutíma og löbbuðum út. Svona eru jólin.

mánudagur, desember 06, 2004

Stranglers in the Night

- Stranglers voru fínir. Kom mér reyndar á óvart að Billy Idol væri farinn að syngja með þeim en það kom ekki að sök, a.m.k. ekki í fyrstu 5 eða 6 lögunum því þá heyrðist ekki múkk í blessuðum manninum. Þeir tóku samt ekki Nice´n´Sleazy. Það var slæmt.

- Pubquiz var lagt á föstudagskvöldið, að þessu sinni með Ölla mér við hlið. Kassanum voru gerð góð skil.

- Horfði á Jaws í fyrsta skipti í gærkvöldi. Bölvað vesen á þessum ókindum alltaf hreint.

- Í kvöld ætla ég svo að hafa fretpasta í kvöldmatinn. Ég hlakka til.

mánudagur, nóvember 29, 2004

Ég og Himmi vorum saman í liði á pub-quiz á Grand Rokk á föstudaginn og..........unnum. Í verðlaun var kassi af bjór. Honum voru gerð góð skil. Ó já.

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Góður draumur maður

Mig dreymdi í nótt að ég var að horfa á eina af mínum uppáhalds kvikmyndum - Með Allt á Hreinu - nema hvað að í aðalhlutverkum voru ekki Stuðmenn heldur Nælonstelpurnar. Ég man ekki eftir að hafa fundist neitt athugavert við þessa hlutverkaskipan fyrir utan það að mér fannst myndin ólíkt ófyndnari en áður. Úr því rættist þó þegar líða tók á drauminn því þá breyttust Nælon gellurnar hægt og rólega í liðsmenn Sumargleðinnar, Magnús Ólafsson, Ragga Bjarna, Þorgeir Ástvaldsson og co., og varð þá heldur betur kátt á hjalla - alveg þar til í lokin á myndinni þ.e.a.s., en þá létust tveir Sumargleðimenn (man því miður ekki hverjir) úr einhverjum billjard-tengdum sjúkdómi (hvaða banvæni sjúkdómur ætli sé líklegastur til að hrjá billjard spilara?). Endirinn á myndinni var því einkar sorglegur, en ég gerði mér samt grein fyrir því að leikararnir sjálfir voru ekki dánir heldur einungis persónur þeirra í myndinni. Ég vaknaði því sáttur.
Idiot

Ég missti af strætó. Á næsta ári verð ég orðinn of gamall til að taka þátt í Ædolinu. Þar með get ég gleymt því að verða nokkurn tíma heimsfrægur á Íslandi. En það er allt í kei, því það eina skemmtilega við að vera frægur er vaidaslega, afsakið, líklega að svara spurningalistum eins og þessum sem Ædol fólkið er svo heppið að fá að svara á netinu. Ég set tvistinn út og breyti í spaða: Hér er Ædol-prófællinn minn:

KJARTAN

Upplýsingar

Aldur: Nýlega orðinn 28 ára
Staður: Reykjavík
Stjörnumerki: Sporðdreki
Staða: Of gamall
Netfang: kjartang@hi.is

1. Fullt nafn? Kjartan Guðmundsson
2. Fyrirmyndin í lífinu? Ég er ekkert fyrir myndir, enda eru þær oftast fyrir, myndirnar þ.e.a.s.
3. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? Það hlýtur að vera Seinna Lúkkið e. Valla Sport
4. Hvern myndir þú mest vilja hitta? Sverri Stormsker
5. Uppáhaldsnafn (ef þú mættir velja þér annað nafn)? Alfons Ludoman
6. Uppáhalds hlutur? Mér þykir afar vænt um Kjartan Galdrakalls-dúkkuna mína
7. Æskudraumur? Ég varð snemma frumlegur og dreymdi um að verða poppsöngvari eða atvinnumaður í knattspyrnu
8. Hvernig er tannburstinn þinn á litinn? Ef mig misminnir ekki er hann grænn
9. Hvað sefurðu yfirleitt marga tíma á nóttinni? ca. 9 tíma
10. Leiðinlegasta sem þú gerir? Klippa á mér táneglurnar, enda hef ég aldrei náð almennilegum tökum á því
11. Ef þú fengir einn dag aleinn/alein, hvað myndirðu gera? Prumpa í kirkju
12. Ef þú gætir skipt um starf, hvað sérðu fyrir þér að gera? Ég gæti vel hugsað mér að gera eitthvað í sambandi við garðyrkju
13. Leyniuppskrift fyrir hæsi og kvefi? Þamba viskí, eins viðbjóðslega ógeðslegt og það er á bragðið svínvirkar það á kvef
14. Uppáhaldsmatur/uppskrift? Píta með hnetum
15. Manstu eftir “mómenti” sem breytti öllu í lífi þínu? Já, man vel eftir því mómenti enda ekki ýkja langt síðan
16. Bugs Bunny eða Daffy Duck? Báðir hommar - Andrés er eina öndin með viti
17. Skúrar þú heima hjá þér? Það hefur komið fyrir já
18. Hvar ætlarðu að eyða ellinni? Á Ibiza

Minni svo á þáttinn á föstudagskvöldið. Kjósið Skúla - hann mun rúla!

Hann Harry Harry Harry Bela Fonte mær

Horfði á Gísla Martein á laugardagskvöldið. Ég veit að aðgát skal höfð í nærveru Gísla og auðvitað á maður að fara varlega í að segja svona sterka hluti og allt það en goddamn! - ég get ekki sagt annað en:

Hólí Mólí!

Ég þurfti að draga sængina yfir hausinn á mér á verstu mómentunum. Aldrei hef ég upplifað annað eins.

Liverpool að prumpa í buxurnar - framherjalausir og allslausir. Það hefði kannski verið ráð að halda Fowler á launaskránni fyrir svona rigningardaga - nú eða Owen. Fowler auðvitað betri en flestir aðrir, feitur eður ei. En svona er þetta - það er auðvelt að vera bitur eftir á.

Veit ekki alveg hvað er að gerast með hann Sævar C. Ég og Lára vorum farin að hlakka til að sjá uppfærslu hans á Kardimommubænum í Kristjaníu í kringum jólin en svo er hann bara hérna á Íslandi að ógæfast eitthvað. Minnir mig á það þegar ég og Ölli ákváðum að kíkja í einn öllara á Dillon fyrir nokkrum árum. Það fyrsta sem blasti við okkur þegar við opnuðum hurðina á staðnum var Sævar, skælbrosandi. Hann benti okkur á að það væri ljósmyndasýning á efri hæðinni og hvort við ætluðum ekki að kíkja á? Eitthvað var ég efins en Ölli kom fyrir mig vitinu með einni stuttri setningu: "Ef Sævar C. vill að þú kíkir á ljósmyndir þá KÍKIR þú á ljósmyndir!" sagði hann. Auðvitað var það alveg rétt hjá honum.

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Skúli

Gamli bekkjarbróðir minn og æskuvinur Skúli er án efa maðurinn til að halda með í Idolinu. Djöfull er miklu skemmtilegra að horfa á þetta þegar maður kannast við einn af keppendunum. Allt annað líf hreinlega. Ég þarf nú varla að taka það fram að ég býst við því af lesendum mínum að þeir geri allt sem í þeirra valdi stendur til að greiða leið Skúla í úrslitin. Leggjumst nú öll á eitt. Framtíðin er björt, framtíðin er Skúli!

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Á sama tíma að ári

Dem! Klikkaði enn einu sinni á að hringja sprengjuhótun á Edduverðlaunin. Þetta má ekki gerast aftur.

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Ókeiiiiiiiii......

Núna rétt áðan hitti ég gamla bekkjarsystur mína hérna á Þjóðarbókhlöðunni og við tókum tal saman. Í þessu örstutta samtali sem við áttum tókst henni á aðdáunarverðan hátt að segja"ókeiiiiiiiii" 4 sinnum;

1.
Hún: Hvað ertu að læra?
Ég: Félagsfræði
Hún: Ókeiiiiiiiiii!

2.
Hún: Áttu mikið eftir?
Ég: Nei
Hún: Ókeiiiiiiii!

3.
Hún: Býrðu ennþá í Þingholtunum?
Ég: Nei, á Vesturgötunni
Hún: Ókeiiiiiiiiii!

4.
Hún: Ertu oft hér að lesa?
Ég: Það kemur fyrir
Hún: Ókeiiiiiiiiiii!

Nú hef ég svo sem ekkert á móti þessu orði - ókei, en það fer í mínar fínustu taugar hvernig meginþorri ungs fólks notar það um þessar mundir. Ókei er fínt orð. Ef einhver segir t.d. við mig: "hei Kjarri, ég ætla út í sjoppu - ég kaupi Maltöl og Fetaost fyrir þig eins og venjulega!" þá svara ég að bragði: "ókei" - til að kvitta fyrir það að ég hafi heyrt í viðkomandi, skilið það sem hann sagði og sé sáttur við ráðahaginn. Þau ókei sem ég læt út úr mér eru stutt og og laggóð. "Ókei!" Nú um stundir notar fólk þetta orð í tíma og ótíma í samtölum sín á milli í stað þess að segja bara "já, já" eða "einmitt" eða eitthvað í þeim dúr og það böggar mig - en þó ekki eins mikið og það böggar mig hvernig fólk segir þetta: "ókeiiiiiiiii." Það er erfitt að lýsa málrómnum nákvæmlega en mig grunar að þið skiljið hvað ég á við. Þetta er eitthvað svo hryllilega amerískt og viðbjóðslegt, og það sem verra er;, það virðast bókstaflega allir gera þetta. Ég veit ekki alveg hvernig ég slapp við þetta helvíti en mig grunar að ég hafi verið búsettur erlendis þegar þessi viðbjóður hófst - í það minnsta man ég ekki eftir að hafa orðið var við þennan faraldur áður en ég fór út og ég man vel eftir fyrsta skiptinu sem þetta truflaði mig alvarlega; þá fékk ég senda vídeóspólu í flugpósti með einhverjum þætti sem mig langaði til að sjá og aftast á spólunni hafði slæst með hluti úr þættinum Ísland í Dag. Þá var Andrea Róberts við stjórnvölinn og var að taka viðtal við einhvern aðila sem ég kann ekki frekari deili á (ætli það hafi ekki verið konan sem hún spurði á svo eftirminnilegan hátt hvort það væru margir Íslendingar sem smituðust af krabbameini á ári hverju), en ég hjó eftir því að eftir hvert einasta svar tónaði Andrea svo hrollur fór um mig allan: "ókeiiiiiiiiiiiiii". Þá hélt ég auðvitað að þetta atferli væri bundið við Andreu og mögulega nokkrar misvitrar vinkonur hennar - mig grunaði ekki að þegar ég kæmi heim til Íslands u.þ.b. ári síðar væri nánast hver einasti Íslendingur á aldrinum 5 til 35 ára farin að apa þetta eftir henni. Ég reyndi lengi að leiða þetta hjá mér en nú er svo komið að ég get hreinlega ekki orða bundist.

Nú er ég alls enginn málfarsfasisti og hundleiðist fólk sem er sýknt og heilagt að leiðrétta mig. Ég sletti eins og aðrir, bæði ensku og dönsku og m.a.s. stöku sinnum sænsku. En það er eitthvað við þetta andskotans "ókeiiiiiii" sem fer alveg hreint voðalega í mig. Ég veit ekki alveg af hverju. Elskuleg kærasta mín tók eftir því að ég byrjaði að svitna og skjálfa í hvert sinn sem hún notaði þetta og er blessunarlega farin að hætta því, a.m.k. í námunda við mig, en sömu sögu er ekki að segja af flestum öðrum. Þetta er farið að taka á taugarnar og því vil ég nýta mér þennan vettvang til þess að hvetja fólk til að hætta þessu. Ég hef ákveðið að gefa ykkur rúman tíma til að venja ykkur af þessu - heila 2 mánuði. Ef þetta verður ekki komið í lag þá neyðist ég til að grípa til örþrifaráða. Þau ráð felast í því að ég mun taka upp á því við hvern þann sem bombardar mig með "ókeiiiiiiiiii"-um að bombarda viðkomandi á móti með einni verulega slæmri klysjusetningu út bandarískri bíómynd. Þetta er auðvitað neyðarúrræði - nauðsyn brýtur lög. Ég er dusilmenni - en ekki algert dusilmenni þannig að ég hef ákveðið að leyfa ykkur, lesendum, að velja klysjuna. Þessar 3 klysjur eru í boði: (vinsamlegast kjósið í Klæng Sniðuga)

1. Smmmokkinnnnnn!!!! (Jim Carrey í The Mask)

2. Un-fuckin´-believable - OH!!!! (Andrew Dice Clay í Ford Fairlane)

3. Gooooood Morning Vietnaaaaaaam!!!! (Robin Williams í Good Morning Vietnam)

Hljómar illa, ekki satt? Ég hef fulla trú á því að okkur takist með samstilltu átaki að ná markmiðinu:

ÓKEIIIIII-LAUST ÍSLAND 2005

Góðar stundir.
Endur fyrir löngu...

Ekki veit ég hvers vegna í ósköpunum ég ákvað að kanna það hvort þessi síða væri til en hún er.....tja, barasta þó nokkuð sniðug. Finnst mér a.m.k., en hafa verður í huga að ég er asni.

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Blandan mín og blandan þín - Egils Malt og kókaín

Jólagjafalistinn minn er tilbúinn:

1. Flavor Flav vekjaraklukka
2. Sokkar
3. Nærbuxur

Svo væri líka töff ef þið nenntuð að kjósa myndina Síðasti Bærinn e. Rúnar Rúnarsson sem bestu stuttmyndina á Edduviðbjóðnum. Ég lít á það sem perónulegan greiða. Ég mæli einnig með því að þið kjósið Samúel Örn Erlingsson sem sjónvarpsmann ársins, en það er auðvitað undir ykkur komið. Mikið helvíti er þetta blogg mitt annars orðið þreytt og ömurlegt. Ég lofa því að bæta mig.

mánudagur, nóvember 08, 2004

AK 28 is a tool

Hvað gætu ég, Haraldur Örn Ólafsson pólfari, Toshiki Toma - prestur nýbúa og Bonnie Raitt söngkona mögulega átt sameiginlegt? Jú, þú átt kollgátuna! Við eigum öll afmæli í dag. Eða eins og Haukur heitinn Morthens orðaði það...

...Go, go, go, go Go, go, go shawty
It's your birthday
We gon' party like it's yo birthday
We gon' sip Bacardi like it's your birthday
And you know we don't give a fuck
It's not your birthday!

Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast okkar er bent á söfnunardeild Sjás Eins. Við vitum að það er aumingjalegt að biðja áhorfendur um peninga - þess vegna leitum við til ykkar í þetta eina skipti.

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Einvígi aldarinnar

Steingrímur Joð og Anders Fokk Rassgatsen í böggi. Siggi Kári hneykslaður á bögginu.

Þetta eru þrír þungavigtarmenn í leiðindum. Bögg þeirra í millum lofar stinkþeytingi um víðan völl. Meiri en í USA.

Búskmaðurinn vinnur í nótt - ég er til í að veðja aleigunni upp á það.
Það sem allir hafa verið að bíða eftir: Fleiri mongólítaspurningar- og svör um mig!!! Jibbí.

1) ever had a song written about you? - Grunar sterklega að Frank heitinn Svampfrakki hafi a.m.k. haft mig í huga þegar hann samdi "Dancin´Fool".

2) what song makes you cry? – Den Allersidste Dans m. Kim Larsen

3) what song makes you happy? – Öll lög með Svölu Björgvinsdóttur

4)

height - 1.80
hair color – sauðalitur
eye color - blár
piercings - nei
tattoos - eitt já
what are you wearing? – strigaskór, gallabuxur og Magic Johnson bol
what song are you listening to? – ekkert eins og er
taste is in your mouth? - tyggjó
whats the weather like? – ládautt, 8 stiga hiti og slydda
how are you? – þreyttur
get motion sickness? – nei
have a bad habit? – já heilan helling af þeim. Ég bora t.d. í nefið í gríð og erg
get along with your parents? – það fer eftir aðstæðum
like to drive? – ef ég get reykt og hlustað á tónlist á meðan er það fínt
boyfriend – nei
girlfriend – Lára
children? – nei
had a hard time getting over somone? – nei
been hurt? – Já
your greatest regret? – að hafa ekki lært á hljóðfæri
your cd player has in it right now? – The Head on the Door með Cure
if you were a crayon what color would you be? - Blár
what makes you happy? – Lára
whats the next cd you're gonna get? Pétur Kristjáns að syngja lög Kim Larsen

seven things in your room? sjónvarp, græjur, rúm, málverk, inniskór, cheerios pakki og tyggjó

seven things to do before you die... fara á tónleika með: Pogues, Proclaimers, Sex Pistols, Doors, Snoop Dogg, ELO og Kalla Bjarna

top seven things you say the most... já, nei, ha?, hahaha!, Lára

do you...

smoke? - já
do drugs? - nei
pray? - nei
have a job? – nei
attend church? – nei
have you ever....
been in love? - já
had a medical emergency? - nei
had surgery? - nei
swam in the dark? - já
been to a bonfire? - já
got drunk? - já
ran away from home? - nei
played strip poker? - já
gotten beat up? - ekki alvarlega
beaten someone up?- nei
been onstage? - já
pulled and all nighter? - já
been on radio or tv? - já
been in a mosh pit? - nei

do you have any gay or lesbian friends? - já

describe your...

first kiss – man ekki nógu vel
wallet - svart
coffee - mikil mjólk, mikill sykur
shoes – grænir strigaskór
cologne – CK One

in the last 24 hours you have...

cried - nei
bought anything - já
gotten sick - nei
sang - já
been kissed - já
felt stupid - já
talked to an ex - nei
talked to someone you have a crush on - nei
missed someone - já
hugged someone – já

Þetta var langt. Og að sama skapi leiðinlegt.
Það er greinilega fylgst með manni.

sunnudagur, október 24, 2004

Jamm. Fullt af fínum ábendingum í Klæng í sambandi við bíómyndirnar. Kalli er með ítarlegan lista yfir þær myndir sem hann telur standa upp úr á síðustu 3-4 árum og get ég verið sammála því að ýmsar þar eru fínar, t.d. fannst mér Last Samurai og Passion of Christ ágætis ræmur og The Pledge er frábær. Við vorum þó aðeins sammála um að ein mynd ætti heima á listanum og það er Lilya 4-ever. Af hinum myndunum sem Kalli nefnir (Vanilla Sky, The Pianist, Beautiful Mind, Unfaithful, The Day Reagan was Shot, Sum of All Fears og Goodbye Lenin) hef ég einungis séð Vanilla Sky og ég skeindi mér nú bara á henni. Addi segir að það vanti fullt hjá mér og nefnir ýmsar myndir til sögunnar; Donnie Darko (ekki séð), Kill Bill (ágætur fyrripartur en ekkert æði), Lord of Ringo Starr: The Return of B.B. King (hef ekki séð hana frekar en aðrar myndir úr þessum þríleik), Requiem for a dream (djöfulli öflug mynd, en ekki alveg nógu góð til að meika það á listann minn), Spirited away (Spiri who?! Aldrei heyrt á þetta minnst), Mulholland Drive (ekki séð) og Punch Drunk Love (hún er góð, komst nærri listanum en vantaði örlítið upp á). Addi sér líka ástæðu til að efast um réttmæti þess að hafa School of Rock á listanum en ég trúi því hreinlega ekki að nokkur sem hefur séð þá mynd hafi ekki heillast upp úr skónum. Eva Huld minnist á Capturing the Kinky Friedmans sem ég hef ekki séð. Hefði átt að smella mér á hana í bíó í staðinn fyrir hina leiðinlegu Supersize Me. Hún talar líka um Dirty Pretty Things sem ég hef ekki heldur séð. Eins og sjáið er ég ekkert voðalega duglegur við að fara í bíó og er því alls ekki í neinni aðstöðu til að gera svona lista sem taka má mark á. Ég steingleymdi hinsvegar einni mynd - hinum magnaða fjallgönguheimildartrylli Touching the Void. Hún er ótrúleg, ótrúleg alveg hreint. Sérlega eftirminnilegt er atriðið þar sem annar tjallinn lýsir þeirri reynslu að fá ofsjónir og ofheyrnir eftir að hafa skrölt fótbrotinn og hlandblautur yfir óbyggðir án matar og drykkjar í marga daga sem "odd...........very odd." Það er hætt við að einhverjir kanar hefðu notað örlítið dramatískari lýsingarorð. En jæja, takk fyrir ábendingarnar. Bæjó.

fimmtudagur, október 21, 2004

Orð dagsins

Enginn er spámaður í sínu föðurlandi nema á stuttum nærbuxum sé

- Hermann Gunnarsson.
Biffen

Ég var í afar leiðinlegum tíma áðan og fór að hugsa um hversu fáar virkilega góðar bíómyndir ég hef séð á síðustu árum. Ég hugsaði mikið og lengi um þetta, enda kennslustundin jafn löng og hún var leiðinleg. Ég komst að raun um það að á síðustu 3-4 árum, eða síðan 2001, hef ég séð 10 verulega góðar myndir. Auðvitað hef ég séð nokkrar ágætar, fyndnar o.s.frv. en einungis 10 sem hafa heillað mig verulega og skilið eitthvað eftir sig, sannkallaðar 5 stjörnu myndir. Þær eru:

Elling (2001)

Yndisleg mynd um yndislegt fólk og manni líður yndislega meðan maður horfir á hana og finnst manni vera yndislegur í smá tíma eftir að hafa horft á hana. Það er ekki létt verk.

Adaptation (2002)

Fór á hana þunnur í Köben og leið verulega skringilega á eftir. Sannkallað meistaraverk - frumlegt handrit og leikurinn sérlega góður. Nicholas Cage, Chris Cooper og Meryl Streep eru alla jafna vonlausir leikarar, en ekki í þessu meistarastykki.

All or Nothing (2002)

Assgoti fínt þunglyndi frá Mike Leigh. Hans besta mynd by far.

City of God (2002)

Mögnuð mynd um vopnuð börn í Brasilíu. Mjög svo töff - á alla kanta.

Lilja 4-ever (2002)

Það á ekki af honum Lukas Moodyson að ganga. Fucking Amal og Tilsammans eru báðar mergjaðar og þessi ekki síðri. Ein áhrifamesta mynd sem ég hef séð - á því leikur enginn vafi. Hvernig fær hann litla krakkagrislinga til að leika svona vel?

24 Hour Party People (2002)

Leikin heimildarmynd (en samt ekki) um tónlistarlífið í Manchester frá árdögum pönksins fram til miðbiks 10. áratugarins. Ótrúlega skemmtilega gerð mynd og Steve Coogan fer á kostum sem Tony Wilson. Tónlistin meiriháttar. Partý!

American Splendour (2003)

Þrælgóð mynd um ofurlúða sem hefur allt á hornum sér. Paul Giamatti er ómótstæðilegur í aðalhlutverkinu.

Finding Nemo (2003)

Ég er ekkert mikið fyrir teiknimyndir en þessi finnst mér meiriháttar. Ég veit ekki alveg af hverju - hún er bara svo djöfulli krúttuleg, og bráðskemmtileg.

School of Rock (2003)

Jack Black er hreint stórkostlegur sem tónlistarnörd sem kennir börnum að rokka á nördalegan hátt. Ef hugtakið "feel-good movie" á einhverstaðar við þá er það hér.

Metallica: Some Kind of Monster (2004)

Mögnuð heimildarmynd og ein sú besta sem ég hef séð úr þeim geiranum. Metallicu-liðar eru nánast hlægilega miklir hommar bak við tjöldin. Stanslaus skemmtun.


Þannig er nú það. Þetta eru þær 10 myndir sem hafa heillað rassinn á mér upp úr buxunum á síðustu árum. Það skal nú alveg viðurkennast að ég hef verið fremur latur við að smella mér í bíó í seinni tíð og ég hef eflaust misst af heilum helling af meistaraverkum. Svo er ég alveg pottþétt að gleyma fullt af eðalmyndum. Ábendingar um slíkar eru vel þegnar.

miðvikudagur, október 20, 2004

Halli var sá eini sem svaraði spurningu gærdagsins rétt. Ég og bandarískar húsmæður eigum það vitaskuld sameiginlegt að vera "æst í Íþróttaálfinn."

Haraldur hlýtur að launum miðann sem á stendur nýja PIN-númerið mitt. Honum er svo frjálst að nota það að vild.

þriðjudagur, október 19, 2004

Spurning dagsins:

Hvað eiga ég og bandarískar húsmæður sameiginlegt?

Svör óskast í Klæng Sniðuga.

mánudagur, október 18, 2004

Sweet dreams are made of this

Í nótt dreymdi mig Kalla Bjarna, Jón Sigurðsson (500 kallinn), Andreu Róberts og Betu Rokk. Þau voru öll eitthvað að sýsla úti í Viðey.

Af hverju getur mig ekki dreymt erlendar, glamorous stjörnur á exótískum stöðum? Jeff Lynne í Legolandi væri t.d. vel þegið.


miðvikudagur, október 13, 2004

Kim

Jæja, það lítur út fyrir að jólin geti jafnvel orðið þolanleg í ár. Sjálfur meistari meistaranna, Kim Larsen, ætlar að gefa út jólaplötu, og það á sjálfan afmælisdaginn minn þ. 8. nóvember. Guð blessi Kim. Þessi plata, sem ber hið frumlega nafn "Jul & Nytår", er langefst á óskalistanum mínum í ár. Hún skal sko fá að hljóma, ó já! Næst á eftir Kim á óskalistanum eru svo plöturnar með Kalla Bjarna og Nylon og svo langar mig í einhvern flottan kaffibolla, ég er nefnilega að safna þeim. Ég er hættur að biðja um Snoop Dogg dúkkuna því það virðist ekki skipta máli hversu oft ég set hana á listann - ég fæ hana aldrei.
Buddy

Ég var að rölta niður Laugaveginn um daginn og sá þar mann sem var að selja geisladiska á götuhorni. Ég leit á úrvalið hjá honum og sá að hann bauð til sölu 3 diska safn með Buddy Holly á aðeins 1000 krónur. Ég er mikill Buddy maður og var því spenntur fyrir þessu - lagalistinn leit vel út og verðið fjandi gott. Það var einungis eitt sem böggaði mig - framan á disknum stóð: "The Best of Buddy Holly & The Picks." Ég hafði nefnilega alla tíð staðið í þeirri trú að hljómsveitin hans Buddy Holly hefði heitið The Crickets en ekki The Picks. Ég ákvað að kanna málið og orðaskiptin milli mín og sölumannsins voru eitthvað á þessa leið:

Ég: "Sæll, er þetta ekki eitthvað dúbíus diskar?"
Hann: "Nei."
Ég: "Hverjir eru The Picks?"
Hann: "Nú, hljómsveitin hans Buddy!"
Ég: "Hét ekki hljómsveitin hans The Crickets?"
Hann: "Jú. Og líka The Picks."

Sölumaðurinn var svalur og horfði á mig ísköldu augnaráði. Við þessu gat ég lítið sagt. Ég vildi ekki opinbera heimsku mína ef raunin hefði svo verið sú að Buddy hefði spilað með The Picks í fjöldamörg ár án þess að ég vissi af því. Ég var þó nokkuð viss um að svo væri ekki - en sölumannviðrinið hlýtur að hafa dáleitt mig því ég keypti fjárans diskana. Þegar ég svo smellti þeim undir geislann heima hljómuðu þeir nokkuð vel um stund þangað til ég fór að taka eftir einhverjum skringilegum bakröddum sem ég hafði aldrei heyrt áður í lögunum. Ég fór þá að lesa innan í umslagið (sem ég gat auðvitað ekki gert á staðnum því diskarnir voru rígplastaðir í bak og fyrir) og komst þá að því að þetta var samansafn af bestu lögum Buddy Holly með bakröddum sem þessir andskotans The Picks höfðu bætt inn á lögin árið 1984 - heilum 25 árum eftir andlát Buddy Holly. Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu vel hallærislegar karlakórabakraddir passa vel við hin fullkomnu popplög Buddy Holly, svona: "úúúúvapp, úúúúvapp, vapp, vapp, aaaaaaaaaíííííí" kjaftæði. Þetta gerir diskana auðvitað gersamlega óáhlustanlega, og sjálfan mig reiðan og 1000 krónum fátækari. Mórallinn er: ekki kaupa diska af götusölum. Reynið bara að forðast götusala eins og heitan eldinn og ef þið neyðist til að labba framhjá einum slíkum - hrækið þá á hann.
Henke

"Íslendingar eru sterkir og duglegir og eiga þar að auki mjög góða og einkar hávaðasama áhorfendur sem standa vel við bakið á þeim og mynda rosalega stemmningu."

Been doing a little boozing have you Henrik! Huh! Suckin back on grandpas old cough medicine?!!!

Annars er ég að fara á völlinn á eftir ásamt Himma. Hann heldur með Svínum, afsakið, Svíum í leiknum. Ég held hinsvegar með Íslandi. Af hverju? Nú, ég er Íslendingur! Og það skiptir ekki máli hversu hrottalega illþyrmilega íslenska landslið mun nokkurntíma sökka (ekki að það geti sökkað mikið verr en um þessar mundir) - ég mun alltaf styðja þá. Gegn Svínum, þ.e.a.s. Það er auðvitað borin von að þessir þjálfararæflar muni nokkurtíma velja rétta menn í liðið - og hvað þá í byrjunarliðið - en Veigar Páll gæti kannski gert einhverjar skráveifur á þessum fjórum mínútum sem hann er vanur að spila í hverjum leik. Að setja þennan mann ekki í byrjunarliðið er einfaldlega óskiljanleg ákvörðun. Ég er samt Bjartur í Sumarhúsum og spái markalausu jafntefli. Nema auðvitað að Veigar Páll byrji inni á. Þá vinnum við 3 - 0.

Skellti mér á Bubbamyndina um daginn. Hún er skemmtileg en alls ekki vönduð. Hún reynir líka að vera fyndin en er það alls ekki, a.m.k. ekki þegar hún reynir að vera það. Samt skylduáhorf.

Dodgeball er hinsvegar ekki skylduáhorf. Hún nálgast það m.a.s. að vera skylduóhorf. Nær því þó ekki alveg.

Kveðja,

Kjartan Frímann Guðmundsson

þriðjudagur, september 28, 2004

Greg (rass)Kinnear heldur sínu striki í ofsóknum sínum á hendur mér. Það eitt og sér er slæmt, en lengi getur vont versnað. Nú hefur hann fengið Andie McDowell í lið með sér. Greg svífst greinilega einskis því Andie er vafalaust allra leiðinlegasta leikkona sögunnar og hefur alla tíð farið í mínar fínustu taugar. Kannski væri ráð að hætta að horfa á Bíórásina?
Ég fór í Rúmfatalagerinn áðan til að skoða þvottagrindur. Ætli ég lýsi þeirri reynslu ekki best sem "ofsafenginni skemmtun." Þar stóð ég frammi fyrir því að velja á milli tveggja tegunda af grindum. Önnur heitir "Ego" og hin "Falco". Þetta er erfitt val, en um leið þægilegur höfuðverkur. Ætli Ego verði ekki fyrir valinu - sérstaklega þar sem ég er einmitt á leiðinni á tónleika með Ego á Nasa á föstudagskvöld. Fyrir viku fór ég á Mannakorn í Salnum og vikuna þar áður á Grafík í Austurbæ. Ekki ónýtur árangur og ná þremur af goðsagnakenndustu íslensku sveitunum í sama mánuðinum. Nú bíð ég bara spenntur eftir því að Tennurnar hans afa drífi sig í reunion túr. Hver vill koma með á Ego? Upphitun heima hjá mér ef áhugi er fyrir hendi. Þar mun Bubbi flæða eins og vín. Yndislegt!
Hönnunarslys!!!

hvað er að ske? Þetta er viðbjóðslegt ferlíki maður. Hreint og beint ógeð. Á að drepa mann lifandi hérna?

mánudagur, september 20, 2004

Mér þykir Greg Kinnear leiðinlegur leikari. Þessvegna þykir mér afar leiðinlegt að geta ekki með nokkru móti kveikt á sjónvarpinu án þess að hann sé á skjánum. Mannhelvítið er búið að ofsækja mig síðustu 10 daga eða svo. Þetta er náttúrulega bilun!

föstudagur, september 17, 2004

Hversu unaðslegt er það að dreyma djús, vakna sárþyrstur og eiga hátt í 20 lítra af djús í ísskápnum til að svala sér á?

Svar: Mjög unaðslegt.


laugardagur, september 11, 2004

Fór á Grafík tónleika á fimmtudaginn. Helgi Björns er snillingur. Annars er ég bara upptekinn við að búa til mix spólur handa vinum mínum. Langar einhverja fleiri í? Pottþétt stöff fyrir þessar löngu keyrslur á Hnífsdal.

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Af bubbi.is:

Pistill fra Bubba M
9-9-2003

Jæja gott fólk nú er haustið komið og ég Er að gera mig kláran nú er það tónleikaferð sem kemur til með að stand í 2 mánuði platan 1000 kossa nótt kemur út 6 okt ef altt geingur eftir þá er ég búin að loka þessum 3 plötum um fjölskilduna Lífið er Ljúft Sól AÐ Morgni og 1000 kossa nótt fer að vinna í síðuni og læt ykkur fylgjast með Bubbin

Fæst orð hafa minnsta ábyrgð.

Egó á Hafnarbaffkkanum á laugardagskvöldið kl. 22.30. Ég er speffnntur yfir þessu, ég verð að segja það. Egó er tvímælalaust besta hljómsveit Íslandssögunnar. Auðvitað hefði verið skeffmmtilegra að hafa uffpprunalega lænöffppið með Beffgga og Þorleif í uffrrandi stuði en, eins og Rofflling Stones orðuðu það: "Undercover of the Night." Ég mæti í stuði á niður á höfn á laugardagskvöldið og heimta að fá sem flesta Egóista með mér. Búum til stemmningu kraffkkar! Höfum gaman! Líf og fjör! Allir í góðum gír! Hafið samband við mig og við gerum gofftt úr þessu. Ég fer einungis fram á eitt: Effkki, fyrir alla muni, gleyma góða skapinu. It´s ON like Donkey KONG, beeeyatch!

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Jó! Nýi þjálfarinn að eyðileggja Liverpool liðið. Hvað er eiginlega að manninum? Veit hann ekki að Murphy er einn af mínum uppáhaldsgæjum? Svo ætlar hann að selja Owen líka þessi fáráðlingur. This will not stand, this aggression against Kjarri will not stand, man.

Annars er bloggletin í mér í sögulegu lágmarki þessa dagana. Er að fara að sjá fitty rúgbrauðið í höllinni á eftir, vona að hann verði betri en Pink, sem olli mér smá vonbrigðum. Fifty er reyndar hálfgerður hommi, en ég á von á góðum tónleikum.

Mér líður vel, betur en mér hefur liðið í áraraðir. Já, Hemmi minn.

mánudagur, júlí 26, 2004

Baneitrað Samband á Njálsgötunni...

er subbulega fyndin bók.
Deuce Bigalow er óþyrmilega fyndin mynd.

"You know, Antoine's got a really bad temper. One time, I dropped  cigar ash on his carpet, and he made me pick it up..........with my anus!"

Í næstu mynd skellir hann sér til Amsterdam. Ætti að geta virkað.
 

miðvikudagur, júlí 14, 2004

Hmmmm....

Reykjavík, Ísland utandyra í svona veðri....?

Gef því séns.

Sérstaklega þegar maður er að hlusta á Dancing in the Moonlight, lagið góða sem var hópnauðgað í einhverri viðrinis bílaauglýsingu - þá í flutningi einhverrar kynhverfrar hljómsveitar að nafni Toploader. Í upprunalegri útgáfu King Harvest er lagið hinsvegar óumræðanlega gott. Ekki er lagið Ooh Child með The Five Stairsteps heldur neitt slor, svo ég tali nú ekki um The Summerwind, hvort sem heldur er í flutningi Sinatra eða Bogomil Font. Öll hafa þessi lög til að bera einhvern ómótstæðilegan ljúfsáran sjarma. Ljúfsárindi eru skrýtið fyrirbæri og ég get vel ímyndað mér að þessi tilfinning, að finnast eitthvað ljúfsárt, fari misvel í fólk. Oftast fer hún hræðilega illa í mig og gerir það að verkum að ég fyllist sorg og söknuði, en stundum, eins og í dag, finnst mér hún dejlig. En hvað er svosem ekki dejligt í svona rjómablíðu? Hvað er ég annars að tuða? Þetta bull í mér hlýtur að bera vott um kynvillu - og ég er sko enginn hommi! Enginn hommatittur, sko! Áfram KR!!!

mánudagur, júlí 12, 2004

Svo er ég farinn að svitna oftar og meira á enninu en góðu hófu gegnir. Hvað er uppi með það?
Mér finnst ég aldrei hafa tíma til neins. Samt geri ég aldrei neitt. Hvað er uppi með það?

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Kalt á toppnum?

Jása! Höfuðsnillingurinn Karl Ferdinand, fjarskyldur bróðir náunganna í Franz Ferdinand, hefur birt viðtal við mig á heimasíðunni sinni! Nú er ég orðinn frægur og heimta morgunmat í rúmið. Kampavín og styrjuhrogn, tek ekki annað í mál. No more súrmjólk for me, baby!
ROSKILDE 2004

Jó. Eitt er mér efst í huga eftir að hafa heimsótt Hróarskelduhátíðina í fyrsta sinni nú um helgina: Hvers vegna í mothaphuckin ósköpunum hef ég ekki farið fyrr??? Ég er nánast orðlaus af gleði og hamingju yfir þessu öllu saman - en ætla þó að
reyna að lýsa helstu viðburðum hér.

Hróarskelduhátíðin er himnaríki - a.m.k. fyrir mann eins og mig sem hef gaman af tjaldútilegum, bjór, Dönum og tónlist. Stemmningin er afskaplega góð og einhver þægileg rólegheit yfir öllu svæðinu. Ég sá engin slagsmál alla helgina en Daði sá ein slík og voru þar á ferð tveir hraustir íslenskir víkingar. Svona hátíð er auðvitað hvalreki á fjörur tónlistarnörds eins og mín sem fær í fyrsta lagi að sjá heilmarga tónleika og í öðru lagi tækifæri til að nördast og besservissa við og með besservisseranördum frá öllum heimshornum. Meiriháttar alveg hreint! Veðrið var að vísu ömurlegt og svæðið eitt drullusvað, og tafði það fyrir manni því það tók helmingi lengri tíma að rölta á milli sviða og atriða - og sá ég því ekki alveg jafn margar hljómsveitir og ég hefði kosið. Ég náði þó öllu því helsta sem ég vildi ná.

Ég mætti á svæðið á föstudeginum eftir stuttan kaffibolli með Leu fyrrverandi sambýliskonu minni í Köben. Ég fékk armband um úlnliðinn, rölti inn á svæðið í fínu grænu skónum mínum sem mér þykir undurvænt um, sá drulluna og hugsaði með mér:
"hmmmm, væri ekki graður leikur að fara að skipta um skó?" Um leið og ég hugsaði þetta steig ég upp í hné í drullupoll. Eftir það var mér meira og minna sama umhvort ég væri skítugur eða ekki - maður vandist þessu bara. Eftir stutt stopp á tjaldsvæðinu var kominn tími á fyrstu tónleikana mína þessa helgina. Blökkumennirnir ungu í N*E*R*D blésu mig hreinlega burt. Hingað til hef ég ekki verið N*E*R*D fan og ósköp lítið pælt í þeim en þessir tónleikar voru ótrúlegir. Nú er ég orðinn aðdáandi og ekki seinna vænna. Eitt skemmtilegasta sörpræs sem ég hef orðið fyrir í lengri tíma. Gamalmennið David Bowie klemmdi taug í rassgatinu stuttu fyrir hátíðina og varð að hætta við að troða upp þannig að næst lá leið okkar á Pixies. Ég sá Pixies í Kaplalrika fyrir mánuði síðan og þeir voru betri á Hróarskeldu en þar - en ekkert mikið öðruvísi. Það var helst að þau væru betur æfð og ekki alveg jafn fúl hvort út í annað. En þau sviku ekki, stemmningin var mikil og prógrammið bara fínt. Verst þótti mér að missa af Avril Lavigne sem var að spila á sama tíma. The Hives voru ágætir - ég sá þá hita upp fyrir Rolling Stones í Köben í fyrra og fannst nú ekki mikið til tónlistar þeirra koma en þeir mega eiga það að þeir eru frábært tónleikaband, enda var stemmningin góð þó svo að ég hafi þegar verið byrjaður að búa mig undir tónleika Sly og Robbie sem byrjuðu klukkan tvö um nóttina. Þessar reggaegoðsagnir voru í hörkufíling, tóku því rólega til að byrja með en svo æstust leikar eftir því sem leið á. Ég var í svaðalegum fíling fyrsta klukkutímann en þá skall þreytan á mér eins og vatnsfata enda ég ekki búinn að sofa nema í ca. 2 klukkutíma sólarhringinn á undan. Það var því lítið annað að gera en að halda heim á leið til að safna kröftum fyrir nýjan dag. Áður en ég fór á Sly og Robbie hitt ég þó mér til mikillar ánægju uppáhalds bloggarann minn hana Katrínu. Það er fríkí hvað maður rekst á fólk þarna hægri vinstri þrátt fyrir allan mannfjöldann. Eins er alltaf svolítið skrýtið að hitta í fólk í fyrsta sinn sem maður hefur einungis spjallað við á netinu - maður verður vandræðalegur og veit ekkert hvað maður á að segja. En Katrín er indælis manneskja og jafnvel viðkunnalegri í persónu en á prenti, og þá er mikið sagt:)

Maður vaknar snemma á Hróarskeldu og fyrri part dagsins var eitt í að borða, drekka bjór og sleikja sólskinið - því þótt það jafi rignt heilan helling kom steikjandi sól inn á milli og þá fór ég nú að kannast við det dejlige Gajol vejr sem maður á að venjast frá Danmörku. Einnig brá ég mér í kalda sturtu í unisex klefa, þ.e. strákar og stelpur saman, og var það sérdeilis skemmtileg upplifun - gaman að fá tækifæri til þess að vera bökk nekkid fyrir framan fullt af fólki án þess að endi með því að maður sé snúinn niður eða kallað á lögguna. Ég var búinn að hlakka mikið til að sjá Lady Saw spila, en hún er mögnuð söngkona frá Jamaíku og þrælmyndarleg í þokkabót - en mér og fleirum, t.d. tjalla einum sem ég spjallaði heilmikið við kvöldið áður og hitti síðan aftur á tónleikunum, til mikillar mæðu hætti hún við að spila á síðustu stundu. Það gekk orðrómur um að henni væri of illt í rassinum til að treysta sér á svið, en sá orðrómur fékkst ekki staðfestur. Ég var svo svekktur yfir þessu að ég stikaði rakleiðis til ávaxtasalans á svæðinu og keypti mér 3 vatnsmelónur. "Þetta ætti að kenna Lady Saw að hætta ekki við tónleika þegar ég er á svæðinu" hugsaði ég reiður meðan ég saug melónurnar og eyðilagði hvítu dönsku landsliðstreyjuna mína með bleikum melónudropum. Ekki þýddi þó að gráta Ásgeir bónda lengi því næst á dagskránni var náfrændi Lady Saw, Beenie Man. Hann lét tvo gæja hita upp fyrir sig sem voru báðir magnaðir og Bauni sjálfur var fínn en kannski full einhæfur fyrir minn smekk, þó svo að meiri fagmann í faginu hafi ég trauðla séð á sviði. Ég þurfti svo að láta mig hverfa með fyrra fallinu af Beenie man því á stóra sviðinu voru að hefja leik sjálfur Iggy Pop og hinir upprunalegu Stooges, hvorki meira né minna. Hvílíkir tónleikar! Iggy var hreint út sagt mergjaður á að líta, ber að ofan í þröngum gallabuxum og engum naríum þannig að rassaskoran blasti við manni og auk enn frekar á kraftinn sem stafaði af öldungnum á sviðinu. Ég skemmti mér auðvitað frábærlega og missti mig örlítið í lögum eins og "No Fun", "1969" og "I Wanna Be Your Dog" - sem þeir tóku tvisvar og hefðu að ósekju mátt taka einu sinni enn - slíkur var stemmarinn. Ég tók þann kostinn að sleppa Basement Jaxx til að ná í gott stæði á kynvillingnum káta Morrissey. Ég er auðvitað mikill Morrissey maður og hann brást hvorki mér né öðrum aðdáendum að þessu sinni - hélt magnaða tónleika og var miklu betri heldur en þegar ég sá hann í Köben í fyrra. Ég hélt að það myndi líða yfir mig þeagr hann tók eitt af mínum eftirlætis lögum "There is a Light That Never Goes Out" en ég hélt sönsum, dansaði eins og Helgi Tómasson endurfæddur og var hreint út sagt of þreyttur til að nenna að rölta yfir á Fatboy Slim að Morrissey loknum. Ég sé svolítið eftir því núna því ég fíla Fatboy - en svona er lífið.

Eftir að hafa chillað dágóða stund og tekið saman tjaldið á sunnudeginum var stefnan tekin á Santana á stóra sviðinu. Í seinni tíð er ég byrjaður að fíla Carlos Santana vel og var því helvíti spenntur. Ég tók mér því stöðu framarlega og naut þessara frábæru tónleika á botn. Kallinn var í fljúgandi fínum fíling og ekki síður gæjarnir fyrir aftan trommusettin 3 á sviðinu og ofursvali hammondorgelleikarinn - sólin skein ótruflað alla 2 tímana sem hann spilaði og mér leið hreint út sagt yndislega. Allt frá fyrsta laginu - "Santana Jam", gegnum öll gömlu og góðu og nýju og góðu lögin - og þegar kom að næstsíðasta laginu, "Oye Como Va", var ég kominn allra fremst, öskrandi og dansandi og hefði líklega getað klipið í yfirvaraskeggið á töffaranum hefði ég verið eins og 3 metrum hærri. Síðasta lagið - "You´ve Got to Change Your Evil Ways" - tileinkaði hann síðan George Bush og kórónaði þannig einhverja skemmtilegustu tónleika sem ég hef séð á ævinni. Ég rölti mér síðan og náði síðustu lögunum hjá Franz Ferdinand sem virkuðu andskoti frískir, og þaðan aftur á stóra sviðið þar sem sjálfir Wu-Tang Clan voru að byrja að spila. Ég hef alla tíð haft gaman að Wu-Tang og þeri byrjuðu af krafti - tóku alla helstu smellina sem ég hafði vonast til að heyra, tóku m.a.s. "Shimmy Shimmy Ya" til heiðurs Ol' Dirty Bastard sem hefur líklega á sama tíma verið að láta taka sig í óæðri endann á einhverjum skítugum fangelsisbedda í U.S. of A., nú eða öfugt. Ég hreifst gríðarlega af leik Wu-Tang, svo gríðarlega að restina af kvöldinu var ég sönglandi frasa eins og t.d. "Wu-Tang Mothafuckah-ah!", "Wu-Tang Clan ain´t nuttin to fuck wit!" og "Yo! One Two One Two - It´s tha Wu!", sjálfum mér til skammar og öðrum til ama. Ég hélt að ég myndi missa af Muse og var ekkert að syrgja það í sjálfu sér, en náði samt síðasta einum af hálfa klukkutímanum af tónleikunum þeirra því þeir spiluðu í hátt á þriðja klukkutíma. Muse komu mér satt að segja á óvart, voru drulluþéttir, söngvarinn var þónokkuð góður og þeir náðu að magna upp heljarinnar stemmningu. Eftir Muse var svo haldið niður í Köben og gist þar um nóttina. Eftir á að hyggja sé dulítið eftir þeirri ákvörðun og því ég hefði viljað vera allt sunnudagskvöldið á Skeldunni líka því ég var kominn í svo assgoti góðan fíling. Næst ætla ég bara að bíða rólegur og fara heim með síðustu lest á mánudagskvöldinu. Næst, segi ég, því nema að eitthvað fáránlegt komi upp á verð ég þarna mættur galvaskur á næsta ári og mun fylgjast spenntur með dagskrártilkynningum í allan vetur. Ég er líka byrjaður að búa til minn eigin persónulega óskalista fyrir bönd sem ég vil að spili á næsta ári og tróna þar á toppnum ELO, Tatu og Kalli Bjarni. Á næstu hátíð næ ég líka vonandi að sjá fleiri bönd sem ég þekki lítið eða ekkert til fyrir - því þó ég hafi séð fullt af slíku núna náði ég t.d. ekki að sjá einu einustu norska hipphophljómsveit og ekkert heyrði ég hressilegt poppið frá Tyrklandi heldur. Úr þessu verður bætt næst.

Ég verð þarna á næsta ári og vonandi á mörgum hátíðum til viðbótar. Roskilde rúlar - og við þá sem hafa aldrei farið og ætla sér aldrei að fara segi ég þetta: Þið vaðið villu vegar og eruð, já ég verð barasta að segja það hreint út, þið eruð heimskingjar!

Ég þakka gott hljóð.

sunnudagur, júní 27, 2004

Draumurinn er úti...

fyrir Dani. Synd og skömm - en fátt er svo með öllu illt að ei boði gott, eins og systkinin Vilhjálmur og Ellý Vilhjálmsbörn sungu á sinn einstaka máta fyrir margt löngu. Tékkar eru langbesta liðið í þessari keppni og ættu með réttu að standa uppi sem sigurvegarar. Ég treysti á það og verð óður ef það klikkar. ÓÓÓÓÓÓÐUR!!!

Var að telja forsetaatkvæði í gærkvöldi. Það var leiðinlegt.

föstudagur, júní 25, 2004

FARVEL FRANS!!!!!!

Ég stóðst hreinlega ekki mátið að verða á undan íþróttasíðum dagblaðanna með þessa bráðsmellnu fyrirsögn. He he he he he hí hí hí hí ho ho ho HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA!!!!!!!!!!!!!!!!!

Fokking Frakkland.

miðvikudagur, júní 23, 2004

Nýja Blóðappelsínu-appelsínið er bloody gott. Besta nýja íslenska gosið síðan....tja, síðan Mix barasta!
Já, þetta var spennuþryllir í gær. Tvö frábær áttust við í frábærum leik. Ég vildi nú helst ekki að Danir lentu gegn Tékkum í 8 liða en það verður jú bara að hafa það - þá mun ég a.m.k. bókað eiga lið í undanúrslitunum, þó svo að ég styðji að sjálfsögðu Danina fram í rauðan dauðann. Það besta af öllu var að helvítis leikurinn skyldi fara 2-2 eftir allt þetta kynvillta væl í Ítalaófétunum. Palli fann þetta og þetta er æðislegt! Annars er fátt að frétta - lífið er saltfiskur, góða veðrið virðist vera búið í bili og ég steig á hendina á unglingsstelpu í vinnunni í dag. Það var að sjálfsögðu óvart enda stendur það skýrt og greinilega í reglum Vinnuskólans að það sé ekki æskilegt að leiðbeinendurnir séu mikið að stíga á hendurnar á nemendunum.

þriðjudagur, júní 22, 2004

Troels!

Lagið "Sem kóngur ríkti hann" með gæðatríóinu Þrjú á Palli er ein af mínum eftirlætis dægurflugum. Í textanum segir:

Í Danmörk fæddist og ólst hann upp,
en engan hlaut hann þar frama.
Sú kotungaþjóð með sín kúastóð
og kokhljóð var honum til ama.


Það er hætt við því að þessi kotungaþjóð með sín kúastóð og kokhljóð verði Svíum til ama í kvöld. Já, Hemmi minn!

Der er et yndigt land...

Jæja nú er ég hættur, vil ekki þurfa að éta of mikið ofan í mig ef allt skyldi fara á versta veg. Ég heiti því þó að brenna Emil í Kattholti bækurnar mínar úti á svölum í kvöld ef þetta fokkast upp, allar þrjár!!!


Atomkraften venter paa den 3. verdenskrig...

...sönglaði Bubbi fyrir 20 árum síðan. Ætli hann hafi gert sér grein fyrir því að 3. heimsstyrjöldin yrði háð 20 árum síðar, nánar tiltekið í kvöld. Leikur Svía og Dana verður magnificent. Stríð, ekkert annað en stríð! Svo ég vitni í heiladauða herforingjann sem kvað upp úr þegar Íraksstríðið brast á: "It´s Hammertime!!!" Best væri auðvitað að taka létta nordisk samarbejde og fá bæði liðin upp úr riðlinum, en við sjáum hvað setur, Pétur.

Vi er röde, vi er hvide.......

laugardagur, júní 19, 2004

3-2 fyrir Tékka!!!

Hvílíkur leikur!!! Tékkar öruggir með fyrsta sætið í riðlinum sama hvernig fer í lokaumferðinni. Ég vona að þeir verði við óskum mínum og tapi fyrir Þjóðverjum. Maður er bara hálf ringlaður eftir þetta allt. Hvílíkar trakteringar.

Einn brandari að lokum:

Hvaða lið í ensku knattspyrnunni styður foringinn í Ku Klux Klan?

Svar: Blackburn

He he he he
2-1 Hollendingunum sjúgandi í vil í hálfleik í langbestu viðureign keppninnar til þessa. Ég er satt að segja hálf hræddur um að seinni hálfleikur verði hundleiðinlegur því leikmenn virtust eyða gríðarlega mikilli orku í þennan fyrri hálfleik. Jæja, við sjáum til - Phil.
Hmmmmmm.............

Lettar og Þjóðverjar voru að enda við að gera markalaust jafntefli. Það þýðir að með sigri gegn Hollendingum á eftir geta mínir menn Tékkar tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum og jafnvel leyft þýskum að vinna sig í síðasta leiknum og þannig skilið þessa leiðinda Hollendinga eftir í riðlinum. Sándar vel? En svo kemur auðvitað inn í hvernig c-riðillinn fer og hverjir mætast í 8 liða. Síst af öllu vil ég að Danir og Tékkar mætist þar, en svo er auðvitað ekkert víst að Danir komist upp - og ekki heldur Tékkar ef út í það er farið. Ég er að bulla. Þessi hrörnandi heili minn ræður ekki við svona útreikninga og spekúlasjónir. Ég vitna í Eazy-E:

Straight outta Compton -
is a brotha that´ll smotha your motha
and make your sista think I love her!


Dýrt kveðið.

Áfram fokking Tékkland!!! Við sjáum til hverjir verða fljúgandi eftir þennan leik, beeyatch!
Hæ hó! Allt brjálað að gera, veðurguðinn Óskar í góðum gír og EM fer prýðilega af stað. Bara verst að Svíahækjurnar skyldu ekki hafa fretast til að vinna Ítalana - þ.e.a.s. verst fyrir þá sjálfa því þetta þýðir aðeins eitt: Danir neyðast til að lumbra rækilega á þeim í lokaleik riðilsins á þriðjudaginn. Smörrebröd og Tuborg paa Tirsdag, anyone? Þorsteinn Joð er asni.

mánudagur, júní 07, 2004

5 dagar í Evrópukeppnina. Ég er þegar búinn að missa bæði saur og þvag af spenningi, og hef lúmskan grun um að græn spýja fylgi fljótlega í kjölfarið. Af hverju er ég svona spenntur, kynni einhver að spyrja? Það má jesúm vita.
Ronnie Raygun er död!!!

...and dearly my Frank, I don´t damn a give!

þriðjudagur, júní 01, 2004

Í Danmörku eru til fjölmargar tegundir af Fanta. Ég smakkaði t.d. blóðappelsínu-Fanta, melónu-Fanta og ananas-Fanta og allt var þetta þrumufínt stöff. Ég varð því afar spenntur þegar ég frétti af fyrirhuguðum innflutningi Vífilfells á Fanta Green Apple því það er alltaf gaman að smakka nýjar gostegundir og græn epli eru svakalega góð. Mikil urðu því vonbrigði mín þegar ég smellti mér á eina flösku í gær og komst að raun um að þetta er með verri drykkjum sem ég hef bragðað um ævina - hreinræktaður viðbjóður. Ég ætla rétt að vona að einhver verði rekinn fyrir þetta.

fimmtudagur, maí 27, 2004

Feiti göltur og félagar voru fínir í Firðinum. Það var svona nettur trip down Lois Lane fílingur í manni - síðast þegar ég fór á tónleika í Kaplakrika var árið 1993 og Rage Against the Machine að spila. 11 ár en samt allt alveg eins einhvern veginn - sömu andlitin og sami stemmarinn. Fríkí. Jæja best að fara að horfa á KR vinna Víking 6 - 0. Sjáumst í stríðinu.
Ding Dong! Er Sigrún heima?

Fóstbræður eru fantastic. Nú hafa góðir menn skellt undirskriftalista á netið þar sem þess er krafist að þessir frábæru þættir verði gefnir út á DVD hið snarasta - enda VHS ruslið orðið lúið hjá fólki eins og Katrínu, sem bendir réttilega á að þessir þættir eru þeim eiginleikum gefnir að verða betri við hvert áhorf. Fóstbræður á DVD og ekkert kjaftæði! Skrifið undir.

miðvikudagur, maí 19, 2004

Ölvir ríður ekki við einteyming í borg froskanna. Í kvöld er hann mjög líklega að fara að sjá Toots & the Maytals á tónleikum - og þegar búinn að sjá Skatalites! Bölvaður þrjóturinn. Toots nefnilega rúlar, hafi einhver verið í vafa.
Þrennt sem ég gerði þegar ég var lítill, hélt að ég yrði hættur að gera þegar ég yrði stór - en geri enn:

1. Gleyma stundum að renna upp buxnaklaufinni.

2. Drepast úr hlátri þegar einhver prumpar í banka.

3. Vera að drekka kakómalt og reka skeiðina í augað.

Svona er maður ófullkominn.

þriðjudagur, maí 18, 2004

ÁRÉTTING

Ég vil hér nota tækifærið til að kveða niður þrálátan orðróm um mig og vin minn sem hefur verið á sveimi um bæinn í allan dag. Fréttin á bls. 9 í DV í dag, undir fyrirsögninni "Fullur á nærbuxum" fjallar ekki um mig, og því síður fjallar fréttin á bls. 8 í sama blaði, undir fyrirsögninni "Koníak fyrir að bera á sér brjóstin", um Ölla. Þessar fréttir fjalla um okkur alls óskylt fólk, að ég held. Svo vil ég eindregið hvetja fólk til að lesa ekki einungis fyrirsagnirnar á fréttunum - þannig verður svona misskilningur til.
Æi! Boooooooring:


Which British Band Are You?

mánudagur, maí 17, 2004

Hmmmm...já. Boston Rob missti nú sirka 600 töffarastig þarna í endann á þættinum, en samt - gaman að þessu. Fínt að Rubert vann a.m.k. ekki því hann fór í mínar fínustu.
Hendur, hendur, fætur, fætur.
Finnst þér Himmi ekki sætur?
Sjúmm! Erfið helgi maður.

föstudagur, maí 14, 2004

Nýi Liverpool búningurinn er ágætur. Kannski full stílhreinn fyrir minn smekk. Fótboltabúningar verða að vera pinku hallærislegir, það finnst mér a.m.k.
San Antonio Spurs - LA Lakers í gær var svaðalegasti körfuboltaleikur sem ég hefi á ævinni séð. Lesið allt um það hér. Hvað er annars málið með þetta rok? Not my cup of Colt 45, cuz! Rigningin er ókei en rokið? Mætti ég þá heldur biðja um Hörð Torfa.

fimmtudagur, maí 13, 2004

Snoop Dogg kvót dagsins:

"I keep hearing about muthafuckin Harry Potter. I´m like, Who is this muthafucker I keep hearing about?"

- Snoop Dogg, whose new movie, The Wash, opened in America the same week as Harry Potter And the Philosophers Stone.
Halló Akureyri! Af hverju birtist allt tvisvar sem ég skrifa? Er þetta ekki full mikill tvískinnungsháttur? Annars er Bjarna Fel listinn kominn upp í nákvæmlega 666 undirskriftir. 666 er góð tala, eða eins og Bubbi söng:

Ég bíð við Iðnó undir ljósunum gulu
úti á svellinu fólkið sé.
Í kvöld við skulum skauta út á ísinn
og skera í hann 666.
Töffarar sem hafa upphafsstafina K.R.:

Keith Richards

Kenny Rogers

Keanu Reeves
Töffarar sem hafa upphafsstafina K.R.:

Keith Richards

Kenny Rogers

Keanu Reeves

miðvikudagur, maí 12, 2004

SKANDALE DOMMER!!!

íslenski homminn Tómas Þórðarsom náði ekki að fleyta Dönum í úrslitakeppni Júóvisjón. Þetta er auðvitað allt saman pólitík. Það hefði verið gaman að sjá tvo íslenska homma á sviðinu í Tyrklandi en af því verður víst ekki þannig að á laugardaginn mun ég styðja:

Ísland - ágætis lag þegar maður heyrir það í 15. skipti.

Tyrkland - Tyrkir koma sterkir inn með drullufínt ska lag. Á dauða mínum átti ég von...

Úkraína - Ruslana rúlar.

Belgía - sæt kona með gott lag.

Grand Prix er stuð.

þriðjudagur, maí 11, 2004

Og þá vantar mig auðvitað eitthvað svalt DJ nafn....hmmmmmmm.

DJ Django?

Ég sé fyrir mér hóp af hressu fólki sem hittist niðri í miðbæ á leiðinni á barinn:

"Hei krakkar. Æðislegt fyllerí maður! Dídjei Django er að spila. Hann klikkar tæplega! Öddi, réttu mér flöskuna - ég ætla að neyta innihalds hennar!"

Gæti gerst...
Og já, meðan ég man. Ég er hættur við að verða skemmtaraleikari og hef ákveðið að gerast DJ. Vantar einhvern góðan skífuþeyti í sumar? Ég er þægilegur og ódýr í (við)rekstri.
Valdimar Örn og Diddi Fiðla, gullfiskarnir mínir, eru hundleiðinlegir og gera aldrei neitt sniðugt og skemmtilegt. Ég er orðinn dauðleiður á því að skipta um vatn hjá þeim og gefa þeim að borða. Ef einhvern langar að eiga þessar tvær bráðfallegu en dauðyflislegu skepnur er það meira en guðvelkomið. Annars fara þeir á betri stað (klósettið) eða hitt, að ákveðinn köttur á Óðinsgötu fái afmælisgjafirnar sínar með fyrra fallinu þetta árið.
Gaui Þórðar.
Fjarlægðin gerir fjöllin blá...


...og lagið "Nostalgía" með SSSól og Ingibjörgu Stefáns gott.

Ba ba ba ba
babba bararababb!
ÓKEI!!! Ég játa það að tunglið er ostur.....


Hörkufínt bara, svona í minningunni a.m.k.

mánudagur, maí 10, 2004

Jæja - er farinn heim að horfa á Survivor. Spennan er orðin óbærileg. Minn maður Boston Rob er eitthvað að klikka á þessu sýnist mér. Sjáum hvað setur, Pétur.
Erótíski leiðtoginn Ölvir er á leiðinni til Parísar um helgina þar sem hann mun m.a. sjá höfuðsnillingana í Skatalites á tónleikum. Ég öfunda hann svo mikið að ég er að hugsa um að skreppa til hans á eftir og hrinda honum.
Sid Vicious hefði orðið 47 ára í dag hefði hann ekki sprautað full miklu magni af fíknilyfjum í handlegginn á sér þegar hann var 21 árs. Hvað ætli hefði orðið um Sid hefði hann lifað? Fyrir mörgum árum las ég einhverja grein í Q þar sem blaðasnápurinn taldi líklegast að hann hefði farið út í sjónvarpsmennsku, nánar tiltekið að Sid væri í dag að stjórna sínum eigin "Falin myndavél" þætti. Það finnst mér góð ágiskun.
EM 2004

Já Hemmi minn! Það er svo mikið svoleiðis! Jæja, alltaf í boltanum?

Ó já. Evrópukeppnin í Portúgal hefst þann 12. júní næstkomandi og því ekki seinna vænna en að koma með offisjal spá á Frívaktina. Það er ekkert launungarmál að ég held með Dönum en einnig lít ég lið eins og Tékkland, Lettland, Rússland, Króatíu, England og Þýskaland hýru auga. Helsta martröðin er auðvitað sú að Frakkakvikindin fari að gera einhverjar rósir. Ef svo ólíklega vill til lofa ég því hér með að ég mun æla, míga eða skíta á hvert einasta hús á Frakkastíg áður en sumarið er úti. En hér er semsagt spáin mín. Hún er birt án ábyrgðar og ekki þýðir að tuða í mér ef einhver veðmál eða slíkt fara illa vegna hennar. Enjoy:

A-RIÐILL:

Portúgal
Spánn
Grikkland
Rússland

Orðabókarskýringin á “önderatsjívers” er “landslið Portúgal.” Núna er hinsvegar lag fyrir þá að gera loksins eitthvað af viti – á heimavelli og flestar stórstjörnurnar ennþá með og komnir með fjári mikla og góða reynslu af stórmótum. Ég hef alla trú á því að þeir muni krúsa næsta auðveldlega í gegnum þessa riðlakeppni og vinna alla leikina. Eina liðið sem þeir munu eiga í virkilegum erfiðleikum með eru Spánverjar. Þeir eru, eins og góður maður benti mér á um daginn, nánast á heimavelli í Portúgal en þó án þeirrar miklu pressu sem fylgir því að vera heimaliðið. Það mun skipta miklu máli fyrir þá og þrátt fyrir að vera aumingjar með stærðarinnar manna í brók munu þeir hlussast í 8 liða úrslitin. Þeir verða jafnir Rússum að stigum en Rússar munu tapa stórt fyrir Portúgal og því mun markatalan verða Spanjólum hagstæð. Ég er strax farinn að vorkenna Rússum sem munu án efa spila skemmtilega en verða óheppnir. Það verða því engar óeirðir á strætum Moskvuborgar í júní heldur mun þjóðin fagna leikmönnum innilega þegar þeir snúa heim á leið. Grikkir geta ekki neitt, hafa aldrei getað neitt og munu aldrei geta neitt. Mér gæti ekki verið meira sama. Þeir munu “pull a Daniel August” og ljúka keppni með ekkert stig. Farið hefur hné betra.

Áfram í 8 liða úrslit: Portúgal og Spánn

B-RIÐILL:

Frakkland
Sviss
England
Króatía

Helvítis djúpsteiktu froskalappirnar eru líklega með mest óþolandi landslið allra tíma. Stór ástæða fyrir því hversu óþolandi þeir eru er sú staðreynd að þeir eru assgoti flinkir. Það var mergjað að fylgjast með þeim rjóma upp á bak í síðustu HM og skora ekkert mark, en því miður verður sú ekki raunin nú. Þeir munu gera markalaust jafntefli við England í fyrsta leiknum sínum en vinna hina tvo “með einari”. England er með lélegt lið og mikla hefð. Það sem þeir verða að treysta á er baráttan. Baráttan verður að vera í lagi ef ekki á illa að fara. Hún verður í lagi gegn Frökkum en svo fer undan að síga. Þeir munu samt fara áfram í 8 liða, aðallega þökk sé því hversu slök hin tvö liðin í riðlinum eru. Eins og mér þykir vænt um Króatana verða þeir því miður heillum horfnir í þessari keppni og detta út með 1 stig sem þeir munu næla sér í gegn arfaslökum Svisslendingum. Sviss fær líka 1 stig og dettur út án þess að nokkur taki almennilega eftir þeim. Þeir gætu hugsanlega náð að safna í half-decent lið ef þeir gætu ferðast aftur í tímann og náð í bestu leikmennina sína frá HM 94 og EM 96. Það er ekki hægt.

Áfram í 8 liða úrslit: Frakkland og England

C-RIÐILL:

Svíþjóð
Búlgaría
Danmörk
Ítalía

Já þetta verður skemmtilegur riðill. Ítalir eru eiginlega alltaf sterkir og ef þeir lenda ekki í bólufreðnum dómurum með ræpu eins og á síðustu HM munu þeir taka þennan riðil right up the fucking Gary. Danir verða sjeikí til að byrja með, harka út jafntefli gegn Ítölum og merja Búlgari en þjóðarstoltið mun láta til sín taka í síðasta leiknum gegn Svínþjóð. Baunar vinna þennan skemmtilegasta leik riðlakeppninnar 2-1. Ég er meira segja ekki frá því að Ebbe Sand hrökkvi í gang í þessum svaðalega leik og skori sigurmarkið eftir að hafa verið ömurlegur í Bundesligunni í allan vetur. Eðalleikmaðurinn Claus Jensen skorar fyrra markið. Ég hef mínar efasemdir um Jesper Grönkjær sem á það til að hverfa í leikjum milli þess sem hann sýnir gríðarleg tilþrif – en hann er góður gæi. Minn maður Morten Wieghorst stendur keikur vaktina í vörninni og stígur ekki feilspor. Ég verð nú að játa það hér að ég prumpaði í buxurnar þegar ég heyrði að Henke Larson hygðist taka fram landliðsskóna á nýjan leik og spila með Svínum í þessari keppni. Gæinn er bara svo feykilega góður. Restin af liði Svína, fyrir utan Ljungberg, er hinsvegar sultutau þannig að þeir detta út – and a fookin good riddance to ye Helgas! Það er hætt við að það verði ófá bremsuför í hreinum, gulum, endurunnum naríum að kvöldi þess. 22. júní. Búlgarir geta ekkert – 0 stig (wishful thinking – þeir gætu alveg gert einhverjar skráveifur).

Áfram í 8 liða úrslit: Ítalía og Danmörk

D-RIÐILL:

Tékkland
Lettland
Þýskaland
Holland

Já blessaður – þessi riðill er sannkallaður náriðill og ekkert verður gefið eftir. Lettar fara því miður illa út úr þessu öllu saman og tapa öllum leikjunum. Ég ætla að gerast svo djarfur að spá því að allir innbyrðis leikirnir milli Tékklands, Þýskalands og Hollands endi með jafntefli og því mun það skipta öllu máli hverjir sigra Letta með mestum mun. Það verður þýska stálið. Kevin Kuranyi verður ein af stjörnum mótsins og gott ef Fredi Bobic hrekkur ekki í gang beint af bekknum hjá Herthu Berlín. Tékkar munu halda uppi merki skemmtilegrar sóknarknattspyrnu og komast verðskuldað áfram með Milan Baros í Broddi Kristjáns, afsakið, fylkingar. Hann verður magnaður í þessari keppni. Nú veit ég ekki hverjir verða frammi hjá Hollendingum en hvílíkt úrval sem þeir hafa af góðum sóknarleikmönnum. Ég ætla að spá því að þjálfarinn geri þau mistök að láta Ruud Van Gubbstelrooy og Patrik Kluivert byrja inn á þó svo að hvaða heilvita Indriði geti séð að bæði Roy Makaay og Pierre van Hooijdonk eru silljón sinnum betri. Þetta kemur Hollendingunum í fljúgandi koll.

Áfram í 8 liða úrslit: Þýskaland og Tékkland

Já! Þá er komið að því að skoða hverjir mætast í 8 liða úrslitunum:

8 LIÐA ÚRSLIT:

Portúgal - England

Portúgal á heimavelli í höfuðborginni mun reynast of mikið fyrir brothætt lið Englendinga. Ekki það að Portúgalar eigi eftir að sýna neinn stjörnuleik en enska vörnin á eftir að leðja á sig svo um munar og fá á sig 3 mörk. Ég er í góðu skapi svo ég ætla að spá því að Gary Neville skori sjálfsmark og fái svo rautt spjald. Michael Owen kemur þó Englendingum yfir í fyrri hálfleik. Enskar bullur hrökklast heim með rassinn á milli lappanna og það mun enginn sakna þeirra tiltakanlega – enda gersamlega óalandi og óferjandi kvikindi þegar þeir ferðast til annarra landa.

Úrslit: Portúgal – England 3 – 1

Frakkland – Spánn

Tvö mest óþolandi liðin í keppninni setja á svið knattspyrnuveislu þann. 25. júní í Lissabon. Spánverjar komast yfir snemma með marki gulldrengsins Raúl en Frelsiskartöflurnar jafna á síðustu mínútunni, öllum nema þeim sjálfum til óþurftar og leiðinda. Leikurinn fer í framlengingu og þar munu þeir óhjákvæmilega skora gullmark eða silfurmark eða hvað í fjandanum þessi leiðindaregla er kölluð nú til dags. Til að kóróna daginn verður það skítaræfill á borð við Louis Saha eða David Trezeguet sem skorar markið.

Úrslit: Frakkland – Spánn 2 – 1 (eftir framlengingu)

Ítalía – Tékkland

Þetta verður stál í stál. Tékkar sækja og sækja, Pavel Nedved skítur í stöng og slá,verður brjálaður og sparkar niður 5 spagettísprella á 5 mínútum, fær rautt. Ítalir verjast og verjast og pota svo inn einu 5 mínútum eftir að Nedved fer út af. Ég skal hundur heita ef það verður ekki Filippo Inzaghi sem skorar. Þetta verður sigur skynseminnar gegn leikgleðinni – og við því er ekkert að gera býst ég við. Svona er nú einu sinni fótboltinn.

Úrslit: Ítalía – Tékkland 1 - 0

Þýskaland – Danmörk

Þetta verður annar góður leikur. Danir koma til með að sækja og Þjóðverjar að verjast. Stálið heldur og þeir skora tvisvar á síðustu 10 mínútunum. Leikurinn verður jafnari en flestir aðrir leikir í keppninni en svo fer sem fer. Var það ekki Gary Lineker sem sagði eitthvað á þá leið að reglur knattspyrnunnar væru í raun sáraeinfaldar: Tvö lið, tvö mörk, bolti og Þýskaland vinnur alltaf. Þetta er mikil og góð speki.

Úrslit: Þýskaland – Danmörk 2 – 0

UNDANÚRSLIT:

Portúgal – Ítalía

Portúgalar enn og aftur á heimavelli í höfuðborginni en í þetta sinn er það ekki nóg fyrir þá. Ítalirnir eru barasta of sterkir og skora í framlengingu eftir að Portúgal jafnar leikinn á lokasprettinum. Grátur og gnístran tanna hjá aðdáendum Portúgal en stuð og fjör á flestum pizzastöðum Evrópu.

Úrslit: Portúgal – Ítalía 1 – 2 (eftir framlengingu)

Frakkland – Þýskaland

Þann 1. júlí í Porto verður réttlætinu fullnægt og Froskagleypirnir verða slegnir út af óhemju einbeittum og baráttuglöðum Þjóðverjum. Lokatölur verða 1 – 0 Þýskalandi í vil og sigurmarkið verður skorað úr vítaspyrnu sem Frökkum mun þykja vafasöm en engum öðrum. Frakkar munu drekka sorgum sínum í samkynhneigðu rauðvíni meðan þýskarar klára bjórbirgðir Porto á innan við 6 klst. Þetta eru menn sem kunna að skemmta sér og fagna góðum árangri.

Úrslit: Frakkland - Þýskaland 0 -1

ÚRSLITALEIKURINN:

Ítalía – Þýskaland

Úrslitaleikurinn verður þvert ofan í allar spár hin besta skemmtun. eftir venjulegan leiktíma verður staðan 1 – 1 eftir að krautarar jafna á 83. mínútu. Við þetta lekur allur vindur úr Ítölum og þeir fá á sig sigurmarkið eftir einungis 3 mínútur í framlengingu. Ze Germans springa úr gleði – enda ekki við miklu af þeim búist fyrir mót, en öfuguggarnir gráta sig í svefn eins og litlu stelpurnar sem þeir eru. Works for me!

Úrslit: Ítalía - Þýskaland 1 - 2

SIGURVEGARAR EM 2004: ÞÝSKALAND!

Takk fyrir.



sunnudagur, maí 09, 2004

Hvað er meira viðeigandi á sunnudagskveldi en að horfa á Lakers troða San Antonio upp í rassgatið á sjálfum sér? Ekki margt.

Fór á Þingvelli í dag og fékk mér kaffi á Café Þingi. Það er svalur staður og ekki skemmdi fyrir að úti í sólinni hafði plantað sér skemmtaraleikari sem spilaði skemmtileg lög á skemmtarann sinn, lög eins og Ég veit þú kemur í kvöld til mín, Ó þú, Bíddu pabbi og Tunglið tunglið taktu mig. Sól, kaffi og skemmtilegur skemmtaraleikari. Ég bið ekki um mikið meira. Ég gæti alveg hugsað mér að vinna við þetta - að vera skemmtaraleikari. Þetta er örugglega nokkuð næs og nóg að gera ef maður er góður. Já, fjandinn hafi það ef þetta er ekki bara draumadjobbið mitt. Ég ætla að byrja að æfa mig á morgun.
Hyde
You are Steven Hyde. You're the rebel, making fun
of people kind of guy. Even though deep down
you're a very sweet guy that cares for people
too. You don't think of yourself as the
greatness of the group, and that's why they
love you. Being in the basement, getting *wink
is one of the things you loooove to do.


Which 70's Show character are you?
brought to you by Quizilla

laugardagur, maí 08, 2004

Hvuddninn getur staðið á því...

- að úti regnið lemji gluggann?

- að áfengi eigi það til að liðka málbeinið svo illilega að áður en maður hefur tækifæri til að segja Jesper Olsen er maður farinn að mala eins og hamingjusamur dvergur í Legolandi um hluti sem koma engum við og enginn hefur nokkurn minnsta áhuga á að heyra nema kannski ég og nokkrir þrestir, og mögulega kjarrið græna inni í Bolabás?

- að ég sé þrátt fyrir allt ánægður með að heyra af væntanlegum kaupum KR á tékkneskum varnarmanni - eins mikill púritani og þjóðernissinni ég annars er í þessum málum öllum?

Tja, mér er spurn.

Þú ungi maður - hvað ertu að hugsa?

þriðjudagur, maí 04, 2004

Sometimes it Snows in April

...söng Prince á plötunni Parade frá árinu 1986. Ég gútera það. Það sem ég gútera hinsvegar ekki er mothaphuckin snjókoma í maímánuði. Kunna þessir menn ekki að búa til veður, hvernig er það?
Stórfréttir!!!

Nonni fer hamförum þessa dagana og býður upp á glænýjan bát nánast mánaðarlega. Núna eftir ca. hálftíma mun ég sitja á Nonna, lesandi Andrés og hámandi í mig splunkunýjan Nonnabát með pönnuhituðum ýsubitum. Eins og einhver sagði:

I'm servin um, swervin in the Coupe
The Lexus, flexes, from Long Beach to Texas
Sexist, hoes, they wanna get with this
Cuz Nonni is the shit, beeeyatch!
Já ég verð semsagt að vinna sem leiðbeinandi við Réttarholtsskóla í sumar og er að spékúlera í að hjóla bara í vinnuna. Heilbrigð sál í hraustum líkama. Hvernig er það annars, er Réttó nokkuð G2 (gettó á dönsku) þar sem menn eru skotnir fyrir strigaskóna sína? Ég nenni varla að þurfa að setja kapp í rassinn á mörgum í sumar - nóg að gera við að skrifa lokaritgerð og horfa á fótbolta og svona. Ömmi er auðvitað markmaður í Víkingi og ætli mest af þessu liði sé ekki ekki harðir Víkingar? Ég læt Ömma bara ljúga að þeim að ég hafi setið inni fyrir að berja saxófónleikarann í Jagúar til óbóta og þeim sé ráðlegast að fokka ekki í mér. Þetta verður rólegt og þægilegt sumar.
Jó! Mig vantar hjól til að komast í og úr vinnu í sumar. Er einhver til í að selja eða lána mér?

föstudagur, apríl 30, 2004

Ég sé Ljósið

Stundum skín ljósið á mann. Dæmi: sumarið 1993 komu út litlar myndir af leikmönnum þáverandi 1. deildar í knattspyrnu í pökkum - 10 myndir í hverjum pakka - og var þetta apparat kallað Rauða Spjaldið. Ég var nú orðinn þetta 16-17 ára og var því ekki alveg í markhópnum sem Rauða Spjaldið var að stíla inn á, en var bæði seinþroska og mikill KR-ingur. Ég ákvað því að smella mér á einn pakka af Rauða Spjaldinu - aðallega vegna þess að mig langaði í mynd af Þormóði Egilssyni, hinum eitilharða varnamanni Vesturbæjarstórveldisins. Líkurnar á því að Þormóður yrði í pakkanum voru mjög litlar - líklega u.þ.b. 1 á móti 200 - en ég lét slag standa, vatt mér inn í Boltamanninn á Laugaveginum og fjárfesti í einum pakka. Ég rölti út, reif pakkann upp og hver skyldi hafa verið á FYRSTU myndinni - tígullegur og eggjandi - annar en sjálfur Þormóður Egilsson. Í minningunni byrjaði sólin að skína þegar ég uppgötvaði hver var á myndinni. Það er líklega kjaftæði, en minningin er kristaltær og hlý.

Núna rétt áðan skein ljósið á mig og Kalla. Við vorum á MSN að ræða um NBA og ég spurði hann hvort Sýn ætlaði ekki örugglega að sýna fyrsta leikinn í undarúrslitarimmu Vesturstrandarinnar milli L.A. Lakers og San Antonio Spurs á sunnudaginn nk. Kalli tjáði mér að svo væri ekki - við rifumst og skömmuðumst í dágóða stund þar til Kalla datt það snjallræði í hug að hringja einfaldlega í Sýn og spyrjast fyrir um þessi mál. Satt að segja bjuggumst við ekki við miklum árangri af þessu símtali, en ofurhuginn Kalli lét vaða. Hér eru samræður okkar á MSN stuttu síðar (ég er Wesley og hann er Kobe):

Kobe says:
GETTU HVAÐ MAÐUR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Kobe says:
THEY´RE SHOWING THE MOTHERFUCKA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Kobe says:Ég hringdi í þjónustuverið

Kobe says:
Talaði þar við einhvern gaur...

Kobe says:
Hann fór yfir dagskránna.. og sagði: Því miður, næsti NBA leikur verður ekki sýndur fyrr en 7 maí...

Wesley says:
já.....

Kobe says:
Andskotinn sagði ég. Þið eruð búnir að sýna frá regular season nánast alla sunnudaga í vetur... Svo hættið þið þegar Playoffs eru í fullum gangi!

Wesley says:
já.......

Kobe says:
Hann skildi ekker tí þessu. Svo barst honum póstur meðan við vorum að tala saman. Hann var titlaður : Breytingar...

Wesley says:
NEI!!!!!!

Kobe says:
Fáránlegt maður!!!!!!!!

Kobe says:
Heyrðu, þar stóð: Landsbankadeildin bla bla bla... keilumót bla bla bla... og...........

Kobe says:
NBA körfuboltinn, SAS - LAL kl 19 25 sunnudaginn 2 maí

Kobe says:ég tók eitt gott öskur í símann!!!!

Wesley says:
MAGNIFICENTO!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!1

Kobe says:
gaurinn hélt að ég væri vangefinn

Wesley says:
Karl - þú ownar!


Já. Stundum skín ljósið á boruna á manni - það er deginum ljósara.



fimmtudagur, apríl 29, 2004

Halló krakkar!!! Nú er ég að læra að það gengur ekki endaþarm. Í raun og veru hef ég eytt síðastliðnum 7 klst. í að velta fyrir mér svarinu við áleitinni spurningu. Þessi spurning víkur ekki úr huga mér og ég verð ei rólegur fyrr en svarið við henni er fundið. En erfið er hún, því get ég lofað ykkur. Spurningin sú sem sífellt leitar á mig er þessi:

What´s the frequency, Kenneth??????


miðvikudagur, apríl 28, 2004

Bjarna Fel listinn skreið yfir 500 undirskriftir í gær. Það er kúl en gæti verið betra. Ekki hika við að breiða út boðskapinn lömbin mín og börnin mín.
Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Dönum gengur gegn Skotum í vináttulandsleiknum í kvöld - sérstaklega þar sem Thomas Gravesen, einn af þeirra betri mönnum, er meiddur. Gravesen verður einmitt í leikbanni í fyrsta leiknum á EM gegn Ítalíu þann 14. júní nk., og Baunarnir hreinlega verða að finna einhverja lausn á því. Hrikalegt að missa Gravesen í þessum skuggalega erfiða og gríðarlega mikilvæga leik á móti Grísboltunum. Ég sem var farinn að hlakka til að sjá hann lumbra á þessum slepjulegu mömmustrákum. Jæja, hann lumbrar þá bara á albinóa-Svínunum í staðinn. Úbbs! - albinóa-Svíunum átti þetta víst að vera.

Which Bob Dylan song are you?

The Times They Are A-Changin'

Personality Test Results

Click Here to Take This Quiz
Brought to you by YouThink.com quizzes and personality tests.


þriðjudagur, apríl 27, 2004

Var að lesa í dag að Johnny Rotten myndi helst kjósa Justin Timberlake til að leika sjálfan sig í væntanlegri kvikmynd um feril Sex Pistols. Justin ku hafa samþykkt það með því skilyrði að Rotten léti sig alfarið í friði á tökustað. Ef ég væri Justin myndi ég frekar setja það sem skilyrði að rassgatið á mér léti mig í friði á tökustað. Það getur nefnilega verið erfitt að vera Justin Timberlake þegar rassgatið á manni lætur mann ekki í friði á tökustað. Það þekki ég af biturri reynslu.
Málinu reddað! Ég hreinlega varð að finna annað lag til að fá á heilann og er ekki frá því að það hafi tekist. Til að ná þessu markmiði var eina ráðið að fara back to the basics - og þetta hefur alla tíð reynst mér vel í svona aðstöðu:

One for the money, two for the bitches
Three to get ready, and four to hit the switches
In my Chevy, six-fo' Rad to be exact
With bitches on my side, and bitches on my back


(Ain't No Fun (If the Homies Can't Have None) - Snoop Dogg)
Ég er búinn að vera með lagið "I Wanna Sex U Up" með Color Me Badd á heilanum í 3 sólarhringa. "Úff, það hlýtur að vera pirrandi!" kynnu einhverjir að segja. Ég er sammála. Lagið er reyndar gott - en öllu má nú ofgera.
Af katrin.is:

haha mér fannst bara svo fyndið af kjartani (einhver gaur) að biðja mig um þetta að ég verð eilega að setja þetta inn.. alla vega þá er þetta undirskriftalisti til að fá bjarna fel til að lýsa em (fótboltadæmi) í sumar.. þannig allir sem vilja fá hann eiga að skrá sig.. það veit guð að ég ætla ekki að horfa á neinn leik.. það er bara eitt leiðinlegra en fótbolti og það mun vera handbolti.. og áður en einhver kemur með einhver móral þá finnst mér leiðinlegt að horfa á badminton í sjónvarpi

Jæja - núna veit hún allavega hvað ég heiti.

laugardagur, apríl 24, 2004

343 búnir að skrifa sig á Bjarna Fel listann. Ég er að gera mér vonir um 1000 undirskriftir - en þá þyrfti ég líklega að fara með þetta í fjölmiðla, sem ég vil helst ekki gera. Jæja sjáum til. Leikurinn er að byrja. Áfram Liverpool!!!
"Miracle of Love"

Nafnið eitt er nóg. Þetta er félagsskapur sem ég myndi líklega falla eins og flís í rassagat inn í. Skil ekkert í Laufeyju Elíasdóttur.
Úff. Var að vakna upp af enn einni martröðinni, þeirri sem fæ iðulega nóttina fyrir leiki Liverpool og Manchester United. Þessi martröð gengur í stuttu máli út á það að ég er að reyna að komast á völlinn eða á einhvern pöbb til að horfa á leikinn (stundum bæði í sömu martröðinni) en það gengur ekki, ég fer á vitlausan völl eða vitlausan pöbb og fyrr en varði (fer á vertíð) er leikurinn byrjaður og ég orðinn viti mínu fjær, sveittur og í tómu. Þá vakna ég. Þetta er alveg ofboðslega óþægilegur draumur og ég veit að margir aðrir fá eins eða svipaðar martraðir reglulega fyrir stórleiki. Þetta þyrfti að rannsaka.

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Frívaktin þakkar lesendum fyrir skjót og góð viðbrögð við undirskriftasöfnuninni. 222 undirskriftir hafa safnast á einum sólarhring sem er nú bara fínt miðað við að söfnunin hefur hlotið litla sem enga opinbera kynningu. En betur má ef duga skal! Ég hvet alla til að hvetja alla til að hvetja alla sem þeir þekkja til að skrifa undir. Mér líður eins og byltingarmanni. Nú svo vil ég bara óska lesendum gleðilegs sumars. Hvenær stóð sumardagurinn fyrsti síðast undir nafni? Það hlýtur að hafa verið fyrir daga útvarpsins.

miðvikudagur, apríl 21, 2004

JÆJA!!!! Nú þarfnast Frívaktin ykkar stuðnings svo um munar!!!

Ég var að enda við að búa til undirskriftarlista þar sem þess er krafist að Bjarni Fel verði fenginn til að lýsa leikjum í Evrópukeppninni í knattspyrnu í sumar. Ég vil vinsamlegast biðja alla lesendur um að skrifa undir og þá sem eru með bloggsíður eða annað slíkt að smella linknum inn á síðuna sína og vekja athygli á þessu góða málefni. Spread the word! Bjarni einfaldlega OWNAR!!!

Góðar stundir.
Kúl! Ég var tvöþúsundasti einstaklingurinn til að skrifa undir á þessum "Paul McCartney til Íslands" lista. Ástæðan fyrir því að ég var inni á þessari síðu er sú að ég er sjálfur að leggja drög að undirskriftalista. Meira um það síðar (nærbuxur).

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Ætli besta heimasíða heims sé ekki fundin?
Nei nei bara nett spaug - auðvitað á ekkert að bojkotta Nonna. Nonni er of góður til að hægt sé að bojkotta hann. Mér fannst bara svo töff að segja "Bojkott Nonni! Bojkott Nonni!" eins og Buggin´Out í Do the Right Thing sagði alltaf "Bojkott Sal´s!", enda er ég lúði og nörd. Ég vil heldur ekki vera að segjast ætla að gera eitthvað sem ég veit að ég stend ekki við, eins og þessir vesalingar sem eru alltaf að þykjast ætla að hætta að reykja en endast svo bara í klukkutíma. Mætti ég þá heldur biðja um Hörð Torfa.
Jó. Var að koma úr prófi í SPSS sem er tölvuforrit sem er svo leiðinlegt að ég er að hugsa um að tala ekkert meira um það. Kennarinn vildi ekki segja mér hvað ég fékk í prófinu en stundi þó upp sér að ég væri "réttu megin við fimmuna". Það virkar fyrir mig. Ég hef aldrei á ævinni verið jafn fáránlega stressaður í prófi - skalf eins og lauf í vindi, prumpaði einu sinni og missti blöðin og pennann minn á gólfið margoft. Ég vona að þetta fari ekki að verða lenska hjá mér, því ég hef alla tíð hlegið og gert gys að fólki sem skítur á sig af stressi í prófum.

Nonni hafnaði hugmynd minni að nafni á Nýja Bátinn. "Bankabátur" varð fyrir valinu. Það hljóta allir að sjá að þessi nýja nafngift sökkar og stenst alls ekki samanburð við "Dúndurbátur", enda var Nonni hálf kindarlegur þegar hann tilkynnti mér þetta og bar það fyrir sig að "frúin" hefði ráðið þessu. Frúin Skrúin! Boijott Nonni! Bojkott Nonni!

fimmtudagur, apríl 15, 2004

Vont veður sem þykist vera gott veður er leiðinlegt veður. En það er svosem ekki til neins að gera veður út af því.
Grimm Sjúkheit!!!

Mikið var það ánægjulegt að heyra í Bjarna Fel í þýsku Mörkunum á mánudaginn. Ég hef það frá fyrstu hendi að hann sé nú reyndar hættur að vinna, enda orðið löggilt gamalmenni, en stökkvi öðru hvoru inn í "sérverkefni". Er þá ekki málið að stofna undirskriftalista til að fá hann til að lýsa leikjum á Evrópumótinu í sumar? Það er náttúrulega þjóðþrifamál að fá þessa goðsögn til að leysa Smúla, Adolf Hitler Erlingsson, Geir og co. af, þó ekki væri nema í nokkrum leikjum. Ef einhver kann að búa til svona undirskriftalista eins og er alls staðar á netinu núna út af þessu útlendingadæmi þá má sá hinn sami endilega hafa samband við mig. Þetta er vel gerlegt. Ég veit að við hugsum á sama hátt.

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Ég gerðist djarfur um páskana og leigði mér vídeótæki. Sá þrjár myndir sem mig hefur lengi langað að sjá - Lilja 4-ever, Dirty Work og Biggie & Tupac. Allt eru þetta fínar myndir. Sérstaklega var ég nú hrifinn af Lilja 4-ever. Hreint út sagt viðbjóðslega góð mynd og þessi Lukas Moodysson virðist kunna sitthvað fyrir sér þrátt fyrir að koma frá Svínþjóð: Fucking Åmål og Tillsammans voru báðar mergjaðar og þessar þrjár myndir gerði hann á 6 ára tímabili. Snillingur. Dirty Work stóð undir væntingum og vel það - tvímælalaust með fyndnari myndum sem ég hef séð. Biggie & Tupac var líka mjög skemmtileg og áhugaverð, en mér leiðist alveg svaðalega þessi tilgerðarlegi tjalli sem gerði myndina. Nick heitir hann víst helvítið á honum og var jafnvel leiðinlegri í þessari mynd en í myndinni sem hann gerði um Kurt Cobain. Það er mér líka hulin ráðgáta hvernig hann meikaði að halda sér sæmilega rólegum meðan hann var að taka viðtalið við Suge Knight í fangelsinu. Myndatökumaðurinn var greinilega svo skíthræddur að hann titraði og skalf og mér gekk hálf illa að sofna eftir að hafa horft á þetta. Suge er skerí gaur og ég myndi ekki vilja hitta hann í dimmu húsasundi. Mætti ég þá heldur biðja um Hörð Torfa. Annars er ekki rass í bala að gerast og það er líklega þess vegna sem ég er að skrifa um einhverjar eldjökulgamlar myndir á vídeó. Jú annars!!! Tónleikar í kvöld á Grand Rokk þar sem m.a. Ríkið og Tony Blair troða upp. Mér skilst að það megi fastlega gera ráð fyrir miklu og góðu stuði. Það er næsta víst.
DAVID BECKHAM....

er hommi.

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Laugardagurinn 15. maí verður sannkallaður stuð-dagur. Fyrsti leikurinn í Landsbankadeildinni, KR - FH, klukkan 17.00 á KR-vellinum og svo beint í Júróvisjón eftir leik. Þetta gæti samt farið illa. KR-ingar hafa í gegnum tíðina átt í erfiðleikum með FH-inga og Íslendingar með Júróvisjón. Hef eiginlega meiri trú á Arnari Gunnlaugs en Jónsa. Lái mér hver sem vill.
Rétt í þessu er gamli Indverjinn sem var sundlaugarvörður í Vesturbæjarlauginni fyrir margt löngu að ganga fram hjá Árnagarði. Það er gaman. Það er alltaf gaman að sjá fólk sem maður heldur að sé látið spranga um fyrir utan gluggann hjá manni - sérstaklega ef það eru Indverskir sundlaugarverðir.

mánudagur, apríl 05, 2004

Gott ef Tvíhöfði hét ekki ennþá Heimsendir og var á dagskrá á sunnudagseftirmiðdögum á Rás 2 þegar Kurt Cobain skaut af sér kálið - eða sprautaði það af sér, ef eitthvað er að marka þessa grein eftir þekktan offituhlunk sem fær þó séns því hann er KR-ingur. Hljómsveitin Cigarette hafði nýlega gefið út lag sem fjallaði um Kurt og Jón og Sigurjón vildu ekki vera minni menn en Cigarette. Þeirra óður til Kurt hljómaði eitthvað á þessa leið:

Sigurjón: "Black is black"
Jón: "That's right"
Sigurjón: "I want my baby back"
Jón: "Yeah"
Sigurjón: "Kurt Cobain is dead"
Jón: "He sure is!"

svo man ég ekki meira en lagið var magnað, sem og þættirnir. Útvarpsleikritin "Hotel Wolksvagen" og "Verkstæðismenn í Vanda" pissa líklega á allt sem þeir hafa gert síðan. Sérstaklega var episódið af Hotel Wolksvagen þegar Rúnar Júlíusson var í gestahlutverki gott. Þar hittu söguhetjurnar Rúnar af tilviljun í Þýskalandi þar sem hann var staddur til að halda tónleika í sjúkrahúsinu í Svartaskógi. Þessa þætti mætti að skaðlausu endurtaka.
Jæja. 10 ár síðan Kurt Cobain skaut sig í haus. Nirvana var góð grúppa.

Topp 5 - Bestu Nirvanalögin:

1. About a Girl
2. Lithium
3. Territorial Pissings
4. Aneurysm
5. Serve the Servants

Daginn áður en hann skaut sig hafði ég verið að hlusta á In Utero í fyrsta skipti í marga mánuði. Það er margt skrýtið í kýrhausnum, Höskuldur.

fimmtudagur, apríl 01, 2004

Eins og allir vita sem stigið hafa fæti inn á Nonnabita við Hafnarstræti er eigandi staðarins, Nonni, einkar laginn við að gefa bátunum sínum djörf og ævintýraleg nöfn; Skinkubátur, Lambabátur og Beikonbátur eru aðeins örfá dæmi um yfirgengilega hugmyndaauðgi Nonna á þessu sviði. En öllu má nú ofgera. Nonni virðist gjörsamlega hafa toppað sjálfan sig og farið nánast yfir um í flippheitum þegar hann skýrði nýjustu afurð sína á matseðlinum;

"NÝR BÁTUR"

Nýr Bátur er með Salami og Jalapeno og er helvíti góður. Ég stakk upp á nafninu "Dúndurbátur" við Nonna og hann tók barasta ágætlega í það sýndist mér. Ekki að það sé hægt að toppa "Nýr Bátur". Ég varð bara að reyna.
Halli og Laddi birtu nýlega topp 10 lista yfir fólk í heiminum. Ég varð snortinn og ákvað að einhenda mér í gerð topp 10 lista yfir Íslendinga. Listinn er svohljóðandi:

1. Kalli Bjarni

2. Þorgeir Ástvaldsson

3. Valur í Buttercup

4. Hemmi Gunn

5. Jóhann Helgason

6. Jón Páll Sigmarsson

7. Broddi Kristjánsson

8. Friðrik 2000

9. Bubbi Morthens

10. Gunnlaugur Briem

Ótrúlegt að CNN sé á undan DV með þessa frétt:


McDonald's 'flasher' arrested

Wednesday, March 31, 2004 Posted: 7:46 AM EST (1246 GMT)
Reykjavik, Iceland (CNN) -- The takeout window is for food, not flashing.

Police have charged a 59-year-old man with exposing himself while picking up food at a McDonald's takeout window.

Icelandic musician Gunnar Thordarson was arrested Wednesday after the second time he allegedly drove through the fast food pickup lane with his pants unzipped, exposing himself to a 19-year-old woman who was working at the window.

Police said the fast food flashing occurred two mornings in a row this week. In both cases, police said Thordarson had placed an order and exposed himself when he drove up to the window to pay for the food and pick it up.

Thordarson was charged with public indecency and breach of peace. He was released on bond and is due back in court on April 14.

Gunnar Thordarson has been one of Iceland's most popular song composers for the past 40 years. Thordarson has composed and recorded over 500 songs, including such enormous hits as "Fyrsti Kossinn", "Thitt Fyrsta Bros" and "Landid Fykur Burt". He has also composed music for films and musicals, and has overseen recording sessions and arranged music for countless records.

fimmtudagur, mars 25, 2004

miðvikudagur, mars 24, 2004

Nýja lagið með Buttercup er ÆÐISLEGT!

"Ég redda því
Ég redda því á morgun eða hinn
Ég redda því
Áður en ég drepst"

Hreinn unaður að hlýða á þetta. Ekki er þetta Valur sem syngur? Ef svo er hef ég gróflega vanmetið hann sem söngvara. Hingað til hef ég eingöngu gefið honum kredit fyrir að vera stjarnfæðilega myndarlegur, eggjandi og djúpþenkjandi hugsuður. Go Valur!!!
Ekki er það nú glæsilegt hjá manni:



create your personalized map of europe
or write about it on the open travel guide

En ég hef þó komið til Afríku, nánar tiltekið Marokkó. I bless the rains down in Africa, eins og segir í þekktri dægurflugu. Var samt skítþunnur og ómögulegur meðan á dvöl minni þar stóð. Þyrfti að kíkja aftur við tækifæri.

mánudagur, mars 22, 2004

Survivor í kvöld. Ain´t no fun hangin´ round to be a millionaire - eins og segir í gömlu dægurlagi. Það eru teikn á lofti. Ég ætla að róa taugarnar með því að skella mér á sund.
Smellti mér á bíó í gærkveldi með Ölla og Himma. School of Rock með hinum geðþekka kómiker Jack Black varð fyrir valinu. Eitthvað var ég efins fyrirfram - hef enda sjaldan haft gaman að bíómyndum sem gera út á sniðuga krakkagemlinga (með örfáum undantekningum þó, t.d. Stand By Me og Zappa) - en sá efi hvarf úr huga mínum strax í upphafsatriðinu þegar Jack tekur eitt besta stagedive sem fest hefur verið á filmu. Eftir þetta frábæra atriði vex myndin við hverja raun og við vorum allir þrír sammála um ágæti myndarinnar í leikslok - hún er í rauninni bara öldungis frábær og eitt þægilegasta surprise sem ég man eftir í seinni tíð. Ég gef henni 4 stjörnur af fjórum mögulegum og sting um leið upp á framhaldsmynd: "School of Fusion" með Gulla Briem í aðalhlutverki. Einhverra hluta vegna finnst mér góð tónlist aldrei hljóma betur en í myrkvuðum bíósal. Ímyndið ykkur upphafstónana úr Garden Party skella framan í ykkur á full blasti meðan Gulli fer hamförum á settinu - taktviss, tignarlegur en þó um leið fullur kynþokka. Ég fæ gæsahúð við tilhugsunina.
Það er ekki góð hugmynd að vakna á mánudagsmorgni og háma sig heilan djöfuldóm af hlaupköllum áður en haldið er í skólann. Mig svimar, ég svitna og eftir einn skitinn kaffibolla er mig farið að flökra líka - líður svona svipað og á laugardagskvöldið þegar ég heyrði Júróvisjónlagið. En reynslan hefur kennt manni að setja ekki fram sleggjudóma eftir fyrstu hlustun.