föstudagur, október 04, 2002

Er kominn med gamla simann hennar ømmu minnar og er ordinn tengdur aftur, eda "connected" eins og DJ Stereo ordadi thad a sinum tima. Siminn minn er:

0045-22406909

ef einhver hefur ahuga a thvi ad senda mer sms eda hringja i mig i godu tomi.

miðvikudagur, október 02, 2002

Karl Ferdinand Thorarensen, ødru nafni Ferdinalinn, var leiftursnøggur ad senda inn svar vid poppgetrauninni:

Þetta er að sjálfsögðu hinn óútreiknanlegi Vanilla Ice og lagið ICE ICE BABY. Skemmtilegt lag með góðum rythma....

Og thad er audvitad harrett hja Karli. I verdlaun hlytur hann fløsku af Stoli. Hann rædur thvi sjalfur hvort hann tekur ser ferd hingad ut og fær verdlaunin samstundis eda bidur eftir thvi ad eg komi heim sem verdur liklega einhverntima innan ars.

Ha, ha!!! Gott a ykkur sem heldud ad thad yrdu bara einhver skitavrdlaun og nenntud ekki ad svara.
"Thad borgar sig alltaf ad svara." (Knud Ghandi, 2002).

Held ad eg se buinn ad uppgøtva astæduna fyrir øllum thessum surrealisku draumum sem hafa verid ad asækja mig ad undanførnu. Eg vaknadi i nott upp af einhverjum faranlegum draumi sem gekk ut a thad ad eg var ad selja Dr. Gunna og Sharon Stone innisko i skobud inni a stoppistødinni i Mjoddinni, og fattadi hvad mer var heitt i hausnum. Eg sef med hausinn alveg upp vid ofninn og thad hlytur ad hafa vond ahrif a draumfarir manns thegar sydur a toppstykkinu allar nætur. Ætla ad endurrada øllum husgøgnum i herberginu a morgun - hef ekki tima i kvøld thar sem eg verd ad horfa a Spartak Moskva - Liverpool i Meistaradeildinni. Milan Baros er minn madur og eg hef trøllatru a thvi ad hann syni Moskverjum i tvo heimana i kvøld. Ef ekki tha er hann kynvillingur.
Var ad enda vid ad sitja thann al-leidinlegasta fyrirlestur sem eg hef a ævinni thurft ad kveljast yfir, og er thar af nogu ad taka. "Social Care for Elderly" var yfirskriftin a thessari hørmung sem tok heilar 2 klukkustundir af dyrmætum tima minum. Flestallir letu sig hverfa i friminutunum - thad voru bara eg og 4 adrir sem letum okkur hafa thad ad sitja thennan vidbjod a enda. Astædan fyrir thvi ad eg let mig hafa thad var su ad i friminutunum bra eg mer a kaffihusid herna i skolanum og vann minn fyrsta leik i fotboltaspilinu sidan eg kom hingad til Køben, og var tharafleidandi skiljanlega i solskinsskapi. Andstædingur minn var einhver baunaludi med hvitgult har. Hann var ekki sattur vid ad tapa fyrir mer og tautadi i sifellu "for helvede" thegar eg skoradi hvad eftir annad hja honum. Thad er nefnilega meira en ad segja thad ad vinna Dani i thessum leik thvi thetta er halfgerd thjodarithrott hja theim og their leggja mikinn metnad i ad æfa sig og spila aferdarfallegan bolta. Eg nalgadist leikinn bara a hinn klassiska islenska tuddahatt og thad gekk svona helviti vel. 14-2 hvad, baunafifl? Svo var eg ad spjalla vid japønsku vinkonu mina adan og fattadi i fysta sinn ad hun heitir ekki Yoko Harakiri eins og eg helt heldur Akiko. Akiko var ad segja mer fra frabærustu uppfinningu i heimi sem er vist varla thverfotandi fyrir tharna fyrir austan. Madur getur farid inn i svona bas, svipadan og madur fer i thegar madur lætur taka af ser passamyndir, sungid lag ad eigin vali yfir tølvugert undirspil og fengid a geisladisk - og thetta kostar vist ekki skit! Eg hef aldrei verid neitt serlega heilladur af thessum hrisgrjonaløndum en eftir ad hafa heyrt thetta - I'm fuckin' goin' man.
Eg var ad heyra ad Steiner hefdi verid radinn islenskukennari vid Verslo i vetur. Gud minn almattugur kristur! Minnir mig a thad sem søngvarinn i Slade stundi upp ur ser i upphafi bestu tonleika sem eg hef verid vidstaddur i mai sidastlidnum: "SLADE's in town - so you better LOCK UP YOUR DAUGHTERS!!!!" Einn godur vinur minn a yngri systur i Verslo. Eg finn mig knuinn til ad lata hann vita af thessu - bara sem varudarradstøfun.
Getraun dagsins:
Ur hvada popplagi kemur thessi lina:

"If there is a problem YO I'll solve it - check out the hook while my D.J. revolves it"

Vegleg verdlaun i bodi.
Eg er med risavaxna bolu a enninu og get ekki lengur falid hana bakvid neinn topp. Eg lit ognandi ut. Vonandi lata tha helvitis Tyrkirnir mig i fridi a medan.
For svo a bokasafnid a manudaginn. Thad var thvilik upplifun, thvi flottara bokasafn hef eg ekki sed. Allt fullt af bokum! Aldrei hefdi eg buist vid thvi. Mest var eg hrifinn af tonlistarbokaurvalinu, sem søkkar heima a Islandi. Eg fann m.a.s. 2 bækur um Sex Pistols sem eg hef aldrei lesid; "12 Days On the Road" og "The Story". Svo tok eg bokina "Time Travel" eftir John Savage sem er snillingur, "The Fowler Family Business" eftir Jonathan Meades sem eg veit ekkert um en vard bara ad taka ut af nafninu (hefur thvi midur ekkert med Robbie Fowler ad gera) og svo 2 islenskar bækur; "Eftirmali Regndropanna" e. Einar Ma Gudmundsson og "Thetta er allt ad Koma" eftir favitann Hallgrim Helgason. Nog ad gera.
Skellti mer i klippingu a føstudaginn. Fyrir valinu vard hargreidlsustofan "Super Klip" a Eskildsgade sem er i rauninni nokkurskonar floamarkadsbud sem selur allt møgulegt, s.s. sjonvørp, notadan fatnad, husgøgn o.s.frv. Af og til tekur svo afgreidslumadurinn, sem er 116 ara gamall Tyrki, ser pasu, kallar i vin sinn handan gøtunnar og bidur hann um ad leysa sig af, og klippir villurafandi saudi eins og mig. Tyrkja-Gudni, eins og eg kys ad kalla hann, skildi ekki ord i ensku og eg sa mer thann kost vænstan ad bidja bara um "meget kort, meget kort" sem mætti thyda sem "mjøg stutt" til ad gæinn færi ekki ad gefa mer einhverja "Mohammed Omar-Style" klippingu. Gudni var tha ekkert ad tvinona vid hlutina, threif upp thessa lika myndar rakvel og rakadi bara allt støffid af. I midjum klidum kom vinur hans, stakk kexi upp i munninn a Gudna, horfdi a mig i eitt augnablik half skringilega, rak svo upp langdregid kvalaop sem eg fattadi stuttu sidar ad var hlatur og sagdi svo: "undskyld, ha ha ha" og trod lika thessu ogedslega kexi upp i kjaftinn a mer an thess ad eg fengi rønd vid reist. Thetta voru katir drengir. Fyrir thessar trakteringar thurfti eg adeins ad greida 50 kr. danskar, sem utleggur sig a u.th.b. 600 kall islenskar. Thad er alveg ljost ad Super Klip fær 3 og halfa stjørnu hja mer.