þriðjudagur, mars 09, 2004

Mikið helvíti er vond lykt af blautum fötum.
Þessi samkeppni um nöfn á tvær nýjar flugvélar er einkar skemmtileg. Spurningin er hverskonar nafni er verið að fiska eftir, þ.e.a.s. karlkyns eða kvenkynsnafni. Hentugustu karlmannsnöfnin eru auðvitað:


Andrés og Gunnar

Hlynur og Smári

Ármann og Sverrir

Halli og LaddiEitthvað gengur mér verr að finna nytsamleg kvenmannsnöfn, en þó gætu vel komið til greina t.d.:


Rósa og Andrea

Laufey og LíneyEf eitt kk og eitt kvk nafn verða fyrir valinu kemur þó bara ein samsetning til greina:


Íris og Valur


Ég er ekki frá því að ég vinni þessa blessuðu keppni.
Hádí! Búbbi Brands hefur hafið blogg - og ekki seinna vænna. Tékkið á því, annars skýt ég hundinn.

sunnudagur, mars 07, 2004

Varúð!!!

Ef einhverjir lesenda halda að það sé góð hugmynd að syngja "Let´s Talk About Sex" með Salt'n'Pepa í dúett á Ölveri þá er það rangt hjá þeim. Það veit ég af biturri reynslu.