þriðjudagur, desember 20, 2005

Flókið mál

Las í DV að séra Flóki hafi verið með leiðindi. Er þetta alltaf sami séra Flóki sem er með vesen eða heita allir prestar landsins séra Flóki?

fimmtudagur, desember 15, 2005

Listi dagsins

Q: Er ekki kominn tími á nýjan lista?
A: Jú.

Listinn í dag inniheldur lög sem ég, af einhverjum fáránlegum ástæðum, fílaði einu sinni en valda mér mikilli klígju og viðbjóði í dag.

Topp 5 - Leiðigjörnustu lög heims:

1. The Verve - Bittersweet Symphony
2. Pixies - Monkey Gone to Heaven
3. Prodigy - Voodoo People
4. Radiohead - Street Spirit (Fade Out)
5. Rolling Stones - You Can´t Always Get What You Want

miðvikudagur, desember 14, 2005

Mikið ógurlega er jólalagið með Smashing Pumpkins leiðinlegt. Alveg ógurlega.

mánudagur, desember 12, 2005

Eru einhverjir fleiri en við hjónin búnir að vera með "Stór Pakki" með Bubba á heilanum síðan á laugardagskvöldið?

fimmtudagur, desember 08, 2005

Tímahrak

Var í prófi. Af því tilefni hef ég ort lítið ljóð. Nennti ekki að nota stuðla og höfuðstafi enda á umfjöllunarefnið það ekki skilið, helvítið á því.

Tímahrak
e. K. Guðmundsson

Fokking skíta tímahrak
þér er um að kenna
að ég kúkti upp á bak
hrakið þú munt brenna

laugardagur, desember 03, 2005

Hvað dreymdi sveininn?

Í nótt dreymdi mig að ég væri að gefa út mína fyrstu sólóplötu. Platan hét: Í Meira Lagi Grúví.
Sir MIXaLot

Þó að ég sé kannski ekkert að kæfa lesendur með nýju bloggi þá er ég þeim mun duglegri við að gera mixteip, eins og sjá (og heyra) má á þessari fantafínu síðu - kaninka.net/mixteip. Slatti af uppáhaldslögunum mínum samankomin á spólu. Er þetta ekki það sem allir biðu eftir?

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Kítl

Kítlið er eitthvað óskilgetið afkvæmi klukksins - maður á að punkta niður 5 atriði sem fara í taugarnar á manni. Það er hægur leikur:

Kjarrakítl:

1. Þegar gefnir eru út safndiskar sem innihalda eitt eða tvö lög í "live" útsetningum. Þetta var mjög áberandi fyrir nokkrum árum en hefur sem betur fer verið á undanhaldi. Gott dæmi um þetta er t.d. hinn annars ágæti safndiskur "Cornerstones" með Jimi Hendrix. Þar eru öll helstu lögin samankomin en "Stone Free" er "Live". Mér finnst tónleikaupptökur oftast leiðinlegar og vil bara eiga lögin í sínum upprunalegu útsetningum. Annars myndi ég einfaldlega kaupa mér tónleikaplötur.

2. Þegar Skari Skrípó birtist á skjánum. Einhverra hluta vegna hélt ég að það væri búið að jarða þennan leiðindakarakter fyrir mörgum árum síðan, en svo birtist hann eins og draugur úr forneskju í hverri auglýsingunni á fætur annarri upp á síðkastið.

3. Þegar starfsmenn stórmarkaða sinna ekki starfi sínu og hafa vörur á boðsstólnum sem eru annaðhvort útrunnar eða við síðasta söludag. Ég geri ætíð ráð fyrir því að nýtt og ferskt stöff sé í hillunum og tékka aldrei á síðasta söludegi, nema á mjólkinni. Ég hef fóbíu fyrir gömlum mat og því er þetta mjög bagalegt.

4. Þegar talað er um frægð eða frægt fólk hér á Íslandi. Þetta er svo banalt hugtak hérna á þessu smáskeri. Hver er ekki frægur hér? Var að horfa á Ædolið um daginn og í þættinum sagði Bubbi við eina snótina: "Ef þú ætlar að leggja þig fyrir þessu - (ætlaði líklega að segja "leggja þetta fyrir þig") - þá verðurðu fræg! Hún er nú þegar orðin "fræg" Bubbi minn, bara fyrir það eitt að birtast í þessum þætti sem 87% þjóðarinnar horfir á.

5. Þegar fólk lítur á það sem ómissandi hluta af einhverri "jólastemmningu" að stressa sig á öllu, að allt þurfi að vera svona en ekki hinsegin og bla bla bla, allt í nafni jólanna. Flestir sem ég þekki eru aldrei meira stressaðir og illa fyrir kallaðir en rétt fyrir jólin. Væri ekki ráð að slappa aðeins af og hafa það í huga að Jólin eru fyrir börn, gott fólk!

Ég kítla Palla, Snorra, Brynju, Dröfn, Himma og Kötu.

Góðar stundir.

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Who´s a chubby little birthday boy?

föstudagur, nóvember 04, 2005

Kúkaði í buxurnar

Sá óheppilegi atburður átti sér stað snemma í morgun á morgunverðarfundi þekkts fjármálafyrirtækis í Reykjavík að Eiríkur L. Hermóðsson, forritari, kúkaði óvart í buxurnar.Að sögn þeirra sem sátu fundinn með Eiríki kom þetta öllum gersamlega í opna skjöldu. "Ég bara trúi þessu ekki upp á hann Eirík, þetta er svo ægilega geðugur strákur. Hann varð reyndar dálítið furðulegur á svipinn eftir að hann fékk sér rækjusalatið, en þessu átti ég alls ekki von á," sagði María Oppenheimer, fundarritari, augsýnilega í talsverðu sjokki.Fundinum var tafarlaust slitið eftir að upp komst um verknaðinn en ekki verður aðhafst frekar í máli Eiríks þar sem sýnt þykir að um óviljaverk hafi verið að ræða. - ETR

fimmtudagur, nóvember 03, 2005


Jan the Man

Hvet alla til að kíkja í Egilshöllina á laugardaginn og berja þar augum besta knattspyrnumann allra tíma að mínu mati, sjálfan Jan Mölby.

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Jólin maður! Klikka seint.

Mér til mikillar furðu virðist jólagjafa-óskalistinn minn breytast afar lítið frá ári til árs. Það er líklega vegna þess að flestum þykir það sem er á óskalistanum ósmekklegt og harðneita að gefa það í jólagjöf. En hvað um það, hér er listinn í ár (mér sýnist vera ein nýjung frá því í fyrra):

1. Flavor Flav vekjaraklukka
2. Dagbókin hans Dadda þættirnir á DVD
3. Sid Vicious aksjónmaður
4. Nærbuxur

Gleðileg jól, fól.
Dream Weaver

Mig dreymdi í nótt að ég væri leikhúsmaður. Hlutverk mitt í leikhúsheiminum var ekki skýrt í draumnum en ég var a.m.k. sífellt talandi um dramatúra og kómikera og hafði áhyggjur af túlkunum, lausnum og persónusköpun. Undir lokin á draumnum var ég staddur í frumsýningarpartýi, súpandi á rauðvíni, hrósandi einhverjum leikara fyrir það hversu "kröftug" frammistaða hans í "stykkinu" hefði verið. Stuttu síðar vaknaði ég öskrandi.

miðvikudagur, október 26, 2005


Ótti

Ég er staddur á Þjóðarbókhlöðunni. Hérna rétt hjá mér liggur Jón Óttar Ragnarsson í stól með lappirnar á skemli og skoðar bók. Í hlýrabol. Mér líður ekki vel.

sunnudagur, október 23, 2005

Cole Porter

Gerði svakaleg kaup í Kolaportinu, 3 diskar á 400 kall: Billy Idol - Greatest Hits, Cypress Hill - Black Sunday og The Best of Dave Dee, Dozy, Beacky, Mick & Tich. Helvíti er maður orðinn séður í Bidness.
Sýgur Rass

Frábær frétt í Mogganum um tónleika þeirra Sigurrósarmanna í Hollywood Bowl um daginn:

...Fræga fólkið í Hollywood lét sig ekki heldur vanta, Ron Jeremy, Eric Szmanda (CSI: Las Vegas) og leikarinn Jason Schwartzman (Rushmore) voru á meðal áhorfenda en þarna voru einnig nafntogaðir Íslendingar, svo sem Ragnheiður Ragnarsdóttir sundkona úr KR, Sigurjón Sighvatsson athafnamaður og Gottskálk Dagur Sigurðarson leikari...

Minnti mig dálítið á frétt sem birtist í Pressunni þann 27. október 1995 eftir tónleika hljómsveitarinnar minnar, Grillaður Þriller og Síldarsmellirnir, á Café Karólínu í Kópavogi:

...Fræga fólkið á Íslandi lét sig heldur ekki vanta, Charlie strippari, Júlíus Brjánsson (Heilsubælið í Gervahverfi) og leikarinn Hjálmar Hjálmarsson (Stuttur Frakki) voru á meðal áhorfenda en þarna voru einnig nafntogaðir útlendingar, svo sem Sandy Bee, fimleikakona úr Bee´s Gymnastics Ohio, O.J. Simpson athafnamaður og Corbin Bernsen leikari...

Hvor gestalistinn er nú glæsilegri? Ég læt lesendum eftir að dæma um það.

miðvikudagur, október 12, 2005

Við ein tvö höfðum alls enga lyst á list, á eftir Liszt.

Aldrei get ég bara sleppt því að svara svona listum. Alltaf verð ég að svara þeim. Hvað er uppi með það???

1. Hvað er klukkan?
11:37
2. Hvaða nafn er á fæðingarvottorðinu þínu ?
Kjartan Guðmundsson
3. Hvað ertu kölluð/kallaður?
Kjarri
4. Hvað voru mörg kerti á síðustu afmæliskökunni þinni?
10
5. Gæludýr?
Nei, leiðast þau. Langar samt dálítið í skjaldböku.
6. Hár?
1.80. Er ekki verið að spyrja um það annars? Ef ekki: Já ég er með hár.
7. Göt?
Rassgat
8. Fæðingarstaður?
Reykjavík Rock City
9. Hvar býrðu?
Vesturgötu, nafla alheimsins
10. Uppáhalds matur?
Jalapeno poppers m. gráðostasósu
11. Einhvern tíma elskað einhvern svo mikið að það fékk þig til að
gráta?

Jamm
12. Hefur þú lent í bílslysi?
Hef lent í árekstrum en engu alvarlegu svosem
13. Gulrót eða beikonbitar?
Bæði fínt
14. Uppáhalds vikudagur?
föstudagur
15. Uppáhalds veitingastaður?
Við Tjörnina á Íslandi og Reef´n´Beef í Köben
16. Uppáhalds blóm?
Fíflar
17. Hvaða íþrótt finnst þér skemmtilegast að horfa á?
Fótbolta, en digga einnig körfubolta og snóker.
18. Uppáhalds drykkur?
Mjólk, Appelsín og bjór.
19. Hvaða ís finnst þér bestur?
Fannst alltaf Bananatoppur rúla þar til þeir breyttu honum fyrir skömmu, núna fíla ég Cookie dough ís frá Ben og Jerry og svo er einn helvíti góður frá MS, með karamellu og pekanthnetum held ég.
20. Disney eða Warner brothers?
Verð að segja Warner, held að allir karakterar sem Disney hefur skapað séu hommar nema Drési Önd, hann er bestur.
21. Uppáhalds skyndibitastaður?
Pizza King
22. Hvernig er teppið í svefnherberginu á litinn?
Ekkert teppi þar.
23. Hver var síðastur til að senda þér tölvupóst?
Laulau frænka
24. Í hvaða búð mundir þú vilja botna heimildina á kreditkortinu?
Sainsbury´s
25. Hvað gerir þú oftast þegar þér leiðist?
Reyki sígarettur og glápi hálfvitalega út í loftið.
26. Hvaða spurning sem þú færð fer mest í taugarnar á þér?
Allt sem viðkemur náminu mínu.
27. Hvenær ferðu að sofa?
Í seinni tíð er ég farinn að sofa mjög snemma og vakna líka fyrir allar aldir. Getting old boys...
28. Hver verður fyrstur til að svara þér þessum pósti?

Á einhver að svara þessum pósti?
27. Hver sem þú sendir þennan póst til er líklegastur til að svara
ekki?

Á ég að senda einhverjum þennan póst? Þetta er ekki einu sinni póstur.
30. Uppáhalds sjónvarpsþáttur?
Simpsons og Popppunktur
31. Með hverjum fórstu síðast út að borða?
Láru úti í Portúgal
32. Ford eða Chevy?
Chevy Chase auðvitað
33. Hvað varstu lengi að klára að svara þessum pósti?
13 mínútur

Alltaf fjör að svara spurningum.

sunnudagur, október 09, 2005


Farðu í felur, herra Jón!

Jónki Lennon hefði orðið 65 ára í dag. Það er ekki verra tilefni en annað til fyrsta topp 10 lista Frívaktarinnar í áraraðir. Bestu lög Lennon meðan hann var enn í Bítlunum (ákvað að sleppa sólóárunum hans því afrakstur þeirra var mestmegnis fret, með örfáum undantekningum).

Topp 10 - Bestu Bítlalög Lennon:

1. I´m So Tired
2. Girl
3. I am the Walrus
4. Run for Your Life
5. Strawberry Fields Forever
6. Not a Second Time
7. Sexy Sadie
8. In My Life
9. Nowhere Man
10. Happiness is a Warm Gun

miðvikudagur, október 05, 2005

Siggi Rugl

Horfði á Baugstofuna á laugardaginn og held að ég hafi brosað einu sinni út allan þáttinn. Var sérlega óánægður með eitt: Af hverju eru Heimir (sbr. Harry og Heimir) og Grani (sbr. Geir og Grani) orðnir alveg nákvæmlega eins? Heimir hljómaði ekki svona í útvarpsþáttunum á Bylgjunni í gamla daga. Hann hljómaði allt öðruvísi, en núna þegar hann er kominn í sjónvarpið hefur hann skyndilega breyst í Grana. Siggi Sigurjóns hefur ruglast rækilega í ríminu og skellt þessum tveimur karakterum saman í einn. Væri einhver til í að pikka í Sigga og benda honum á að hlusta á gömlu þættina sína. Ég vil Heimi, engan Grana.

þriðjudagur, október 04, 2005

Grafískar Nóvellur

Himmi hefur fært hina aðdraganda hinnar hræðilegu lífsreynslu minnar sem ég minntist á ekki fyrir alls löngu hér á blogginu, þegar ég var kallaður Bóbó af lítilli stelpu í áraraðir, í teiknimyndasöguform. Hann er nú bara assgoti drátthagur strákurinn, ég verð að segja það, svo ekki sé minnst á hversu kynþokkafullur hann er.

Klukk

Jæja, ég hef loksins verið klukkaður og var efalítið síðasti maðurinn til að klukkast á Íslandi. Klukk, fyrir þá fjölmörgu sem hafa verið með hausinn uppi í rassgatinu á sér síðustu vikurnar, gengur út á það að sá sem er klukkaður á að skrifa 5 staðreyndir um sjálfan sig á bloggið. Er eftir nokkru að bíða?

Klukklisti Kjarra:

1. Ég fermdist ekki í mínum eigin nærbuxum.

2. Þegar ég var 12 ára fór ég í sundbol í skólasund. Sagan á bakvið það er löng og óþægileg fyrir þá sem á hana hlýða.

3. Fyrir ekki svo löngu dreymdi mig að ég væri kvenkyns. Í þessum draumi var vinur minn að hafa við mig mök.

4. Hingað til hef ég ekki getað talist berdreyminn.

5. Ég á bestu, skemmtilegustu og fallegustu konu í heimi og saman eigum við von á besta, skemmtilegasta og fallegasta barni í heimi - sem er skrýtið þegar litið er til þeirrar staðreyndar að sjálfur er ég hvorki bestur, skemmtilegastur né fallegastur. En ég býst við að hver hundur eigi sinn dag, ekki rétt?

Ég ætla að klukka hann Palla. Palli býr í Danmörku og hefur því ekki enn verið klukkaður svo ég viti til. Klukk, Palli!

fimmtudagur, september 29, 2005

Ákvarðanir dagsins

Ákvað að reyna mig við Sudoko þraut dagsins í Fréttablaðinu. Ákvað tveimur mínútum síðar að gefast upp á Sudoko þraut dagsins í Fréttablaðinu. Ákvað svo að reyna mig aldrei framar við neina helvítis Sudoko þraut í neinu andskotans blaði.

þriðjudagur, september 27, 2005

Bubba

Notendur spjalltorgsins á bubbi.is eru felmtri slegnir. Það lítur út fyrir að Bubbi hafi verið í viðtali hjá Íbba Gumm á Bylgjunni um daginn en Íbbi kallinn hafi ekkert verið að ómaka sig við að auglýsa viðtalið neitt fyrirfram og þ.a.l. hafi flestir þessara eitilhörðu Bubbaaðdáenda á spjalltorginu misst af þessu. Það er kurr í mönnum en Bubbi hefur svör á reiðum höndum eins og endranær:

ok þetta á bylgjuni var bara þannig að ég var með gítarin útí bíl var að tala við einhvern útaf ædol þegar ívar spurði mig hvort ég væri til í viðtal og ég sagði já var að fara norður keyrandi og tók gítarin og ákvað að spila eingin vissi um það nema ég ok

Ok Bubba. Þetta hlaut að eiga sér eðlilegar skýringar.

sunnudagur, september 25, 2005

Bubbli

Var að horfa út um stofugluggann heima hjá mér um daginn og varð starsýnt á þrekinn og sköllóttann mann sem var að skúra gólf í einum glugganum í húsi skammt frá. Með góðum vilja gat ég ímyndað mér að þetta væri Bubbi að skúra gólfið. Ég heillaðist gjörsamlega og gat ekki slitið augun af honum í nokkrar mínútur. Eitthvað undarlega dáleiðandi við þessa sjón - Bubbi að skúra.

miðvikudagur, september 21, 2005


Ulýsingar

Síðustu vikur hafa öðrum fremur tvær sjónvarpsauglýsingar vakið athygli mína - önnur fyrir að vera afar fyndin og skemmtileg en hin fyrir að vera afspyrnu ófyndin og leiðinleg. Nú er það þannig með mig að ég tek nánast aldrei eftir því hvað verið er að auglýsa í sjónvarpsauglýsingum, fatta ekki hvaða fyrirtæki á í hlut og gleymi jafnóðum þeim tilboðum sem verið er að kynna. Ég er þó nokkuð sjúr á því að í skemmtilegu auglýsingunni er verið að auglýsa eitthvað tengt Símanum eða OgVodafone. Þar stendur ung stelpa og talar hratt í gemsann sinn - eitthvað á þessa leið: "...og svo sagði hann að ég væri alltaf að rífast við bræður mína, og ég bara "bræður mína? Þetta eru sko eiginlega systur mínar eða eitthvað, skilurðu?" og hann bara "ræt", og ég bara......." og þar fram eftir götunum. Þetta finnst mér mjög góð auglýsing og á það til að flissa aulalega þegar hún birtist á skjánum. Einnig er verið að sýna mjög svipaða auglýsingu þar sem strákur er að tala í símann og hún er líka alveg ágæt. (Strákurinn í þeirri auglýsingu ætlaði reyndar að berja mig og Ölla einhverntíma í fyrndinni, minnir að ástæðan hafi verið að við hefðum kallað hann Sverri í staðinn fyrir Stefán. Ég er ekkert að erfa þetta við hann, bæði er langt síðan þetta var og svo veit ég sjálfur af eigin raun hversu pirrandi það getur verið að vera kallaður öðru nafni en sínu eigin, en sú saga - af litlu stelpunni sem elti mig á röndum og kallaði mig Bóbó þegar ég var táningur, verður að bíða betri tíma.) Hinsvegar finnst mér þessar KB Banka Cambridge auglýsingar með Þorsteini Guðmundssyni ferlega slappar. "Gúddí, búddí búddí! Aaaaa búddí búddí!." Ekki alveg að gera það fyrir mig, og ekki bætir úr skák að þessi auglýsing er sýnd ca. 63 sinnum á dag. Þorsteinn getur hæglega verið gríðarlega fyndinn eins og Amma Fífí hér að ofan sýnir, en það er ekki þar með sagt að allt sem hann gerir sé æðislega frábært. Mér finnst stundum eins og fólk taki andköf af hlátri yfir hverri einustu setningu sem maðurinn lætur út úr sér, hvort sem hún er fyndin eður ei, og það hlýtur auðvitað að hafa þau áhrif að Þorsteinn hætti að leggja sig fram og vanda sig og verði smám saman ófyndinn. Það er alltaf leiðinlegt þegar grínistar fá þá flugu í hausinn að þeir séu æði og allt sem þeir geri sé frábært. Mér sýnist Þorsteinn vera kominn í þann gírinn. Ég hugsa að það gæti verið graður leikur fyrir hann að taka sér smá pásu og hugsa málið, og koma svo tvíefldur til baka. En fyrst verður að taka þessa helvítis Gúddí búddí auglýsingu úr umferð. Ég fæ appelsínuhúð ef ég sé hana einu sinni enn.
Litografi fra 1910

Krúttíbollan Himmler var svo góður að kenna mér að setja myndir inn á bloggið. Þetta þýðir aðeins eitt: Hér eftir verða myndir á blogginu! Góða skemmtun.

miðvikudagur, september 07, 2005

Back to the egg

Það gengur ekki alveg nógu vel að byrja að blogga aftur. Þó get ég sagt ykkur hundtryggum lesendum mínum þær fréttir að um daginn keypti ég egg í 10-11 í Austurstræti. Í pakkanum áttu að vera 6 egg en þegar ég opnaði pakkann heima hjá mér, sólginn í maltbrauð með eggjum, tómat og majónesi, kom í ljós að pakkinn innihélt einungis 4 egg. "hvur fjandinn", hugsaði ég með sjálfum mér, "það vantar tvö egg, maður". Afréð þó að gera ekki vesen út af þessu. Vona bara að hjólhýsaliðið sem stal þessum tveimur eggjum úr pakkanum hafi gert eitthvað þarft við þau, t.d. hent þeim í Alþingishúsið eða fengið sér eggjapúns.

föstudagur, september 02, 2005

Ofnotkun

Fyndni unglingurinn með sixpensarann er í Kastljósinu að ræða um hörmungarnar í New Orleans. Var Bjarni Ara fenginn í Kastljósið til að varpa ljósi á útkomu leiðtogafundarins í Höfða á sínum tíma? Æskudýrkun, segi ég. Ég kenni æskudýrkuninni um.

fimmtudagur, september 01, 2005

Hæ Litli!

Ég er að leggja drög að því að hefja blogg á ný. Skólinn byrjaður og hægt að hugsa sér margt verra en að nýta sér bloggið til að stytta sér aldur svona um háskaðræðistímann, sérstaklega þegar Lára fær boðsmiða á sérstaka kvennasýningu á nýju myndinni með Cameron Diaz! Ætli þessir bjálfar haldi sérstaka karlasýningu á næstu mynd með Brad Pitt eða Jude Law?

Annars er allt í lukkunnar velstandi nema veðrið - ég get ómögulega lagt blessun mína yfir það. Margt hefur breyst síðan ég bloggaði síðast af alvöru - ég er auðvitað orðinn harðgiftur maður og sést það svo um munar á mallanum á mér. Make no mistake about it - ráðsettur heimilisfaðir með velmegunarbumbu hér á ferð. Þó var maturinn í Portúgal ekkert til að hrópa þrefalt húrra fyrir. Það var helst að túnfisksamlokan á sundlaugarbarnum vekti aðdáun okkar hjónanna þar í landi, en þeim mun hrifnari varð ég af breskri matargerð á þessari viku sem við eyddum í Lundúnum. Fyllti enda 3 plastpoka af allskyns dóti í Sainsbury´s áður en haldið var heim á leið. Hvað gengur mönnum til sem vilja meina að Englendingar kunni ekki að elda? Reginmisskilningur.

Liverpúllararnir keypti ekki Michael Owen til baka þó svo að aumingja drengurinn hefði verið tilbúinn að láta Ölla setjast ofan sig til að komast aftur til Bítlaborgarinnar. Ég er svo gáttaður á þessu máli öllu að ég get hreinlega ekkert sagt. Það eru augljóslega hálfvitar við stjórnvölinn hjá liðinu - og það er sorglegt.

Bæ í bili.

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Vegna mikilla anna mun ég ekki geta uppfært þessa síðu á næstunni. Ég biðst afsökunar á óþægindum sem af því kunna að hljótast.

Virðingarfyllst,

Jóhannes eftirherma

föstudagur, júní 10, 2005

Gæstebud

Jæja! Vika í stóra daginn og tíminn flýgur áfram á ógnarhraða. Ýmis smáatriði sem þarf að huga að og svo framvegis. Hef fulla trú á því að þetta verði sannkallað ofurbrúðkaup. Helst að veðurguðinn Óskar gæti strítt okkur eitthvað, en ég er ekki hræddur við hann. Ó nei. Ég og Lára dönsum svo mean enskan vals að við erum hreinlega ósigrandi á dansgólfinu. Skítt með veðrið og allt það stöff - við rúlum!

Steggjun og gæsun yfirstaðin og fór allt sómasamlega fram að mér vitandi. Nota hér tækifærið og þakka kærlega fyrir okkur.

Jæja, best að fara að plana meira. Plan 9 from Outer Space. Yfir og út.

mánudagur, maí 02, 2005

Nennir annars einhver að lesa þetta viðrinisblogg lengur?
Where are they Now?

Þessi ungi maður sem hér sést spóka sig með Hófí og fleiri góðum á þaki Laugardalshallarinnar árið 1986 er enginn annar en ég.

(eftir ca. 30 sekúndur og svo aftur eftir ca. 40 sekúndur - vinstra megin við Sif Sigfússdóttur, ungfrú Norðurlönd, í gallabuxum og peysu með kúkabrúnt hár eftir að amma lét undan vælinu í mér og litaði hárið á mér með "svarbrun" lit úr apótekinu - langaði svo ferlega til að líkjast Simon LeBon sem hafði þá nýlega litað hárið á sér svart. Þetta voru mínar 6 sekúndur af frægð. Those were the days, maður).

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Rúnk og Kim

Hlustaði aðeins á nýju plötuna með Rúnka Júl í gær og leist vel á það sem ég heyrði. Hjálmar spila undir hjá honum á plötunni og gera það barasta afbragðsvel. Ég er eiginlega kominn á þá skoðun að Hjálmar séu hið fínasta band fyrir utan þennan vonlausa söngvararæfil þeirra. Hvílíkt og annað eins gaul man ég ekki eftir að hafa heyrt á plötu áður. Sjálfur Robert Plant hljómar eins og stórsöngvari í samanburði við þennan væskil, og hef ég nú aldrei verið sérlegur aðdáandi píkulegrar raddar Plöntunnar. Ef mér skjátlast ekki leyfðu Hjálmar fríkaða slánahljómborðsleikaranum með geitarskeggið að syngja lagið "Kindin Einar" og hann gerði það skammlaust. Hvers vegna láta þeir hann ekki alfarið um sönginn og þá getur söngvarinn einbeitt sér að gítarleiknum? Hann er nefnilega fínn gítarleikari. En ömurlegur söngvari. Öfugt við Bigga í Maus sem er frekar slakur gítarleikari en kyngimagnaður söngvari og performer af guðs náð. Raddsvið Bigga er ótrúlegt. Ótrúlegt segi ég!!!

Ein lauflétt vísa í tilefni af gleðifregnum dagsins:

Kim á leiðinn´ á klakann er
kemur víst hingað í ágúst
Ég von´ að þú mætir
og veit það þig kætir
að væflast um Nasa með strákúst

(K. Gudmundsson)

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Hrikagedveiki

Ég er ömurlegur bloggari. Það er staðreynd. Hið sama gildir ekki um Bubba M. Kóngurinn neitar að láta þegna sína lifa í stöðugri óvissu heldur uppfærir reglulega heimasíðuna sína með nýjustu fregnum af sér og sínum:

Sun Apr 10, 2005 6:39 pm

fleirri frettir vid eru ad klara ad mixa a tessari stundu rapplag sem er bara hrikagedveiki vid bardi og oskar stefnum ad lata setja okkur i formalin eftir tessar plotur eg er buin ad vinna med morgum um afina en bardi er stakur kvistur a grei nei hann er ledurblaka heilog ledurblaka sem fligur um a gummikendum vangum sinum og dalir snilli sinni ohikad yfir mig annars verda tvennir tonleikar 6 juni i tjodleikhusinu 25 ara labb i gegnum soguna eg er annars bara i studi og held ad tessar plotur seu bara snild bubbin

Annars er bara allt í fíling. Brúðkaupsundirbúningur (heyrði að vísu um daginn að það væri politically incorrect að tala um brúðkaup - að kaupa brúði o.s.frv....) í fullu svingi og gott ef sumarið er ekki bara að láta á sér kræla. Það finnst a.m.k. hárgeiðsludömunni minni sem klippti mig þessari fínu raðmorðingjaklippingu fyrir skömmu undir því yfirskini að þetta væri "sumarklippingin." Eftir heimsókn til Adda frænda er Ipodinn minn orðinn stútfullur af fyrirtaks niðurgangi og því ekki úr vegi að birta hér nýjan topp 5 lista yfir uppáhalds Ipod lögin mín þessa stundina:

1. Prince - Alphabet Street (þ.e.a.s. fyrstu 3 mínúturnar, slekk alltaf á því þegar gellan byrjar á þessu hræðilega rappi)
2. The Five Stairsteps - Ooh Child
3. The Smiths - Paint a Vulgar Picture
4. Supergrass - Pumping on your Stereo
5. Wu-Tang Clan - Gravel Pit

Mér lýst hörkuvel á nýja páfann og hef alla trú á á honum takist að hefja embætti páfa til vegs og virðingar á nýjan leik. Svo er hann líka svo déskoti sexy.

miðvikudagur, mars 16, 2005

iPod-inn minn er algjört æði. Lára gaf mér þennan gæðagrip í jólagjöf og ég get vart lýst því hversu mikla gleði hann hefur veitt mér síðan. Hlutir sem áður fyrr voru böggandi, eins og t.d. að labba, eru leikur einn með eitt stykki iPod í vasanum. Skemmtilegast þykir mér að stilla á "Shuffle songs" og leyfa spilaranum að velja lögin sjálfur. Mér er alveg sama þótt annað hvert lag sem hann velur sé með Ice-T, ég fyrirgef honum það því mér þykir bara svo vænt um hann. Svo er Ice-T líka kyngimagnaður karakter. Eini ókosturinn sem ég sé við iPod-inn minn eru heyrnatólin - þau detta sífellt úr eyrunum á mér. Ölvir vill meina að þar sé um að kenna óhóflegri eyrnastærð minni en ég gef lítið fyrir slíka speki frá akfeitum einstaklingi. Núna er ég með með 527 lög inni á spilaranum en hann ræður víst við ca. 9000 lög þannig að ég ætti að geta bætt við örfáum smellum með Carly Simon og Maus. Það virðist nefnilega vera að lög sem mér hefur hingað til þótt ekkert spes öðlist nýtt líf þegar þau hljóma úr iPod-num. Þess ber glögglega merki á listanum sem fer hér á eftir. Aldrei hefur hommatungumálið franska hljómað jafn unaðslega í mín eyru. iPod - Byggir Brýr!

Eftirlætis iPod-lögin mín þessa vikuna eru:

1. MC Solaar - Paradisiaque
2. Happy Mondays - Hallelujah
3. Ol´ Dirty Bastard - Shimmy Shimmy Ya
4. Patsy Cline - Back in Baby´s Arms
5. Rockwell feat. Michael Jackson - Somebody´s Watching Me

Já og svo vantar mig fleiri lög inn á iPod-inn. Hver á og tímir að gefa mér? T.d. dreymir mig um Do You Believe in Love með Huey Lewis. Anyone?

mánudagur, febrúar 28, 2005

Að vaska upp er góð skemmtun...

Þ.e.a.s. ef maður er í þeirri aðstöðu að geta hlustað á skemmtilega tónlist á meðan maður vaskar upp - annars er það fjandanum leiðinlegra. Þess vegna kemur það sér mjög illa að nánast allar útvarpsstöðvar á Íslandi bjóða upp á fátt annað en úldmeti daginn út og inn. Ég gerði litla tilraun meðan ég vaskaði upp á föstudaginn. Tilraunin gekk út á að athuga hversu mörg lög í röð ég gæti hlustað á áður en ég neyddist til að skipta um stöð. Skemmst er frá því að segja að sigurvegararnir voru tveir - jafntefli varð milli Útvarps Latabæjar og Létt 96,7 með 3 lög á kjaft. Lögin voru þessi:

Útvarp Latibær:

1. Stjórnin - Láttu Þér Líða Vel
2. Ómar Ragnarsson - Ligga Ligga Lá
3. Stjórnin - Sumarlag

Þegar "Hjólin í Strætó segja ding-ding-ding" byrjaði að hljóma gat ég ekki meir og skipti yfir á:

Létt 96,7:

1. Richard Marx - Right Here Waiting
2. Glen Medeiros - Nothing´s Gonna Change My Love For You
3. James Taylor - You´ve Got a Friend

Ég þraukaði í gegnum James Taylor en þegar viðurstyggileg söngrödd Joss Stone tók að ergja tóneyrað mitt slökkti ég á útvarpinu enda uppvaskinu lokið. Þess má geta að fyrsta lagið sem ég lenti á á Rás 2 var með Mugison og þar með var þátttöku þeirrar ágætu stöðvar í tilraunininni í raun lokið áður en hún hófst. Ég hef trú á því að Rás 2 hefði getað staðið sig betur á góðum degi - en hversu lengi þarf maður að hafa kveikt á Rás 2 áður en maður heyrir Mugison? Örugglega ekki lengi. Hvert var ég annars að fara með þessum skrifum? Það má Þorgeir Ástvaldsson vita.

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Eldsnemma í gærmorgun skutlaði ég föður mínum upp á Leifsstöð. Þar fyrir utan var Helgi Pé að taka töskur út úr leigubíl, líklega á leiðinni til útlanda. Hvert skyldi Helgi hafa verið að fara? Kannski til Landsins Helga?

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Það skyldi þó aldrei vera að maður byrjaði að lesa teiknimyndasögur á gamals aldri?
Dreymdi Whitney Houston í nótt og ætlaði af því tilefni að búa til topp 5 lista yfir bestu lög hennar. Skemmst er frá því að segja að ég man einungis eftir 3 lögum með henni sem verðskulda að komast á svona lista. Þetta er því:

Topp 3 - Bestu lög Whitneyjar:

1. How Will I Know?
2. My Love is Your Love
3. Saving All My Love For You

mánudagur, janúar 24, 2005

Arnar og Borgarholt

Jú jú það var sosum fínn niðurgangur að MR skyldi detta út úr Gettu Betur en þessir Borgarholtsgæjar eru samt strax farnir að fara illa í taugarnar á mér. Allt of öruggir með sjálfa sig þessir drengstaular og slíkt kann aldrei góðri lukku að stýra.

Mín kona í Ædolinu, hlunkurinn Ylfa Lind, fretaði á sig á föstudaginn og var satt að segja ljónheppin að lafa inni í keppninni. Ég held samt með henni áfram en grunar að keppurinn Davíð eigi eftir að eflast við hverja raun. Það má a.m.k. alls ekki vanmeta hann. Hann lyfti samt ekki neinum á föstudaginn var og það er áhyggjuefni. Ég fæ nefnilega ekki nóg af því að horfa á hann lyfta fólki.

Fór á Stuðmannamyndina í bíó um daginn. Hefði betur látið það ógert.

Dreymdi í nótt að kötturinn hennar Drafnar réðist á mig í þeim tilgangi að éta mig upp til agna. Þessum kattamartröðum mínum hefur fjölgað ískyggilega mikið upp á síðkastið og gera það að verkum að ég er orðinn lafhræddur við þessi óargardýr, þ.e.a.s. hræddari en áður. Hér áður fyrr var ég vanur að sýna a.m.k. smá lit og hreyta fúkyrðum í ketti sem urðu á vegi mínum til að reyna að fela ótta minn en þessa dagana sýni ég þessum verkfærum Satans óttablandna virðingu og fer bara yfir á hina gangstéttina eða sný við. Stórum hluta af þessu hatri mínu á köttum á ég að þakka bíómynd sem ég sá í sjónvarpinu þegar ég var í pössun hjá ömmu og afa þegar ég var lítill, líklega u.þ.b. sex til átta ára. Þessi mynd fjallaði um blinda konu sem dreymdi í sífellu að kettir væru að ráðast á sig og líklega hefur myndin endað þannig að þessi andstyggðarkvikindi hafa rifið vesalings konuna í sig, en þá var ég hættur að horfa enda löngu orðinn stjarfur af hræðslu. Man einhver eftir þessari mynd?

Loksins! Við þurfum ekki að bíða lengur! Krummi bloggar!!!
þriðjudagur, janúar 18, 2005

Ég þakka hamingjuóskir.

Búinn að vera með þessa déskotans fuglaflensu í viku. Ég hef áhyggjur af þessu, ég verð að segja það. Fátt er leiðinlegra en að hanga veikur heima - nema ef vera skyldi að hanga veikur heima með gesti frá útlöndum. En það er önnur og lengri saga.

Ég er að leggja drög að nýrri könnun hér á síðunni - þeirri fyrstu í háa herrans tíð. Stay tooned rasta!

mánudagur, janúar 10, 2005

Jæja!

Kominn heim og svona líka harðtrúlofaður. Brúðkaup snemmsumars. Endalaus hamingja. Meira síðar.