laugardagur, nóvember 15, 2003

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Jólin, jólin, jólin koma brátt - ég hlakka svo til og dreymir um hvít jól og jólahjól. Að því tilefni hef ég búið til óskalista til hægðarauka þeim sem hafa hug á að gleðja mig á þessari æðislegu hátíð. Ég birti hann með góðum fyrirvara því þetta er allt dót sem fæst ekki á Íslandi að mínu viti heldur á alnetinu. Go nuts:

Óskalisti Kjarra fyrir X-mas:

1. "Dagbókin hans Dadda"-þættirnir á vídeó.

2. Snoop Dogg barbiedúkka.

3. Ska kaffibolli.

Þessir hlutir gætu gert jólin mín sound as a pound. Leggðu sérstöku barni lið þann 24. desember. Kjarri - sjálfur jólaandinn!!!
Á föstudaginn kemur býðst mér að fara ásamt meðlimum úr félagi félagsfræðinema í vísindaferð á Hrafnistu. Hólí sjitt, maður - það ætti að geta orðið stuuuuuuð!!! Vill einhver koma með? (Til hvers er ég að spyrja - það svarar enginn neinu sem ég spyr um hérna á síðunni lengur og Gestur Einar er nánast tómur fyrir utan hinn digra drjóla Jón Geir sem talar út um rassgatið á sér. Er einhver þarna úti?)