miðvikudagur, mars 03, 2004

Er Úlfarsfell innan borgarmarkanna? Ég spyr því það væri fínt að losna við skítafnykinn af Framheimilinu úr Reykjavík. Til hamingju Framarar! Þið þurfið ekki að flýja eðli ykkar mikið lengur. Bráðum verður Fram orðinn sá landsbyggðarklúbbur sem hann hefur alltaf viljað vera. Fjósalyktin er af honum!!!!
Spurning: Hverjum vildi ég heldur fara með á Roskilde en Óla Palla?

Svar: Öllum.
Skellti mér á danska daga í Hagkaup og verslaði hollustufæði: Danevagn Kransekager, Samba negrakossa, Pikant smurost frá Buko (besti smurostur heims), 10 Sun Lolly Trope og svo kippti ég með einum litlum Ben & Jerry´s Cookie dough ís því það er besti ís í heimi. Mæli með þessu.

mánudagur, mars 01, 2004

Gaman að sjá Penn hirða Óskarinn í gær þó hann hafi reyndar oftast verið betri en í Mystic River, var t.d. mun betri í 21 Grams. En svona er þetta bara og kannski var verið að verðlauna hann fyrir báðar þessir myndir eða jafnvel fyrir 3 síðustu myndirnar hans eins og raunin varð með The Lord of Ringo Starr: The Return of B.B. King. Kjaftæði. Hef reyndar ekki séð neina af þessum hobbitamyndum en skilst að fyrsta hafi verið langbest af þeim og sú þriðja síst. Auðvitað á bara að kjósa bestu mynd ársins sem bestu mynd ársins og ekkert að vera að flækja það neitt. Verðlauna allan þríleikinn! Eru engin takmörk fyrir heimsku þessa liðs? Jæja, það er ekki mitt mál og kemur mér ekki endaþarm við. Penn kemur mér hinsvegar við og er tilefni til þess að gera nýjan topp 5 lista:

Topp 5 - Bestu myndir með Sean Penn:

1. Colors (1988)
2. State of Grace (1990)
3. Carlito´s Way (1993)
4. Bad Boys (1983)
5. The Falcon and the Snowman (1985)

Taps og Fast Times at Richmont High eru kraumandi þarna undir og auðvitað fullt af öðrum myndum. Penn er nefnilega assgoti góður, sko.