föstudagur, ágúst 25, 2006


Við erum að fara í sumarbústað um helgina. Lára var áðan að velta því fyrir sér hvort við þyrftum að taka sængurver með okkur. Ég hef meiri áhyggjur af því hvort óhætt sé að að leggja upp í ferðina án þess að taka Magnús Ver með okkur.

mánudagur, ágúst 21, 2006


Hnekk is Bekk!

Hann Hnakkus byrjaði víst að blogga aftur fyrir mörgum mánuðum síðan en ég var bara að fatta það núna í dag. Það var svosem í lagi því ég fékk nokkurra mánaða skammt af Hnakkusi beint í æð í stuttum tíma og um mig fór gamli vellíðunarstraumurinn sem ég var farinn að sakna svo mjög. Að sjálfsögðu er hvert einasta orð sem meistarinn lætur út úr sér merkilegra en nokkurt guðsorð en ég ætla samt að leyfa mér að mæla sérstaklega með eftirfarandi pistlum:

Draugagangur á Morgunblaðinu

Kvikmyndagagnrýni um nýjustu mynd Tom Cruise

og

Hörkutól úr Árbænum

Hnakkus er sannleikurinn og Hnakkus er samviskan. Ekki streitast á móti - fallið ljúflega í mjúkan, en þó ákveðinn faðm Hnakkusar og ykkur verður borgið.