miðvikudagur, desember 11, 2002

Jæja, klukkan ordin 4.32 og thvi liklega kominn timi til ad tygja sig heim a leid. Ef eg verd drepinn a leidinni vil eg bara segja:

Thad er allt ad verda vitlaust
og allt ur bøndum fer
Afi ordinn amma min
og jol i oktober.

Thetta eru fin "famous last words" held eg.
Goda nott Wembley.
Eg vard hlessa thegar eg las thad a sidunni hans Vals um daginn ad hann væri farinn i blogg-jolafri. Jola hvad? Valur veit thad manna best ad jolafri eru fyrir kynvillinga. Thessu hefur hann liklega gert ser grein fyrir thvi hann er snuinn aftur og betri en nokkru sinni fyrr. By the way, finnst ykkur stundum eins og thid seud ad borda tunguna ur einhverjum thegar thid erud ad borda mandarinur? Bara svona ad spa.
Stutti Frakkinn vid hlidina a mer tok ser sma pasu fra hlatraskøllunum adan og bra ser eitthvert ut. Sneri svo aftur med 2 bjora, einn handa mer og einn handa ser. Og eg nybuinn ad oska honum thegjandi thørfina, reyndi m.a.s ad myrda hann med svartagaldurshugsunum. Eins gott ad madur er svona slappur galdrakall. Annars gleymdi eg ad sjalfsøgdu ad minnast a "Kjartan Galdrakall" thegar eg var ad telja upp vidurnefni min i gegnum tidina her fyrir nokkrum døgum. Sigilt nikkneim sem hættir liklega aldrei ad vera bradfyndid. Einnig gleymdi eg ad minnast a "Bi-Fi" pulsurnar innpøkkudu fra Hollandi i "uppahalds matur" lidnum. Ljuffengt hnossgæti sem eg gæti vel hugsad mer akkurat nuna. Fæ mer eina mandarinu i vidbot i stadinn.
Ølli er kominn i fantaform. Thetta verdur slatrun a morgun, merkid ord min. Er buinn ad vera ad hvetja Ølla til ad vera ber ad ofan med axlabønd i thættinum. Veit ekki hvort hann a eftir ad taka vel i thad. Thad væri nu samt assgoti cool, er thaggi?
OKEI! Skjar 1 er semsagt i Skipholti, veit ekki alveg nr. hvad og thad tharf ad skra sig a popppunktur@s1.is. Ekkert flokid og um ad gera ad lata hendur standa fram ur ermum og drifa sig a svædid - ekki væri verra ad taka med ser slatta af eggjum og uldnum tomøtum til ad gryta i Pressulidid. Svo mæli eg lika med thvi ad thegar t.d. Oli Palli fokkar upp einhverri sorglega einfaldri spurningu eins og hann a pottthett eftir ad gera oftar en einu sinni i thættinum - tha baulid thid a hann "OOOOOOOLI, OOOOOOOOLI" eins og vinsælt er ad gera t.d. i NBA deildinni. Salfrædihernadur er malid eins og sagan ætti ad hafa kennt okkur. Annars er allt skitt ad fretta af mer - er ad verda vitlaus a thessu tølvuveri herna og ætla aldrei ad stiga fæti her inn framar eftir ad thessar ritgerdir eru tilbunar. Einhver Frakki situr vid hlidina a mer og er ad tala vid einhvern annan frosk i gegnum eitthvad tæknibatteriisdot sem eg kann ekki frekari skil a og hann er sko ekkert ad lækka rominn. Rekur svo annad veifid upp thvilikar hlatursgusur ad madur kippist allur til og fær illt i bakid. Frakkar eru ekki minn uppahaldsthjodflokkur thessa dagana.
Eg er a thvi ad eg se all-svakalegur popp-thjalfari og spurning um ad eg leggi thetta fyrir mig i framtidinni. Eg legg mig fram vid ad sameina thjalfunaradferdir Bogdan Kowalsik (landslidid i handknattleik) og Stefans Palssonar (MR-lidid i Gettu Betur) og er ekki fra thvi ad mer takist thad thokkalega, tho svo ad thad se audvitad enginn barnaleikur ad feta i fotspor thessara mikilmenna.
Dr. Gunni ritar eftirfarandi linur a heimasidu sina i dag:

"Sit annars sveittur yfir að semja spurningar í "nördaþáttinn", en ég er búinn að velja þessa líka svakalegu poppspekinga af götunni. Fyrst ber að nefna póstmanninn ógurlega, Stein Skaptason, sem ber út tuldrandi fyrir munni sér mannaskipanir í hinum og þessum hljómsveitum. Þess má geta að Steinn þessi (eða SSSka eins og hans listamannsnafn er) er einmitt fyrirsætan hér að ofan í "ertu venjulegur"-bannernum. Keppandi götunnar nr. 2 er Kristinn Pálsson, eþs "Tjöddi", en stálminni hans og poppvitneskja er yfirnáttúruleg. Hann er hálfgert lukkutröll í poppgetraunum Sigurjóns & kó, minnir að mörgu leiti á póstmanninn í Staupasteini og er mikill snillingur. Þriðji "götunnar maður" er Ölvir nokkur Gíslason, 26 ára starfsmaður Stöðvar 2. Hann er gangandi poppalfræðiorðabók og gífurlega rokkvitur. Svakaleg örtröð var af poppheilum til að fá að keppa og þurftu því miður margir frá að hverfa. Vonandi verður hægt að veita öllum þessum frábæru kandidötum tækifæri seinna."

Eg er einmitt med Ølla i stifum popp-thjalfunarbudum i gegnum netid nuna - vonandi skilar thad ser i gridargodri frammistødu af hans halfu i thættinum. Var lika ad lesa ad thættinum verdur ekki sjonvarpad fyrr en 12. januar thannig ad eg tharf ad bida andskoti lengi eftir ad sja thessa snilld. Thid sem erud a Islandi thurfid hinsvegar ekki ad bida lengur en til morgundagsins. Um ad gera ad mæta upp i Skja 1 og stydja okkar mann med radum og dadum. Eg ætla ad reyna ad krefja Ølla um nanari upplysingar, t.d. hvar og hvenær, og birta her eftir skamma stund.

þriðjudagur, desember 10, 2002

BREAKING NEWS!!!!!

Ad vanda bregst Frivaktin ekki lesendum sinum og er fyrstur allra fjølmidla med nyjustu og heitustu frettirnar ur bransanum:

Gøtulid Popppunkts sem mun etja kappi vid Pressulidid verdur skipad ØLVI GISLASYNI, Steina Skapta og einhverjum Kristjani.

Thetta eru svo anægjulegar frettir ad eg er ad thvi kominn ad kasta upp af føgnudi. Thad er lika greinilegt ad lesendur Frivaktarinnar hafa tekid vel vid umleitunum minum um studning vid Ølvi thvi eins og Dr. Gunni ordadi thad sjalfur i samtali vid Ølla "sendu fullt af folki inn bref og mældu med ther". Thetta hefur greinilega haft tilætlud ahrif thvi Gunni hringdi vist alls ekkert i alla sem hafdi verid bent a - bara tha sem flestir høfdu mælt med, og Ølli var greinilega einn af theim. Valur var ekki heima thegar Gunni var med thessar hringingar og veit thessvegna ekki hvort Gunni hafi yfirhøfud hringt i sig og er tharafleidandi ekki i lidinu - en thad er bara theirra missir. Einhvernveginn grunar mig ad Steini Skapta og Kristjan komist ekki med tittlingana thar sem Valur hefur rassgatid i poppfrædum en svona er lifid. "Life is Live" - eins og Opus søng a sinum tima vid mikinn føgnud nazista vidsvegar um heiminn. "Ekki thydir ad grenja Eyjolf" - eins og Øgmundur ordadi thad einhverju sinni.

Eg myndi gefa mikid fyrir ad hafa møguleika a thvi ad vera vidstaddur upptøku a thessum thætti og hvet thvi alla sem vettlingi geta valdid ad mæta upp i Skja 1 og bera hetjuna okkar augum. Nanari upplysingar munu an efa birtast a Kontoristanum innan tidar. Eg bid i ofvæni.

Kætast nu Liverpool-addaendur!!!

mánudagur, desember 09, 2002

Ibabbabbabbababbabiza Ibabbabbabbababbabiza Ibiza med Polaris, Polaris.

A Benidorm, a Benidorm, a Benidorm med Ferdaskrifstofu Reykjavikur.

I dag er althjodlegur Nick Cave dagur um vida verøld. Hvort er betra; a) ad vera a tonleikunum a Hotel Islandi med godid fyrir framan sig farandi a kostum eda b) ad vera i tølvuveri felagsfrædideildar Haskolans i Kaupmannahøfn ad skrifa ritgerd og borda mandarinur? Eg held ad thad se morgunljost ad seinni kosturinn hefur vinninginn.
Erotiski Leidtoginn minnist a ad hann hadi svipada barattu og eg vid Rikid, Snorrabraut vegna oskila a gædamyndinni Cobra fyrir nokkrum arum sidan. Ekki get eg nu sagt med godri samvisku ad eg se alsaklaus i thvi mali thvi thad var nefnilega mer ad kenna ad Ølli lenti i theim vandrædum. Talandi um Cobra tha rifjadist thad upp fyrir mer ad fyrsta hljomsveitin sem eg stofnadi het einmitt "Cobra". Thetta hefur liklega verid ca. 1986 eda um thad leyti sem myndin med Slæ kom ut. Nafninu a bandinu var seinna breytt i "United Uniques". Ekki man eg hvad vakti fyrir mer med theirri nafngift - hef liklegast verid ad blada i einhverri enskri ordabok og dottid nidur a thetta faranlega nafn thar. Ekki hefur tekist ad vardveita neitt hljodritad efni med thessari hljomsveit, thvi midur, en man eg tho serstaklega vel eftir einu lagi sem vid (medlimirnir voru eg og strakur ad nafni Palli, sa sami og ber abyrgd a thvi ad eg æfdi handbolta med Fram um stundarakir) tokum upp a kasettutækid hans pabba a Baldursgøtunni. Lagid hljomadi einhvernveginn a tha leid ad eg skrufadi "disco" trommutaktinn a hljombordinu minu upp i botn i hrada og slo a einhverjar notur af handahofi medan vid æptum med reglulegu millibili: "Viljidi stud???" og "Party!!!" og fleira a svipudum notum. Those were the days, madur.

sunnudagur, desember 08, 2002

Pabbi var ad segja mer ad eg hefdi fengid sent bref a Islandi fra myndbandaleigunni Rikinu vid Snorrabraut thar sem eg er vinsamlegast bedinn um ad skila spolunni "Tommy Boy" og jafnframt greida skuld ad andvirdi 4600 kronur. Eg kannast ekkert vid ad hafa leigt thessa ræmu. Veit einhver eitthvad um thetta mal eda tharf eg ad blanda kunningjum minum ur Interpol i malid?
I tilefni af fronheimsokn Hellisbuans er mer thad ljuft og skylt ad gera lista yfir 5 eftirlætisløgin min med manninum. Eg Digga Cave og hef lengi gert tho svo ad eg se nu ekkert rosalega vel ad mer i pløtunum hans. Eg læt tho vada og einbeiti mer ad løgum sem eru eftir Nikulas en sleppi cover-løgunum hans sem eru tho oftar en ekki hreinasta snilld - t.d. er cover platan "Kicking Against the Pricks" ein af minum eftirlætis gersemum og fæ eg seint leid a thvi meistaraverki. En here goes;

Topp 5 Nick Cave løg:

1. Loverman
2. Lay Me Low
3. Lucy
4. Brother, My Cup is Empty
5. Kindness of Strangers

Mikid djøfull væri eg til i ad fara a thessa tonleika, madur. Eg fretti ad Ølli, Valur og Snorri ætli ad skella ser a bada tonleikana og lai eg theim thad ekki. Ætti ad geta ordid mergjud upplifun.
Bjøssi og kærastan hans hun Hrafnhildur millilentu her i Køben i gær a leid sinni til Tælands i gær og ad sjalfsøgdu var tekid a thvi i tilefni dagsins. Vid forum m.a. a astralska veitingastadinn Reef'n'Beef a H.C. Andersen's Blvd. og thar smakkadi eg hvorki meira ne minna en krokodil i fyrsta skipti og fekk einnig sma bita af kenguru. Hvortveggja afbragdsgott støff sem eg mæli med. Svo forum vid lika a Sam's Bar i karaoke og thar var løng bidrød af folki sem vildi syngja thannig ad eini sensinn var hreinlega ad stela løgum fra folki sem annadhvort voru of miklir aumingjar til ad motmæla eda var farid heim eda daid afengisdauda. Eg og Bjøssi nadum ad ræna einu lagi a kjaft - eg var fremur heppinn og for a kostum i ahrifamikilli tulkun a laginu "I Love Rock'n'Roll" en Bjøssi var ekki eins heppinn thvi hann lenti a thvi leidinlega lagi "Hound Dog" og var allt annad en sattur. Thad breytti tho ekki theirri stadreynd ad kvøldid var afar vel heppnad i alla stadi.