laugardagur, apríl 24, 2004

343 búnir að skrifa sig á Bjarna Fel listann. Ég er að gera mér vonir um 1000 undirskriftir - en þá þyrfti ég líklega að fara með þetta í fjölmiðla, sem ég vil helst ekki gera. Jæja sjáum til. Leikurinn er að byrja. Áfram Liverpool!!!
"Miracle of Love"

Nafnið eitt er nóg. Þetta er félagsskapur sem ég myndi líklega falla eins og flís í rassagat inn í. Skil ekkert í Laufeyju Elíasdóttur.
Úff. Var að vakna upp af enn einni martröðinni, þeirri sem fæ iðulega nóttina fyrir leiki Liverpool og Manchester United. Þessi martröð gengur í stuttu máli út á það að ég er að reyna að komast á völlinn eða á einhvern pöbb til að horfa á leikinn (stundum bæði í sömu martröðinni) en það gengur ekki, ég fer á vitlausan völl eða vitlausan pöbb og fyrr en varði (fer á vertíð) er leikurinn byrjaður og ég orðinn viti mínu fjær, sveittur og í tómu. Þá vakna ég. Þetta er alveg ofboðslega óþægilegur draumur og ég veit að margir aðrir fá eins eða svipaðar martraðir reglulega fyrir stórleiki. Þetta þyrfti að rannsaka.

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Frívaktin þakkar lesendum fyrir skjót og góð viðbrögð við undirskriftasöfnuninni. 222 undirskriftir hafa safnast á einum sólarhring sem er nú bara fínt miðað við að söfnunin hefur hlotið litla sem enga opinbera kynningu. En betur má ef duga skal! Ég hvet alla til að hvetja alla til að hvetja alla sem þeir þekkja til að skrifa undir. Mér líður eins og byltingarmanni. Nú svo vil ég bara óska lesendum gleðilegs sumars. Hvenær stóð sumardagurinn fyrsti síðast undir nafni? Það hlýtur að hafa verið fyrir daga útvarpsins.

miðvikudagur, apríl 21, 2004

JÆJA!!!! Nú þarfnast Frívaktin ykkar stuðnings svo um munar!!!

Ég var að enda við að búa til undirskriftarlista þar sem þess er krafist að Bjarni Fel verði fenginn til að lýsa leikjum í Evrópukeppninni í knattspyrnu í sumar. Ég vil vinsamlegast biðja alla lesendur um að skrifa undir og þá sem eru með bloggsíður eða annað slíkt að smella linknum inn á síðuna sína og vekja athygli á þessu góða málefni. Spread the word! Bjarni einfaldlega OWNAR!!!

Góðar stundir.
Kúl! Ég var tvöþúsundasti einstaklingurinn til að skrifa undir á þessum "Paul McCartney til Íslands" lista. Ástæðan fyrir því að ég var inni á þessari síðu er sú að ég er sjálfur að leggja drög að undirskriftalista. Meira um það síðar (nærbuxur).

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Ætli besta heimasíða heims sé ekki fundin?
Nei nei bara nett spaug - auðvitað á ekkert að bojkotta Nonna. Nonni er of góður til að hægt sé að bojkotta hann. Mér fannst bara svo töff að segja "Bojkott Nonni! Bojkott Nonni!" eins og Buggin´Out í Do the Right Thing sagði alltaf "Bojkott Sal´s!", enda er ég lúði og nörd. Ég vil heldur ekki vera að segjast ætla að gera eitthvað sem ég veit að ég stend ekki við, eins og þessir vesalingar sem eru alltaf að þykjast ætla að hætta að reykja en endast svo bara í klukkutíma. Mætti ég þá heldur biðja um Hörð Torfa.
Jó. Var að koma úr prófi í SPSS sem er tölvuforrit sem er svo leiðinlegt að ég er að hugsa um að tala ekkert meira um það. Kennarinn vildi ekki segja mér hvað ég fékk í prófinu en stundi þó upp sér að ég væri "réttu megin við fimmuna". Það virkar fyrir mig. Ég hef aldrei á ævinni verið jafn fáránlega stressaður í prófi - skalf eins og lauf í vindi, prumpaði einu sinni og missti blöðin og pennann minn á gólfið margoft. Ég vona að þetta fari ekki að verða lenska hjá mér, því ég hef alla tíð hlegið og gert gys að fólki sem skítur á sig af stressi í prófum.

Nonni hafnaði hugmynd minni að nafni á Nýja Bátinn. "Bankabátur" varð fyrir valinu. Það hljóta allir að sjá að þessi nýja nafngift sökkar og stenst alls ekki samanburð við "Dúndurbátur", enda var Nonni hálf kindarlegur þegar hann tilkynnti mér þetta og bar það fyrir sig að "frúin" hefði ráðið þessu. Frúin Skrúin! Boijott Nonni! Bojkott Nonni!