fimmtudagur, desember 11, 2003

Einn er sá drykkur sem aldrei mun dala
Svo déskoti góður menn drekk´ann úr bala
Auðvitað vit´allir um hvern ég tala
það er ekk´um annað að ræða en............?

Gettu nú!!!
Nú er vika í að prófin klárist. Ég er þegar búinn að ákveða nokkra hluti sem ég ætla að gera þá, m.a. að:

- hlusta á "Í Skugga Morthens" með Bubba á hæsta styrk og syngja með...

- fá mér kaffibolla á Kaffivagninum niðri á höfn og reyna að fá að kaupa af þeim einn bolla sem er merktur Kaffivagninum...

- fara í Vesturbæjarlaugina og eyða þar a.m.k. 3 klst...

- búa til eggjasalat...

- fá Val, Ölla og Sigga með mér í Trivial Pursuit. Ekki væri verra ef það væri Trivial Pursuit 80´s sem ku vera á kreiki í bænum...

- sjá myndina um Helga Hóseasson í bíó, þ.e.a.s ef enn er verið að sýna hana - hef ekki séð bíóauglýsingar í marga mánuði...


Ljómandi verður gaman þá - dúndrandi gleði og glaumur. Rokk um alla blokk!
"Skín í rauða skotthúfu........" Frábær auglýsing. Af hverju eru allir að pirra sig svona á þessu? Mér finnst þetta bara ósköp sætt. Lagið er líka gott. A.m.k. betra en 99,9 % af þessum viðurstyggilegu jólaauglýsingum sem ætla mann lifandi að drepa um hábjartan dag í skammdeginu. Áfram Malt og Appelsín!
"Umframframleiðsla" er fáránlegt orð. Af hverju ekki að stytta það í "umframleiðsla"? Það væri helvíti töff. Er einhver hætta á að nokkur maður myndi misskilja þetta á nokkurn hátt? Ég ætla að skrifa "umframleiðsla" á prófinu og gerast þannig íslenskufræðilegur frumkvöðull og heimsfrægur nýyrðasmiður. Hefur einhver eitthvað við það að athuga? HA??? Já komiði bara bölvaðir, ég skal sýna ykkur.....

miðvikudagur, desember 10, 2003

"Það er ekki möguleiki að neinn fari í janúar. Við þurfum á öllum að halda vegna allra meiðslanna. Það eru meiri líkur á því að blaðamaður spili með Manchester United en að Bruno fari til Grikklands." - segir Gerard Houllier. Ég er farinn að fá það illilega á tilfinninguna að maðurinn sé ekki bara froskur og gjörsamlega vanhæfur stjóri heldur sé hann á einhvern hátt geðfatlaður líka.

Að öðrum málum:

Eins og flestir nema þeir sem eru fífl vita er ég fluttur á Stúdentagarðana. Þar býðst mér frí ADSL nettenging með öllum þeim lúxus sem henni fylgir, t.d. að geta downloadað tónlist frá morgni til kvölds og lengur ef þurfa þykir. Meinið er að ég á enga helvítis tölvu sem nettenging virkar í. Ég á skjá og lyklaborð og allt það en vantar bara kassann. Þetta þarf ekki að bera neitt dúndur stöff heldur bara þannig að ég geti fengið netið (kann ekki að orða þetta á tölvumáli). Ef einhver veit um eitthvað á góðu verði má sá hinn sami endilega hafa samband. Fundarlaunum heitið.
Katrín.is er líka damn fine. Katrín er eftirlætis nafnið mitt.

þriðjudagur, desember 09, 2003

Habbasonna. Traust, gæti orðið traust. Gleðileg jól, öll saman.