miðvikudagur, maí 19, 2004

Ölvir ríður ekki við einteyming í borg froskanna. Í kvöld er hann mjög líklega að fara að sjá Toots & the Maytals á tónleikum - og þegar búinn að sjá Skatalites! Bölvaður þrjóturinn. Toots nefnilega rúlar, hafi einhver verið í vafa.
Þrennt sem ég gerði þegar ég var lítill, hélt að ég yrði hættur að gera þegar ég yrði stór - en geri enn:

1. Gleyma stundum að renna upp buxnaklaufinni.

2. Drepast úr hlátri þegar einhver prumpar í banka.

3. Vera að drekka kakómalt og reka skeiðina í augað.

Svona er maður ófullkominn.

þriðjudagur, maí 18, 2004

ÁRÉTTING

Ég vil hér nota tækifærið til að kveða niður þrálátan orðróm um mig og vin minn sem hefur verið á sveimi um bæinn í allan dag. Fréttin á bls. 9 í DV í dag, undir fyrirsögninni "Fullur á nærbuxum" fjallar ekki um mig, og því síður fjallar fréttin á bls. 8 í sama blaði, undir fyrirsögninni "Koníak fyrir að bera á sér brjóstin", um Ölla. Þessar fréttir fjalla um okkur alls óskylt fólk, að ég held. Svo vil ég eindregið hvetja fólk til að lesa ekki einungis fyrirsagnirnar á fréttunum - þannig verður svona misskilningur til.
Æi! Boooooooring:


Which British Band Are You?

mánudagur, maí 17, 2004

Hmmmm...já. Boston Rob missti nú sirka 600 töffarastig þarna í endann á þættinum, en samt - gaman að þessu. Fínt að Rubert vann a.m.k. ekki því hann fór í mínar fínustu.
Hendur, hendur, fætur, fætur.
Finnst þér Himmi ekki sætur?
Sjúmm! Erfið helgi maður.