sunnudagur, október 24, 2004

Jamm. Fullt af fínum ábendingum í Klæng í sambandi við bíómyndirnar. Kalli er með ítarlegan lista yfir þær myndir sem hann telur standa upp úr á síðustu 3-4 árum og get ég verið sammála því að ýmsar þar eru fínar, t.d. fannst mér Last Samurai og Passion of Christ ágætis ræmur og The Pledge er frábær. Við vorum þó aðeins sammála um að ein mynd ætti heima á listanum og það er Lilya 4-ever. Af hinum myndunum sem Kalli nefnir (Vanilla Sky, The Pianist, Beautiful Mind, Unfaithful, The Day Reagan was Shot, Sum of All Fears og Goodbye Lenin) hef ég einungis séð Vanilla Sky og ég skeindi mér nú bara á henni. Addi segir að það vanti fullt hjá mér og nefnir ýmsar myndir til sögunnar; Donnie Darko (ekki séð), Kill Bill (ágætur fyrripartur en ekkert æði), Lord of Ringo Starr: The Return of B.B. King (hef ekki séð hana frekar en aðrar myndir úr þessum þríleik), Requiem for a dream (djöfulli öflug mynd, en ekki alveg nógu góð til að meika það á listann minn), Spirited away (Spiri who?! Aldrei heyrt á þetta minnst), Mulholland Drive (ekki séð) og Punch Drunk Love (hún er góð, komst nærri listanum en vantaði örlítið upp á). Addi sér líka ástæðu til að efast um réttmæti þess að hafa School of Rock á listanum en ég trúi því hreinlega ekki að nokkur sem hefur séð þá mynd hafi ekki heillast upp úr skónum. Eva Huld minnist á Capturing the Kinky Friedmans sem ég hef ekki séð. Hefði átt að smella mér á hana í bíó í staðinn fyrir hina leiðinlegu Supersize Me. Hún talar líka um Dirty Pretty Things sem ég hef ekki heldur séð. Eins og sjáið er ég ekkert voðalega duglegur við að fara í bíó og er því alls ekki í neinni aðstöðu til að gera svona lista sem taka má mark á. Ég steingleymdi hinsvegar einni mynd - hinum magnaða fjallgönguheimildartrylli Touching the Void. Hún er ótrúleg, ótrúleg alveg hreint. Sérlega eftirminnilegt er atriðið þar sem annar tjallinn lýsir þeirri reynslu að fá ofsjónir og ofheyrnir eftir að hafa skrölt fótbrotinn og hlandblautur yfir óbyggðir án matar og drykkjar í marga daga sem "odd...........very odd." Það er hætt við að einhverjir kanar hefðu notað örlítið dramatískari lýsingarorð. En jæja, takk fyrir ábendingarnar. Bæjó.