fimmtudagur, apríl 26, 2007

Ég hef ekki bloggað í næstum mánuð, enda er ekkert að frétta nema það að ég er á kafi í ritgerðarsmíðum og almennum skólatengdum leiðindum. Dagurinn í dag var þó óvenju viðburðaríkur. Hér gefur að líta helstu ástæður þess:

1. Þegar ég var á leiðinni út í morgun fattaði ég skyndilega að ég hafði gleymt að setja á mig rakspíra. Ég vatt mér því inn á baðherbergið en nennti ekki að kveikja ljósið, greip rakspíraflöskuna og ætlaði að spreyja á handarbakið, en flaskan sneri öfugt og því gusaðist allt beint í augun á mér.

2. Þegar ég var kominn niður með lyftunni gekk ég fram á veski sem lá á gólfinu í ganginum. Ég stóðst ekki freistinguna að kíkja í veskið til að kanna hvort þar væri eitthvað spennandi að finna. Ég stóðst hinsvegar freistinguna að stela því eina sem var í veskinu, spjaldi af Viagra töflum.

3. Þegar ég svo kom heim rétt í þessu biðu mín þessi skilaboð á msn:

orville would like to send you the file "fartPorn.mpg" (4950 Kb). Transfer time is less than 42 minutes with a 28.8 modem. Do you want to (Ctrl+T) or (Ctrl+D) the invitation?

Hvað hefðuð þið gert?