laugardagur, janúar 20, 2007



Eins og mér finnst cheddar ostur svakalega góður, og byrgði mig upp af cheddar í hvert sinn sem ég fór út fyrir landsteinana meðan ég bjó á Íslandi, er ég dálítið farinn að sakna gamla bragðlausa Gouda ostsins. Hann meltist svo vel.


Laddi er sextugur í dag. Um þessa íslensku goðsögn, sem hefur fylgt manni alla ævi á einhvern hátt, hef ég aðeins eitt að segja: menn eins og hann vaxa ekki á trjánum. Til hamingju með afmælið æringinn þinn!

þriðjudagur, janúar 16, 2007

Kiddi Vídjófluga

Já og svona fyrst ég er að þessu þá er ekki úr vegi að rifja upp gamla góða tíma með líkkistusmiðnum Kidda á Egilsstöðum. Ég man eftir þessu eins og það hafi gerst í gær.
Tom Cruise squirted

Já, þetta var ég að læra að gera - setja youtube dót beint á bloggið. Ég er alltaf soldið seinn að fatta svona nýjungar. Ég var að sjá þetta í fyrsta skipti núna, ég var reyndar í London í fyrra þegar þetta gerðist en sá þetta klipp aldrei þá. Eflaust hafa margir séð þetta áður en, eins og ég sagði, þá er ég stundum dáldið sló. Þetta er alveg sprenghlægilegt a.m.k. og ekkert að því að kíkja á þetta aftur.

mánudagur, janúar 15, 2007


Sly Stallone er staddur hér í Liverpool og skellti sér á völlinn um helgina. Rökhugsun hefur aldrei verið hans sterkasta hlið, og eins og sést á myndinni valdi karlgarmurinn vitlausan fótboltavöll. Ég get ekki sagt að ég sé ánægður með þessa hegðun sem hann sýnir á myndinni, en fyrirgefur maður Sly ekki hvað sem er? Ég hef aldrei farið dult með aðdáun mína á þessu heljarmenni og get varla beðið eftir frumsýningunni á Rocky Balboa næsta föstudag. Ég hugsa jafnvel að ég komi til með að skrifa gagnrýni um myndina hér á bloggið. Það verður þá fyrsta kvikmyndagagnrýni Frívaktarinnar, enda tilefnið ærið. Ég sá treilerinn í sjónvarpinu áðan og þ.á.m. þessa orðasennu milli Rocky og þeldökka unglingsins Mason, sem hann kemur líklega til með að berja í kæfu í hringnum:

Mason: "It's over for you."
Rocky: "Nuthin's over 'til it's over"
Mason (hlær kaldhæðnislega): "When's that line from? The Eighties?"
Rocky (glottir á veraldarvanan hátt): "Actually, I think that's from the seventies."

Ég býst við a.m.k. þremur Óskarsverðalaunatilnefningum, fyrir besta leik í aðalhlutverki, bestu tónlist og besta handrit.