fimmtudagur, mars 29, 2007


Það er bara einn maður sem ég þekki sem myndi dirfast að halda því fram að á sínum tíma hafi Michael Laudrup EKKI verið á meðal allra bestu knattspyrnumanna í heimi. Hann heitir Hilmar Hilmarsson. Nú spyr ég ykkur, lesendur góðir: Hvað er maðurinn að pæla? Er hann eitthvað kreisí, eller hvad?

sunnudagur, mars 25, 2007


Það hlaut að koma að því að Hrafnhildur rækist á Lennon á röltinu. Hún var ekki jafn hrifin af honum og Ringo forðum og fór að háskæla þegar hún hitti hann. Enda ekki skrítið, maðurinn búinn að vera steindauður í næstum þrjátíu ár. Ég nötraði sjálfur af draugahræðslu, jafnvel þó styttan sé eiginlega líkari Gerði B. Bjarklind þulu á RÚV heldur en John Lennon.