miðvikudagur, júlí 26, 2006

Morrissey bókin sem ég pantaði er ekki ennþá komin. Þessa dagana tekur það mig ca. 4 ár að lesa eina bók þannig að ég ætla rétt að vona að þeir hjá Amazon fari að spýta í lófana. Og þó ekki - ég vil helst ekki að bókin verði öll út í slefi þegar hún kemur loksins.
Komiði sæl.

Tvö góð lög sem byrja á orðunum "More Than":

Bryan Ferry - More Than This

og

Bee Gees - More Than a Woman


Eitt leiðinlegt lag sem byrjar á orðunum "More Than":

Extreme - More Than Words


Þá er ekki fleira í þættinum að sinni, veriði sæl.