föstudagur, mars 02, 2007

Spurning: Hvað eiga eftirfarandi 3 lög sameiginlegt, fyrir utan það að vera tvímælalaust í hópi bestu laga í heimi?

1. Roy Orbinson - Blue Bayou
2. Billy Joel - An Innocent Man
3. The Zutons - Confusion

Svar: Þau byrja öll nákvæmlega eins.

Voðalega er lítið stuð að vera með svona músíkpælingar þegar maður getur ekki leyft lesendum að heyra það sem maður er að þvaðra um. Mig langar í alvöru heimasíðu þar sem ég get boðið lesendum upp á músík og myndir og þessvegna rassgatið á mér ef ég skyldi vera í þannig fíling. Hver getur hjálpað mér að búa þannig til?

Annars er ég á leiðinni á Liverpool - Man United á morgun en ætla ekki að vera með neinar yfirlýsingar, minnugur fíaskósins sem fylgdi í kjölfar síðasta kjaftbrúks hjá mér. Læt nægja að segja að ég vonast til þess að við töpum ekki leiknum. Fyrir þessum ræflum.

fimmtudagur, mars 01, 2007


Netlögga