laugardagur, maí 08, 2004

Hvuddninn getur staðið á því...

- að úti regnið lemji gluggann?

- að áfengi eigi það til að liðka málbeinið svo illilega að áður en maður hefur tækifæri til að segja Jesper Olsen er maður farinn að mala eins og hamingjusamur dvergur í Legolandi um hluti sem koma engum við og enginn hefur nokkurn minnsta áhuga á að heyra nema kannski ég og nokkrir þrestir, og mögulega kjarrið græna inni í Bolabás?

- að ég sé þrátt fyrir allt ánægður með að heyra af væntanlegum kaupum KR á tékkneskum varnarmanni - eins mikill púritani og þjóðernissinni ég annars er í þessum málum öllum?

Tja, mér er spurn.

Þú ungi maður - hvað ertu að hugsa?

þriðjudagur, maí 04, 2004

Sometimes it Snows in April

...söng Prince á plötunni Parade frá árinu 1986. Ég gútera það. Það sem ég gútera hinsvegar ekki er mothaphuckin snjókoma í maímánuði. Kunna þessir menn ekki að búa til veður, hvernig er það?
Stórfréttir!!!

Nonni fer hamförum þessa dagana og býður upp á glænýjan bát nánast mánaðarlega. Núna eftir ca. hálftíma mun ég sitja á Nonna, lesandi Andrés og hámandi í mig splunkunýjan Nonnabát með pönnuhituðum ýsubitum. Eins og einhver sagði:

I'm servin um, swervin in the Coupe
The Lexus, flexes, from Long Beach to Texas
Sexist, hoes, they wanna get with this
Cuz Nonni is the shit, beeeyatch!
Já ég verð semsagt að vinna sem leiðbeinandi við Réttarholtsskóla í sumar og er að spékúlera í að hjóla bara í vinnuna. Heilbrigð sál í hraustum líkama. Hvernig er það annars, er Réttó nokkuð G2 (gettó á dönsku) þar sem menn eru skotnir fyrir strigaskóna sína? Ég nenni varla að þurfa að setja kapp í rassinn á mörgum í sumar - nóg að gera við að skrifa lokaritgerð og horfa á fótbolta og svona. Ömmi er auðvitað markmaður í Víkingi og ætli mest af þessu liði sé ekki ekki harðir Víkingar? Ég læt Ömma bara ljúga að þeim að ég hafi setið inni fyrir að berja saxófónleikarann í Jagúar til óbóta og þeim sé ráðlegast að fokka ekki í mér. Þetta verður rólegt og þægilegt sumar.
Jó! Mig vantar hjól til að komast í og úr vinnu í sumar. Er einhver til í að selja eða lána mér?