laugardagur, september 02, 2006

fimmtudagur, ágúst 31, 2006
Jæja, eftir að hafa eytt lööööööngum tíma í símanum við að reyna að ná í gegn í miðasöluna á Anfield tókst mér loksins að bóka miða á Liverpool - Newcastle leikinn þ. 20 sept. Ég pantaði miða í Centenary stúkuna (sjá mynd), hef farið tvisvar áður á Anfield og sat þá í fyrst í Anfield Road stúkunni og svo í Main Stand stúkunni þannig að eftir Newcastle leikinn mun ég einungis eiga eftir að prófa Kop stúkuna margfrægu - en það hlýtur að koma að því fyrr en seinna. Fyrir þá sem ekki vita erum við fjölskyldan að fara að flytja til Liverpool þ. 18 sept og verðum í eitt ár, ég í mastersnámi í Háskólanum í Liverpool og Lára verður í fjarnámi í HÍ. Liverpool er, eins og allir vita, þekkt sem "París Bretlandseyja" og því verður þetta án efa stuð, og jafnvel fjör líka.

miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Heyrðu já - Árni Johnsen fékk uppreist æru. Frábært. Öldungis frábært alveg hreint. Yndislegt.

Það er líklega best að vera með skopskynið í lagi til að geta hlegið að þessari andskotans vitleysu.
Rock Star Supernova raunveruleikaþátturinn í gær var súúúakalegur! Hápunkturinn var klárlega þegar Dilana lá uppi í rúmi með Storm og grenjaði. Simpsons aðdáendur í hópi áhorfenda hafa eflaust kveikt á því sama og ég: Dilana grætur nákvæmlega eins og tvíburasysturnar Patty og Selma. Svo sér maður hvað gerist í kvöld - ég er a.m.k. búinn að leggja mitt af mörkum með því að kjósa Magna ca. 50 sinnum (breytti klukkunni á tölvunni minni í Honolulu tíma). Ef allt fer á versta veg þá er hann Magni minn allavega búinn að sjá höfundum áramótaskaupsins fyrir nægu efni fyrir 7 skaup. Ég er strax farinn að hlakka til að sjá Björgvin Franz með gerviskallann og gervihökutoppinn. Ég er líka handviss um að textarnir sem hann kemur til með að syngja verða óborganlega sniðugir. Er þetta tilgangslausasta bloggfærsla sem ég hef skrifað? Ég held það barasta.

mánudagur, ágúst 28, 2006


Make the garden famous!

Þetta kallar maður að gera garðinn frægan. Tékkið á stjörnunum sem eiga verk eftir Arnór Bílveltu.