laugardagur, janúar 13, 2007

Það er allt að verða vitlaust í Celebrity Big Brother. Leo Sayer hætti sjálfviljugur í þættinum vegna þess að allar nærbuxurnar hans voru orðnar skítugar. Leo vildi ekki þrífa naríurnar sínar fyrir framan annað fólk og rauk því út í fússi. Jermaine Jackson tók brotthvarf Leo svo nærri sér að hann fór að gráta.

Sjónvarp gerist ekki mikið betra en þetta.
Ég var að gera ansi merkilega uppgötvun rétt í þessu. Gamalt, goslaust pepsi drukkið beint úr plastflösku bragðast nákvæmlega eins og Soda-Stream með Cola bragði. Já, þessu taldi ég mig tilneyddan að segja einhverjum frá.

fimmtudagur, janúar 11, 2007


Ég heyri það útundan mér að allir séu brjálaðir yfir Duran Duran partýi hjá einhverjum auðkýfingaösnum. Afturhaldskommatittir, segi ég. En ég verð að setja stórt spurningamerki við þetta val á hljómsveit. Lá ekki beinast við að fá Ultravox í djobbið?