mánudagur, desember 13, 2004

Reality is an illusion caused by lack of alcohol

Þriðja bjórkassanum á þremur vikum voru ekki gerð góð skil. Batnandi manni er best að lifa.

Ég er klofinn í afstöðu minni til Usher. Stundum er hann kúkur en stundum krútt. Krúttukúkur. Afstaða mín til lagsins Everybody´s Changing með Keane fer hinsvegar ekki á milli mála. Lagið er hættulega grípandi og fitukeppurinn sem syngur er dúlla.

En það er aukaatriði. Nú liggur fyrir að þrífa eldfast mót. Eitthvað skemmtilegt við að segja "eldfast mót." "Eldfast" er samt ekki uppáhalds orðið mitt. Uppáhalds orðið mitt er "frauð."

Það er greinilegt að fólk er komið í gott jólastuð - lemjandi og drepandi eins og þeim sé borgað fyrir það. What´s the frequency, Kenneth - spyr ég nú bara.

10 dagar þar til við fljúgum til kóngsins Köben. Það er 6 dögum of mikið.