laugardagur, júní 19, 2004

3-2 fyrir Tékka!!!

Hvílíkur leikur!!! Tékkar öruggir með fyrsta sætið í riðlinum sama hvernig fer í lokaumferðinni. Ég vona að þeir verði við óskum mínum og tapi fyrir Þjóðverjum. Maður er bara hálf ringlaður eftir þetta allt. Hvílíkar trakteringar.

Einn brandari að lokum:

Hvaða lið í ensku knattspyrnunni styður foringinn í Ku Klux Klan?

Svar: Blackburn

He he he he
2-1 Hollendingunum sjúgandi í vil í hálfleik í langbestu viðureign keppninnar til þessa. Ég er satt að segja hálf hræddur um að seinni hálfleikur verði hundleiðinlegur því leikmenn virtust eyða gríðarlega mikilli orku í þennan fyrri hálfleik. Jæja, við sjáum til - Phil.
Hmmmmmm.............

Lettar og Þjóðverjar voru að enda við að gera markalaust jafntefli. Það þýðir að með sigri gegn Hollendingum á eftir geta mínir menn Tékkar tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum og jafnvel leyft þýskum að vinna sig í síðasta leiknum og þannig skilið þessa leiðinda Hollendinga eftir í riðlinum. Sándar vel? En svo kemur auðvitað inn í hvernig c-riðillinn fer og hverjir mætast í 8 liða. Síst af öllu vil ég að Danir og Tékkar mætist þar, en svo er auðvitað ekkert víst að Danir komist upp - og ekki heldur Tékkar ef út í það er farið. Ég er að bulla. Þessi hrörnandi heili minn ræður ekki við svona útreikninga og spekúlasjónir. Ég vitna í Eazy-E:

Straight outta Compton -
is a brotha that´ll smotha your motha
and make your sista think I love her!


Dýrt kveðið.

Áfram fokking Tékkland!!! Við sjáum til hverjir verða fljúgandi eftir þennan leik, beeyatch!
Hæ hó! Allt brjálað að gera, veðurguðinn Óskar í góðum gír og EM fer prýðilega af stað. Bara verst að Svíahækjurnar skyldu ekki hafa fretast til að vinna Ítalana - þ.e.a.s. verst fyrir þá sjálfa því þetta þýðir aðeins eitt: Danir neyðast til að lumbra rækilega á þeim í lokaleik riðilsins á þriðjudaginn. Smörrebröd og Tuborg paa Tirsdag, anyone? Þorsteinn Joð er asni.