föstudagur, júní 10, 2005

Gæstebud

Jæja! Vika í stóra daginn og tíminn flýgur áfram á ógnarhraða. Ýmis smáatriði sem þarf að huga að og svo framvegis. Hef fulla trú á því að þetta verði sannkallað ofurbrúðkaup. Helst að veðurguðinn Óskar gæti strítt okkur eitthvað, en ég er ekki hræddur við hann. Ó nei. Ég og Lára dönsum svo mean enskan vals að við erum hreinlega ósigrandi á dansgólfinu. Skítt með veðrið og allt það stöff - við rúlum!

Steggjun og gæsun yfirstaðin og fór allt sómasamlega fram að mér vitandi. Nota hér tækifærið og þakka kærlega fyrir okkur.

Jæja, best að fara að plana meira. Plan 9 from Outer Space. Yfir og út.