miðvikudagur, maí 02, 2007


Jæja, svona er víst lífið blessað. Það hefði verið gaman að mæta Man U í úrslitaleiknum þann 23. maí, en þeir voru eitthvað slappir í kvöld strákarnir. Kannski þeir hafi kúkað full mikið á sig? Eða ræpt? Einnig er líklegt að niðurgangurinn hafi haft sitt að segja. Það er ekki auðvelt að leðja svona svakalega á sig fyrir leik og ætla svo að gera einhverjar rósir. Líklegast þykir mér þó að hin eitraða blanda skíts og mykju í stuttbuxum leikmanna hafi endanlega gert út af við vonir þeirra um að vinna Evrópubikarinn í ár. Það er synd, því ef þeir hefðu unnið hefði það orðið í þriðja sinn. Nottingham Forest hefur einungis unnið dolluna tvisvar, og því hefðu manjúmenn getað gortað af því að hafa unnið Evrópukeppnina einu sinni oftar en stórliðið frá Skírisskógi. En svona er víst lífið blessað.

þriðjudagur, maí 01, 2007

Eftir leikinn í kvöld er ég uppgefinn og úrvinda, andlega sem líkamlega. Látum blómin tala.