fimmtudagur, nóvember 09, 2006


Ég var á kaffihúsi áðan og hver skyldi koma röltandi inn annar en Mark Addy sem margir gætu munað eftir úr The Full Monty. Svo spottaði ég líka Hödda Magg fyrir utan Anfield um daginn. Það er hreinlega ekki þverfótandi fyrir stórstjörnum hérna.

miðvikudagur, nóvember 08, 2006


Halló. Ég er þrítugur í dag. Af því tilefni hef ég ákveðið að skrifa ævisögu mína í bloggfærsluformi.

1. kafli

Æskuminningar

Ég man ekki eftir því að hafa fæðst, en dreg þó ekki í efa að sá atburður hafi átt sér stað. Ég man heldur ekki eftir því að hafa byrjað í Austurbæjarskólanum, en þaðan útskrifaðist ég árið 1992 með fjöldann allan af viðurkenningum í farteskinu. M.a. fyrir afburða leikni í borðtennis og yfirgripsmikla stærðfræðikunnáttu.

(meira síðar).