mánudagur, janúar 15, 2007


Sly Stallone er staddur hér í Liverpool og skellti sér á völlinn um helgina. Rökhugsun hefur aldrei verið hans sterkasta hlið, og eins og sést á myndinni valdi karlgarmurinn vitlausan fótboltavöll. Ég get ekki sagt að ég sé ánægður með þessa hegðun sem hann sýnir á myndinni, en fyrirgefur maður Sly ekki hvað sem er? Ég hef aldrei farið dult með aðdáun mína á þessu heljarmenni og get varla beðið eftir frumsýningunni á Rocky Balboa næsta föstudag. Ég hugsa jafnvel að ég komi til með að skrifa gagnrýni um myndina hér á bloggið. Það verður þá fyrsta kvikmyndagagnrýni Frívaktarinnar, enda tilefnið ærið. Ég sá treilerinn í sjónvarpinu áðan og þ.á.m. þessa orðasennu milli Rocky og þeldökka unglingsins Mason, sem hann kemur líklega til með að berja í kæfu í hringnum:

Mason: "It's over for you."
Rocky: "Nuthin's over 'til it's over"
Mason (hlær kaldhæðnislega): "When's that line from? The Eighties?"
Rocky (glottir á veraldarvanan hátt): "Actually, I think that's from the seventies."

Ég býst við a.m.k. þremur Óskarsverðalaunatilnefningum, fyrir besta leik í aðalhlutverki, bestu tónlist og besta handrit.

Engin ummæli: