miðvikudagur, október 05, 2005

Siggi Rugl

Horfði á Baugstofuna á laugardaginn og held að ég hafi brosað einu sinni út allan þáttinn. Var sérlega óánægður með eitt: Af hverju eru Heimir (sbr. Harry og Heimir) og Grani (sbr. Geir og Grani) orðnir alveg nákvæmlega eins? Heimir hljómaði ekki svona í útvarpsþáttunum á Bylgjunni í gamla daga. Hann hljómaði allt öðruvísi, en núna þegar hann er kominn í sjónvarpið hefur hann skyndilega breyst í Grana. Siggi Sigurjóns hefur ruglast rækilega í ríminu og skellt þessum tveimur karakterum saman í einn. Væri einhver til í að pikka í Sigga og benda honum á að hlusta á gömlu þættina sína. Ég vil Heimi, engan Grana.

Engin ummæli: