miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Dream Weaver

Mig dreymdi í nótt að ég væri leikhúsmaður. Hlutverk mitt í leikhúsheiminum var ekki skýrt í draumnum en ég var a.m.k. sífellt talandi um dramatúra og kómikera og hafði áhyggjur af túlkunum, lausnum og persónusköpun. Undir lokin á draumnum var ég staddur í frumsýningarpartýi, súpandi á rauðvíni, hrósandi einhverjum leikara fyrir það hversu "kröftug" frammistaða hans í "stykkinu" hefði verið. Stuttu síðar vaknaði ég öskrandi.

Engin ummæli: