miðvikudagur, júní 23, 2004

Já, þetta var spennuþryllir í gær. Tvö frábær áttust við í frábærum leik. Ég vildi nú helst ekki að Danir lentu gegn Tékkum í 8 liða en það verður jú bara að hafa það - þá mun ég a.m.k. bókað eiga lið í undanúrslitunum, þó svo að ég styðji að sjálfsögðu Danina fram í rauðan dauðann. Það besta af öllu var að helvítis leikurinn skyldi fara 2-2 eftir allt þetta kynvillta væl í Ítalaófétunum. Palli fann þetta og þetta er æðislegt! Annars er fátt að frétta - lífið er saltfiskur, góða veðrið virðist vera búið í bili og ég steig á hendina á unglingsstelpu í vinnunni í dag. Það var að sjálfsögðu óvart enda stendur það skýrt og greinilega í reglum Vinnuskólans að það sé ekki æskilegt að leiðbeinendurnir séu mikið að stíga á hendurnar á nemendunum.

Engin ummæli: