fimmtudagur, október 21, 2004

Biffen

Ég var í afar leiðinlegum tíma áðan og fór að hugsa um hversu fáar virkilega góðar bíómyndir ég hef séð á síðustu árum. Ég hugsaði mikið og lengi um þetta, enda kennslustundin jafn löng og hún var leiðinleg. Ég komst að raun um það að á síðustu 3-4 árum, eða síðan 2001, hef ég séð 10 verulega góðar myndir. Auðvitað hef ég séð nokkrar ágætar, fyndnar o.s.frv. en einungis 10 sem hafa heillað mig verulega og skilið eitthvað eftir sig, sannkallaðar 5 stjörnu myndir. Þær eru:

Elling (2001)

Yndisleg mynd um yndislegt fólk og manni líður yndislega meðan maður horfir á hana og finnst manni vera yndislegur í smá tíma eftir að hafa horft á hana. Það er ekki létt verk.

Adaptation (2002)

Fór á hana þunnur í Köben og leið verulega skringilega á eftir. Sannkallað meistaraverk - frumlegt handrit og leikurinn sérlega góður. Nicholas Cage, Chris Cooper og Meryl Streep eru alla jafna vonlausir leikarar, en ekki í þessu meistarastykki.

All or Nothing (2002)

Assgoti fínt þunglyndi frá Mike Leigh. Hans besta mynd by far.

City of God (2002)

Mögnuð mynd um vopnuð börn í Brasilíu. Mjög svo töff - á alla kanta.

Lilja 4-ever (2002)

Það á ekki af honum Lukas Moodyson að ganga. Fucking Amal og Tilsammans eru báðar mergjaðar og þessi ekki síðri. Ein áhrifamesta mynd sem ég hef séð - á því leikur enginn vafi. Hvernig fær hann litla krakkagrislinga til að leika svona vel?

24 Hour Party People (2002)

Leikin heimildarmynd (en samt ekki) um tónlistarlífið í Manchester frá árdögum pönksins fram til miðbiks 10. áratugarins. Ótrúlega skemmtilega gerð mynd og Steve Coogan fer á kostum sem Tony Wilson. Tónlistin meiriháttar. Partý!

American Splendour (2003)

Þrælgóð mynd um ofurlúða sem hefur allt á hornum sér. Paul Giamatti er ómótstæðilegur í aðalhlutverkinu.

Finding Nemo (2003)

Ég er ekkert mikið fyrir teiknimyndir en þessi finnst mér meiriháttar. Ég veit ekki alveg af hverju - hún er bara svo djöfulli krúttuleg, og bráðskemmtileg.

School of Rock (2003)

Jack Black er hreint stórkostlegur sem tónlistarnörd sem kennir börnum að rokka á nördalegan hátt. Ef hugtakið "feel-good movie" á einhverstaðar við þá er það hér.

Metallica: Some Kind of Monster (2004)

Mögnuð heimildarmynd og ein sú besta sem ég hef séð úr þeim geiranum. Metallicu-liðar eru nánast hlægilega miklir hommar bak við tjöldin. Stanslaus skemmtun.


Þannig er nú það. Þetta eru þær 10 myndir sem hafa heillað rassinn á mér upp úr buxunum á síðustu árum. Það skal nú alveg viðurkennast að ég hef verið fremur latur við að smella mér í bíó í seinni tíð og ég hef eflaust misst af heilum helling af meistaraverkum. Svo er ég alveg pottþétt að gleyma fullt af eðalmyndum. Ábendingar um slíkar eru vel þegnar.

Engin ummæli: