sunnudagur, mars 04, 2007




Síðan ég fékk kosningarétt hef ég alltaf nýtt atkvæðisrétt minn. Aldrei skilað auðu, alltaf merkt við skásta kostinn hverju sinni. Nema eitthvað stórvægilegt gerist á næstu þremur mánuðum mun sú ekki verða raunin í vor. Það eina sem ég þarf að gera upp hug minn um er hvort ég eigi að hrækja eða skeina mér á atkvæðisseðlinum.

6 ummæli:

Smali sagði...

Ég myndi skeina mig fyrst og hrækja síðan á herlegheitin. Valkostirnir hafa sjaldan verið eins slæmir.

Nafnlaus sagði...

Ef þú ætlar að skeina þér, þarf nú fyrst að gera meira en minna. Passaðu þá að það fari ekki fyrir þér eins og fjallaleiðsögunema einum sem var á ferð með félaga mínum. Þeir voru fastir inni í skála og svo mikið óveður úti að ekki varð komist á kamar. Lengi vel héldu þeir út án þess að gegna kalli náttúrunnar, en svo kom að ekki vað lengur komist hjá því að skila fæðunni af sér. Félagi minn, lífsreynd fjallageit, segir þá við hinn að við þessar aðstæður verðu þeir einfaldlega að fara fram í forstofuna og nota blöð.

Gekk hann á undan með góðu fordæmi, lagði blöð á gólfið og lét síðan flakka. Framkvæmdi síðan þann verknað sem þú vilt gera með kjörseðlinum. Kom nú að lærlingnum og var hann eitthvað frammi að bardúsa en félagi minn leiddi ekki hugann að því frekar. Græninginn var hins vegar skrítinn á svipinn þegar hann kom inn aftur og greinilega lá eitthvað á honum.

Leið nú tíminn í innilokun þeirra og ljóst að eitthvað lá þungt á hjarta og huga nýliðans. Svo kom að hann gat ekki lengur setið á sér, dæsir þungt og stynur upp úr sér: "Rosalega er skrítið að skíta í hendurnar á sér!"

Hafði hann þá ekki skilið leiðbeinandann betur en svo að hann hélt að hendurnar væru nauðsynlegur viðkomustaður frá saurgatinu að blaðahrauknum. Svona getur farið fyrir þeim sem ætla að gera þykkt á stöðum sem ekki eru til þess ætlaðir, s.s. kjörklefum.

Nafnlaus sagði...

Það er nú hægt að skeina sér án þess að skíta er það ekki? Athöfnin sjálf verður reyndar ekki jafn eftirminnileg fyrir vikið. Líklega er betri kostur að æla á draslið. Nú eða míga. Eða prumpa. Allt er þetta gott og gilt.

d-unit sagði...

konur þurfa nú ekki að gera neitt sérstakt til að skeina sér...þar sem við vitum öll að við kúkum ekki!!!

d

Nafnlaus sagði...

Segir maður skársta? Ég hef alltaf skrifað skásta! Er það útaf því að það er dregið af orðinu skárra?

Nafnlaus sagði...

Laukrétt hjá þér Jóhannes. Smávægileg yfirsjón af minni hálfu og verður leiðrétt snarlega.