sunnudagur, september 16, 2007

China Crisis - Black Man Ray

Jæja, ég náði loksins að finna út úr þessu veseni með að pósta youtube dóti á bloggið mitt. Vandamálið var ekki ýkja flókið þegar allt kom til alls: þessi nýi blogger er vanskapaður saur. Eníhú.
Ég er í nostalgíukasti að hlusta á Liverpool hljómsveitir frá 9. áratugnum, er að tapa mér yfir OMD, Echo and the Bunnymen, Frankie Goes to Hollywood, Teardrop Explodes og svo mætti lengi telja. China Crisis eru nú samt the pick of the bunch. Hver sem þú ert og hvað sem þú ert að gera - ég skipa þér að taka þér pásu og hlusta á þetta hreinræktaða og unaðslega popp, beinustu leið frá the Pool of Life. Þetta er eins og hunang fyrir eyrun, ef þér þykir gott að vera með klístruð eyru. Þú verður betri manneskja fyrir vikið, ég ábyrgist það. Herrar mínir og frúr, frá Liverpool - China Crisis gjörið svo vel.

5 ummæli:

Laulau sagði...

OMG OMD - víjúvíjúvíjú!!! best, best, best (Þegar ég var 15 á Óðinsgötunni að passa ÞIG).
Og þetta lag líka!!! mægod!! jesss, meira svona fyrir gamlar frænkur.

Nafnlaus sagði...

Hreinn unaður, úff!

Kjartan sagði...

Ég veit það maður! Þetta er nefnilega hreinn unaður, ekkert annað. Á morgun er ég rokinn út í búð að kaupa mér plötur með CC.

Smali sagði...

King In A Catholic Style er nú ekki síðra. Ertu ekki örugglega búinn að kaupa þér China Chrisis hettupeysu?

Nafnlaus sagði...

Sæll vinur og þakka þér kærlega fyrir kínversku krísuna. Þvílík guðdómleg schniiillld hér á ferðinni. Wishful Thinking er núna spilað circa 7 sinnum á dag á mínu heimili, Black Man Ray kemur fast á hæla WT og Chubby Checker og Limbo Rock smellurinn hans rekur síðan lestina. Líf og fjör. Kjartan: Meira af þessu. Lífi níundi áratugurinn! Þrefallt Dallas! DALLAS! DALLAS! DAAALLLLASSSS!!!

Ferdinand.