sunnudagur, febrúar 19, 2006



Lífið er ljúft

Aldrei fyrr hefur mér þótt meira viðeigandi að vitna í meistarann, enda varla annað hægt þegar maður hefur eignast litla englastelpu. Sólargeislinn okkar kom í heiminn kl. 09:08 á þriðjudagsmorgunn, vó 13,5 merkur og mældist 50.5 cm. Yndisleg alveg hreint. Öllum heilsast vel.

föstudagur, febrúar 10, 2006


Pabbi

Hádí.

hljómleikamiði á dag kemur skapinu í lag. Ray Davies í gær í boði Láru og Goldie Lookin´ Chain í dag í boði Kalla. En segið mér eitt, kæru lesendur:

Er Einar Bárðarson þroskaheftur???

Einar rukkar 13.900 + 500 kr. miðagjald = 14.400 krónur fyrir dýrustu miðana á Ray Davies! Ókei - Ray er mikill snillingur og ég er mikill aðdáandi hans og allt það, en hann er samt 96 ára gamall fyrrverandi rokkogróler sem er með nýja hljómsveit með sér - það er ekki eins og þetta séu Kinks! Og þó að þetta væru Kinks væri þetta samt bjánalega dýrt! Ódýrustu miðarnir (eins og ég á) kostuðu 7.400 kall! Ég finn rottulykt, dömur mínar og herrar. Þetta er hættuleg þróun. Þessar verðpælingar hans Einars mega bara vera einar mín vegna.

laugardagur, febrúar 04, 2006


Spámaðurinn

Hér er mín túlkun á spámanninum Ellý Ármanns. Ég vona að enginn móðgist út í mig fyrir að myndgera spámanninn. Þetta er nú einu sinni frjálst land, er þaggi?

þriðjudagur, janúar 31, 2006


If life seems Johnny rotten,
There's something you've forgotten


Uppáhaldið mitt hann Johnny Rotten er fimmtugur í dag. Hann heiðra ég hér með lista yfir bestu lögin hans:

Topp 10 - Bestu lög Rotten:

1. Holidays in the Sun (Sex Pistols)
2. God Save the Queen (Sex Pistols)
3. This is Not a Love Song (PiL)
4. Anarchy in the U.K. (Sex Pistols)
5. Rise (PiL)
6. Public Image (PiL)
7. Pretty Vacant (Sex Pistols)
8. Open Up (Leftfield/Lydon)
9. EMI (Sex Pistols)
10. Submission (Sex Pistols)

laugardagur, janúar 28, 2006


Robbie Don´t Lose That Number

Fowler er kominn aftur til Liverpool. Lof sé guði á þessum drottins dýrðar degi. Það er ekki oft sem villtustu fótboltadraumar manns rætast. Heimkoma Robbie til Liverpool var minn villtasti fótboltadraumur og hann hefur ræst. Guð er góður.

miðvikudagur, janúar 25, 2006


Rest in peace mah nigguh.
Nælon

Himmler nældi í mig. Mér er ljúft og skylt að verða við ósk hans:

4 sjónvarpsþættir sem ég elska að glápa á:

The Simpsons
Popppunktur
The Office
Newlyweds

4 kvikmyndir sem ég get horft á aftur & aftur:

Nýtt Líf
Með Allt á Hreinu
Jón Oddur og Jón Bjarni
Quadrophenia



4 heimasíður sem ég dinglast inn á daglega:

liverpool.is
og svo fullt af bloggum

4 uppáhalds máltíðir:

Flatbrauð með hangikjeti
koli með gráðostasósu og banana
Íþróttasúrmjólk
El Maco!


4 geisladiskar sem ég get hlustað á aftur & aftur:

Snoop Doggy Dogg - Doggystyle
Bob Dylan - Blonde on Blonde
Tiny Tim - God Bless Tiny Tim
Sex Pistols - Never Mind the Bollocks


Ég næli í Palla, Dröfn, Bjössa, Laulau, Snorra og Ollu.

mánudagur, janúar 23, 2006

Kómiker ellegar dramatúrg?

Topp 5 - leiðinlegustu útlensku leikarar heims:

1. John Malkovich

2. Kevin Spacey

3. Ethan Hawke

4. Jeff Goldblum

5. Woody Allen

Eru ekki allir í stuði annars?

laugardagur, janúar 14, 2006

Kóngurinn talar

Af Bubbi.is:

Gleðilegt ár öll sömun og takk fyrir mig þið hafið gefið mer helling á þessu ári sem er að líða undir lok. vonandi verður árið 2006 árið ykkar og allt gangi ikkur í hag ástar þakkir öll sömun.
Bubbi ...


Eins og talað út úr mínu hjarta.

föstudagur, janúar 13, 2006

Hvis man har sagt a så må man også sige gurk

Gúrkutíð?
Þorpari í Þorpinu

Topp Fimm - Borgarar í Borginni:

1. Gleymérei borgari á Vitabar

2. Heavy Special með auka bbq-sósu á American Style

3. El Maco með auka osti á McDonalds

4. Black BBQ Burger á Kaffibrennslunni

5. Skinkuborgari á Nonnabita

Alls staðar annars staðar í heiminum hefði Whopperinn á Burger King komist inn á listann en ekki hér. Þeim hjá Burger King - Iceland tekst nefnilega á einhvern ótrúlegan hátt að klúðra þessu hnossgæti sem Whopperinn annars er. Brauðið er oftast gamalt og vont, kjötið slappt, ekki boðið upp á majónes og einhver skítafnykur af málinu öllu. Hangi þeir í hæsta gálga.

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Pælingar

Lífið er flókið. Raunar svo flókið að oft á tíðum á ég í stökustu erfiðleikum með að botna nokkurn skapaðan hlut í því. Ótal spurningar leita á hugann á öllum tímum sólarhringsins. T.d. hef ég verið að velta eftirfarandi spurningum fyrir mér upp á síðkastið:

1. Hvar er Draumurinn?

2. What´s the frequency, Kenneth?

3. Who the fuck is Alice?

Mér er fátt um svör. Svona er nú lífið flókið. Best að fá sér bara epli.

miðvikudagur, janúar 11, 2006


Harðvítugar deilur Betu Rokk og Geirs Ólafs hljóta að vera skemmtilegasta fréttaefnið í langan tíma. Ég held að ég hafi ekki skemmt mér betur yfir fréttum síðan RÚV sýndi okkur reykjandi apann Charlie í dýragarði í Suður-Afríku fyrr á árinu.

laugardagur, janúar 07, 2006

þriðjudagur, desember 20, 2005

Flókið mál

Las í DV að séra Flóki hafi verið með leiðindi. Er þetta alltaf sami séra Flóki sem er með vesen eða heita allir prestar landsins séra Flóki?

fimmtudagur, desember 15, 2005

Listi dagsins

Q: Er ekki kominn tími á nýjan lista?
A: Jú.

Listinn í dag inniheldur lög sem ég, af einhverjum fáránlegum ástæðum, fílaði einu sinni en valda mér mikilli klígju og viðbjóði í dag.

Topp 5 - Leiðigjörnustu lög heims:

1. The Verve - Bittersweet Symphony
2. Pixies - Monkey Gone to Heaven
3. Prodigy - Voodoo People
4. Radiohead - Street Spirit (Fade Out)
5. Rolling Stones - You Can´t Always Get What You Want

miðvikudagur, desember 14, 2005

Mikið ógurlega er jólalagið með Smashing Pumpkins leiðinlegt. Alveg ógurlega.

mánudagur, desember 12, 2005

Eru einhverjir fleiri en við hjónin búnir að vera með "Stór Pakki" með Bubba á heilanum síðan á laugardagskvöldið?

fimmtudagur, desember 08, 2005

Tímahrak

Var í prófi. Af því tilefni hef ég ort lítið ljóð. Nennti ekki að nota stuðla og höfuðstafi enda á umfjöllunarefnið það ekki skilið, helvítið á því.

Tímahrak
e. K. Guðmundsson

Fokking skíta tímahrak
þér er um að kenna
að ég kúkti upp á bak
hrakið þú munt brenna