þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Góður draumur maður

Mig dreymdi í nótt að ég var að horfa á eina af mínum uppáhalds kvikmyndum - Með Allt á Hreinu - nema hvað að í aðalhlutverkum voru ekki Stuðmenn heldur Nælonstelpurnar. Ég man ekki eftir að hafa fundist neitt athugavert við þessa hlutverkaskipan fyrir utan það að mér fannst myndin ólíkt ófyndnari en áður. Úr því rættist þó þegar líða tók á drauminn því þá breyttust Nælon gellurnar hægt og rólega í liðsmenn Sumargleðinnar, Magnús Ólafsson, Ragga Bjarna, Þorgeir Ástvaldsson og co., og varð þá heldur betur kátt á hjalla - alveg þar til í lokin á myndinni þ.e.a.s., en þá létust tveir Sumargleðimenn (man því miður ekki hverjir) úr einhverjum billjard-tengdum sjúkdómi (hvaða banvæni sjúkdómur ætli sé líklegastur til að hrjá billjard spilara?). Endirinn á myndinni var því einkar sorglegur, en ég gerði mér samt grein fyrir því að leikararnir sjálfir voru ekki dánir heldur einungis persónur þeirra í myndinni. Ég vaknaði því sáttur.

Engin ummæli: