þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Hann Harry Harry Harry Bela Fonte mær

Horfði á Gísla Martein á laugardagskvöldið. Ég veit að aðgát skal höfð í nærveru Gísla og auðvitað á maður að fara varlega í að segja svona sterka hluti og allt það en goddamn! - ég get ekki sagt annað en:

Hólí Mólí!

Ég þurfti að draga sængina yfir hausinn á mér á verstu mómentunum. Aldrei hef ég upplifað annað eins.

Liverpool að prumpa í buxurnar - framherjalausir og allslausir. Það hefði kannski verið ráð að halda Fowler á launaskránni fyrir svona rigningardaga - nú eða Owen. Fowler auðvitað betri en flestir aðrir, feitur eður ei. En svona er þetta - það er auðvelt að vera bitur eftir á.

Veit ekki alveg hvað er að gerast með hann Sævar C. Ég og Lára vorum farin að hlakka til að sjá uppfærslu hans á Kardimommubænum í Kristjaníu í kringum jólin en svo er hann bara hérna á Íslandi að ógæfast eitthvað. Minnir mig á það þegar ég og Ölli ákváðum að kíkja í einn öllara á Dillon fyrir nokkrum árum. Það fyrsta sem blasti við okkur þegar við opnuðum hurðina á staðnum var Sævar, skælbrosandi. Hann benti okkur á að það væri ljósmyndasýning á efri hæðinni og hvort við ætluðum ekki að kíkja á? Eitthvað var ég efins en Ölli kom fyrir mig vitinu með einni stuttri setningu: "Ef Sævar C. vill að þú kíkir á ljósmyndir þá KÍKIR þú á ljósmyndir!" sagði hann. Auðvitað var það alveg rétt hjá honum.

Engin ummæli: