fimmtudagur, september 20, 2007




Toggi pungsjampó er byrjaður að blogga á slóðinni thorgrimur.eyjan.is. Grípum niður í eina af mörgum áhugaverðum sögum Þorgríms:

"Hinn yndislegi Gunnar Eyjólfsson leikari læddist aftan að mér þar sem ég sat á Kaffitár á dögunum. Hann spurði: ,,Þorgrímur, hvað er það að tala?”. Ég reyndi að hugsa eitthvað djúpt og viturt en sagði svo eitthvað kjánalega spekingslegt. Þá sagði þessi mikilsverði maður sem treystir lífsins orku dags daglega. Enda er hann Qi-Gong maður: ,,Að tala er að rjúfa þögn!”

Það er svo margt að, svo margt sem gerir mig reiðan, svo margt sem hræðir mig, svo margt sem gerir mig ringlaðan, innifalið í þessum örfáu línum að mér verður orða vant. En eitt er víst: ég mun fá martröð í nótt, og sú martröð mun skarta mér, Togga og Gunna í aðalhlutverkum og sögusviðið verður Kaffitár.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

We´re talking about practice. Not the game... We´re talking about practice man... We´re talking about practice... Not the game! We´re talking about practice.... We´re talking about practice man... Practice... osfrv osfrv osfrv osfrv.....