mánudagur, júlí 26, 2004

Baneitrað Samband á Njálsgötunni...

er subbulega fyndin bók.
Deuce Bigalow er óþyrmilega fyndin mynd.

"You know, Antoine's got a really bad temper. One time, I dropped  cigar ash on his carpet, and he made me pick it up..........with my anus!"

Í næstu mynd skellir hann sér til Amsterdam. Ætti að geta virkað.
 

miðvikudagur, júlí 14, 2004

Hmmmm....

Reykjavík, Ísland utandyra í svona veðri....?

Gef því séns.

Sérstaklega þegar maður er að hlusta á Dancing in the Moonlight, lagið góða sem var hópnauðgað í einhverri viðrinis bílaauglýsingu - þá í flutningi einhverrar kynhverfrar hljómsveitar að nafni Toploader. Í upprunalegri útgáfu King Harvest er lagið hinsvegar óumræðanlega gott. Ekki er lagið Ooh Child með The Five Stairsteps heldur neitt slor, svo ég tali nú ekki um The Summerwind, hvort sem heldur er í flutningi Sinatra eða Bogomil Font. Öll hafa þessi lög til að bera einhvern ómótstæðilegan ljúfsáran sjarma. Ljúfsárindi eru skrýtið fyrirbæri og ég get vel ímyndað mér að þessi tilfinning, að finnast eitthvað ljúfsárt, fari misvel í fólk. Oftast fer hún hræðilega illa í mig og gerir það að verkum að ég fyllist sorg og söknuði, en stundum, eins og í dag, finnst mér hún dejlig. En hvað er svosem ekki dejligt í svona rjómablíðu? Hvað er ég annars að tuða? Þetta bull í mér hlýtur að bera vott um kynvillu - og ég er sko enginn hommi! Enginn hommatittur, sko! Áfram KR!!!

mánudagur, júlí 12, 2004

Svo er ég farinn að svitna oftar og meira á enninu en góðu hófu gegnir. Hvað er uppi með það?
Mér finnst ég aldrei hafa tíma til neins. Samt geri ég aldrei neitt. Hvað er uppi með það?

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Kalt á toppnum?

Jása! Höfuðsnillingurinn Karl Ferdinand, fjarskyldur bróðir náunganna í Franz Ferdinand, hefur birt viðtal við mig á heimasíðunni sinni! Nú er ég orðinn frægur og heimta morgunmat í rúmið. Kampavín og styrjuhrogn, tek ekki annað í mál. No more súrmjólk for me, baby!
ROSKILDE 2004

Jó. Eitt er mér efst í huga eftir að hafa heimsótt Hróarskelduhátíðina í fyrsta sinni nú um helgina: Hvers vegna í mothaphuckin ósköpunum hef ég ekki farið fyrr??? Ég er nánast orðlaus af gleði og hamingju yfir þessu öllu saman - en ætla þó að
reyna að lýsa helstu viðburðum hér.

Hróarskelduhátíðin er himnaríki - a.m.k. fyrir mann eins og mig sem hef gaman af tjaldútilegum, bjór, Dönum og tónlist. Stemmningin er afskaplega góð og einhver þægileg rólegheit yfir öllu svæðinu. Ég sá engin slagsmál alla helgina en Daði sá ein slík og voru þar á ferð tveir hraustir íslenskir víkingar. Svona hátíð er auðvitað hvalreki á fjörur tónlistarnörds eins og mín sem fær í fyrsta lagi að sjá heilmarga tónleika og í öðru lagi tækifæri til að nördast og besservissa við og með besservisseranördum frá öllum heimshornum. Meiriháttar alveg hreint! Veðrið var að vísu ömurlegt og svæðið eitt drullusvað, og tafði það fyrir manni því það tók helmingi lengri tíma að rölta á milli sviða og atriða - og sá ég því ekki alveg jafn margar hljómsveitir og ég hefði kosið. Ég náði þó öllu því helsta sem ég vildi ná.

Ég mætti á svæðið á föstudeginum eftir stuttan kaffibolli með Leu fyrrverandi sambýliskonu minni í Köben. Ég fékk armband um úlnliðinn, rölti inn á svæðið í fínu grænu skónum mínum sem mér þykir undurvænt um, sá drulluna og hugsaði með mér:
"hmmmm, væri ekki graður leikur að fara að skipta um skó?" Um leið og ég hugsaði þetta steig ég upp í hné í drullupoll. Eftir það var mér meira og minna sama umhvort ég væri skítugur eða ekki - maður vandist þessu bara. Eftir stutt stopp á tjaldsvæðinu var kominn tími á fyrstu tónleikana mína þessa helgina. Blökkumennirnir ungu í N*E*R*D blésu mig hreinlega burt. Hingað til hef ég ekki verið N*E*R*D fan og ósköp lítið pælt í þeim en þessir tónleikar voru ótrúlegir. Nú er ég orðinn aðdáandi og ekki seinna vænna. Eitt skemmtilegasta sörpræs sem ég hef orðið fyrir í lengri tíma. Gamalmennið David Bowie klemmdi taug í rassgatinu stuttu fyrir hátíðina og varð að hætta við að troða upp þannig að næst lá leið okkar á Pixies. Ég sá Pixies í Kaplalrika fyrir mánuði síðan og þeir voru betri á Hróarskeldu en þar - en ekkert mikið öðruvísi. Það var helst að þau væru betur æfð og ekki alveg jafn fúl hvort út í annað. En þau sviku ekki, stemmningin var mikil og prógrammið bara fínt. Verst þótti mér að missa af Avril Lavigne sem var að spila á sama tíma. The Hives voru ágætir - ég sá þá hita upp fyrir Rolling Stones í Köben í fyrra og fannst nú ekki mikið til tónlistar þeirra koma en þeir mega eiga það að þeir eru frábært tónleikaband, enda var stemmningin góð þó svo að ég hafi þegar verið byrjaður að búa mig undir tónleika Sly og Robbie sem byrjuðu klukkan tvö um nóttina. Þessar reggaegoðsagnir voru í hörkufíling, tóku því rólega til að byrja með en svo æstust leikar eftir því sem leið á. Ég var í svaðalegum fíling fyrsta klukkutímann en þá skall þreytan á mér eins og vatnsfata enda ég ekki búinn að sofa nema í ca. 2 klukkutíma sólarhringinn á undan. Það var því lítið annað að gera en að halda heim á leið til að safna kröftum fyrir nýjan dag. Áður en ég fór á Sly og Robbie hitt ég þó mér til mikillar ánægju uppáhalds bloggarann minn hana Katrínu. Það er fríkí hvað maður rekst á fólk þarna hægri vinstri þrátt fyrir allan mannfjöldann. Eins er alltaf svolítið skrýtið að hitta í fólk í fyrsta sinn sem maður hefur einungis spjallað við á netinu - maður verður vandræðalegur og veit ekkert hvað maður á að segja. En Katrín er indælis manneskja og jafnvel viðkunnalegri í persónu en á prenti, og þá er mikið sagt:)

Maður vaknar snemma á Hróarskeldu og fyrri part dagsins var eitt í að borða, drekka bjór og sleikja sólskinið - því þótt það jafi rignt heilan helling kom steikjandi sól inn á milli og þá fór ég nú að kannast við det dejlige Gajol vejr sem maður á að venjast frá Danmörku. Einnig brá ég mér í kalda sturtu í unisex klefa, þ.e. strákar og stelpur saman, og var það sérdeilis skemmtileg upplifun - gaman að fá tækifæri til þess að vera bökk nekkid fyrir framan fullt af fólki án þess að endi með því að maður sé snúinn niður eða kallað á lögguna. Ég var búinn að hlakka mikið til að sjá Lady Saw spila, en hún er mögnuð söngkona frá Jamaíku og þrælmyndarleg í þokkabót - en mér og fleirum, t.d. tjalla einum sem ég spjallaði heilmikið við kvöldið áður og hitti síðan aftur á tónleikunum, til mikillar mæðu hætti hún við að spila á síðustu stundu. Það gekk orðrómur um að henni væri of illt í rassinum til að treysta sér á svið, en sá orðrómur fékkst ekki staðfestur. Ég var svo svekktur yfir þessu að ég stikaði rakleiðis til ávaxtasalans á svæðinu og keypti mér 3 vatnsmelónur. "Þetta ætti að kenna Lady Saw að hætta ekki við tónleika þegar ég er á svæðinu" hugsaði ég reiður meðan ég saug melónurnar og eyðilagði hvítu dönsku landsliðstreyjuna mína með bleikum melónudropum. Ekki þýddi þó að gráta Ásgeir bónda lengi því næst á dagskránni var náfrændi Lady Saw, Beenie Man. Hann lét tvo gæja hita upp fyrir sig sem voru báðir magnaðir og Bauni sjálfur var fínn en kannski full einhæfur fyrir minn smekk, þó svo að meiri fagmann í faginu hafi ég trauðla séð á sviði. Ég þurfti svo að láta mig hverfa með fyrra fallinu af Beenie man því á stóra sviðinu voru að hefja leik sjálfur Iggy Pop og hinir upprunalegu Stooges, hvorki meira né minna. Hvílíkir tónleikar! Iggy var hreint út sagt mergjaður á að líta, ber að ofan í þröngum gallabuxum og engum naríum þannig að rassaskoran blasti við manni og auk enn frekar á kraftinn sem stafaði af öldungnum á sviðinu. Ég skemmti mér auðvitað frábærlega og missti mig örlítið í lögum eins og "No Fun", "1969" og "I Wanna Be Your Dog" - sem þeir tóku tvisvar og hefðu að ósekju mátt taka einu sinni enn - slíkur var stemmarinn. Ég tók þann kostinn að sleppa Basement Jaxx til að ná í gott stæði á kynvillingnum káta Morrissey. Ég er auðvitað mikill Morrissey maður og hann brást hvorki mér né öðrum aðdáendum að þessu sinni - hélt magnaða tónleika og var miklu betri heldur en þegar ég sá hann í Köben í fyrra. Ég hélt að það myndi líða yfir mig þeagr hann tók eitt af mínum eftirlætis lögum "There is a Light That Never Goes Out" en ég hélt sönsum, dansaði eins og Helgi Tómasson endurfæddur og var hreint út sagt of þreyttur til að nenna að rölta yfir á Fatboy Slim að Morrissey loknum. Ég sé svolítið eftir því núna því ég fíla Fatboy - en svona er lífið.

Eftir að hafa chillað dágóða stund og tekið saman tjaldið á sunnudeginum var stefnan tekin á Santana á stóra sviðinu. Í seinni tíð er ég byrjaður að fíla Carlos Santana vel og var því helvíti spenntur. Ég tók mér því stöðu framarlega og naut þessara frábæru tónleika á botn. Kallinn var í fljúgandi fínum fíling og ekki síður gæjarnir fyrir aftan trommusettin 3 á sviðinu og ofursvali hammondorgelleikarinn - sólin skein ótruflað alla 2 tímana sem hann spilaði og mér leið hreint út sagt yndislega. Allt frá fyrsta laginu - "Santana Jam", gegnum öll gömlu og góðu og nýju og góðu lögin - og þegar kom að næstsíðasta laginu, "Oye Como Va", var ég kominn allra fremst, öskrandi og dansandi og hefði líklega getað klipið í yfirvaraskeggið á töffaranum hefði ég verið eins og 3 metrum hærri. Síðasta lagið - "You´ve Got to Change Your Evil Ways" - tileinkaði hann síðan George Bush og kórónaði þannig einhverja skemmtilegustu tónleika sem ég hef séð á ævinni. Ég rölti mér síðan og náði síðustu lögunum hjá Franz Ferdinand sem virkuðu andskoti frískir, og þaðan aftur á stóra sviðið þar sem sjálfir Wu-Tang Clan voru að byrja að spila. Ég hef alla tíð haft gaman að Wu-Tang og þeri byrjuðu af krafti - tóku alla helstu smellina sem ég hafði vonast til að heyra, tóku m.a.s. "Shimmy Shimmy Ya" til heiðurs Ol' Dirty Bastard sem hefur líklega á sama tíma verið að láta taka sig í óæðri endann á einhverjum skítugum fangelsisbedda í U.S. of A., nú eða öfugt. Ég hreifst gríðarlega af leik Wu-Tang, svo gríðarlega að restina af kvöldinu var ég sönglandi frasa eins og t.d. "Wu-Tang Mothafuckah-ah!", "Wu-Tang Clan ain´t nuttin to fuck wit!" og "Yo! One Two One Two - It´s tha Wu!", sjálfum mér til skammar og öðrum til ama. Ég hélt að ég myndi missa af Muse og var ekkert að syrgja það í sjálfu sér, en náði samt síðasta einum af hálfa klukkutímanum af tónleikunum þeirra því þeir spiluðu í hátt á þriðja klukkutíma. Muse komu mér satt að segja á óvart, voru drulluþéttir, söngvarinn var þónokkuð góður og þeir náðu að magna upp heljarinnar stemmningu. Eftir Muse var svo haldið niður í Köben og gist þar um nóttina. Eftir á að hyggja sé dulítið eftir þeirri ákvörðun og því ég hefði viljað vera allt sunnudagskvöldið á Skeldunni líka því ég var kominn í svo assgoti góðan fíling. Næst ætla ég bara að bíða rólegur og fara heim með síðustu lest á mánudagskvöldinu. Næst, segi ég, því nema að eitthvað fáránlegt komi upp á verð ég þarna mættur galvaskur á næsta ári og mun fylgjast spenntur með dagskrártilkynningum í allan vetur. Ég er líka byrjaður að búa til minn eigin persónulega óskalista fyrir bönd sem ég vil að spili á næsta ári og tróna þar á toppnum ELO, Tatu og Kalli Bjarni. Á næstu hátíð næ ég líka vonandi að sjá fleiri bönd sem ég þekki lítið eða ekkert til fyrir - því þó ég hafi séð fullt af slíku núna náði ég t.d. ekki að sjá einu einustu norska hipphophljómsveit og ekkert heyrði ég hressilegt poppið frá Tyrklandi heldur. Úr þessu verður bætt næst.

Ég verð þarna á næsta ári og vonandi á mörgum hátíðum til viðbótar. Roskilde rúlar - og við þá sem hafa aldrei farið og ætla sér aldrei að fara segi ég þetta: Þið vaðið villu vegar og eruð, já ég verð barasta að segja það hreint út, þið eruð heimskingjar!

Ég þakka gott hljóð.

sunnudagur, júní 27, 2004

Draumurinn er úti...

fyrir Dani. Synd og skömm - en fátt er svo með öllu illt að ei boði gott, eins og systkinin Vilhjálmur og Ellý Vilhjálmsbörn sungu á sinn einstaka máta fyrir margt löngu. Tékkar eru langbesta liðið í þessari keppni og ættu með réttu að standa uppi sem sigurvegarar. Ég treysti á það og verð óður ef það klikkar. ÓÓÓÓÓÓÐUR!!!

Var að telja forsetaatkvæði í gærkvöldi. Það var leiðinlegt.

föstudagur, júní 25, 2004

FARVEL FRANS!!!!!!

Ég stóðst hreinlega ekki mátið að verða á undan íþróttasíðum dagblaðanna með þessa bráðsmellnu fyrirsögn. He he he he he hí hí hí hí ho ho ho HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA!!!!!!!!!!!!!!!!!

Fokking Frakkland.

miðvikudagur, júní 23, 2004

Nýja Blóðappelsínu-appelsínið er bloody gott. Besta nýja íslenska gosið síðan....tja, síðan Mix barasta!
Já, þetta var spennuþryllir í gær. Tvö frábær áttust við í frábærum leik. Ég vildi nú helst ekki að Danir lentu gegn Tékkum í 8 liða en það verður jú bara að hafa það - þá mun ég a.m.k. bókað eiga lið í undanúrslitunum, þó svo að ég styðji að sjálfsögðu Danina fram í rauðan dauðann. Það besta af öllu var að helvítis leikurinn skyldi fara 2-2 eftir allt þetta kynvillta væl í Ítalaófétunum. Palli fann þetta og þetta er æðislegt! Annars er fátt að frétta - lífið er saltfiskur, góða veðrið virðist vera búið í bili og ég steig á hendina á unglingsstelpu í vinnunni í dag. Það var að sjálfsögðu óvart enda stendur það skýrt og greinilega í reglum Vinnuskólans að það sé ekki æskilegt að leiðbeinendurnir séu mikið að stíga á hendurnar á nemendunum.

þriðjudagur, júní 22, 2004

Troels!

Lagið "Sem kóngur ríkti hann" með gæðatríóinu Þrjú á Palli er ein af mínum eftirlætis dægurflugum. Í textanum segir:

Í Danmörk fæddist og ólst hann upp,
en engan hlaut hann þar frama.
Sú kotungaþjóð með sín kúastóð
og kokhljóð var honum til ama.


Það er hætt við því að þessi kotungaþjóð með sín kúastóð og kokhljóð verði Svíum til ama í kvöld. Já, Hemmi minn!

Der er et yndigt land...

Jæja nú er ég hættur, vil ekki þurfa að éta of mikið ofan í mig ef allt skyldi fara á versta veg. Ég heiti því þó að brenna Emil í Kattholti bækurnar mínar úti á svölum í kvöld ef þetta fokkast upp, allar þrjár!!!


Atomkraften venter paa den 3. verdenskrig...

...sönglaði Bubbi fyrir 20 árum síðan. Ætli hann hafi gert sér grein fyrir því að 3. heimsstyrjöldin yrði háð 20 árum síðar, nánar tiltekið í kvöld. Leikur Svía og Dana verður magnificent. Stríð, ekkert annað en stríð! Svo ég vitni í heiladauða herforingjann sem kvað upp úr þegar Íraksstríðið brast á: "It´s Hammertime!!!" Best væri auðvitað að taka létta nordisk samarbejde og fá bæði liðin upp úr riðlinum, en við sjáum hvað setur, Pétur.

Vi er röde, vi er hvide.......

laugardagur, júní 19, 2004

3-2 fyrir Tékka!!!

Hvílíkur leikur!!! Tékkar öruggir með fyrsta sætið í riðlinum sama hvernig fer í lokaumferðinni. Ég vona að þeir verði við óskum mínum og tapi fyrir Þjóðverjum. Maður er bara hálf ringlaður eftir þetta allt. Hvílíkar trakteringar.

Einn brandari að lokum:

Hvaða lið í ensku knattspyrnunni styður foringinn í Ku Klux Klan?

Svar: Blackburn

He he he he
2-1 Hollendingunum sjúgandi í vil í hálfleik í langbestu viðureign keppninnar til þessa. Ég er satt að segja hálf hræddur um að seinni hálfleikur verði hundleiðinlegur því leikmenn virtust eyða gríðarlega mikilli orku í þennan fyrri hálfleik. Jæja, við sjáum til - Phil.
Hmmmmmm.............

Lettar og Þjóðverjar voru að enda við að gera markalaust jafntefli. Það þýðir að með sigri gegn Hollendingum á eftir geta mínir menn Tékkar tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum og jafnvel leyft þýskum að vinna sig í síðasta leiknum og þannig skilið þessa leiðinda Hollendinga eftir í riðlinum. Sándar vel? En svo kemur auðvitað inn í hvernig c-riðillinn fer og hverjir mætast í 8 liða. Síst af öllu vil ég að Danir og Tékkar mætist þar, en svo er auðvitað ekkert víst að Danir komist upp - og ekki heldur Tékkar ef út í það er farið. Ég er að bulla. Þessi hrörnandi heili minn ræður ekki við svona útreikninga og spekúlasjónir. Ég vitna í Eazy-E:

Straight outta Compton -
is a brotha that´ll smotha your motha
and make your sista think I love her!


Dýrt kveðið.

Áfram fokking Tékkland!!! Við sjáum til hverjir verða fljúgandi eftir þennan leik, beeyatch!
Hæ hó! Allt brjálað að gera, veðurguðinn Óskar í góðum gír og EM fer prýðilega af stað. Bara verst að Svíahækjurnar skyldu ekki hafa fretast til að vinna Ítalana - þ.e.a.s. verst fyrir þá sjálfa því þetta þýðir aðeins eitt: Danir neyðast til að lumbra rækilega á þeim í lokaleik riðilsins á þriðjudaginn. Smörrebröd og Tuborg paa Tirsdag, anyone? Þorsteinn Joð er asni.

mánudagur, júní 07, 2004

5 dagar í Evrópukeppnina. Ég er þegar búinn að missa bæði saur og þvag af spenningi, og hef lúmskan grun um að græn spýja fylgi fljótlega í kjölfarið. Af hverju er ég svona spenntur, kynni einhver að spyrja? Það má jesúm vita.
Ronnie Raygun er död!!!

...and dearly my Frank, I don´t damn a give!

þriðjudagur, júní 01, 2004

Í Danmörku eru til fjölmargar tegundir af Fanta. Ég smakkaði t.d. blóðappelsínu-Fanta, melónu-Fanta og ananas-Fanta og allt var þetta þrumufínt stöff. Ég varð því afar spenntur þegar ég frétti af fyrirhuguðum innflutningi Vífilfells á Fanta Green Apple því það er alltaf gaman að smakka nýjar gostegundir og græn epli eru svakalega góð. Mikil urðu því vonbrigði mín þegar ég smellti mér á eina flösku í gær og komst að raun um að þetta er með verri drykkjum sem ég hef bragðað um ævina - hreinræktaður viðbjóður. Ég ætla rétt að vona að einhver verði rekinn fyrir þetta.