sunnudagur, júní 24, 2007

Von er á nýrri plötu frá meistara Megasi. Eins og glöggt má sjá á umslagi plötunnar ætlar Megas sér að stíla inn á yngri plötukaupendur en hans er von og vísa, hina svokölluðu "klámkynslóð".

fimmtudagur, júní 21, 2007

Ef ég skyldi þurfa að standa í einhverskonar fasteignaviðskiptum á næstunni þá veit ég sko í hvern ég hringi.

miðvikudagur, júní 20, 2007

Tillaga mín að nýjum þjálfara KR-inga:

Hann getur varla verið slappari en núverandi þjálfari.

mánudagur, júní 18, 2007

...en ég er nú samt ekki svo latur að ég geti ekki séð af örfáum mínútum til að tuða aðeins yfir þessu andsk helv djö reykingabanni sem hangir yfir höfði mér eins og Michelin-kalls loftbelgur. Þetta leiðindabann skellur á þ. 1. júlí hér í Tjallistan og mér er skapi næst að gera ekki nokkurn skapaðan hlut annan næstu 12 daga en að þræða knæpur og kaffihús Liverpoolborgar, keðjureykja og vera með almennan dónaskap og leiðindi. Þannig tekst mér mögulega að gera viðskilnaðinn bærilegri, bæði fyrir mig og starfsfólk staðanna, því það veit sá sem allt veit (ég) að ég mun ekki stíga fæti inn á 99% þessara staða aftur. Planið mitt felur í sér að ég mun velja mér einn pöbb af kostgæfni til að sækja í neyðartilfellum (m.ö.o. Liverpool leikjum). Að öðru leyti er áralöngu ástarsambandi mínu við pöbba og kaffihús næstum lokið. Ég væri mellonkollí með kökk í hálsinum ef ég væri ekki svona bálreiður yfir þessu. Gerir þetta lið sér ekki grein fyrir þeirri sáraeinföldu staðreynd að það er TÖFF að reykja?
Ég var að fá glænýtt vegabréf í hendurnar. Það rennur út í júní 2012. Ég er strax orðinn kvíðinn því að þurfa að standa í því að endurnýja það eftir fimm ár. Ég nenni því bara alls ekki. Ég er latur, latur maður.

þriðjudagur, maí 22, 2007

Klukkan er að ganga eitt. Það þýðir að leikdagur er runninn upp. Skiljanlega hefur verið um fátt annað rætt hér í borginni en leikinn síðustu daga og einnig hér á heimilinu, enda grunar mig að bæði eiginkona mín og dóttir séu orðnar hundleiðar á tuði og vangaveltum um einhvern fótboltaleik sem þær hafa ekki minnsta áhuga á og verði þeirri stundnu fegnastar þegar leikurinn verður flautaður af. Þetta setur þó óneitanlega skemmtilegan svip á borgina, fánar og treflar úti um allt og Steven Gerrard grímur áberandi.

Ég er mjög spenntur fyrir þessum leik, eiginlega allt of taugaspenntur og kvíðinn. Ég er dauðhræddur um að Liverpool tapi. Fór samt og veðjaði 20 pundum á að úrslitin verði 2-2 jafntefli. Það er ekki minnsta glæta að það gerist, en ég gat ekki fengið af mér að veðja á Liverpool tap og ég þykist nokk viss um að AC Milan skori hið minnsta 2 mörk í leiknum. Maður getur víst ekki átt Kaká og étið hann líka. Ég vona samt auðvitað að fólkið hjá Eurocard hafi rétt fyrir sér í auglýsingunni á þessari mynd (ég og Hrafnhildur erum líka á myndinni í lúmskt nettum stemmara).

Svo hittum við loksins George. Hann var hress en Hrafnhildur var jafnvel hræddari við hann en John og neitaði að pósa með honum á mynd nema að hafa pabba með sér. Nú á Hrafnhildur einungis eftir að hitta Paul og ég skal hundur heita ef það gerist ekki fyrr en síðar.

En nú er ég farinn að sofa. Ég á örugglega eftir að fá svipaða hálf-martröð og ég fæ alltaf nóttina fyrir svona stórleiki, að ég sofi yfir mig og missi af leiknum, sjónvarpið bili, mér verði neitað um inngöngu á pöbbinn eða eitthvað álíka skelfilegt. þessir draumar eru orðnir kunnuglegir og hræða mig ekki. Ég hræðist hinsvegar Ítalaskrattana. Vonandi reynist sá ótti ástæðulaus. Áfram Liverpool.

fimmtudagur, maí 17, 2007

Jæja, 6 dagar í leikinn stóra og ég er strax orðinn hálf ómögulegur og tæpur á taugum. Mátulega bjartsýnn eina stundina en niðurdreginn og handviss um niðurlægjandi ósigur minna manna þá næstu. Eitt allra besta ráðið til að ýta svona hugarórum til hliðar um stund er að drífa sig í ASDA súpermarkað, og ekki er verra ef stafræn myndavél er með í för. Þar eru til sölu skemmtilegir hlutir eins og:



og



Því miður var uppáhaldið mitt, spotted dick, ekki til í þetta skiptið.

sunnudagur, maí 13, 2007

Þjóðin kaus Sjálfstæðisflokkinn...

...sem mér finnst mjög skrýtið. Þessir tveir voru báðir í framboði...




...og hvorugur þeirra er í Sjálfstæðisflokknum. Hvernig fær þetta staðist?

miðvikudagur, maí 02, 2007


Jæja, svona er víst lífið blessað. Það hefði verið gaman að mæta Man U í úrslitaleiknum þann 23. maí, en þeir voru eitthvað slappir í kvöld strákarnir. Kannski þeir hafi kúkað full mikið á sig? Eða ræpt? Einnig er líklegt að niðurgangurinn hafi haft sitt að segja. Það er ekki auðvelt að leðja svona svakalega á sig fyrir leik og ætla svo að gera einhverjar rósir. Líklegast þykir mér þó að hin eitraða blanda skíts og mykju í stuttbuxum leikmanna hafi endanlega gert út af við vonir þeirra um að vinna Evrópubikarinn í ár. Það er synd, því ef þeir hefðu unnið hefði það orðið í þriðja sinn. Nottingham Forest hefur einungis unnið dolluna tvisvar, og því hefðu manjúmenn getað gortað af því að hafa unnið Evrópukeppnina einu sinni oftar en stórliðið frá Skírisskógi. En svona er víst lífið blessað.

þriðjudagur, maí 01, 2007

Eftir leikinn í kvöld er ég uppgefinn og úrvinda, andlega sem líkamlega. Látum blómin tala.

fimmtudagur, apríl 26, 2007

Ég hef ekki bloggað í næstum mánuð, enda er ekkert að frétta nema það að ég er á kafi í ritgerðarsmíðum og almennum skólatengdum leiðindum. Dagurinn í dag var þó óvenju viðburðaríkur. Hér gefur að líta helstu ástæður þess:

1. Þegar ég var á leiðinni út í morgun fattaði ég skyndilega að ég hafði gleymt að setja á mig rakspíra. Ég vatt mér því inn á baðherbergið en nennti ekki að kveikja ljósið, greip rakspíraflöskuna og ætlaði að spreyja á handarbakið, en flaskan sneri öfugt og því gusaðist allt beint í augun á mér.

2. Þegar ég var kominn niður með lyftunni gekk ég fram á veski sem lá á gólfinu í ganginum. Ég stóðst ekki freistinguna að kíkja í veskið til að kanna hvort þar væri eitthvað spennandi að finna. Ég stóðst hinsvegar freistinguna að stela því eina sem var í veskinu, spjaldi af Viagra töflum.

3. Þegar ég svo kom heim rétt í þessu biðu mín þessi skilaboð á msn:

orville would like to send you the file "fartPorn.mpg" (4950 Kb). Transfer time is less than 42 minutes with a 28.8 modem. Do you want to (Ctrl+T) or (Ctrl+D) the invitation?

Hvað hefðuð þið gert?

fimmtudagur, mars 29, 2007


Það er bara einn maður sem ég þekki sem myndi dirfast að halda því fram að á sínum tíma hafi Michael Laudrup EKKI verið á meðal allra bestu knattspyrnumanna í heimi. Hann heitir Hilmar Hilmarsson. Nú spyr ég ykkur, lesendur góðir: Hvað er maðurinn að pæla? Er hann eitthvað kreisí, eller hvad?

sunnudagur, mars 25, 2007


Það hlaut að koma að því að Hrafnhildur rækist á Lennon á röltinu. Hún var ekki jafn hrifin af honum og Ringo forðum og fór að háskæla þegar hún hitti hann. Enda ekki skrítið, maðurinn búinn að vera steindauður í næstum þrjátíu ár. Ég nötraði sjálfur af draugahræðslu, jafnvel þó styttan sé eiginlega líkari Gerði B. Bjarklind þulu á RÚV heldur en John Lennon.

miðvikudagur, mars 21, 2007

Nýr fastur liður á Frívaktinni!

Eins og líklega flestir vita er ég einn besti ljósmyndari í heimi. Nýjasta verkefnið mitt felur í sér að arka um höfuðborg popptónlistarinnar, Liverpool, og taka ljósmyndir. Innihald ljósmyndanna er svo hægt að tengja við titilinn á þekktu dægulagi. Njótið vel.

Mynd nr. 1:

SMOKE ON THE WATER

þriðjudagur, mars 20, 2007


Life Goes On

Var einhver ad velta tvi fyrir ser hvad skapgerdarleikarinn godkunni Chris Burke hefur haft fyrir stafni sidustu arin?

þriðjudagur, mars 06, 2007


Hrafnhildur er nýbyrjuð að tjá sig um sín hugðarefni. Okkur telst til að fyrsta orðið hennar hafi verið "bebe" sem þýðir í raun "BB". Ég vissi hreinlega ekki að dóttir mín væri svona mikill blúsáhugamaður, var hálfpartinn að vona að fyrstu orðin yrðu "Bjartmar", "Morrissey", "Ice-T" eða eitthvað í þá áttina, en nei! BB skal það vera og er það hið fínasta mál. Ég skýt á að næsta orð verði annaðhvort "Muddy" eða "Pinetop".

sunnudagur, mars 04, 2007




Síðan ég fékk kosningarétt hef ég alltaf nýtt atkvæðisrétt minn. Aldrei skilað auðu, alltaf merkt við skásta kostinn hverju sinni. Nema eitthvað stórvægilegt gerist á næstu þremur mánuðum mun sú ekki verða raunin í vor. Það eina sem ég þarf að gera upp hug minn um er hvort ég eigi að hrækja eða skeina mér á atkvæðisseðlinum.

föstudagur, mars 02, 2007

Spurning: Hvað eiga eftirfarandi 3 lög sameiginlegt, fyrir utan það að vera tvímælalaust í hópi bestu laga í heimi?

1. Roy Orbinson - Blue Bayou
2. Billy Joel - An Innocent Man
3. The Zutons - Confusion

Svar: Þau byrja öll nákvæmlega eins.

Voðalega er lítið stuð að vera með svona músíkpælingar þegar maður getur ekki leyft lesendum að heyra það sem maður er að þvaðra um. Mig langar í alvöru heimasíðu þar sem ég get boðið lesendum upp á músík og myndir og þessvegna rassgatið á mér ef ég skyldi vera í þannig fíling. Hver getur hjálpað mér að búa þannig til?

Annars er ég á leiðinni á Liverpool - Man United á morgun en ætla ekki að vera með neinar yfirlýsingar, minnugur fíaskósins sem fylgdi í kjölfar síðasta kjaftbrúks hjá mér. Læt nægja að segja að ég vonast til þess að við töpum ekki leiknum. Fyrir þessum ræflum.

fimmtudagur, mars 01, 2007


Netlögga

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Tímamótaverkið "Kökubókin" sem Afgreiðsla Smjörlíkisgerðanna hf. gaf út á áttunda áratugnum er stappfull af nytsamlegum ábendingum:

Brúna tertu mætti skreyta eins og negrahöfuð fyrir barnasamkvæmi. Hárið er skafið súkkulaði og ananas og brjóstsykri raðað kringum negrahöfuðið.