mánudagur, nóvember 29, 2004

Ég og Himmi vorum saman í liði á pub-quiz á Grand Rokk á föstudaginn og..........unnum. Í verðlaun var kassi af bjór. Honum voru gerð góð skil. Ó já.

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Góður draumur maður

Mig dreymdi í nótt að ég var að horfa á eina af mínum uppáhalds kvikmyndum - Með Allt á Hreinu - nema hvað að í aðalhlutverkum voru ekki Stuðmenn heldur Nælonstelpurnar. Ég man ekki eftir að hafa fundist neitt athugavert við þessa hlutverkaskipan fyrir utan það að mér fannst myndin ólíkt ófyndnari en áður. Úr því rættist þó þegar líða tók á drauminn því þá breyttust Nælon gellurnar hægt og rólega í liðsmenn Sumargleðinnar, Magnús Ólafsson, Ragga Bjarna, Þorgeir Ástvaldsson og co., og varð þá heldur betur kátt á hjalla - alveg þar til í lokin á myndinni þ.e.a.s., en þá létust tveir Sumargleðimenn (man því miður ekki hverjir) úr einhverjum billjard-tengdum sjúkdómi (hvaða banvæni sjúkdómur ætli sé líklegastur til að hrjá billjard spilara?). Endirinn á myndinni var því einkar sorglegur, en ég gerði mér samt grein fyrir því að leikararnir sjálfir voru ekki dánir heldur einungis persónur þeirra í myndinni. Ég vaknaði því sáttur.
Idiot

Ég missti af strætó. Á næsta ári verð ég orðinn of gamall til að taka þátt í Ædolinu. Þar með get ég gleymt því að verða nokkurn tíma heimsfrægur á Íslandi. En það er allt í kei, því það eina skemmtilega við að vera frægur er vaidaslega, afsakið, líklega að svara spurningalistum eins og þessum sem Ædol fólkið er svo heppið að fá að svara á netinu. Ég set tvistinn út og breyti í spaða: Hér er Ædol-prófællinn minn:

KJARTAN

Upplýsingar

Aldur: Nýlega orðinn 28 ára
Staður: Reykjavík
Stjörnumerki: Sporðdreki
Staða: Of gamall
Netfang: kjartang@hi.is

1. Fullt nafn? Kjartan Guðmundsson
2. Fyrirmyndin í lífinu? Ég er ekkert fyrir myndir, enda eru þær oftast fyrir, myndirnar þ.e.a.s.
3. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? Það hlýtur að vera Seinna Lúkkið e. Valla Sport
4. Hvern myndir þú mest vilja hitta? Sverri Stormsker
5. Uppáhaldsnafn (ef þú mættir velja þér annað nafn)? Alfons Ludoman
6. Uppáhalds hlutur? Mér þykir afar vænt um Kjartan Galdrakalls-dúkkuna mína
7. Æskudraumur? Ég varð snemma frumlegur og dreymdi um að verða poppsöngvari eða atvinnumaður í knattspyrnu
8. Hvernig er tannburstinn þinn á litinn? Ef mig misminnir ekki er hann grænn
9. Hvað sefurðu yfirleitt marga tíma á nóttinni? ca. 9 tíma
10. Leiðinlegasta sem þú gerir? Klippa á mér táneglurnar, enda hef ég aldrei náð almennilegum tökum á því
11. Ef þú fengir einn dag aleinn/alein, hvað myndirðu gera? Prumpa í kirkju
12. Ef þú gætir skipt um starf, hvað sérðu fyrir þér að gera? Ég gæti vel hugsað mér að gera eitthvað í sambandi við garðyrkju
13. Leyniuppskrift fyrir hæsi og kvefi? Þamba viskí, eins viðbjóðslega ógeðslegt og það er á bragðið svínvirkar það á kvef
14. Uppáhaldsmatur/uppskrift? Píta með hnetum
15. Manstu eftir “mómenti” sem breytti öllu í lífi þínu? Já, man vel eftir því mómenti enda ekki ýkja langt síðan
16. Bugs Bunny eða Daffy Duck? Báðir hommar - Andrés er eina öndin með viti
17. Skúrar þú heima hjá þér? Það hefur komið fyrir já
18. Hvar ætlarðu að eyða ellinni? Á Ibiza

Minni svo á þáttinn á föstudagskvöldið. Kjósið Skúla - hann mun rúla!

Hann Harry Harry Harry Bela Fonte mær

Horfði á Gísla Martein á laugardagskvöldið. Ég veit að aðgát skal höfð í nærveru Gísla og auðvitað á maður að fara varlega í að segja svona sterka hluti og allt það en goddamn! - ég get ekki sagt annað en:

Hólí Mólí!

Ég þurfti að draga sængina yfir hausinn á mér á verstu mómentunum. Aldrei hef ég upplifað annað eins.

Liverpool að prumpa í buxurnar - framherjalausir og allslausir. Það hefði kannski verið ráð að halda Fowler á launaskránni fyrir svona rigningardaga - nú eða Owen. Fowler auðvitað betri en flestir aðrir, feitur eður ei. En svona er þetta - það er auðvelt að vera bitur eftir á.

Veit ekki alveg hvað er að gerast með hann Sævar C. Ég og Lára vorum farin að hlakka til að sjá uppfærslu hans á Kardimommubænum í Kristjaníu í kringum jólin en svo er hann bara hérna á Íslandi að ógæfast eitthvað. Minnir mig á það þegar ég og Ölli ákváðum að kíkja í einn öllara á Dillon fyrir nokkrum árum. Það fyrsta sem blasti við okkur þegar við opnuðum hurðina á staðnum var Sævar, skælbrosandi. Hann benti okkur á að það væri ljósmyndasýning á efri hæðinni og hvort við ætluðum ekki að kíkja á? Eitthvað var ég efins en Ölli kom fyrir mig vitinu með einni stuttri setningu: "Ef Sævar C. vill að þú kíkir á ljósmyndir þá KÍKIR þú á ljósmyndir!" sagði hann. Auðvitað var það alveg rétt hjá honum.

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Skúli

Gamli bekkjarbróðir minn og æskuvinur Skúli er án efa maðurinn til að halda með í Idolinu. Djöfull er miklu skemmtilegra að horfa á þetta þegar maður kannast við einn af keppendunum. Allt annað líf hreinlega. Ég þarf nú varla að taka það fram að ég býst við því af lesendum mínum að þeir geri allt sem í þeirra valdi stendur til að greiða leið Skúla í úrslitin. Leggjumst nú öll á eitt. Framtíðin er björt, framtíðin er Skúli!

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Á sama tíma að ári

Dem! Klikkaði enn einu sinni á að hringja sprengjuhótun á Edduverðlaunin. Þetta má ekki gerast aftur.

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Ókeiiiiiiiii......

Núna rétt áðan hitti ég gamla bekkjarsystur mína hérna á Þjóðarbókhlöðunni og við tókum tal saman. Í þessu örstutta samtali sem við áttum tókst henni á aðdáunarverðan hátt að segja"ókeiiiiiiiii" 4 sinnum;

1.
Hún: Hvað ertu að læra?
Ég: Félagsfræði
Hún: Ókeiiiiiiiiii!

2.
Hún: Áttu mikið eftir?
Ég: Nei
Hún: Ókeiiiiiiii!

3.
Hún: Býrðu ennþá í Þingholtunum?
Ég: Nei, á Vesturgötunni
Hún: Ókeiiiiiiiiii!

4.
Hún: Ertu oft hér að lesa?
Ég: Það kemur fyrir
Hún: Ókeiiiiiiiiiii!

Nú hef ég svo sem ekkert á móti þessu orði - ókei, en það fer í mínar fínustu taugar hvernig meginþorri ungs fólks notar það um þessar mundir. Ókei er fínt orð. Ef einhver segir t.d. við mig: "hei Kjarri, ég ætla út í sjoppu - ég kaupi Maltöl og Fetaost fyrir þig eins og venjulega!" þá svara ég að bragði: "ókei" - til að kvitta fyrir það að ég hafi heyrt í viðkomandi, skilið það sem hann sagði og sé sáttur við ráðahaginn. Þau ókei sem ég læt út úr mér eru stutt og og laggóð. "Ókei!" Nú um stundir notar fólk þetta orð í tíma og ótíma í samtölum sín á milli í stað þess að segja bara "já, já" eða "einmitt" eða eitthvað í þeim dúr og það böggar mig - en þó ekki eins mikið og það böggar mig hvernig fólk segir þetta: "ókeiiiiiiiii." Það er erfitt að lýsa málrómnum nákvæmlega en mig grunar að þið skiljið hvað ég á við. Þetta er eitthvað svo hryllilega amerískt og viðbjóðslegt, og það sem verra er;, það virðast bókstaflega allir gera þetta. Ég veit ekki alveg hvernig ég slapp við þetta helvíti en mig grunar að ég hafi verið búsettur erlendis þegar þessi viðbjóður hófst - í það minnsta man ég ekki eftir að hafa orðið var við þennan faraldur áður en ég fór út og ég man vel eftir fyrsta skiptinu sem þetta truflaði mig alvarlega; þá fékk ég senda vídeóspólu í flugpósti með einhverjum þætti sem mig langaði til að sjá og aftast á spólunni hafði slæst með hluti úr þættinum Ísland í Dag. Þá var Andrea Róberts við stjórnvölinn og var að taka viðtal við einhvern aðila sem ég kann ekki frekari deili á (ætli það hafi ekki verið konan sem hún spurði á svo eftirminnilegan hátt hvort það væru margir Íslendingar sem smituðust af krabbameini á ári hverju), en ég hjó eftir því að eftir hvert einasta svar tónaði Andrea svo hrollur fór um mig allan: "ókeiiiiiiiiiiiiii". Þá hélt ég auðvitað að þetta atferli væri bundið við Andreu og mögulega nokkrar misvitrar vinkonur hennar - mig grunaði ekki að þegar ég kæmi heim til Íslands u.þ.b. ári síðar væri nánast hver einasti Íslendingur á aldrinum 5 til 35 ára farin að apa þetta eftir henni. Ég reyndi lengi að leiða þetta hjá mér en nú er svo komið að ég get hreinlega ekki orða bundist.

Nú er ég alls enginn málfarsfasisti og hundleiðist fólk sem er sýknt og heilagt að leiðrétta mig. Ég sletti eins og aðrir, bæði ensku og dönsku og m.a.s. stöku sinnum sænsku. En það er eitthvað við þetta andskotans "ókeiiiiiii" sem fer alveg hreint voðalega í mig. Ég veit ekki alveg af hverju. Elskuleg kærasta mín tók eftir því að ég byrjaði að svitna og skjálfa í hvert sinn sem hún notaði þetta og er blessunarlega farin að hætta því, a.m.k. í námunda við mig, en sömu sögu er ekki að segja af flestum öðrum. Þetta er farið að taka á taugarnar og því vil ég nýta mér þennan vettvang til þess að hvetja fólk til að hætta þessu. Ég hef ákveðið að gefa ykkur rúman tíma til að venja ykkur af þessu - heila 2 mánuði. Ef þetta verður ekki komið í lag þá neyðist ég til að grípa til örþrifaráða. Þau ráð felast í því að ég mun taka upp á því við hvern þann sem bombardar mig með "ókeiiiiiiiiii"-um að bombarda viðkomandi á móti með einni verulega slæmri klysjusetningu út bandarískri bíómynd. Þetta er auðvitað neyðarúrræði - nauðsyn brýtur lög. Ég er dusilmenni - en ekki algert dusilmenni þannig að ég hef ákveðið að leyfa ykkur, lesendum, að velja klysjuna. Þessar 3 klysjur eru í boði: (vinsamlegast kjósið í Klæng Sniðuga)

1. Smmmokkinnnnnn!!!! (Jim Carrey í The Mask)

2. Un-fuckin´-believable - OH!!!! (Andrew Dice Clay í Ford Fairlane)

3. Gooooood Morning Vietnaaaaaaam!!!! (Robin Williams í Good Morning Vietnam)

Hljómar illa, ekki satt? Ég hef fulla trú á því að okkur takist með samstilltu átaki að ná markmiðinu:

ÓKEIIIIII-LAUST ÍSLAND 2005

Góðar stundir.
Endur fyrir löngu...

Ekki veit ég hvers vegna í ósköpunum ég ákvað að kanna það hvort þessi síða væri til en hún er.....tja, barasta þó nokkuð sniðug. Finnst mér a.m.k., en hafa verður í huga að ég er asni.

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Blandan mín og blandan þín - Egils Malt og kókaín

Jólagjafalistinn minn er tilbúinn:

1. Flavor Flav vekjaraklukka
2. Sokkar
3. Nærbuxur

Svo væri líka töff ef þið nenntuð að kjósa myndina Síðasti Bærinn e. Rúnar Rúnarsson sem bestu stuttmyndina á Edduviðbjóðnum. Ég lít á það sem perónulegan greiða. Ég mæli einnig með því að þið kjósið Samúel Örn Erlingsson sem sjónvarpsmann ársins, en það er auðvitað undir ykkur komið. Mikið helvíti er þetta blogg mitt annars orðið þreytt og ömurlegt. Ég lofa því að bæta mig.

mánudagur, nóvember 08, 2004

AK 28 is a tool

Hvað gætu ég, Haraldur Örn Ólafsson pólfari, Toshiki Toma - prestur nýbúa og Bonnie Raitt söngkona mögulega átt sameiginlegt? Jú, þú átt kollgátuna! Við eigum öll afmæli í dag. Eða eins og Haukur heitinn Morthens orðaði það...

...Go, go, go, go Go, go, go shawty
It's your birthday
We gon' party like it's yo birthday
We gon' sip Bacardi like it's your birthday
And you know we don't give a fuck
It's not your birthday!

Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast okkar er bent á söfnunardeild Sjás Eins. Við vitum að það er aumingjalegt að biðja áhorfendur um peninga - þess vegna leitum við til ykkar í þetta eina skipti.

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Einvígi aldarinnar

Steingrímur Joð og Anders Fokk Rassgatsen í böggi. Siggi Kári hneykslaður á bögginu.

Þetta eru þrír þungavigtarmenn í leiðindum. Bögg þeirra í millum lofar stinkþeytingi um víðan völl. Meiri en í USA.

Búskmaðurinn vinnur í nótt - ég er til í að veðja aleigunni upp á það.
Það sem allir hafa verið að bíða eftir: Fleiri mongólítaspurningar- og svör um mig!!! Jibbí.

1) ever had a song written about you? - Grunar sterklega að Frank heitinn Svampfrakki hafi a.m.k. haft mig í huga þegar hann samdi "Dancin´Fool".

2) what song makes you cry? – Den Allersidste Dans m. Kim Larsen

3) what song makes you happy? – Öll lög með Svölu Björgvinsdóttur

4)

height - 1.80
hair color – sauðalitur
eye color - blár
piercings - nei
tattoos - eitt já
what are you wearing? – strigaskór, gallabuxur og Magic Johnson bol
what song are you listening to? – ekkert eins og er
taste is in your mouth? - tyggjó
whats the weather like? – ládautt, 8 stiga hiti og slydda
how are you? – þreyttur
get motion sickness? – nei
have a bad habit? – já heilan helling af þeim. Ég bora t.d. í nefið í gríð og erg
get along with your parents? – það fer eftir aðstæðum
like to drive? – ef ég get reykt og hlustað á tónlist á meðan er það fínt
boyfriend – nei
girlfriend – Lára
children? – nei
had a hard time getting over somone? – nei
been hurt? – Já
your greatest regret? – að hafa ekki lært á hljóðfæri
your cd player has in it right now? – The Head on the Door með Cure
if you were a crayon what color would you be? - Blár
what makes you happy? – Lára
whats the next cd you're gonna get? Pétur Kristjáns að syngja lög Kim Larsen

seven things in your room? sjónvarp, græjur, rúm, málverk, inniskór, cheerios pakki og tyggjó

seven things to do before you die... fara á tónleika með: Pogues, Proclaimers, Sex Pistols, Doors, Snoop Dogg, ELO og Kalla Bjarna

top seven things you say the most... já, nei, ha?, hahaha!, Lára

do you...

smoke? - já
do drugs? - nei
pray? - nei
have a job? – nei
attend church? – nei
have you ever....
been in love? - já
had a medical emergency? - nei
had surgery? - nei
swam in the dark? - já
been to a bonfire? - já
got drunk? - já
ran away from home? - nei
played strip poker? - já
gotten beat up? - ekki alvarlega
beaten someone up?- nei
been onstage? - já
pulled and all nighter? - já
been on radio or tv? - já
been in a mosh pit? - nei

do you have any gay or lesbian friends? - já

describe your...

first kiss – man ekki nógu vel
wallet - svart
coffee - mikil mjólk, mikill sykur
shoes – grænir strigaskór
cologne – CK One

in the last 24 hours you have...

cried - nei
bought anything - já
gotten sick - nei
sang - já
been kissed - já
felt stupid - já
talked to an ex - nei
talked to someone you have a crush on - nei
missed someone - já
hugged someone – já

Þetta var langt. Og að sama skapi leiðinlegt.
Það er greinilega fylgst með manni.

sunnudagur, október 24, 2004

Jamm. Fullt af fínum ábendingum í Klæng í sambandi við bíómyndirnar. Kalli er með ítarlegan lista yfir þær myndir sem hann telur standa upp úr á síðustu 3-4 árum og get ég verið sammála því að ýmsar þar eru fínar, t.d. fannst mér Last Samurai og Passion of Christ ágætis ræmur og The Pledge er frábær. Við vorum þó aðeins sammála um að ein mynd ætti heima á listanum og það er Lilya 4-ever. Af hinum myndunum sem Kalli nefnir (Vanilla Sky, The Pianist, Beautiful Mind, Unfaithful, The Day Reagan was Shot, Sum of All Fears og Goodbye Lenin) hef ég einungis séð Vanilla Sky og ég skeindi mér nú bara á henni. Addi segir að það vanti fullt hjá mér og nefnir ýmsar myndir til sögunnar; Donnie Darko (ekki séð), Kill Bill (ágætur fyrripartur en ekkert æði), Lord of Ringo Starr: The Return of B.B. King (hef ekki séð hana frekar en aðrar myndir úr þessum þríleik), Requiem for a dream (djöfulli öflug mynd, en ekki alveg nógu góð til að meika það á listann minn), Spirited away (Spiri who?! Aldrei heyrt á þetta minnst), Mulholland Drive (ekki séð) og Punch Drunk Love (hún er góð, komst nærri listanum en vantaði örlítið upp á). Addi sér líka ástæðu til að efast um réttmæti þess að hafa School of Rock á listanum en ég trúi því hreinlega ekki að nokkur sem hefur séð þá mynd hafi ekki heillast upp úr skónum. Eva Huld minnist á Capturing the Kinky Friedmans sem ég hef ekki séð. Hefði átt að smella mér á hana í bíó í staðinn fyrir hina leiðinlegu Supersize Me. Hún talar líka um Dirty Pretty Things sem ég hef ekki heldur séð. Eins og sjáið er ég ekkert voðalega duglegur við að fara í bíó og er því alls ekki í neinni aðstöðu til að gera svona lista sem taka má mark á. Ég steingleymdi hinsvegar einni mynd - hinum magnaða fjallgönguheimildartrylli Touching the Void. Hún er ótrúleg, ótrúleg alveg hreint. Sérlega eftirminnilegt er atriðið þar sem annar tjallinn lýsir þeirri reynslu að fá ofsjónir og ofheyrnir eftir að hafa skrölt fótbrotinn og hlandblautur yfir óbyggðir án matar og drykkjar í marga daga sem "odd...........very odd." Það er hætt við að einhverjir kanar hefðu notað örlítið dramatískari lýsingarorð. En jæja, takk fyrir ábendingarnar. Bæjó.

fimmtudagur, október 21, 2004

Orð dagsins

Enginn er spámaður í sínu föðurlandi nema á stuttum nærbuxum sé

- Hermann Gunnarsson.
Biffen

Ég var í afar leiðinlegum tíma áðan og fór að hugsa um hversu fáar virkilega góðar bíómyndir ég hef séð á síðustu árum. Ég hugsaði mikið og lengi um þetta, enda kennslustundin jafn löng og hún var leiðinleg. Ég komst að raun um það að á síðustu 3-4 árum, eða síðan 2001, hef ég séð 10 verulega góðar myndir. Auðvitað hef ég séð nokkrar ágætar, fyndnar o.s.frv. en einungis 10 sem hafa heillað mig verulega og skilið eitthvað eftir sig, sannkallaðar 5 stjörnu myndir. Þær eru:

Elling (2001)

Yndisleg mynd um yndislegt fólk og manni líður yndislega meðan maður horfir á hana og finnst manni vera yndislegur í smá tíma eftir að hafa horft á hana. Það er ekki létt verk.

Adaptation (2002)

Fór á hana þunnur í Köben og leið verulega skringilega á eftir. Sannkallað meistaraverk - frumlegt handrit og leikurinn sérlega góður. Nicholas Cage, Chris Cooper og Meryl Streep eru alla jafna vonlausir leikarar, en ekki í þessu meistarastykki.

All or Nothing (2002)

Assgoti fínt þunglyndi frá Mike Leigh. Hans besta mynd by far.

City of God (2002)

Mögnuð mynd um vopnuð börn í Brasilíu. Mjög svo töff - á alla kanta.

Lilja 4-ever (2002)

Það á ekki af honum Lukas Moodyson að ganga. Fucking Amal og Tilsammans eru báðar mergjaðar og þessi ekki síðri. Ein áhrifamesta mynd sem ég hef séð - á því leikur enginn vafi. Hvernig fær hann litla krakkagrislinga til að leika svona vel?

24 Hour Party People (2002)

Leikin heimildarmynd (en samt ekki) um tónlistarlífið í Manchester frá árdögum pönksins fram til miðbiks 10. áratugarins. Ótrúlega skemmtilega gerð mynd og Steve Coogan fer á kostum sem Tony Wilson. Tónlistin meiriháttar. Partý!

American Splendour (2003)

Þrælgóð mynd um ofurlúða sem hefur allt á hornum sér. Paul Giamatti er ómótstæðilegur í aðalhlutverkinu.

Finding Nemo (2003)

Ég er ekkert mikið fyrir teiknimyndir en þessi finnst mér meiriháttar. Ég veit ekki alveg af hverju - hún er bara svo djöfulli krúttuleg, og bráðskemmtileg.

School of Rock (2003)

Jack Black er hreint stórkostlegur sem tónlistarnörd sem kennir börnum að rokka á nördalegan hátt. Ef hugtakið "feel-good movie" á einhverstaðar við þá er það hér.

Metallica: Some Kind of Monster (2004)

Mögnuð heimildarmynd og ein sú besta sem ég hef séð úr þeim geiranum. Metallicu-liðar eru nánast hlægilega miklir hommar bak við tjöldin. Stanslaus skemmtun.


Þannig er nú það. Þetta eru þær 10 myndir sem hafa heillað rassinn á mér upp úr buxunum á síðustu árum. Það skal nú alveg viðurkennast að ég hef verið fremur latur við að smella mér í bíó í seinni tíð og ég hef eflaust misst af heilum helling af meistaraverkum. Svo er ég alveg pottþétt að gleyma fullt af eðalmyndum. Ábendingar um slíkar eru vel þegnar.

miðvikudagur, október 20, 2004

Halli var sá eini sem svaraði spurningu gærdagsins rétt. Ég og bandarískar húsmæður eigum það vitaskuld sameiginlegt að vera "æst í Íþróttaálfinn."

Haraldur hlýtur að launum miðann sem á stendur nýja PIN-númerið mitt. Honum er svo frjálst að nota það að vild.

þriðjudagur, október 19, 2004

Spurning dagsins:

Hvað eiga ég og bandarískar húsmæður sameiginlegt?

Svör óskast í Klæng Sniðuga.

mánudagur, október 18, 2004

Sweet dreams are made of this

Í nótt dreymdi mig Kalla Bjarna, Jón Sigurðsson (500 kallinn), Andreu Róberts og Betu Rokk. Þau voru öll eitthvað að sýsla úti í Viðey.

Af hverju getur mig ekki dreymt erlendar, glamorous stjörnur á exótískum stöðum? Jeff Lynne í Legolandi væri t.d. vel þegið.


miðvikudagur, október 13, 2004

Kim

Jæja, það lítur út fyrir að jólin geti jafnvel orðið þolanleg í ár. Sjálfur meistari meistaranna, Kim Larsen, ætlar að gefa út jólaplötu, og það á sjálfan afmælisdaginn minn þ. 8. nóvember. Guð blessi Kim. Þessi plata, sem ber hið frumlega nafn "Jul & Nytår", er langefst á óskalistanum mínum í ár. Hún skal sko fá að hljóma, ó já! Næst á eftir Kim á óskalistanum eru svo plöturnar með Kalla Bjarna og Nylon og svo langar mig í einhvern flottan kaffibolla, ég er nefnilega að safna þeim. Ég er hættur að biðja um Snoop Dogg dúkkuna því það virðist ekki skipta máli hversu oft ég set hana á listann - ég fæ hana aldrei.