föstudagur, febrúar 10, 2006


Pabbi

Hádí.

hljómleikamiði á dag kemur skapinu í lag. Ray Davies í gær í boði Láru og Goldie Lookin´ Chain í dag í boði Kalla. En segið mér eitt, kæru lesendur:

Er Einar Bárðarson þroskaheftur???

Einar rukkar 13.900 + 500 kr. miðagjald = 14.400 krónur fyrir dýrustu miðana á Ray Davies! Ókei - Ray er mikill snillingur og ég er mikill aðdáandi hans og allt það, en hann er samt 96 ára gamall fyrrverandi rokkogróler sem er með nýja hljómsveit með sér - það er ekki eins og þetta séu Kinks! Og þó að þetta væru Kinks væri þetta samt bjánalega dýrt! Ódýrustu miðarnir (eins og ég á) kostuðu 7.400 kall! Ég finn rottulykt, dömur mínar og herrar. Þetta er hættuleg þróun. Þessar verðpælingar hans Einars mega bara vera einar mín vegna.

laugardagur, febrúar 04, 2006


Spámaðurinn

Hér er mín túlkun á spámanninum Ellý Ármanns. Ég vona að enginn móðgist út í mig fyrir að myndgera spámanninn. Þetta er nú einu sinni frjálst land, er þaggi?

þriðjudagur, janúar 31, 2006


If life seems Johnny rotten,
There's something you've forgotten


Uppáhaldið mitt hann Johnny Rotten er fimmtugur í dag. Hann heiðra ég hér með lista yfir bestu lögin hans:

Topp 10 - Bestu lög Rotten:

1. Holidays in the Sun (Sex Pistols)
2. God Save the Queen (Sex Pistols)
3. This is Not a Love Song (PiL)
4. Anarchy in the U.K. (Sex Pistols)
5. Rise (PiL)
6. Public Image (PiL)
7. Pretty Vacant (Sex Pistols)
8. Open Up (Leftfield/Lydon)
9. EMI (Sex Pistols)
10. Submission (Sex Pistols)

laugardagur, janúar 28, 2006


Robbie Don´t Lose That Number

Fowler er kominn aftur til Liverpool. Lof sé guði á þessum drottins dýrðar degi. Það er ekki oft sem villtustu fótboltadraumar manns rætast. Heimkoma Robbie til Liverpool var minn villtasti fótboltadraumur og hann hefur ræst. Guð er góður.

miðvikudagur, janúar 25, 2006


Rest in peace mah nigguh.
Nælon

Himmler nældi í mig. Mér er ljúft og skylt að verða við ósk hans:

4 sjónvarpsþættir sem ég elska að glápa á:

The Simpsons
Popppunktur
The Office
Newlyweds

4 kvikmyndir sem ég get horft á aftur & aftur:

Nýtt Líf
Með Allt á Hreinu
Jón Oddur og Jón Bjarni
Quadrophenia



4 heimasíður sem ég dinglast inn á daglega:

liverpool.is
og svo fullt af bloggum

4 uppáhalds máltíðir:

Flatbrauð með hangikjeti
koli með gráðostasósu og banana
Íþróttasúrmjólk
El Maco!


4 geisladiskar sem ég get hlustað á aftur & aftur:

Snoop Doggy Dogg - Doggystyle
Bob Dylan - Blonde on Blonde
Tiny Tim - God Bless Tiny Tim
Sex Pistols - Never Mind the Bollocks


Ég næli í Palla, Dröfn, Bjössa, Laulau, Snorra og Ollu.

mánudagur, janúar 23, 2006

Kómiker ellegar dramatúrg?

Topp 5 - leiðinlegustu útlensku leikarar heims:

1. John Malkovich

2. Kevin Spacey

3. Ethan Hawke

4. Jeff Goldblum

5. Woody Allen

Eru ekki allir í stuði annars?

laugardagur, janúar 14, 2006

Kóngurinn talar

Af Bubbi.is:

Gleðilegt ár öll sömun og takk fyrir mig þið hafið gefið mer helling á þessu ári sem er að líða undir lok. vonandi verður árið 2006 árið ykkar og allt gangi ikkur í hag ástar þakkir öll sömun.
Bubbi ...


Eins og talað út úr mínu hjarta.

föstudagur, janúar 13, 2006

Hvis man har sagt a så må man også sige gurk

Gúrkutíð?
Þorpari í Þorpinu

Topp Fimm - Borgarar í Borginni:

1. Gleymérei borgari á Vitabar

2. Heavy Special með auka bbq-sósu á American Style

3. El Maco með auka osti á McDonalds

4. Black BBQ Burger á Kaffibrennslunni

5. Skinkuborgari á Nonnabita

Alls staðar annars staðar í heiminum hefði Whopperinn á Burger King komist inn á listann en ekki hér. Þeim hjá Burger King - Iceland tekst nefnilega á einhvern ótrúlegan hátt að klúðra þessu hnossgæti sem Whopperinn annars er. Brauðið er oftast gamalt og vont, kjötið slappt, ekki boðið upp á majónes og einhver skítafnykur af málinu öllu. Hangi þeir í hæsta gálga.

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Pælingar

Lífið er flókið. Raunar svo flókið að oft á tíðum á ég í stökustu erfiðleikum með að botna nokkurn skapaðan hlut í því. Ótal spurningar leita á hugann á öllum tímum sólarhringsins. T.d. hef ég verið að velta eftirfarandi spurningum fyrir mér upp á síðkastið:

1. Hvar er Draumurinn?

2. What´s the frequency, Kenneth?

3. Who the fuck is Alice?

Mér er fátt um svör. Svona er nú lífið flókið. Best að fá sér bara epli.

miðvikudagur, janúar 11, 2006


Harðvítugar deilur Betu Rokk og Geirs Ólafs hljóta að vera skemmtilegasta fréttaefnið í langan tíma. Ég held að ég hafi ekki skemmt mér betur yfir fréttum síðan RÚV sýndi okkur reykjandi apann Charlie í dýragarði í Suður-Afríku fyrr á árinu.

laugardagur, janúar 07, 2006

þriðjudagur, desember 20, 2005

Flókið mál

Las í DV að séra Flóki hafi verið með leiðindi. Er þetta alltaf sami séra Flóki sem er með vesen eða heita allir prestar landsins séra Flóki?

fimmtudagur, desember 15, 2005

Listi dagsins

Q: Er ekki kominn tími á nýjan lista?
A: Jú.

Listinn í dag inniheldur lög sem ég, af einhverjum fáránlegum ástæðum, fílaði einu sinni en valda mér mikilli klígju og viðbjóði í dag.

Topp 5 - Leiðigjörnustu lög heims:

1. The Verve - Bittersweet Symphony
2. Pixies - Monkey Gone to Heaven
3. Prodigy - Voodoo People
4. Radiohead - Street Spirit (Fade Out)
5. Rolling Stones - You Can´t Always Get What You Want

miðvikudagur, desember 14, 2005

Mikið ógurlega er jólalagið með Smashing Pumpkins leiðinlegt. Alveg ógurlega.

mánudagur, desember 12, 2005

Eru einhverjir fleiri en við hjónin búnir að vera með "Stór Pakki" með Bubba á heilanum síðan á laugardagskvöldið?

fimmtudagur, desember 08, 2005

Tímahrak

Var í prófi. Af því tilefni hef ég ort lítið ljóð. Nennti ekki að nota stuðla og höfuðstafi enda á umfjöllunarefnið það ekki skilið, helvítið á því.

Tímahrak
e. K. Guðmundsson

Fokking skíta tímahrak
þér er um að kenna
að ég kúkti upp á bak
hrakið þú munt brenna

laugardagur, desember 03, 2005

Hvað dreymdi sveininn?

Í nótt dreymdi mig að ég væri að gefa út mína fyrstu sólóplötu. Platan hét: Í Meira Lagi Grúví.
Sir MIXaLot

Þó að ég sé kannski ekkert að kæfa lesendur með nýju bloggi þá er ég þeim mun duglegri við að gera mixteip, eins og sjá (og heyra) má á þessari fantafínu síðu - kaninka.net/mixteip. Slatti af uppáhaldslögunum mínum samankomin á spólu. Er þetta ekki það sem allir biðu eftir?

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Kítl

Kítlið er eitthvað óskilgetið afkvæmi klukksins - maður á að punkta niður 5 atriði sem fara í taugarnar á manni. Það er hægur leikur:

Kjarrakítl:

1. Þegar gefnir eru út safndiskar sem innihalda eitt eða tvö lög í "live" útsetningum. Þetta var mjög áberandi fyrir nokkrum árum en hefur sem betur fer verið á undanhaldi. Gott dæmi um þetta er t.d. hinn annars ágæti safndiskur "Cornerstones" með Jimi Hendrix. Þar eru öll helstu lögin samankomin en "Stone Free" er "Live". Mér finnst tónleikaupptökur oftast leiðinlegar og vil bara eiga lögin í sínum upprunalegu útsetningum. Annars myndi ég einfaldlega kaupa mér tónleikaplötur.

2. Þegar Skari Skrípó birtist á skjánum. Einhverra hluta vegna hélt ég að það væri búið að jarða þennan leiðindakarakter fyrir mörgum árum síðan, en svo birtist hann eins og draugur úr forneskju í hverri auglýsingunni á fætur annarri upp á síðkastið.

3. Þegar starfsmenn stórmarkaða sinna ekki starfi sínu og hafa vörur á boðsstólnum sem eru annaðhvort útrunnar eða við síðasta söludag. Ég geri ætíð ráð fyrir því að nýtt og ferskt stöff sé í hillunum og tékka aldrei á síðasta söludegi, nema á mjólkinni. Ég hef fóbíu fyrir gömlum mat og því er þetta mjög bagalegt.

4. Þegar talað er um frægð eða frægt fólk hér á Íslandi. Þetta er svo banalt hugtak hérna á þessu smáskeri. Hver er ekki frægur hér? Var að horfa á Ædolið um daginn og í þættinum sagði Bubbi við eina snótina: "Ef þú ætlar að leggja þig fyrir þessu - (ætlaði líklega að segja "leggja þetta fyrir þig") - þá verðurðu fræg! Hún er nú þegar orðin "fræg" Bubbi minn, bara fyrir það eitt að birtast í þessum þætti sem 87% þjóðarinnar horfir á.

5. Þegar fólk lítur á það sem ómissandi hluta af einhverri "jólastemmningu" að stressa sig á öllu, að allt þurfi að vera svona en ekki hinsegin og bla bla bla, allt í nafni jólanna. Flestir sem ég þekki eru aldrei meira stressaðir og illa fyrir kallaðir en rétt fyrir jólin. Væri ekki ráð að slappa aðeins af og hafa það í huga að Jólin eru fyrir börn, gott fólk!

Ég kítla Palla, Snorra, Brynju, Dröfn, Himma og Kötu.

Góðar stundir.

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Who´s a chubby little birthday boy?

föstudagur, nóvember 04, 2005

Kúkaði í buxurnar

Sá óheppilegi atburður átti sér stað snemma í morgun á morgunverðarfundi þekkts fjármálafyrirtækis í Reykjavík að Eiríkur L. Hermóðsson, forritari, kúkaði óvart í buxurnar.Að sögn þeirra sem sátu fundinn með Eiríki kom þetta öllum gersamlega í opna skjöldu. "Ég bara trúi þessu ekki upp á hann Eirík, þetta er svo ægilega geðugur strákur. Hann varð reyndar dálítið furðulegur á svipinn eftir að hann fékk sér rækjusalatið, en þessu átti ég alls ekki von á," sagði María Oppenheimer, fundarritari, augsýnilega í talsverðu sjokki.Fundinum var tafarlaust slitið eftir að upp komst um verknaðinn en ekki verður aðhafst frekar í máli Eiríks þar sem sýnt þykir að um óviljaverk hafi verið að ræða. - ETR

fimmtudagur, nóvember 03, 2005


Jan the Man

Hvet alla til að kíkja í Egilshöllina á laugardaginn og berja þar augum besta knattspyrnumann allra tíma að mínu mati, sjálfan Jan Mölby.

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Jólin maður! Klikka seint.

Mér til mikillar furðu virðist jólagjafa-óskalistinn minn breytast afar lítið frá ári til árs. Það er líklega vegna þess að flestum þykir það sem er á óskalistanum ósmekklegt og harðneita að gefa það í jólagjöf. En hvað um það, hér er listinn í ár (mér sýnist vera ein nýjung frá því í fyrra):

1. Flavor Flav vekjaraklukka
2. Dagbókin hans Dadda þættirnir á DVD
3. Sid Vicious aksjónmaður
4. Nærbuxur

Gleðileg jól, fól.
Dream Weaver

Mig dreymdi í nótt að ég væri leikhúsmaður. Hlutverk mitt í leikhúsheiminum var ekki skýrt í draumnum en ég var a.m.k. sífellt talandi um dramatúra og kómikera og hafði áhyggjur af túlkunum, lausnum og persónusköpun. Undir lokin á draumnum var ég staddur í frumsýningarpartýi, súpandi á rauðvíni, hrósandi einhverjum leikara fyrir það hversu "kröftug" frammistaða hans í "stykkinu" hefði verið. Stuttu síðar vaknaði ég öskrandi.

miðvikudagur, október 26, 2005


Ótti

Ég er staddur á Þjóðarbókhlöðunni. Hérna rétt hjá mér liggur Jón Óttar Ragnarsson í stól með lappirnar á skemli og skoðar bók. Í hlýrabol. Mér líður ekki vel.

sunnudagur, október 23, 2005

Cole Porter

Gerði svakaleg kaup í Kolaportinu, 3 diskar á 400 kall: Billy Idol - Greatest Hits, Cypress Hill - Black Sunday og The Best of Dave Dee, Dozy, Beacky, Mick & Tich. Helvíti er maður orðinn séður í Bidness.
Sýgur Rass

Frábær frétt í Mogganum um tónleika þeirra Sigurrósarmanna í Hollywood Bowl um daginn:

...Fræga fólkið í Hollywood lét sig ekki heldur vanta, Ron Jeremy, Eric Szmanda (CSI: Las Vegas) og leikarinn Jason Schwartzman (Rushmore) voru á meðal áhorfenda en þarna voru einnig nafntogaðir Íslendingar, svo sem Ragnheiður Ragnarsdóttir sundkona úr KR, Sigurjón Sighvatsson athafnamaður og Gottskálk Dagur Sigurðarson leikari...

Minnti mig dálítið á frétt sem birtist í Pressunni þann 27. október 1995 eftir tónleika hljómsveitarinnar minnar, Grillaður Þriller og Síldarsmellirnir, á Café Karólínu í Kópavogi:

...Fræga fólkið á Íslandi lét sig heldur ekki vanta, Charlie strippari, Júlíus Brjánsson (Heilsubælið í Gervahverfi) og leikarinn Hjálmar Hjálmarsson (Stuttur Frakki) voru á meðal áhorfenda en þarna voru einnig nafntogaðir útlendingar, svo sem Sandy Bee, fimleikakona úr Bee´s Gymnastics Ohio, O.J. Simpson athafnamaður og Corbin Bernsen leikari...

Hvor gestalistinn er nú glæsilegri? Ég læt lesendum eftir að dæma um það.

miðvikudagur, október 12, 2005

Við ein tvö höfðum alls enga lyst á list, á eftir Liszt.

Aldrei get ég bara sleppt því að svara svona listum. Alltaf verð ég að svara þeim. Hvað er uppi með það???

1. Hvað er klukkan?
11:37
2. Hvaða nafn er á fæðingarvottorðinu þínu ?
Kjartan Guðmundsson
3. Hvað ertu kölluð/kallaður?
Kjarri
4. Hvað voru mörg kerti á síðustu afmæliskökunni þinni?
10
5. Gæludýr?
Nei, leiðast þau. Langar samt dálítið í skjaldböku.
6. Hár?
1.80. Er ekki verið að spyrja um það annars? Ef ekki: Já ég er með hár.
7. Göt?
Rassgat
8. Fæðingarstaður?
Reykjavík Rock City
9. Hvar býrðu?
Vesturgötu, nafla alheimsins
10. Uppáhalds matur?
Jalapeno poppers m. gráðostasósu
11. Einhvern tíma elskað einhvern svo mikið að það fékk þig til að
gráta?

Jamm
12. Hefur þú lent í bílslysi?
Hef lent í árekstrum en engu alvarlegu svosem
13. Gulrót eða beikonbitar?
Bæði fínt
14. Uppáhalds vikudagur?
föstudagur
15. Uppáhalds veitingastaður?
Við Tjörnina á Íslandi og Reef´n´Beef í Köben
16. Uppáhalds blóm?
Fíflar
17. Hvaða íþrótt finnst þér skemmtilegast að horfa á?
Fótbolta, en digga einnig körfubolta og snóker.
18. Uppáhalds drykkur?
Mjólk, Appelsín og bjór.
19. Hvaða ís finnst þér bestur?
Fannst alltaf Bananatoppur rúla þar til þeir breyttu honum fyrir skömmu, núna fíla ég Cookie dough ís frá Ben og Jerry og svo er einn helvíti góður frá MS, með karamellu og pekanthnetum held ég.
20. Disney eða Warner brothers?
Verð að segja Warner, held að allir karakterar sem Disney hefur skapað séu hommar nema Drési Önd, hann er bestur.
21. Uppáhalds skyndibitastaður?
Pizza King
22. Hvernig er teppið í svefnherberginu á litinn?
Ekkert teppi þar.
23. Hver var síðastur til að senda þér tölvupóst?
Laulau frænka
24. Í hvaða búð mundir þú vilja botna heimildina á kreditkortinu?
Sainsbury´s
25. Hvað gerir þú oftast þegar þér leiðist?
Reyki sígarettur og glápi hálfvitalega út í loftið.
26. Hvaða spurning sem þú færð fer mest í taugarnar á þér?
Allt sem viðkemur náminu mínu.
27. Hvenær ferðu að sofa?
Í seinni tíð er ég farinn að sofa mjög snemma og vakna líka fyrir allar aldir. Getting old boys...
28. Hver verður fyrstur til að svara þér þessum pósti?

Á einhver að svara þessum pósti?
27. Hver sem þú sendir þennan póst til er líklegastur til að svara
ekki?

Á ég að senda einhverjum þennan póst? Þetta er ekki einu sinni póstur.
30. Uppáhalds sjónvarpsþáttur?
Simpsons og Popppunktur
31. Með hverjum fórstu síðast út að borða?
Láru úti í Portúgal
32. Ford eða Chevy?
Chevy Chase auðvitað
33. Hvað varstu lengi að klára að svara þessum pósti?
13 mínútur

Alltaf fjör að svara spurningum.

sunnudagur, október 09, 2005


Farðu í felur, herra Jón!

Jónki Lennon hefði orðið 65 ára í dag. Það er ekki verra tilefni en annað til fyrsta topp 10 lista Frívaktarinnar í áraraðir. Bestu lög Lennon meðan hann var enn í Bítlunum (ákvað að sleppa sólóárunum hans því afrakstur þeirra var mestmegnis fret, með örfáum undantekningum).

Topp 10 - Bestu Bítlalög Lennon:

1. I´m So Tired
2. Girl
3. I am the Walrus
4. Run for Your Life
5. Strawberry Fields Forever
6. Not a Second Time
7. Sexy Sadie
8. In My Life
9. Nowhere Man
10. Happiness is a Warm Gun

miðvikudagur, október 05, 2005

Siggi Rugl

Horfði á Baugstofuna á laugardaginn og held að ég hafi brosað einu sinni út allan þáttinn. Var sérlega óánægður með eitt: Af hverju eru Heimir (sbr. Harry og Heimir) og Grani (sbr. Geir og Grani) orðnir alveg nákvæmlega eins? Heimir hljómaði ekki svona í útvarpsþáttunum á Bylgjunni í gamla daga. Hann hljómaði allt öðruvísi, en núna þegar hann er kominn í sjónvarpið hefur hann skyndilega breyst í Grana. Siggi Sigurjóns hefur ruglast rækilega í ríminu og skellt þessum tveimur karakterum saman í einn. Væri einhver til í að pikka í Sigga og benda honum á að hlusta á gömlu þættina sína. Ég vil Heimi, engan Grana.

þriðjudagur, október 04, 2005

Grafískar Nóvellur

Himmi hefur fært hina aðdraganda hinnar hræðilegu lífsreynslu minnar sem ég minntist á ekki fyrir alls löngu hér á blogginu, þegar ég var kallaður Bóbó af lítilli stelpu í áraraðir, í teiknimyndasöguform. Hann er nú bara assgoti drátthagur strákurinn, ég verð að segja það, svo ekki sé minnst á hversu kynþokkafullur hann er.

Klukk

Jæja, ég hef loksins verið klukkaður og var efalítið síðasti maðurinn til að klukkast á Íslandi. Klukk, fyrir þá fjölmörgu sem hafa verið með hausinn uppi í rassgatinu á sér síðustu vikurnar, gengur út á það að sá sem er klukkaður á að skrifa 5 staðreyndir um sjálfan sig á bloggið. Er eftir nokkru að bíða?

Klukklisti Kjarra:

1. Ég fermdist ekki í mínum eigin nærbuxum.

2. Þegar ég var 12 ára fór ég í sundbol í skólasund. Sagan á bakvið það er löng og óþægileg fyrir þá sem á hana hlýða.

3. Fyrir ekki svo löngu dreymdi mig að ég væri kvenkyns. Í þessum draumi var vinur minn að hafa við mig mök.

4. Hingað til hef ég ekki getað talist berdreyminn.

5. Ég á bestu, skemmtilegustu og fallegustu konu í heimi og saman eigum við von á besta, skemmtilegasta og fallegasta barni í heimi - sem er skrýtið þegar litið er til þeirrar staðreyndar að sjálfur er ég hvorki bestur, skemmtilegastur né fallegastur. En ég býst við að hver hundur eigi sinn dag, ekki rétt?

Ég ætla að klukka hann Palla. Palli býr í Danmörku og hefur því ekki enn verið klukkaður svo ég viti til. Klukk, Palli!

fimmtudagur, september 29, 2005

Ákvarðanir dagsins

Ákvað að reyna mig við Sudoko þraut dagsins í Fréttablaðinu. Ákvað tveimur mínútum síðar að gefast upp á Sudoko þraut dagsins í Fréttablaðinu. Ákvað svo að reyna mig aldrei framar við neina helvítis Sudoko þraut í neinu andskotans blaði.

þriðjudagur, september 27, 2005

Bubba

Notendur spjalltorgsins á bubbi.is eru felmtri slegnir. Það lítur út fyrir að Bubbi hafi verið í viðtali hjá Íbba Gumm á Bylgjunni um daginn en Íbbi kallinn hafi ekkert verið að ómaka sig við að auglýsa viðtalið neitt fyrirfram og þ.a.l. hafi flestir þessara eitilhörðu Bubbaaðdáenda á spjalltorginu misst af þessu. Það er kurr í mönnum en Bubbi hefur svör á reiðum höndum eins og endranær:

ok þetta á bylgjuni var bara þannig að ég var með gítarin útí bíl var að tala við einhvern útaf ædol þegar ívar spurði mig hvort ég væri til í viðtal og ég sagði já var að fara norður keyrandi og tók gítarin og ákvað að spila eingin vissi um það nema ég ok

Ok Bubba. Þetta hlaut að eiga sér eðlilegar skýringar.

sunnudagur, september 25, 2005

Bubbli

Var að horfa út um stofugluggann heima hjá mér um daginn og varð starsýnt á þrekinn og sköllóttann mann sem var að skúra gólf í einum glugganum í húsi skammt frá. Með góðum vilja gat ég ímyndað mér að þetta væri Bubbi að skúra gólfið. Ég heillaðist gjörsamlega og gat ekki slitið augun af honum í nokkrar mínútur. Eitthvað undarlega dáleiðandi við þessa sjón - Bubbi að skúra.

miðvikudagur, september 21, 2005


Ulýsingar

Síðustu vikur hafa öðrum fremur tvær sjónvarpsauglýsingar vakið athygli mína - önnur fyrir að vera afar fyndin og skemmtileg en hin fyrir að vera afspyrnu ófyndin og leiðinleg. Nú er það þannig með mig að ég tek nánast aldrei eftir því hvað verið er að auglýsa í sjónvarpsauglýsingum, fatta ekki hvaða fyrirtæki á í hlut og gleymi jafnóðum þeim tilboðum sem verið er að kynna. Ég er þó nokkuð sjúr á því að í skemmtilegu auglýsingunni er verið að auglýsa eitthvað tengt Símanum eða OgVodafone. Þar stendur ung stelpa og talar hratt í gemsann sinn - eitthvað á þessa leið: "...og svo sagði hann að ég væri alltaf að rífast við bræður mína, og ég bara "bræður mína? Þetta eru sko eiginlega systur mínar eða eitthvað, skilurðu?" og hann bara "ræt", og ég bara......." og þar fram eftir götunum. Þetta finnst mér mjög góð auglýsing og á það til að flissa aulalega þegar hún birtist á skjánum. Einnig er verið að sýna mjög svipaða auglýsingu þar sem strákur er að tala í símann og hún er líka alveg ágæt. (Strákurinn í þeirri auglýsingu ætlaði reyndar að berja mig og Ölla einhverntíma í fyrndinni, minnir að ástæðan hafi verið að við hefðum kallað hann Sverri í staðinn fyrir Stefán. Ég er ekkert að erfa þetta við hann, bæði er langt síðan þetta var og svo veit ég sjálfur af eigin raun hversu pirrandi það getur verið að vera kallaður öðru nafni en sínu eigin, en sú saga - af litlu stelpunni sem elti mig á röndum og kallaði mig Bóbó þegar ég var táningur, verður að bíða betri tíma.) Hinsvegar finnst mér þessar KB Banka Cambridge auglýsingar með Þorsteini Guðmundssyni ferlega slappar. "Gúddí, búddí búddí! Aaaaa búddí búddí!." Ekki alveg að gera það fyrir mig, og ekki bætir úr skák að þessi auglýsing er sýnd ca. 63 sinnum á dag. Þorsteinn getur hæglega verið gríðarlega fyndinn eins og Amma Fífí hér að ofan sýnir, en það er ekki þar með sagt að allt sem hann gerir sé æðislega frábært. Mér finnst stundum eins og fólk taki andköf af hlátri yfir hverri einustu setningu sem maðurinn lætur út úr sér, hvort sem hún er fyndin eður ei, og það hlýtur auðvitað að hafa þau áhrif að Þorsteinn hætti að leggja sig fram og vanda sig og verði smám saman ófyndinn. Það er alltaf leiðinlegt þegar grínistar fá þá flugu í hausinn að þeir séu æði og allt sem þeir geri sé frábært. Mér sýnist Þorsteinn vera kominn í þann gírinn. Ég hugsa að það gæti verið graður leikur fyrir hann að taka sér smá pásu og hugsa málið, og koma svo tvíefldur til baka. En fyrst verður að taka þessa helvítis Gúddí búddí auglýsingu úr umferð. Ég fæ appelsínuhúð ef ég sé hana einu sinni enn.
Litografi fra 1910

Krúttíbollan Himmler var svo góður að kenna mér að setja myndir inn á bloggið. Þetta þýðir aðeins eitt: Hér eftir verða myndir á blogginu! Góða skemmtun.

miðvikudagur, september 07, 2005

Back to the egg

Það gengur ekki alveg nógu vel að byrja að blogga aftur. Þó get ég sagt ykkur hundtryggum lesendum mínum þær fréttir að um daginn keypti ég egg í 10-11 í Austurstræti. Í pakkanum áttu að vera 6 egg en þegar ég opnaði pakkann heima hjá mér, sólginn í maltbrauð með eggjum, tómat og majónesi, kom í ljós að pakkinn innihélt einungis 4 egg. "hvur fjandinn", hugsaði ég með sjálfum mér, "það vantar tvö egg, maður". Afréð þó að gera ekki vesen út af þessu. Vona bara að hjólhýsaliðið sem stal þessum tveimur eggjum úr pakkanum hafi gert eitthvað þarft við þau, t.d. hent þeim í Alþingishúsið eða fengið sér eggjapúns.

föstudagur, september 02, 2005

Ofnotkun

Fyndni unglingurinn með sixpensarann er í Kastljósinu að ræða um hörmungarnar í New Orleans. Var Bjarni Ara fenginn í Kastljósið til að varpa ljósi á útkomu leiðtogafundarins í Höfða á sínum tíma? Æskudýrkun, segi ég. Ég kenni æskudýrkuninni um.

fimmtudagur, september 01, 2005

Hæ Litli!

Ég er að leggja drög að því að hefja blogg á ný. Skólinn byrjaður og hægt að hugsa sér margt verra en að nýta sér bloggið til að stytta sér aldur svona um háskaðræðistímann, sérstaklega þegar Lára fær boðsmiða á sérstaka kvennasýningu á nýju myndinni með Cameron Diaz! Ætli þessir bjálfar haldi sérstaka karlasýningu á næstu mynd með Brad Pitt eða Jude Law?

Annars er allt í lukkunnar velstandi nema veðrið - ég get ómögulega lagt blessun mína yfir það. Margt hefur breyst síðan ég bloggaði síðast af alvöru - ég er auðvitað orðinn harðgiftur maður og sést það svo um munar á mallanum á mér. Make no mistake about it - ráðsettur heimilisfaðir með velmegunarbumbu hér á ferð. Þó var maturinn í Portúgal ekkert til að hrópa þrefalt húrra fyrir. Það var helst að túnfisksamlokan á sundlaugarbarnum vekti aðdáun okkar hjónanna þar í landi, en þeim mun hrifnari varð ég af breskri matargerð á þessari viku sem við eyddum í Lundúnum. Fyllti enda 3 plastpoka af allskyns dóti í Sainsbury´s áður en haldið var heim á leið. Hvað gengur mönnum til sem vilja meina að Englendingar kunni ekki að elda? Reginmisskilningur.

Liverpúllararnir keypti ekki Michael Owen til baka þó svo að aumingja drengurinn hefði verið tilbúinn að láta Ölla setjast ofan sig til að komast aftur til Bítlaborgarinnar. Ég er svo gáttaður á þessu máli öllu að ég get hreinlega ekkert sagt. Það eru augljóslega hálfvitar við stjórnvölinn hjá liðinu - og það er sorglegt.

Bæ í bili.

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Vegna mikilla anna mun ég ekki geta uppfært þessa síðu á næstunni. Ég biðst afsökunar á óþægindum sem af því kunna að hljótast.

Virðingarfyllst,

Jóhannes eftirherma

föstudagur, júní 10, 2005

Gæstebud

Jæja! Vika í stóra daginn og tíminn flýgur áfram á ógnarhraða. Ýmis smáatriði sem þarf að huga að og svo framvegis. Hef fulla trú á því að þetta verði sannkallað ofurbrúðkaup. Helst að veðurguðinn Óskar gæti strítt okkur eitthvað, en ég er ekki hræddur við hann. Ó nei. Ég og Lára dönsum svo mean enskan vals að við erum hreinlega ósigrandi á dansgólfinu. Skítt með veðrið og allt það stöff - við rúlum!

Steggjun og gæsun yfirstaðin og fór allt sómasamlega fram að mér vitandi. Nota hér tækifærið og þakka kærlega fyrir okkur.

Jæja, best að fara að plana meira. Plan 9 from Outer Space. Yfir og út.

mánudagur, maí 02, 2005

Nennir annars einhver að lesa þetta viðrinisblogg lengur?
Where are they Now?

Þessi ungi maður sem hér sést spóka sig með Hófí og fleiri góðum á þaki Laugardalshallarinnar árið 1986 er enginn annar en ég.

(eftir ca. 30 sekúndur og svo aftur eftir ca. 40 sekúndur - vinstra megin við Sif Sigfússdóttur, ungfrú Norðurlönd, í gallabuxum og peysu með kúkabrúnt hár eftir að amma lét undan vælinu í mér og litaði hárið á mér með "svarbrun" lit úr apótekinu - langaði svo ferlega til að líkjast Simon LeBon sem hafði þá nýlega litað hárið á sér svart. Þetta voru mínar 6 sekúndur af frægð. Those were the days, maður).

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Rúnk og Kim

Hlustaði aðeins á nýju plötuna með Rúnka Júl í gær og leist vel á það sem ég heyrði. Hjálmar spila undir hjá honum á plötunni og gera það barasta afbragðsvel. Ég er eiginlega kominn á þá skoðun að Hjálmar séu hið fínasta band fyrir utan þennan vonlausa söngvararæfil þeirra. Hvílíkt og annað eins gaul man ég ekki eftir að hafa heyrt á plötu áður. Sjálfur Robert Plant hljómar eins og stórsöngvari í samanburði við þennan væskil, og hef ég nú aldrei verið sérlegur aðdáandi píkulegrar raddar Plöntunnar. Ef mér skjátlast ekki leyfðu Hjálmar fríkaða slánahljómborðsleikaranum með geitarskeggið að syngja lagið "Kindin Einar" og hann gerði það skammlaust. Hvers vegna láta þeir hann ekki alfarið um sönginn og þá getur söngvarinn einbeitt sér að gítarleiknum? Hann er nefnilega fínn gítarleikari. En ömurlegur söngvari. Öfugt við Bigga í Maus sem er frekar slakur gítarleikari en kyngimagnaður söngvari og performer af guðs náð. Raddsvið Bigga er ótrúlegt. Ótrúlegt segi ég!!!

Ein lauflétt vísa í tilefni af gleðifregnum dagsins:

Kim á leiðinn´ á klakann er
kemur víst hingað í ágúst
Ég von´ að þú mætir
og veit það þig kætir
að væflast um Nasa með strákúst

(K. Gudmundsson)

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Hrikagedveiki

Ég er ömurlegur bloggari. Það er staðreynd. Hið sama gildir ekki um Bubba M. Kóngurinn neitar að láta þegna sína lifa í stöðugri óvissu heldur uppfærir reglulega heimasíðuna sína með nýjustu fregnum af sér og sínum:

Sun Apr 10, 2005 6:39 pm

fleirri frettir vid eru ad klara ad mixa a tessari stundu rapplag sem er bara hrikagedveiki vid bardi og oskar stefnum ad lata setja okkur i formalin eftir tessar plotur eg er buin ad vinna med morgum um afina en bardi er stakur kvistur a grei nei hann er ledurblaka heilog ledurblaka sem fligur um a gummikendum vangum sinum og dalir snilli sinni ohikad yfir mig annars verda tvennir tonleikar 6 juni i tjodleikhusinu 25 ara labb i gegnum soguna eg er annars bara i studi og held ad tessar plotur seu bara snild bubbin

Annars er bara allt í fíling. Brúðkaupsundirbúningur (heyrði að vísu um daginn að það væri politically incorrect að tala um brúðkaup - að kaupa brúði o.s.frv....) í fullu svingi og gott ef sumarið er ekki bara að láta á sér kræla. Það finnst a.m.k. hárgeiðsludömunni minni sem klippti mig þessari fínu raðmorðingjaklippingu fyrir skömmu undir því yfirskini að þetta væri "sumarklippingin." Eftir heimsókn til Adda frænda er Ipodinn minn orðinn stútfullur af fyrirtaks niðurgangi og því ekki úr vegi að birta hér nýjan topp 5 lista yfir uppáhalds Ipod lögin mín þessa stundina:

1. Prince - Alphabet Street (þ.e.a.s. fyrstu 3 mínúturnar, slekk alltaf á því þegar gellan byrjar á þessu hræðilega rappi)
2. The Five Stairsteps - Ooh Child
3. The Smiths - Paint a Vulgar Picture
4. Supergrass - Pumping on your Stereo
5. Wu-Tang Clan - Gravel Pit

Mér lýst hörkuvel á nýja páfann og hef alla trú á á honum takist að hefja embætti páfa til vegs og virðingar á nýjan leik. Svo er hann líka svo déskoti sexy.

miðvikudagur, mars 16, 2005

iPod-inn minn er algjört æði. Lára gaf mér þennan gæðagrip í jólagjöf og ég get vart lýst því hversu mikla gleði hann hefur veitt mér síðan. Hlutir sem áður fyrr voru böggandi, eins og t.d. að labba, eru leikur einn með eitt stykki iPod í vasanum. Skemmtilegast þykir mér að stilla á "Shuffle songs" og leyfa spilaranum að velja lögin sjálfur. Mér er alveg sama þótt annað hvert lag sem hann velur sé með Ice-T, ég fyrirgef honum það því mér þykir bara svo vænt um hann. Svo er Ice-T líka kyngimagnaður karakter. Eini ókosturinn sem ég sé við iPod-inn minn eru heyrnatólin - þau detta sífellt úr eyrunum á mér. Ölvir vill meina að þar sé um að kenna óhóflegri eyrnastærð minni en ég gef lítið fyrir slíka speki frá akfeitum einstaklingi. Núna er ég með með 527 lög inni á spilaranum en hann ræður víst við ca. 9000 lög þannig að ég ætti að geta bætt við örfáum smellum með Carly Simon og Maus. Það virðist nefnilega vera að lög sem mér hefur hingað til þótt ekkert spes öðlist nýtt líf þegar þau hljóma úr iPod-num. Þess ber glögglega merki á listanum sem fer hér á eftir. Aldrei hefur hommatungumálið franska hljómað jafn unaðslega í mín eyru. iPod - Byggir Brýr!

Eftirlætis iPod-lögin mín þessa vikuna eru:

1. MC Solaar - Paradisiaque
2. Happy Mondays - Hallelujah
3. Ol´ Dirty Bastard - Shimmy Shimmy Ya
4. Patsy Cline - Back in Baby´s Arms
5. Rockwell feat. Michael Jackson - Somebody´s Watching Me

Já og svo vantar mig fleiri lög inn á iPod-inn. Hver á og tímir að gefa mér? T.d. dreymir mig um Do You Believe in Love með Huey Lewis. Anyone?

mánudagur, febrúar 28, 2005

Að vaska upp er góð skemmtun...

Þ.e.a.s. ef maður er í þeirri aðstöðu að geta hlustað á skemmtilega tónlist á meðan maður vaskar upp - annars er það fjandanum leiðinlegra. Þess vegna kemur það sér mjög illa að nánast allar útvarpsstöðvar á Íslandi bjóða upp á fátt annað en úldmeti daginn út og inn. Ég gerði litla tilraun meðan ég vaskaði upp á föstudaginn. Tilraunin gekk út á að athuga hversu mörg lög í röð ég gæti hlustað á áður en ég neyddist til að skipta um stöð. Skemmst er frá því að segja að sigurvegararnir voru tveir - jafntefli varð milli Útvarps Latabæjar og Létt 96,7 með 3 lög á kjaft. Lögin voru þessi:

Útvarp Latibær:

1. Stjórnin - Láttu Þér Líða Vel
2. Ómar Ragnarsson - Ligga Ligga Lá
3. Stjórnin - Sumarlag

Þegar "Hjólin í Strætó segja ding-ding-ding" byrjaði að hljóma gat ég ekki meir og skipti yfir á:

Létt 96,7:

1. Richard Marx - Right Here Waiting
2. Glen Medeiros - Nothing´s Gonna Change My Love For You
3. James Taylor - You´ve Got a Friend

Ég þraukaði í gegnum James Taylor en þegar viðurstyggileg söngrödd Joss Stone tók að ergja tóneyrað mitt slökkti ég á útvarpinu enda uppvaskinu lokið. Þess má geta að fyrsta lagið sem ég lenti á á Rás 2 var með Mugison og þar með var þátttöku þeirrar ágætu stöðvar í tilraunininni í raun lokið áður en hún hófst. Ég hef trú á því að Rás 2 hefði getað staðið sig betur á góðum degi - en hversu lengi þarf maður að hafa kveikt á Rás 2 áður en maður heyrir Mugison? Örugglega ekki lengi. Hvert var ég annars að fara með þessum skrifum? Það má Þorgeir Ástvaldsson vita.

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Eldsnemma í gærmorgun skutlaði ég föður mínum upp á Leifsstöð. Þar fyrir utan var Helgi Pé að taka töskur út úr leigubíl, líklega á leiðinni til útlanda. Hvert skyldi Helgi hafa verið að fara? Kannski til Landsins Helga?

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Það skyldi þó aldrei vera að maður byrjaði að lesa teiknimyndasögur á gamals aldri?
Dreymdi Whitney Houston í nótt og ætlaði af því tilefni að búa til topp 5 lista yfir bestu lög hennar. Skemmst er frá því að segja að ég man einungis eftir 3 lögum með henni sem verðskulda að komast á svona lista. Þetta er því:

Topp 3 - Bestu lög Whitneyjar:

1. How Will I Know?
2. My Love is Your Love
3. Saving All My Love For You

mánudagur, janúar 24, 2005

Arnar og Borgarholt

Jú jú það var sosum fínn niðurgangur að MR skyldi detta út úr Gettu Betur en þessir Borgarholtsgæjar eru samt strax farnir að fara illa í taugarnar á mér. Allt of öruggir með sjálfa sig þessir drengstaular og slíkt kann aldrei góðri lukku að stýra.

Mín kona í Ædolinu, hlunkurinn Ylfa Lind, fretaði á sig á föstudaginn og var satt að segja ljónheppin að lafa inni í keppninni. Ég held samt með henni áfram en grunar að keppurinn Davíð eigi eftir að eflast við hverja raun. Það má a.m.k. alls ekki vanmeta hann. Hann lyfti samt ekki neinum á föstudaginn var og það er áhyggjuefni. Ég fæ nefnilega ekki nóg af því að horfa á hann lyfta fólki.

Fór á Stuðmannamyndina í bíó um daginn. Hefði betur látið það ógert.

Dreymdi í nótt að kötturinn hennar Drafnar réðist á mig í þeim tilgangi að éta mig upp til agna. Þessum kattamartröðum mínum hefur fjölgað ískyggilega mikið upp á síðkastið og gera það að verkum að ég er orðinn lafhræddur við þessi óargardýr, þ.e.a.s. hræddari en áður. Hér áður fyrr var ég vanur að sýna a.m.k. smá lit og hreyta fúkyrðum í ketti sem urðu á vegi mínum til að reyna að fela ótta minn en þessa dagana sýni ég þessum verkfærum Satans óttablandna virðingu og fer bara yfir á hina gangstéttina eða sný við. Stórum hluta af þessu hatri mínu á köttum á ég að þakka bíómynd sem ég sá í sjónvarpinu þegar ég var í pössun hjá ömmu og afa þegar ég var lítill, líklega u.þ.b. sex til átta ára. Þessi mynd fjallaði um blinda konu sem dreymdi í sífellu að kettir væru að ráðast á sig og líklega hefur myndin endað þannig að þessi andstyggðarkvikindi hafa rifið vesalings konuna í sig, en þá var ég hættur að horfa enda löngu orðinn stjarfur af hræðslu. Man einhver eftir þessari mynd?

Loksins! Við þurfum ekki að bíða lengur! Krummi bloggar!!!




þriðjudagur, janúar 18, 2005

Ég þakka hamingjuóskir.

Búinn að vera með þessa déskotans fuglaflensu í viku. Ég hef áhyggjur af þessu, ég verð að segja það. Fátt er leiðinlegra en að hanga veikur heima - nema ef vera skyldi að hanga veikur heima með gesti frá útlöndum. En það er önnur og lengri saga.

Ég er að leggja drög að nýrri könnun hér á síðunni - þeirri fyrstu í háa herrans tíð. Stay tooned rasta!

mánudagur, janúar 10, 2005

Jæja!

Kominn heim og svona líka harðtrúlofaður. Brúðkaup snemmsumars. Endalaus hamingja. Meira síðar.


þriðjudagur, desember 21, 2004

Christmas - Yule love it!

Hljómsveitin sem ég og Ölvir vorum í fyrir ca. 15-16 árum síðan, Tálknbogarnir, var eitt sinn með jólalag á tónleikadagskránni sinni. Við nenntum að vísu ekki að semja nýtt jólalag heldur tókum kaflann sem Roy Orbinson söng í laginu Handle With Care með fretasveitinni ógurlegu Traveling Wilburys (I´m so tired of being lonely...o.s.frv.), sem okkur þótti voðalega jólalegur, og sömdum við hann nýjan texta. Sá texti var eitthvað á þessa leið:

Árni er svo einmana
hann á enga vini
Nú dreymir hann um jól með Lárusi

Dýrt kveðið.

Annað kvöld erum við stungin af í sveitasæluna í borginni við Fischersundið yfir jól og áramót. Óska ég því lesendum mínum gleðilegra jóla og blablabla og þakka blablabla. Vonandi blablabla og blablabla.

Góðar stundir.

mánudagur, desember 13, 2004

Reality is an illusion caused by lack of alcohol

Þriðja bjórkassanum á þremur vikum voru ekki gerð góð skil. Batnandi manni er best að lifa.

Ég er klofinn í afstöðu minni til Usher. Stundum er hann kúkur en stundum krútt. Krúttukúkur. Afstaða mín til lagsins Everybody´s Changing með Keane fer hinsvegar ekki á milli mála. Lagið er hættulega grípandi og fitukeppurinn sem syngur er dúlla.

En það er aukaatriði. Nú liggur fyrir að þrífa eldfast mót. Eitthvað skemmtilegt við að segja "eldfast mót." "Eldfast" er samt ekki uppáhalds orðið mitt. Uppáhalds orðið mitt er "frauð."

Það er greinilegt að fólk er komið í gott jólastuð - lemjandi og drepandi eins og þeim sé borgað fyrir það. What´s the frequency, Kenneth - spyr ég nú bara.

10 dagar þar til við fljúgum til kóngsins Köben. Það er 6 dögum of mikið.


miðvikudagur, desember 08, 2004

Så’ Det Jul

Rak augun í auglýsingu framan á Fréttablaðinu í morgun:

JÓLALEST COCA-COLA KEMUR EFTIR 3 DAGA!

Eins og flestir vita er þetta vörubílalestin sem keyrir um með kók fyrir jólin. Fyrst í stað lét þessi guðsvolaða lest sér nægja að keyra um í sjónvarpsauglýsingum undir dynjandi tónum lagsins frábæra "Holidays are coming! Holidays are coming! Holidays are coming! Coca-Cola is coming to town!" en færði sig síðan upp á skaftið og þvælist nú um götur Reykjavíkur í erindaleysu einu sinni á ári, sjálfum sér til skammar og öðrum til ama.

Fyrir nokkrum árum síðan var ég staddur heima hjá Palla á Suðurgötunni um þetta leyti árs. Við höfum líklega verið að fylgjast með leikmönnum Liverpool sýna einhverjum minni spámönnum hvar Davíð keypti ölið á sjónvarpsskjánum, og þegar því var lokið ákvað ég að halda heim á leið. Ég skrölti mér því út í bíl og þar sem ég var að búa mig undir að bakka út úr stæðinu fyrir framan húsið keyrðu þrír bílar úr téðri Coca-Cola lest framhjá, í sömu átt og ég var að fara, og einkennislagið þeirra hljómaði hátt og skýrt úr um gluggana. Ég hef eflaust hugsað með mér: "fífl" eða "asnar" eða eitthvað álíka jólalegt en gaf þessu ekki frekari gaum og renndi mér út úr stæðinu í humátt eftir kókbílunum. Vissi ég svo ekki fyrr til en fyrir aftan mig birtist annar af þessum blessuðum kókbílum, og annar þar fyrir aftan, og annar, og annar, og annar.........og mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar það rann upp fyrir mér að ég var staddur í miðri Jólalest Coca-Cola, á Mözdu 323, árgerð ´87. Í u.þ.b. tvær mínútur leið mér eins og ég væri lentur inni í þessari blessuðu auglýsingu þeirra, og það var vægast sagt óþægileg tilfinning, nánast súrrealísk í fáránleika sínum. Lagið hljómaði í eyrunum á mér, birtan af jólaljósunum stakk í augun, ég kófsvitnaði og ég gat ekkert hugsað annað en: "út! út! ég verð að komast út!!!" Sem betur fór var hringtorg ekki langt undan og þar náði ég að bjarga mér út úr lestinni á flótta. Ég lagði bílnum í næsta stæði, kveikti mér í sígarettu og beið eftir að skjálftakippirnir liðu úr líkamanum. Dreif mig svo heim og reyndi mitt besta til að gleyma þessari hörmulegu lífsreynslu. Það tókst ekki. Eftir þetta hefur mér alltaf verið meinilla við jólin.

Af því tilefni er gráupplagt að birta hér lista yfir leiðinlegustu jólalög allra tíma:

Topp 5 - Leiðinlegustu jólalög allra tíma:

1. U2 - Christmas (Baby Please Come Home)
2. Nat King Cole - The Christmas Song (Chestnuts Roasting on an Open Fire...)
3. Bruce Springsteen - Santa Claus is Coming to Town
4. Á Móti Sól - Þegar Jólin Koma
5. Larry Chance - Jingle Bell Rock

Einhverjir furða sig eflaust á fjarveru Jólahjóls á þessum lista. Málið er að Jólahjól er eiginlega meira útnauðgað og pirrandi lag en verulega slæmt lag eins og þau á listanum eru. Einnig var afar freistandi að skella nýja jólalaginu hans Bigitalus, a.k.a. Bigga í Maus, á listann en þar sem ég hef ekki enn heyrt lagið ákvað ég að láta það vera. Ég efast þó ekki um að þar er um tímamótaverk að ræða.

Fór á Seed of Chucky í gær og var spenntur - hef enda alltaf fílað Chucky en missti reyndar af síðustu mynd, The Bride of Chucky. Ætlaði mér alltaf að leigja hana en gafst ekki tími til þess. Það hefur greinilega haft sín áhrif. Við gáfumst upp eftir klukkutíma og löbbuðum út. Svona eru jólin.

mánudagur, desember 06, 2004

Stranglers in the Night

- Stranglers voru fínir. Kom mér reyndar á óvart að Billy Idol væri farinn að syngja með þeim en það kom ekki að sök, a.m.k. ekki í fyrstu 5 eða 6 lögunum því þá heyrðist ekki múkk í blessuðum manninum. Þeir tóku samt ekki Nice´n´Sleazy. Það var slæmt.

- Pubquiz var lagt á föstudagskvöldið, að þessu sinni með Ölla mér við hlið. Kassanum voru gerð góð skil.

- Horfði á Jaws í fyrsta skipti í gærkvöldi. Bölvað vesen á þessum ókindum alltaf hreint.

- Í kvöld ætla ég svo að hafa fretpasta í kvöldmatinn. Ég hlakka til.

mánudagur, nóvember 29, 2004

Ég og Himmi vorum saman í liði á pub-quiz á Grand Rokk á föstudaginn og..........unnum. Í verðlaun var kassi af bjór. Honum voru gerð góð skil. Ó já.

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Góður draumur maður

Mig dreymdi í nótt að ég var að horfa á eina af mínum uppáhalds kvikmyndum - Með Allt á Hreinu - nema hvað að í aðalhlutverkum voru ekki Stuðmenn heldur Nælonstelpurnar. Ég man ekki eftir að hafa fundist neitt athugavert við þessa hlutverkaskipan fyrir utan það að mér fannst myndin ólíkt ófyndnari en áður. Úr því rættist þó þegar líða tók á drauminn því þá breyttust Nælon gellurnar hægt og rólega í liðsmenn Sumargleðinnar, Magnús Ólafsson, Ragga Bjarna, Þorgeir Ástvaldsson og co., og varð þá heldur betur kátt á hjalla - alveg þar til í lokin á myndinni þ.e.a.s., en þá létust tveir Sumargleðimenn (man því miður ekki hverjir) úr einhverjum billjard-tengdum sjúkdómi (hvaða banvæni sjúkdómur ætli sé líklegastur til að hrjá billjard spilara?). Endirinn á myndinni var því einkar sorglegur, en ég gerði mér samt grein fyrir því að leikararnir sjálfir voru ekki dánir heldur einungis persónur þeirra í myndinni. Ég vaknaði því sáttur.
Idiot

Ég missti af strætó. Á næsta ári verð ég orðinn of gamall til að taka þátt í Ædolinu. Þar með get ég gleymt því að verða nokkurn tíma heimsfrægur á Íslandi. En það er allt í kei, því það eina skemmtilega við að vera frægur er vaidaslega, afsakið, líklega að svara spurningalistum eins og þessum sem Ædol fólkið er svo heppið að fá að svara á netinu. Ég set tvistinn út og breyti í spaða: Hér er Ædol-prófællinn minn:

KJARTAN

Upplýsingar

Aldur: Nýlega orðinn 28 ára
Staður: Reykjavík
Stjörnumerki: Sporðdreki
Staða: Of gamall
Netfang: kjartang@hi.is

1. Fullt nafn? Kjartan Guðmundsson
2. Fyrirmyndin í lífinu? Ég er ekkert fyrir myndir, enda eru þær oftast fyrir, myndirnar þ.e.a.s.
3. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? Það hlýtur að vera Seinna Lúkkið e. Valla Sport
4. Hvern myndir þú mest vilja hitta? Sverri Stormsker
5. Uppáhaldsnafn (ef þú mættir velja þér annað nafn)? Alfons Ludoman
6. Uppáhalds hlutur? Mér þykir afar vænt um Kjartan Galdrakalls-dúkkuna mína
7. Æskudraumur? Ég varð snemma frumlegur og dreymdi um að verða poppsöngvari eða atvinnumaður í knattspyrnu
8. Hvernig er tannburstinn þinn á litinn? Ef mig misminnir ekki er hann grænn
9. Hvað sefurðu yfirleitt marga tíma á nóttinni? ca. 9 tíma
10. Leiðinlegasta sem þú gerir? Klippa á mér táneglurnar, enda hef ég aldrei náð almennilegum tökum á því
11. Ef þú fengir einn dag aleinn/alein, hvað myndirðu gera? Prumpa í kirkju
12. Ef þú gætir skipt um starf, hvað sérðu fyrir þér að gera? Ég gæti vel hugsað mér að gera eitthvað í sambandi við garðyrkju
13. Leyniuppskrift fyrir hæsi og kvefi? Þamba viskí, eins viðbjóðslega ógeðslegt og það er á bragðið svínvirkar það á kvef
14. Uppáhaldsmatur/uppskrift? Píta með hnetum
15. Manstu eftir “mómenti” sem breytti öllu í lífi þínu? Já, man vel eftir því mómenti enda ekki ýkja langt síðan
16. Bugs Bunny eða Daffy Duck? Báðir hommar - Andrés er eina öndin með viti
17. Skúrar þú heima hjá þér? Það hefur komið fyrir já
18. Hvar ætlarðu að eyða ellinni? Á Ibiza

Minni svo á þáttinn á föstudagskvöldið. Kjósið Skúla - hann mun rúla!

Hann Harry Harry Harry Bela Fonte mær

Horfði á Gísla Martein á laugardagskvöldið. Ég veit að aðgát skal höfð í nærveru Gísla og auðvitað á maður að fara varlega í að segja svona sterka hluti og allt það en goddamn! - ég get ekki sagt annað en:

Hólí Mólí!

Ég þurfti að draga sængina yfir hausinn á mér á verstu mómentunum. Aldrei hef ég upplifað annað eins.

Liverpool að prumpa í buxurnar - framherjalausir og allslausir. Það hefði kannski verið ráð að halda Fowler á launaskránni fyrir svona rigningardaga - nú eða Owen. Fowler auðvitað betri en flestir aðrir, feitur eður ei. En svona er þetta - það er auðvelt að vera bitur eftir á.

Veit ekki alveg hvað er að gerast með hann Sævar C. Ég og Lára vorum farin að hlakka til að sjá uppfærslu hans á Kardimommubænum í Kristjaníu í kringum jólin en svo er hann bara hérna á Íslandi að ógæfast eitthvað. Minnir mig á það þegar ég og Ölli ákváðum að kíkja í einn öllara á Dillon fyrir nokkrum árum. Það fyrsta sem blasti við okkur þegar við opnuðum hurðina á staðnum var Sævar, skælbrosandi. Hann benti okkur á að það væri ljósmyndasýning á efri hæðinni og hvort við ætluðum ekki að kíkja á? Eitthvað var ég efins en Ölli kom fyrir mig vitinu með einni stuttri setningu: "Ef Sævar C. vill að þú kíkir á ljósmyndir þá KÍKIR þú á ljósmyndir!" sagði hann. Auðvitað var það alveg rétt hjá honum.

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Skúli

Gamli bekkjarbróðir minn og æskuvinur Skúli er án efa maðurinn til að halda með í Idolinu. Djöfull er miklu skemmtilegra að horfa á þetta þegar maður kannast við einn af keppendunum. Allt annað líf hreinlega. Ég þarf nú varla að taka það fram að ég býst við því af lesendum mínum að þeir geri allt sem í þeirra valdi stendur til að greiða leið Skúla í úrslitin. Leggjumst nú öll á eitt. Framtíðin er björt, framtíðin er Skúli!

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Á sama tíma að ári

Dem! Klikkaði enn einu sinni á að hringja sprengjuhótun á Edduverðlaunin. Þetta má ekki gerast aftur.

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Ókeiiiiiiiii......

Núna rétt áðan hitti ég gamla bekkjarsystur mína hérna á Þjóðarbókhlöðunni og við tókum tal saman. Í þessu örstutta samtali sem við áttum tókst henni á aðdáunarverðan hátt að segja"ókeiiiiiiiii" 4 sinnum;

1.
Hún: Hvað ertu að læra?
Ég: Félagsfræði
Hún: Ókeiiiiiiiiii!

2.
Hún: Áttu mikið eftir?
Ég: Nei
Hún: Ókeiiiiiiii!

3.
Hún: Býrðu ennþá í Þingholtunum?
Ég: Nei, á Vesturgötunni
Hún: Ókeiiiiiiiiii!

4.
Hún: Ertu oft hér að lesa?
Ég: Það kemur fyrir
Hún: Ókeiiiiiiiiiii!

Nú hef ég svo sem ekkert á móti þessu orði - ókei, en það fer í mínar fínustu taugar hvernig meginþorri ungs fólks notar það um þessar mundir. Ókei er fínt orð. Ef einhver segir t.d. við mig: "hei Kjarri, ég ætla út í sjoppu - ég kaupi Maltöl og Fetaost fyrir þig eins og venjulega!" þá svara ég að bragði: "ókei" - til að kvitta fyrir það að ég hafi heyrt í viðkomandi, skilið það sem hann sagði og sé sáttur við ráðahaginn. Þau ókei sem ég læt út úr mér eru stutt og og laggóð. "Ókei!" Nú um stundir notar fólk þetta orð í tíma og ótíma í samtölum sín á milli í stað þess að segja bara "já, já" eða "einmitt" eða eitthvað í þeim dúr og það böggar mig - en þó ekki eins mikið og það böggar mig hvernig fólk segir þetta: "ókeiiiiiiiii." Það er erfitt að lýsa málrómnum nákvæmlega en mig grunar að þið skiljið hvað ég á við. Þetta er eitthvað svo hryllilega amerískt og viðbjóðslegt, og það sem verra er;, það virðast bókstaflega allir gera þetta. Ég veit ekki alveg hvernig ég slapp við þetta helvíti en mig grunar að ég hafi verið búsettur erlendis þegar þessi viðbjóður hófst - í það minnsta man ég ekki eftir að hafa orðið var við þennan faraldur áður en ég fór út og ég man vel eftir fyrsta skiptinu sem þetta truflaði mig alvarlega; þá fékk ég senda vídeóspólu í flugpósti með einhverjum þætti sem mig langaði til að sjá og aftast á spólunni hafði slæst með hluti úr þættinum Ísland í Dag. Þá var Andrea Róberts við stjórnvölinn og var að taka viðtal við einhvern aðila sem ég kann ekki frekari deili á (ætli það hafi ekki verið konan sem hún spurði á svo eftirminnilegan hátt hvort það væru margir Íslendingar sem smituðust af krabbameini á ári hverju), en ég hjó eftir því að eftir hvert einasta svar tónaði Andrea svo hrollur fór um mig allan: "ókeiiiiiiiiiiiiii". Þá hélt ég auðvitað að þetta atferli væri bundið við Andreu og mögulega nokkrar misvitrar vinkonur hennar - mig grunaði ekki að þegar ég kæmi heim til Íslands u.þ.b. ári síðar væri nánast hver einasti Íslendingur á aldrinum 5 til 35 ára farin að apa þetta eftir henni. Ég reyndi lengi að leiða þetta hjá mér en nú er svo komið að ég get hreinlega ekki orða bundist.

Nú er ég alls enginn málfarsfasisti og hundleiðist fólk sem er sýknt og heilagt að leiðrétta mig. Ég sletti eins og aðrir, bæði ensku og dönsku og m.a.s. stöku sinnum sænsku. En það er eitthvað við þetta andskotans "ókeiiiiiii" sem fer alveg hreint voðalega í mig. Ég veit ekki alveg af hverju. Elskuleg kærasta mín tók eftir því að ég byrjaði að svitna og skjálfa í hvert sinn sem hún notaði þetta og er blessunarlega farin að hætta því, a.m.k. í námunda við mig, en sömu sögu er ekki að segja af flestum öðrum. Þetta er farið að taka á taugarnar og því vil ég nýta mér þennan vettvang til þess að hvetja fólk til að hætta þessu. Ég hef ákveðið að gefa ykkur rúman tíma til að venja ykkur af þessu - heila 2 mánuði. Ef þetta verður ekki komið í lag þá neyðist ég til að grípa til örþrifaráða. Þau ráð felast í því að ég mun taka upp á því við hvern þann sem bombardar mig með "ókeiiiiiiiiii"-um að bombarda viðkomandi á móti með einni verulega slæmri klysjusetningu út bandarískri bíómynd. Þetta er auðvitað neyðarúrræði - nauðsyn brýtur lög. Ég er dusilmenni - en ekki algert dusilmenni þannig að ég hef ákveðið að leyfa ykkur, lesendum, að velja klysjuna. Þessar 3 klysjur eru í boði: (vinsamlegast kjósið í Klæng Sniðuga)

1. Smmmokkinnnnnn!!!! (Jim Carrey í The Mask)

2. Un-fuckin´-believable - OH!!!! (Andrew Dice Clay í Ford Fairlane)

3. Gooooood Morning Vietnaaaaaaam!!!! (Robin Williams í Good Morning Vietnam)

Hljómar illa, ekki satt? Ég hef fulla trú á því að okkur takist með samstilltu átaki að ná markmiðinu:

ÓKEIIIIII-LAUST ÍSLAND 2005

Góðar stundir.
Endur fyrir löngu...

Ekki veit ég hvers vegna í ósköpunum ég ákvað að kanna það hvort þessi síða væri til en hún er.....tja, barasta þó nokkuð sniðug. Finnst mér a.m.k., en hafa verður í huga að ég er asni.

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Blandan mín og blandan þín - Egils Malt og kókaín

Jólagjafalistinn minn er tilbúinn:

1. Flavor Flav vekjaraklukka
2. Sokkar
3. Nærbuxur

Svo væri líka töff ef þið nenntuð að kjósa myndina Síðasti Bærinn e. Rúnar Rúnarsson sem bestu stuttmyndina á Edduviðbjóðnum. Ég lít á það sem perónulegan greiða. Ég mæli einnig með því að þið kjósið Samúel Örn Erlingsson sem sjónvarpsmann ársins, en það er auðvitað undir ykkur komið. Mikið helvíti er þetta blogg mitt annars orðið þreytt og ömurlegt. Ég lofa því að bæta mig.

mánudagur, nóvember 08, 2004

AK 28 is a tool

Hvað gætu ég, Haraldur Örn Ólafsson pólfari, Toshiki Toma - prestur nýbúa og Bonnie Raitt söngkona mögulega átt sameiginlegt? Jú, þú átt kollgátuna! Við eigum öll afmæli í dag. Eða eins og Haukur heitinn Morthens orðaði það...

...Go, go, go, go Go, go, go shawty
It's your birthday
We gon' party like it's yo birthday
We gon' sip Bacardi like it's your birthday
And you know we don't give a fuck
It's not your birthday!

Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast okkar er bent á söfnunardeild Sjás Eins. Við vitum að það er aumingjalegt að biðja áhorfendur um peninga - þess vegna leitum við til ykkar í þetta eina skipti.

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Einvígi aldarinnar

Steingrímur Joð og Anders Fokk Rassgatsen í böggi. Siggi Kári hneykslaður á bögginu.

Þetta eru þrír þungavigtarmenn í leiðindum. Bögg þeirra í millum lofar stinkþeytingi um víðan völl. Meiri en í USA.

Búskmaðurinn vinnur í nótt - ég er til í að veðja aleigunni upp á það.
Það sem allir hafa verið að bíða eftir: Fleiri mongólítaspurningar- og svör um mig!!! Jibbí.

1) ever had a song written about you? - Grunar sterklega að Frank heitinn Svampfrakki hafi a.m.k. haft mig í huga þegar hann samdi "Dancin´Fool".

2) what song makes you cry? – Den Allersidste Dans m. Kim Larsen

3) what song makes you happy? – Öll lög með Svölu Björgvinsdóttur

4)

height - 1.80
hair color – sauðalitur
eye color - blár
piercings - nei
tattoos - eitt já
what are you wearing? – strigaskór, gallabuxur og Magic Johnson bol
what song are you listening to? – ekkert eins og er
taste is in your mouth? - tyggjó
whats the weather like? – ládautt, 8 stiga hiti og slydda
how are you? – þreyttur
get motion sickness? – nei
have a bad habit? – já heilan helling af þeim. Ég bora t.d. í nefið í gríð og erg
get along with your parents? – það fer eftir aðstæðum
like to drive? – ef ég get reykt og hlustað á tónlist á meðan er það fínt
boyfriend – nei
girlfriend – Lára
children? – nei
had a hard time getting over somone? – nei
been hurt? – Já
your greatest regret? – að hafa ekki lært á hljóðfæri
your cd player has in it right now? – The Head on the Door með Cure
if you were a crayon what color would you be? - Blár
what makes you happy? – Lára
whats the next cd you're gonna get? Pétur Kristjáns að syngja lög Kim Larsen

seven things in your room? sjónvarp, græjur, rúm, málverk, inniskór, cheerios pakki og tyggjó

seven things to do before you die... fara á tónleika með: Pogues, Proclaimers, Sex Pistols, Doors, Snoop Dogg, ELO og Kalla Bjarna

top seven things you say the most... já, nei, ha?, hahaha!, Lára

do you...

smoke? - já
do drugs? - nei
pray? - nei
have a job? – nei
attend church? – nei
have you ever....
been in love? - já
had a medical emergency? - nei
had surgery? - nei
swam in the dark? - já
been to a bonfire? - já
got drunk? - já
ran away from home? - nei
played strip poker? - já
gotten beat up? - ekki alvarlega
beaten someone up?- nei
been onstage? - já
pulled and all nighter? - já
been on radio or tv? - já
been in a mosh pit? - nei

do you have any gay or lesbian friends? - já

describe your...

first kiss – man ekki nógu vel
wallet - svart
coffee - mikil mjólk, mikill sykur
shoes – grænir strigaskór
cologne – CK One

in the last 24 hours you have...

cried - nei
bought anything - já
gotten sick - nei
sang - já
been kissed - já
felt stupid - já
talked to an ex - nei
talked to someone you have a crush on - nei
missed someone - já
hugged someone – já

Þetta var langt. Og að sama skapi leiðinlegt.
Það er greinilega fylgst með manni.

sunnudagur, október 24, 2004

Jamm. Fullt af fínum ábendingum í Klæng í sambandi við bíómyndirnar. Kalli er með ítarlegan lista yfir þær myndir sem hann telur standa upp úr á síðustu 3-4 árum og get ég verið sammála því að ýmsar þar eru fínar, t.d. fannst mér Last Samurai og Passion of Christ ágætis ræmur og The Pledge er frábær. Við vorum þó aðeins sammála um að ein mynd ætti heima á listanum og það er Lilya 4-ever. Af hinum myndunum sem Kalli nefnir (Vanilla Sky, The Pianist, Beautiful Mind, Unfaithful, The Day Reagan was Shot, Sum of All Fears og Goodbye Lenin) hef ég einungis séð Vanilla Sky og ég skeindi mér nú bara á henni. Addi segir að það vanti fullt hjá mér og nefnir ýmsar myndir til sögunnar; Donnie Darko (ekki séð), Kill Bill (ágætur fyrripartur en ekkert æði), Lord of Ringo Starr: The Return of B.B. King (hef ekki séð hana frekar en aðrar myndir úr þessum þríleik), Requiem for a dream (djöfulli öflug mynd, en ekki alveg nógu góð til að meika það á listann minn), Spirited away (Spiri who?! Aldrei heyrt á þetta minnst), Mulholland Drive (ekki séð) og Punch Drunk Love (hún er góð, komst nærri listanum en vantaði örlítið upp á). Addi sér líka ástæðu til að efast um réttmæti þess að hafa School of Rock á listanum en ég trúi því hreinlega ekki að nokkur sem hefur séð þá mynd hafi ekki heillast upp úr skónum. Eva Huld minnist á Capturing the Kinky Friedmans sem ég hef ekki séð. Hefði átt að smella mér á hana í bíó í staðinn fyrir hina leiðinlegu Supersize Me. Hún talar líka um Dirty Pretty Things sem ég hef ekki heldur séð. Eins og sjáið er ég ekkert voðalega duglegur við að fara í bíó og er því alls ekki í neinni aðstöðu til að gera svona lista sem taka má mark á. Ég steingleymdi hinsvegar einni mynd - hinum magnaða fjallgönguheimildartrylli Touching the Void. Hún er ótrúleg, ótrúleg alveg hreint. Sérlega eftirminnilegt er atriðið þar sem annar tjallinn lýsir þeirri reynslu að fá ofsjónir og ofheyrnir eftir að hafa skrölt fótbrotinn og hlandblautur yfir óbyggðir án matar og drykkjar í marga daga sem "odd...........very odd." Það er hætt við að einhverjir kanar hefðu notað örlítið dramatískari lýsingarorð. En jæja, takk fyrir ábendingarnar. Bæjó.

fimmtudagur, október 21, 2004

Orð dagsins

Enginn er spámaður í sínu föðurlandi nema á stuttum nærbuxum sé

- Hermann Gunnarsson.
Biffen

Ég var í afar leiðinlegum tíma áðan og fór að hugsa um hversu fáar virkilega góðar bíómyndir ég hef séð á síðustu árum. Ég hugsaði mikið og lengi um þetta, enda kennslustundin jafn löng og hún var leiðinleg. Ég komst að raun um það að á síðustu 3-4 árum, eða síðan 2001, hef ég séð 10 verulega góðar myndir. Auðvitað hef ég séð nokkrar ágætar, fyndnar o.s.frv. en einungis 10 sem hafa heillað mig verulega og skilið eitthvað eftir sig, sannkallaðar 5 stjörnu myndir. Þær eru:

Elling (2001)

Yndisleg mynd um yndislegt fólk og manni líður yndislega meðan maður horfir á hana og finnst manni vera yndislegur í smá tíma eftir að hafa horft á hana. Það er ekki létt verk.

Adaptation (2002)

Fór á hana þunnur í Köben og leið verulega skringilega á eftir. Sannkallað meistaraverk - frumlegt handrit og leikurinn sérlega góður. Nicholas Cage, Chris Cooper og Meryl Streep eru alla jafna vonlausir leikarar, en ekki í þessu meistarastykki.

All or Nothing (2002)

Assgoti fínt þunglyndi frá Mike Leigh. Hans besta mynd by far.

City of God (2002)

Mögnuð mynd um vopnuð börn í Brasilíu. Mjög svo töff - á alla kanta.

Lilja 4-ever (2002)

Það á ekki af honum Lukas Moodyson að ganga. Fucking Amal og Tilsammans eru báðar mergjaðar og þessi ekki síðri. Ein áhrifamesta mynd sem ég hef séð - á því leikur enginn vafi. Hvernig fær hann litla krakkagrislinga til að leika svona vel?

24 Hour Party People (2002)

Leikin heimildarmynd (en samt ekki) um tónlistarlífið í Manchester frá árdögum pönksins fram til miðbiks 10. áratugarins. Ótrúlega skemmtilega gerð mynd og Steve Coogan fer á kostum sem Tony Wilson. Tónlistin meiriháttar. Partý!

American Splendour (2003)

Þrælgóð mynd um ofurlúða sem hefur allt á hornum sér. Paul Giamatti er ómótstæðilegur í aðalhlutverkinu.

Finding Nemo (2003)

Ég er ekkert mikið fyrir teiknimyndir en þessi finnst mér meiriháttar. Ég veit ekki alveg af hverju - hún er bara svo djöfulli krúttuleg, og bráðskemmtileg.

School of Rock (2003)

Jack Black er hreint stórkostlegur sem tónlistarnörd sem kennir börnum að rokka á nördalegan hátt. Ef hugtakið "feel-good movie" á einhverstaðar við þá er það hér.

Metallica: Some Kind of Monster (2004)

Mögnuð heimildarmynd og ein sú besta sem ég hef séð úr þeim geiranum. Metallicu-liðar eru nánast hlægilega miklir hommar bak við tjöldin. Stanslaus skemmtun.


Þannig er nú það. Þetta eru þær 10 myndir sem hafa heillað rassinn á mér upp úr buxunum á síðustu árum. Það skal nú alveg viðurkennast að ég hef verið fremur latur við að smella mér í bíó í seinni tíð og ég hef eflaust misst af heilum helling af meistaraverkum. Svo er ég alveg pottþétt að gleyma fullt af eðalmyndum. Ábendingar um slíkar eru vel þegnar.

miðvikudagur, október 20, 2004

Halli var sá eini sem svaraði spurningu gærdagsins rétt. Ég og bandarískar húsmæður eigum það vitaskuld sameiginlegt að vera "æst í Íþróttaálfinn."

Haraldur hlýtur að launum miðann sem á stendur nýja PIN-númerið mitt. Honum er svo frjálst að nota það að vild.

þriðjudagur, október 19, 2004

Spurning dagsins:

Hvað eiga ég og bandarískar húsmæður sameiginlegt?

Svör óskast í Klæng Sniðuga.

mánudagur, október 18, 2004

Sweet dreams are made of this

Í nótt dreymdi mig Kalla Bjarna, Jón Sigurðsson (500 kallinn), Andreu Róberts og Betu Rokk. Þau voru öll eitthvað að sýsla úti í Viðey.

Af hverju getur mig ekki dreymt erlendar, glamorous stjörnur á exótískum stöðum? Jeff Lynne í Legolandi væri t.d. vel þegið.


miðvikudagur, október 13, 2004

Kim

Jæja, það lítur út fyrir að jólin geti jafnvel orðið þolanleg í ár. Sjálfur meistari meistaranna, Kim Larsen, ætlar að gefa út jólaplötu, og það á sjálfan afmælisdaginn minn þ. 8. nóvember. Guð blessi Kim. Þessi plata, sem ber hið frumlega nafn "Jul & Nytår", er langefst á óskalistanum mínum í ár. Hún skal sko fá að hljóma, ó já! Næst á eftir Kim á óskalistanum eru svo plöturnar með Kalla Bjarna og Nylon og svo langar mig í einhvern flottan kaffibolla, ég er nefnilega að safna þeim. Ég er hættur að biðja um Snoop Dogg dúkkuna því það virðist ekki skipta máli hversu oft ég set hana á listann - ég fæ hana aldrei.
Buddy

Ég var að rölta niður Laugaveginn um daginn og sá þar mann sem var að selja geisladiska á götuhorni. Ég leit á úrvalið hjá honum og sá að hann bauð til sölu 3 diska safn með Buddy Holly á aðeins 1000 krónur. Ég er mikill Buddy maður og var því spenntur fyrir þessu - lagalistinn leit vel út og verðið fjandi gott. Það var einungis eitt sem böggaði mig - framan á disknum stóð: "The Best of Buddy Holly & The Picks." Ég hafði nefnilega alla tíð staðið í þeirri trú að hljómsveitin hans Buddy Holly hefði heitið The Crickets en ekki The Picks. Ég ákvað að kanna málið og orðaskiptin milli mín og sölumannsins voru eitthvað á þessa leið:

Ég: "Sæll, er þetta ekki eitthvað dúbíus diskar?"
Hann: "Nei."
Ég: "Hverjir eru The Picks?"
Hann: "Nú, hljómsveitin hans Buddy!"
Ég: "Hét ekki hljómsveitin hans The Crickets?"
Hann: "Jú. Og líka The Picks."

Sölumaðurinn var svalur og horfði á mig ísköldu augnaráði. Við þessu gat ég lítið sagt. Ég vildi ekki opinbera heimsku mína ef raunin hefði svo verið sú að Buddy hefði spilað með The Picks í fjöldamörg ár án þess að ég vissi af því. Ég var þó nokkuð viss um að svo væri ekki - en sölumannviðrinið hlýtur að hafa dáleitt mig því ég keypti fjárans diskana. Þegar ég svo smellti þeim undir geislann heima hljómuðu þeir nokkuð vel um stund þangað til ég fór að taka eftir einhverjum skringilegum bakröddum sem ég hafði aldrei heyrt áður í lögunum. Ég fór þá að lesa innan í umslagið (sem ég gat auðvitað ekki gert á staðnum því diskarnir voru rígplastaðir í bak og fyrir) og komst þá að því að þetta var samansafn af bestu lögum Buddy Holly með bakröddum sem þessir andskotans The Picks höfðu bætt inn á lögin árið 1984 - heilum 25 árum eftir andlát Buddy Holly. Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu vel hallærislegar karlakórabakraddir passa vel við hin fullkomnu popplög Buddy Holly, svona: "úúúúvapp, úúúúvapp, vapp, vapp, aaaaaaaaaíííííí" kjaftæði. Þetta gerir diskana auðvitað gersamlega óáhlustanlega, og sjálfan mig reiðan og 1000 krónum fátækari. Mórallinn er: ekki kaupa diska af götusölum. Reynið bara að forðast götusala eins og heitan eldinn og ef þið neyðist til að labba framhjá einum slíkum - hrækið þá á hann.
Henke

"Íslendingar eru sterkir og duglegir og eiga þar að auki mjög góða og einkar hávaðasama áhorfendur sem standa vel við bakið á þeim og mynda rosalega stemmningu."

Been doing a little boozing have you Henrik! Huh! Suckin back on grandpas old cough medicine?!!!

Annars er ég að fara á völlinn á eftir ásamt Himma. Hann heldur með Svínum, afsakið, Svíum í leiknum. Ég held hinsvegar með Íslandi. Af hverju? Nú, ég er Íslendingur! Og það skiptir ekki máli hversu hrottalega illþyrmilega íslenska landslið mun nokkurntíma sökka (ekki að það geti sökkað mikið verr en um þessar mundir) - ég mun alltaf styðja þá. Gegn Svínum, þ.e.a.s. Það er auðvitað borin von að þessir þjálfararæflar muni nokkurtíma velja rétta menn í liðið - og hvað þá í byrjunarliðið - en Veigar Páll gæti kannski gert einhverjar skráveifur á þessum fjórum mínútum sem hann er vanur að spila í hverjum leik. Að setja þennan mann ekki í byrjunarliðið er einfaldlega óskiljanleg ákvörðun. Ég er samt Bjartur í Sumarhúsum og spái markalausu jafntefli. Nema auðvitað að Veigar Páll byrji inni á. Þá vinnum við 3 - 0.

Skellti mér á Bubbamyndina um daginn. Hún er skemmtileg en alls ekki vönduð. Hún reynir líka að vera fyndin en er það alls ekki, a.m.k. ekki þegar hún reynir að vera það. Samt skylduáhorf.

Dodgeball er hinsvegar ekki skylduáhorf. Hún nálgast það m.a.s. að vera skylduóhorf. Nær því þó ekki alveg.

Kveðja,

Kjartan Frímann Guðmundsson

þriðjudagur, september 28, 2004

Greg (rass)Kinnear heldur sínu striki í ofsóknum sínum á hendur mér. Það eitt og sér er slæmt, en lengi getur vont versnað. Nú hefur hann fengið Andie McDowell í lið með sér. Greg svífst greinilega einskis því Andie er vafalaust allra leiðinlegasta leikkona sögunnar og hefur alla tíð farið í mínar fínustu taugar. Kannski væri ráð að hætta að horfa á Bíórásina?
Ég fór í Rúmfatalagerinn áðan til að skoða þvottagrindur. Ætli ég lýsi þeirri reynslu ekki best sem "ofsafenginni skemmtun." Þar stóð ég frammi fyrir því að velja á milli tveggja tegunda af grindum. Önnur heitir "Ego" og hin "Falco". Þetta er erfitt val, en um leið þægilegur höfuðverkur. Ætli Ego verði ekki fyrir valinu - sérstaklega þar sem ég er einmitt á leiðinni á tónleika með Ego á Nasa á föstudagskvöld. Fyrir viku fór ég á Mannakorn í Salnum og vikuna þar áður á Grafík í Austurbæ. Ekki ónýtur árangur og ná þremur af goðsagnakenndustu íslensku sveitunum í sama mánuðinum. Nú bíð ég bara spenntur eftir því að Tennurnar hans afa drífi sig í reunion túr. Hver vill koma með á Ego? Upphitun heima hjá mér ef áhugi er fyrir hendi. Þar mun Bubbi flæða eins og vín. Yndislegt!
Hönnunarslys!!!

hvað er að ske? Þetta er viðbjóðslegt ferlíki maður. Hreint og beint ógeð. Á að drepa mann lifandi hérna?

mánudagur, september 20, 2004

Mér þykir Greg Kinnear leiðinlegur leikari. Þessvegna þykir mér afar leiðinlegt að geta ekki með nokkru móti kveikt á sjónvarpinu án þess að hann sé á skjánum. Mannhelvítið er búið að ofsækja mig síðustu 10 daga eða svo. Þetta er náttúrulega bilun!

föstudagur, september 17, 2004

Hversu unaðslegt er það að dreyma djús, vakna sárþyrstur og eiga hátt í 20 lítra af djús í ísskápnum til að svala sér á?

Svar: Mjög unaðslegt.


laugardagur, september 11, 2004

Fór á Grafík tónleika á fimmtudaginn. Helgi Björns er snillingur. Annars er ég bara upptekinn við að búa til mix spólur handa vinum mínum. Langar einhverja fleiri í? Pottþétt stöff fyrir þessar löngu keyrslur á Hnífsdal.

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Af bubbi.is:

Pistill fra Bubba M
9-9-2003

Jæja gott fólk nú er haustið komið og ég Er að gera mig kláran nú er það tónleikaferð sem kemur til með að stand í 2 mánuði platan 1000 kossa nótt kemur út 6 okt ef altt geingur eftir þá er ég búin að loka þessum 3 plötum um fjölskilduna Lífið er Ljúft Sól AÐ Morgni og 1000 kossa nótt fer að vinna í síðuni og læt ykkur fylgjast með Bubbin

Fæst orð hafa minnsta ábyrgð.

Egó á Hafnarbaffkkanum á laugardagskvöldið kl. 22.30. Ég er speffnntur yfir þessu, ég verð að segja það. Egó er tvímælalaust besta hljómsveit Íslandssögunnar. Auðvitað hefði verið skeffmmtilegra að hafa uffpprunalega lænöffppið með Beffgga og Þorleif í uffrrandi stuði en, eins og Rofflling Stones orðuðu það: "Undercover of the Night." Ég mæti í stuði á niður á höfn á laugardagskvöldið og heimta að fá sem flesta Egóista með mér. Búum til stemmningu kraffkkar! Höfum gaman! Líf og fjör! Allir í góðum gír! Hafið samband við mig og við gerum gofftt úr þessu. Ég fer einungis fram á eitt: Effkki, fyrir alla muni, gleyma góða skapinu. It´s ON like Donkey KONG, beeeyatch!

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Jó! Nýi þjálfarinn að eyðileggja Liverpool liðið. Hvað er eiginlega að manninum? Veit hann ekki að Murphy er einn af mínum uppáhaldsgæjum? Svo ætlar hann að selja Owen líka þessi fáráðlingur. This will not stand, this aggression against Kjarri will not stand, man.

Annars er bloggletin í mér í sögulegu lágmarki þessa dagana. Er að fara að sjá fitty rúgbrauðið í höllinni á eftir, vona að hann verði betri en Pink, sem olli mér smá vonbrigðum. Fifty er reyndar hálfgerður hommi, en ég á von á góðum tónleikum.

Mér líður vel, betur en mér hefur liðið í áraraðir. Já, Hemmi minn.

mánudagur, júlí 26, 2004

Baneitrað Samband á Njálsgötunni...

er subbulega fyndin bók.
Deuce Bigalow er óþyrmilega fyndin mynd.

"You know, Antoine's got a really bad temper. One time, I dropped  cigar ash on his carpet, and he made me pick it up..........with my anus!"

Í næstu mynd skellir hann sér til Amsterdam. Ætti að geta virkað.