miðvikudagur, júlí 24, 2002

Hálftími eftir - Snorri og Kalli kíktu hér við áðan til að kasta kveðju á mig og Snorri lánaði mér risastóran KR fána til að hafa með mér til Köben til þess að eiga ekki á hættu að gleyma rótum mínum meðal baunanna. Hvílíkur öðlingur. Það þarf ekki annað en að verða vitni að slíkum höfðingsskap og náungakærleik til að fá sína fullvissu um það að okkur (og með "okkur" þá meina ég við fólkið í heiminum) vegnar bara nokkuð vel sem samfélagi. Það eru svona hlutir sem gefa lífinu gildi. Áfram KR!!!
Jæja - núna er ég formlega orðinn bauni - svona næstum því. Prinsinn af bauninni a.m.k.
Spurning dagsins: Hvaða landsfrægi grínari sendi mér þennan póst?:

Ég skil ekki af hverju þú ert eitthvað smeykur við Hagstofuna, þar sem þú
ert bæði mjög hagmæltur og fyrrverandi nemandi í hagaskóla. Reyndu bara
að haga þér vel.

Sigríður Hagalín

Ekki endaþarmur að gera í dag og er það vel. Er að reyna að herða mig upp í að skreppa niður á Hagstofu og tilkynna aðsetursskipti en það er bara eitthvað við þetta hús og þessa stofnun sem hræðir úr mér líftóruna.
Fínt veður hérna in Reykjavik, Iceland he he he he he......
Ég er enn með ræpu. Það er eins gott að ég verði búinn að jafna mig áður en ég stíg upp í flugvélina. Þegar ég flaug til Amsterdam í júní 2000 þá sat ég í gluggasæti og við hliðina á mér sátu tveir feitir, fullir og leiðinlegir Íslendingar. Þar sem þetta var morgunflug var ommiletta í matinn. Hún fór svona heiftarlega í magann á mér og ég þurfti sífellt að vera að klöngrast framhjá feitu félögunum til að komast á klósettið. Þeir urðu að vonum fúlir enda í góðum fíling að búsa og svona. Þeir voru alltaf að nöldra og hreyta einhverjum ónotum í mig - spyrja hvorn annan "Hvað er að drengnum?" svo ég heyrði til og fleira sniðugt. Þetta var í stutu máli ömurleg lífsreynsla sem ég vil aldrei lenda í aftur.
Smá áheit: Ef Gérard Houllier ákveður að selja Patrik Berger frá Liverpool eftir að hafa losað sig við Robbie Fowler á sérlega ósmekklegan hátt í október í fyrra, þá mun ég taka mér ferð á hendur til Liverpool og ekki una mér hvíldar fyrr en froskhelvítið hefur étið a.m.k. 3 kílógrömm af blöndu af sínum eigin hægðum og mínum.
Hádegismaturinn minn - Amerískur Baconbúðingur með kartöflum, grænmeti og sultu + 2 sykurlausir appelsínu Svalar. Vart þarf að taka það fram að Sveinn Þormóðs hlaut athygli mína óskipta eftir þennan viðbjóð.
3 bestu Kim Larsen lögin:

1. Susan Himmelbla
2. Papirsklip
3. Haveje

Um að gera að drífa sig á netið og dánlóða.
Andskotans. Var að uppgötva að Kim Larsen tónleikarnir sem ég ætlaði á á laugardaginn eru í Roskilde en ekki í Köben. Jæja skítt með það - það ættu nú örugglega að bjóðast fleiri tækifæri til að sjá Kim á heilu ári í Baunabyggð.
Coldplay er eitt leiðinlegasta band allra tíma - ef ég hitti þá einhverntímann á förnum vegi mun ég lúskra á þeim öllum með tölu.
Bull og rugl - að sjálfsögðu hef ég kynnst betri kúkunarbók en Á Hælum Löggunnar, ég bara gleymdi mér et öjeblik. Reynir Pétur kúkbókmenntanna er að sjálfsögðu "Bubbi" eftir Silju Aðalsteinsdóttur og Ásbjörn Morthens. Mér er til efs að nokkur bók hafi verið lesin við skítafýluna úr fleiri alls óskyldu fólki en einmitt þetta snilldarverk - a.m.k. þekki ég allavega 4 sem hafa það að reglu að lesa hana minnst 3 á ári - á klóinu.
Er búinn að eyða megninu af deginum hingað til á tojaranum - byrjaði daginn á að kúka. Það hefur ekki komið fyrir mig svo árum skiptir. KveðjuNonninn í gær hefur greinilega ekki verið að gera gott mót í maganum á mér yfir nóttina, enda ekki skrýtið - hann var helvíti massífur. En fyrir þá sem eiga eftir að kúka í nánustu framtíð mæli ég með bókinni "Á Hælum Löggunnar - Sveinn Þormóðsson blaðaljósmyndari í hálfa öld". Betra klósettlesefni hef ég ekki kynnst - bókin er troðfull af örstuttum skemmtisögum og stórmerkilegum ljósmyndum glæsimennisins Sveins. 3 og hálf - ekki question.
Síðasti dagurinn í vinnunni - lítur út fyrir að ætla að verða rólegur dagur en ég hef svosem lært af biturri reynslu að engu er óhætt að treysta í þessum málum. Þetta lítur reyndar út fyrir að ætla að verða einn af þessum celebrity dögum hér í Samskiptum. Klukkan er rétt rúmlega 10 og nú þegar hafa rekið inn trýnið eftirfarandi celebs: Guðrún Ásmundsdóttir leikkona, Jóhann Sigurðarson leikari, Ragnar Bragason leikstjóri og Baltasar Kormákur fífl. Öll höguðu þau sér skikkanlega nema Balti sem var með einhvern skæting, en ég barði hann nú.

þriðjudagur, júlí 23, 2002

Fáránlega mikið að gera hérna. Frekar illþolandi þegar maður þarf að vera að stússast í allskyns hlutum eins og að rífast við lánasjóð, fara á hagstofuna, vesenast í banka og svona leiðindadót.
Ég strækaði á að fara á Men in Black í gær - ég fann bara ekki minnstu löngun hjá mér til að sjá þessa mynd. Líklega hefur mig aldrei langað jafn lítið til að sjá eina kvikmynd og þessa. Ég þoli ekki Villa Smith og ég er ekkert brjálæðislega hrifinn af Tommy Lee heldur. Daði segir samt að hún hafi verið ágæt - en ég legg engan trúnað á slíkt. Auk þess verð ég að fara að venja mig á ýmsar sparnaðarleiðir - ég komst að því í gær að ég fæ ca. 2 krónur í námslán á mánuði meðan ég verð úti í Köben. Það verður því víst lítið djammað og djúsað.
Mætti of seint næstsíðasta daginn í vinnunni - ótrúlegt að geta ekki rifið sig upp á rassgatinu þegar maður veit að maður verður í yfir 20 stiga hita og sól eftir 3 sólarhringa. Ég er að velta því fyrir mér hvað á að verða það fyrsta sem ég fæ mér að borða í köben. Þrennt kemur helst til greina; Pulsa (klassískt), Smörrebröd (jafnvel enn klassískara) eða Burger King (hreint ekki klassískt en í miklu uppáhaldi hjá mér engu að síður.

mánudagur, júlí 22, 2002

Nú ætla ég heim. Valið um kvöldmat stendur eins og staðan er á milli Cocoa Puffs og brauðs með túnfisk. Ætli kakóið verði ekki ofan á.
Núna er ég kominn með samviskubit yfir því að hafa verið að dissa Lindu Bellere af því að hún var náttúrulega fárveik manneskjan með leghálsbólgu eða ámóta huggulegan sjúkdóm. Svo er ég búinn að vera að tala illa um litlu leikkonuna Uglu Egilsdóttur og þá kemur í ljós að hún er með Tourettes syndrome. Ég er ekki þannig gerður að ég tali illa um veikt fólk og lýsi því hér með yfir að ég var illa haldinn af astma þegar ég skrifaði og sagði þessa hroðalegu hluti.
Samkvæmt þjóðskrá er Linda Bellere fædd 6. nóvember 1963.

Djöfull! Ég ætlaði að ná El Prumpos Pissos áður en ég færi út - það er víst útilokað héðanaf. Djöfull.
Vinir mínir tveir sem fóru á Lindu Bellere (við skulum kalla þá Halla og Ladda) höfðu samband og grátbáðu mig um að vera ekki að deila þessum leynilegu upplýsingum með alþjóð. Þeirra vegna ætla ég að koma málunum á hreint - Halli og Laddi riðu aldrei Lindu Bellere. Það er þá komið á hreint.
Hvað er málið með þessa Lindu Bellere? Þessi drusla hlýtur að þjást verr af athyglissýki en nokkur annar í heiminum. Getur hún ekki svalað athyglisþörf sinni á einhvern annan hátt en að troða sér á forsíðuna hjá Séð og heyrt undir fyrirsögnunum "ÉG ER ENGIN VÆNDISKONA" og "ER EKKI KOMIN MEÐ TYPPI"? Mér þykir sárt að segja það en þessi vesalings kona tengist mér á ákveðinn hátt - það hafa nefnilega tveir af vinum mínum sofið hjá henni - hversu ælulegt sem það kann að hljóma. Ég ætla ekki að ljóstra upp nöfnum þeirra hér en er reiðubúinn til að veita upplýsingar um þessi mál gegn vægri þóknun.
Ölli sendi mér link á einhverja Ska hátíð sem var haldin í Köben í mars. Þar sem ég er áhugamaður um Ska ákvað ég að senda gæjanum sem sér um hátíðina póst því mér lék forvitni á að vita hvort hátíðin yrði aftur haldin í mars á næsta ári. Þetta bréf fékk ég til baka u.þ.b. 10 mínútum seinna:

Hi Kjartan

The Copenhagen Ska Convention will most definetly be hold next year. I do not have a mailing list for the festival at the moment, but I can give you some links to keep you informed of ska shows.
www.stompede.dk - the most updated Danish skapage
www.skankitup.tk - Danish skasite in Eglish, with concert list too
www.lair.dk - Danish hardcore, punk and ska concert page.
If you wanna hang out or need someone to go to shows with let me know. The trombone player in my skaband is from Iceland too actually.
Do you play anything or can you sing?
What will you be studying?
hoped this helped
Lasse

Svei mér þá ef maður er ekki bara búinn að eignast vini áður en maður mætir á svæðið - og jafnvel kominn í hljómsveit líka. Ég er reyndar í Ska-sveit hérna heima sem ber nafnið Gróðurhúsaáhrifin - en við höfum aldrei æft. Vona bara að Lasse sé ekki einhver Hannibal Lecter. Það eru þó allar líkur á því.
Tók eitthvað próf á netinu - "Which Movie are you?" - og niðurstöðurnar komu mér mjög á óvart og ég er bara fremur skúffaður yfir þessu öllu saman. Girl Interrupted á víst að vera lýsandi fyrir minn persónuleika. Ég hef oft verið fúll en aldrei sem nú. Þetta er ömurleg mynd sem sýgur fret og kúk. Ég ætla aldrei að taka netpróf aftur á ævinni.
ég var að kveikja mér í rellu áðan og brenndi á mér augnhárin. Lykt af sviðnu hári er viðbjóður.
Ég gleymdi plötunni "Í Uppnámi" með Ceres 4. Hún er snilld.
Ég er búinn að fá húsnæði í Köben - Eriksgade 11, 4Th er nýja adressan mín. Ég kem til með að búa með gæja sem heitir Rune Bage (ég mun að sjálfsögðu einungis kalla hann Rúnar Þór eða bakaradrenginn) og ég held að hann sé á mínum aldri, a.m.k. um það bil. Hann er líka í félagsfræði þannig að þetta hljómar ágætlega - vona bara að Rúnki sé ekki einhver hnulli. Við erum annars að fara 3 saman, ég, Daði og Danni á fimmtudaginn - Þeir halda síðan áfram inn í Evrópu, Daði til Frakklands og Danni til Portúgal. Ég er strax farinn að bíða í ofvæni eftir fyrsta bjórnum á Leifi, en flestir sem ég þekki eru sammála um það að betri gerist bjórinn ekki en á Leifsstöð á leiðinni til útlanda. Það sem ég ætla að kaupa mér í fríhöfninni er; Winston vindlingar (fást ekki í Danmörku - ég verð að finna mér nýja tegund og þar koma Prince light, Marlboro og Viceroy sterklega til greina - reyndar laug ég að Rúnka að ég reykti ekki en whattaphuck), Flaska af Captain Morgan (til að sötra í baði á hostelinu sem við verðum á fyrstu næturnar), rakspíra (maður verður að setja á sig, þið skiljið) og eitthvað tónlistarblað til að lesa í vélinni ef dagskráin í sjónvarpinu verður jafn hundslöpp og þegar ég fór til Liverpool í mars (Frasier þáttur frá 1995 og einhver ömurlegur fjármálaþáttur). Annars finnst mér alltaf gaman að hlusta á músíkina í heyrnartólunum í flugvélum og sérstaklega barnarásina - síðast var Eniga Meniga í gangi og ég held að á engan sé hallað þegar ég fullyrði að það sé besta íslenska plata allra tíma.
Bestu íslensku plötur allra tíma - Topp 5:
1. Olga Guðrún - Eniga Meniga
2. Megas - Millilending
3. Purrkur Pillnikk - Ekki Enn
4. Dr. Gunni - Abbababb
5. Bubbi - Ísbjarnarblús
Ég áskil mér rétt til breytinga.
Í bloggi skemmti ég mér la la la la la la la la la la la la la la. Djöfullsins þungavigtar ofur nörri er maður orðinn. ég er þunnur, þreyttur og á allan hátt blúsaður EN!!! Gerpið Lee Bowyer kemur ekki til Liverpool og það eru bestu fréttir sem ég hef heyrt síðan kýrnar komu heim.
Og Ronan Keating líka að spila í Köben. Það verður nóg að gera.
The Wailers - gamla grúppan hans Bob Marley - eru að spila í Köben í september. Húrra!
Yo. Ný vinnuvika hafin - síðasta vinnuvikan mín hér í Samskiptum. Ég vinn í dag, morgun og miðvikudag og svo er ég bara floginn út á fimmtudagskvöld, takk fyrir. Ég hélt að það yrði skárra að vinna hérna eftir því sem starfslokin nálguðust en staðreyndin er allt önnur. Mér finnst þetta bara verða verra og verra og með þessu áframhaldi á ég eftir að ráðast á einhvern á miðvikudaginn. En svona er nú bara lífið, eða "c´est la vie" eins og Robbie Neville söng hér í den. Ég er að þróa og næra með sjálfum mér samviskubit og leiða yfir því að yfirgefa KR liðið á miðju móti og þeir á góðri leið með að vinna helvítið. Einhvertímann er allt fyrst, segi ég. Ó já.

sunnudagur, júlí 21, 2002

Ég datt í það í gær og fyrradag og ég er að fara að flytjast búferlum til Danaveldis, eða "Baunabyggðar" eins og gárungarnir kalla þetta land smjörs og brauðs. Ég hlakka mjög til en er einnig stressaður og á mörkunum á því að fríka út. Núna ætla ég hinsvegar að éta á mig gat.
Djöfull er þetta gaman. Jafnvel skemmtilegra en að setja hluti í rassinn á sér.
Halló Pabbi. Aldargamall draumur að rætast í þessum töluðu orðum. Ég er kominn með mitt eigið blogg og ætla að halda upp á það með því að borða Lasagna hjá Ölla og svo skreppum við máski á Vitann á eftir og fáum okkur bjór, eða "Öl" eins og Danir segja.