mánudagur, september 18, 2006


Take me back to dear old Blighty

Well, við erum rokin til Lifrarpolls. Þurfum að vísu að eyða einni nótt í ræpupleisinu Manchester fyrst en það ætti að sleppa ef við höldum bara nægilega þétt fyrir nefið til að finna ekki þennan megna skítafnyk sem umlykur Old Trafford og næsta nágrenni. Svo var Robbie Fowler búinn að lofa því að taka á móti okkur í Liverpool á þriðjudaginn. Hver veit nema maður bjóði honum upp á einn bjór á Cavern klúbbnum fyrir viðvikið. Vona samt að hann fari ekki að draga Paul McCartney með sér því hann er víst svo leiðinlegur með víni. Heyrumst.