Kim
Jæja, það lítur út fyrir að jólin geti jafnvel orðið þolanleg í ár. Sjálfur meistari meistaranna, Kim Larsen, ætlar að gefa út jólaplötu, og það á sjálfan afmælisdaginn minn þ. 8. nóvember. Guð blessi Kim. Þessi plata, sem ber hið frumlega nafn "Jul & Nytår", er langefst á óskalistanum mínum í ár. Hún skal sko fá að hljóma, ó já! Næst á eftir Kim á óskalistanum eru svo plöturnar með Kalla Bjarna og Nylon og svo langar mig í einhvern flottan kaffibolla, ég er nefnilega að safna þeim. Ég er hættur að biðja um Snoop Dogg dúkkuna því það virðist ekki skipta máli hversu oft ég set hana á listann - ég fæ hana aldrei.
miðvikudagur, október 13, 2004
Buddy
Ég var að rölta niður Laugaveginn um daginn og sá þar mann sem var að selja geisladiska á götuhorni. Ég leit á úrvalið hjá honum og sá að hann bauð til sölu 3 diska safn með Buddy Holly á aðeins 1000 krónur. Ég er mikill Buddy maður og var því spenntur fyrir þessu - lagalistinn leit vel út og verðið fjandi gott. Það var einungis eitt sem böggaði mig - framan á disknum stóð: "The Best of Buddy Holly & The Picks." Ég hafði nefnilega alla tíð staðið í þeirri trú að hljómsveitin hans Buddy Holly hefði heitið The Crickets en ekki The Picks. Ég ákvað að kanna málið og orðaskiptin milli mín og sölumannsins voru eitthvað á þessa leið:
Ég: "Sæll, er þetta ekki eitthvað dúbíus diskar?"
Hann: "Nei."
Ég: "Hverjir eru The Picks?"
Hann: "Nú, hljómsveitin hans Buddy!"
Ég: "Hét ekki hljómsveitin hans The Crickets?"
Hann: "Jú. Og líka The Picks."
Sölumaðurinn var svalur og horfði á mig ísköldu augnaráði. Við þessu gat ég lítið sagt. Ég vildi ekki opinbera heimsku mína ef raunin hefði svo verið sú að Buddy hefði spilað með The Picks í fjöldamörg ár án þess að ég vissi af því. Ég var þó nokkuð viss um að svo væri ekki - en sölumannviðrinið hlýtur að hafa dáleitt mig því ég keypti fjárans diskana. Þegar ég svo smellti þeim undir geislann heima hljómuðu þeir nokkuð vel um stund þangað til ég fór að taka eftir einhverjum skringilegum bakröddum sem ég hafði aldrei heyrt áður í lögunum. Ég fór þá að lesa innan í umslagið (sem ég gat auðvitað ekki gert á staðnum því diskarnir voru rígplastaðir í bak og fyrir) og komst þá að því að þetta var samansafn af bestu lögum Buddy Holly með bakröddum sem þessir andskotans The Picks höfðu bætt inn á lögin árið 1984 - heilum 25 árum eftir andlát Buddy Holly. Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu vel hallærislegar karlakórabakraddir passa vel við hin fullkomnu popplög Buddy Holly, svona: "úúúúvapp, úúúúvapp, vapp, vapp, aaaaaaaaaíííííí" kjaftæði. Þetta gerir diskana auðvitað gersamlega óáhlustanlega, og sjálfan mig reiðan og 1000 krónum fátækari. Mórallinn er: ekki kaupa diska af götusölum. Reynið bara að forðast götusala eins og heitan eldinn og ef þið neyðist til að labba framhjá einum slíkum - hrækið þá á hann.
Ég var að rölta niður Laugaveginn um daginn og sá þar mann sem var að selja geisladiska á götuhorni. Ég leit á úrvalið hjá honum og sá að hann bauð til sölu 3 diska safn með Buddy Holly á aðeins 1000 krónur. Ég er mikill Buddy maður og var því spenntur fyrir þessu - lagalistinn leit vel út og verðið fjandi gott. Það var einungis eitt sem böggaði mig - framan á disknum stóð: "The Best of Buddy Holly & The Picks." Ég hafði nefnilega alla tíð staðið í þeirri trú að hljómsveitin hans Buddy Holly hefði heitið The Crickets en ekki The Picks. Ég ákvað að kanna málið og orðaskiptin milli mín og sölumannsins voru eitthvað á þessa leið:
Ég: "Sæll, er þetta ekki eitthvað dúbíus diskar?"
Hann: "Nei."
Ég: "Hverjir eru The Picks?"
Hann: "Nú, hljómsveitin hans Buddy!"
Ég: "Hét ekki hljómsveitin hans The Crickets?"
Hann: "Jú. Og líka The Picks."
Sölumaðurinn var svalur og horfði á mig ísköldu augnaráði. Við þessu gat ég lítið sagt. Ég vildi ekki opinbera heimsku mína ef raunin hefði svo verið sú að Buddy hefði spilað með The Picks í fjöldamörg ár án þess að ég vissi af því. Ég var þó nokkuð viss um að svo væri ekki - en sölumannviðrinið hlýtur að hafa dáleitt mig því ég keypti fjárans diskana. Þegar ég svo smellti þeim undir geislann heima hljómuðu þeir nokkuð vel um stund þangað til ég fór að taka eftir einhverjum skringilegum bakröddum sem ég hafði aldrei heyrt áður í lögunum. Ég fór þá að lesa innan í umslagið (sem ég gat auðvitað ekki gert á staðnum því diskarnir voru rígplastaðir í bak og fyrir) og komst þá að því að þetta var samansafn af bestu lögum Buddy Holly með bakröddum sem þessir andskotans The Picks höfðu bætt inn á lögin árið 1984 - heilum 25 árum eftir andlát Buddy Holly. Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu vel hallærislegar karlakórabakraddir passa vel við hin fullkomnu popplög Buddy Holly, svona: "úúúúvapp, úúúúvapp, vapp, vapp, aaaaaaaaaíííííí" kjaftæði. Þetta gerir diskana auðvitað gersamlega óáhlustanlega, og sjálfan mig reiðan og 1000 krónum fátækari. Mórallinn er: ekki kaupa diska af götusölum. Reynið bara að forðast götusala eins og heitan eldinn og ef þið neyðist til að labba framhjá einum slíkum - hrækið þá á hann.
Henke
"Íslendingar eru sterkir og duglegir og eiga þar að auki mjög góða og einkar hávaðasama áhorfendur sem standa vel við bakið á þeim og mynda rosalega stemmningu."
Been doing a little boozing have you Henrik! Huh! Suckin back on grandpas old cough medicine?!!!
Annars er ég að fara á völlinn á eftir ásamt Himma. Hann heldur með Svínum, afsakið, Svíum í leiknum. Ég held hinsvegar með Íslandi. Af hverju? Nú, ég er Íslendingur! Og það skiptir ekki máli hversu hrottalega illþyrmilega íslenska landslið mun nokkurntíma sökka (ekki að það geti sökkað mikið verr en um þessar mundir) - ég mun alltaf styðja þá. Gegn Svínum, þ.e.a.s. Það er auðvitað borin von að þessir þjálfararæflar muni nokkurtíma velja rétta menn í liðið - og hvað þá í byrjunarliðið - en Veigar Páll gæti kannski gert einhverjar skráveifur á þessum fjórum mínútum sem hann er vanur að spila í hverjum leik. Að setja þennan mann ekki í byrjunarliðið er einfaldlega óskiljanleg ákvörðun. Ég er samt Bjartur í Sumarhúsum og spái markalausu jafntefli. Nema auðvitað að Veigar Páll byrji inni á. Þá vinnum við 3 - 0.
Skellti mér á Bubbamyndina um daginn. Hún er skemmtileg en alls ekki vönduð. Hún reynir líka að vera fyndin en er það alls ekki, a.m.k. ekki þegar hún reynir að vera það. Samt skylduáhorf.
Dodgeball er hinsvegar ekki skylduáhorf. Hún nálgast það m.a.s. að vera skylduóhorf. Nær því þó ekki alveg.
Kveðja,
Kjartan Frímann Guðmundsson
"Íslendingar eru sterkir og duglegir og eiga þar að auki mjög góða og einkar hávaðasama áhorfendur sem standa vel við bakið á þeim og mynda rosalega stemmningu."
Been doing a little boozing have you Henrik! Huh! Suckin back on grandpas old cough medicine?!!!
Annars er ég að fara á völlinn á eftir ásamt Himma. Hann heldur með Svínum, afsakið, Svíum í leiknum. Ég held hinsvegar með Íslandi. Af hverju? Nú, ég er Íslendingur! Og það skiptir ekki máli hversu hrottalega illþyrmilega íslenska landslið mun nokkurntíma sökka (ekki að það geti sökkað mikið verr en um þessar mundir) - ég mun alltaf styðja þá. Gegn Svínum, þ.e.a.s. Það er auðvitað borin von að þessir þjálfararæflar muni nokkurtíma velja rétta menn í liðið - og hvað þá í byrjunarliðið - en Veigar Páll gæti kannski gert einhverjar skráveifur á þessum fjórum mínútum sem hann er vanur að spila í hverjum leik. Að setja þennan mann ekki í byrjunarliðið er einfaldlega óskiljanleg ákvörðun. Ég er samt Bjartur í Sumarhúsum og spái markalausu jafntefli. Nema auðvitað að Veigar Páll byrji inni á. Þá vinnum við 3 - 0.
Skellti mér á Bubbamyndina um daginn. Hún er skemmtileg en alls ekki vönduð. Hún reynir líka að vera fyndin en er það alls ekki, a.m.k. ekki þegar hún reynir að vera það. Samt skylduáhorf.
Dodgeball er hinsvegar ekki skylduáhorf. Hún nálgast það m.a.s. að vera skylduóhorf. Nær því þó ekki alveg.
Kveðja,
Kjartan Frímann Guðmundsson