Hmmmm....
Reykjavík, Ísland utandyra í svona veðri....?
Gef því séns.
Sérstaklega þegar maður er að hlusta á Dancing in the Moonlight, lagið góða sem var hópnauðgað í einhverri viðrinis bílaauglýsingu - þá í flutningi einhverrar kynhverfrar hljómsveitar að nafni Toploader. Í upprunalegri útgáfu King Harvest er lagið hinsvegar óumræðanlega gott. Ekki er lagið Ooh Child með The Five Stairsteps heldur neitt slor, svo ég tali nú ekki um The Summerwind, hvort sem heldur er í flutningi Sinatra eða Bogomil Font. Öll hafa þessi lög til að bera einhvern ómótstæðilegan ljúfsáran sjarma. Ljúfsárindi eru skrýtið fyrirbæri og ég get vel ímyndað mér að þessi tilfinning, að finnast eitthvað ljúfsárt, fari misvel í fólk. Oftast fer hún hræðilega illa í mig og gerir það að verkum að ég fyllist sorg og söknuði, en stundum, eins og í dag, finnst mér hún dejlig. En hvað er svosem ekki dejligt í svona rjómablíðu? Hvað er ég annars að tuða? Þetta bull í mér hlýtur að bera vott um kynvillu - og ég er sko enginn hommi! Enginn hommatittur, sko! Áfram KR!!!