miðvikudagur, júlí 05, 2006
Hvílíkt og annað eins hörmungar HM sem þetta ætlar að verða! 3 lið eftir og hvert öðru leiðinlegra og asnalegra, full af olíubornum vælukjóum og pervertum. Það er fínt að þetta sé að verða búið - nú getur maður byrjað að einbeita sér af fullri hörku að Rock Star Supernova sem hefst í kvöld á miðnætti. Ég hef fulla trú á því að Magni standi sig eins og hetja. Og hver skyldi ástæðan fyrir ofurtrú minni á Magna vera? Hún er einföld: Magni er magnaður!