Eitthvað gott um þessar mundir:
Góð plata: Alright Still með Lily Allen (ég veit, ég er h....).
Góð bók: Lára gaf mér ævisögu Ricky Gervais í afmælisgjöf og hún er barasta skrambi skemmtileg.
Góð bíómynd: Það eina sem ég hef séð í bíó síðasta hálfa árið er Borat og hún er frussandi funny á köflum.
Góð fjárfesting: Look Around You sería 2 á DVD. Fyndnara verður það varla.
Góður matur: Allur þessi fitugi og óholli enski matur finnst mér hrikalega góður. Og ostarnir maður...
Góð hugmynd: Ég er stöðugt að fá einhverja netta hugara sem ég gleymi jafn óðum. Það væri líklega góð hugmynd að borða minna en pakka á dag af beef jerky. Eflaust baneitraður andskoti, en ljúffengur.
Gott gos: Cherry kók og Old Jamaica Ginger Beer
Góð skemmtun: Að horfa á myndband.
Góð ákvörðun: Að láta ekki gengi Liverpool á útivöllum hafa of mikil áhrif á geðheilsuna. Sérlega mikilvægt á þessum síðustu og verstu.
Gott markmið: Að losna við velmegunarbumbuna. Það er líklega óskhyggja - þegar búið er að skapa svona óskapnaði vaxtarskilyrði verður ekki aftur snúið. Ég vildi bara óska þess að ég fitnaði líka annars staðar á líkamanum, ekki eingöngu á maganum.