laugardagur, nóvember 18, 2006

Eitthvað gott um þessar mundir:

Góð plata: Alright Still með Lily Allen (ég veit, ég er h....).
Góð bók: Lára gaf mér ævisögu Ricky Gervais í afmælisgjöf og hún er barasta skrambi skemmtileg.
Góð bíómynd: Það eina sem ég hef séð í bíó síðasta hálfa árið er Borat og hún er frussandi funny á köflum.
Góð fjárfesting: Look Around You sería 2 á DVD. Fyndnara verður það varla.
Góður matur: Allur þessi fitugi og óholli enski matur finnst mér hrikalega góður. Og ostarnir maður...
Góð hugmynd: Ég er stöðugt að fá einhverja netta hugara sem ég gleymi jafn óðum. Það væri líklega góð hugmynd að borða minna en pakka á dag af beef jerky. Eflaust baneitraður andskoti, en ljúffengur.
Gott gos: Cherry kók og Old Jamaica Ginger Beer
Góð skemmtun: Að horfa á myndband.
Góð ákvörðun: Að láta ekki gengi Liverpool á útivöllum hafa of mikil áhrif á geðheilsuna. Sérlega mikilvægt á þessum síðustu og verstu.
Gott markmið: Að losna við velmegunarbumbuna. Það er líklega óskhyggja - þegar búið er að skapa svona óskapnaði vaxtarskilyrði verður ekki aftur snúið. Ég vildi bara óska þess að ég fitnaði líka annars staðar á líkamanum, ekki eingöngu á maganum.

miðvikudagur, nóvember 15, 2006


Hér í Tjalllandi fást ýmsar tegundir af poppkorni. Ég hef ekki séð ostapopp ennþá en Toffee popp er gríðarlega ljúffengt. Í gær keypti ég mér eitthvað sem nefnist Cinema sweet popp og var ekki hrifinn en bind miklar vonir við Honey mustard poppið sem ég ætla að prófa fljótlega.

mánudagur, nóvember 13, 2006

Ævisaga mín (frh.)

Við tóku menntaskólaárin. Á háskólaárunum sá ég þennan brandara í sjónvarpinu: Q: Fyrir hvað stendur skammstöfunin Hi-Fi? A: High Figh. Endir.