þriðjudagur, júní 01, 2004
Í Danmörku eru til fjölmargar tegundir af Fanta. Ég smakkaði t.d. blóðappelsínu-Fanta, melónu-Fanta og ananas-Fanta og allt var þetta þrumufínt stöff. Ég varð því afar spenntur þegar ég frétti af fyrirhuguðum innflutningi Vífilfells á Fanta Green Apple því það er alltaf gaman að smakka nýjar gostegundir og græn epli eru svakalega góð. Mikil urðu því vonbrigði mín þegar ég smellti mér á eina flösku í gær og komst að raun um að þetta er með verri drykkjum sem ég hef bragðað um ævina - hreinræktaður viðbjóður. Ég ætla rétt að vona að einhver verði rekinn fyrir þetta.