miðvikudagur, maí 31, 2006
Ef ég heyri Vilhjálm Vilhjálmsson borgarstjóra einu sinni enn lýsa því yfir að hann sé ennþá bara þessi sami gamli Villi sem hann hefur alltaf verið þá er töluverð hætta á því að ég taki þennan sama gamla Villa og troði honum upp í rassgatið á sjálfum sér. Hann kynnist þá kannski sínum innri Villa, sem er jú líklega nýr og allt annar Villi.
þriðjudagur, maí 30, 2006
mánudagur, maí 29, 2006
Sú ákvörðun að sýna afmælistónleikana hans Bubba í beinni sjónvarpsútsendingu hefur vakið úlfúð og deilur. Kóngurinn gefur lítið fyrir slíkt kvabb:
"hvað er að ykkur hvað er að því að sína tónleikana beint ég vildi það fyrir alla þá sem gátu ekki feingið miða hvaða ég fra mer til mín mórall er þetta og í guðanabænum komon peninga plott hvað seldu þá miðana þína og horfðu á þetta heima og græddu á því mer finst það frabært að þetta skuli vera í beinni kv Bubbin."
Láttu helvítin heyra það, Bóbó!