Af Vísi.is:
Það verður mikið um að vera fyrir fjölskyldufólk um helgina í Eden. Trúðurinn Eddi hefur heldur betur slegið í gegn, og hefur nú samið dans- og söngatriði í samstarfi við risa Amazon páfagaukaparið. Einnig er aldrei að vita nema Orkuveitu risarækjurnar og kanínurnar slái á létta strengi.
Ef það er eitthvað sem mig langar meira til að gera í heiminum en að sjá trúðinn Edda troða upp þá er það einmitt að sjá hann troða upp með risa Amazon páfagaukaparinu. Ég er hinsvegar ekkert svo spenntur fyrir Orkuveitu risarækjunum og kanínunum. Þær eru voðalega last year.
miðvikudagur, júlí 19, 2006
þriðjudagur, júlí 18, 2006
Var að horfa á einhvern nýjan þátt á Skjá Einum, Love Monkey, um mann sem vinnur hjá plötufyrirtæki í New York. Þetta er skrýtinn þáttur og margar tilfinningar sem bærast innra með mér við áhorfið. Þátturinn var svo hallærislegur á köflum að ég svitnaði en það var samt svona þægilegur bjánahrollur. Þegar við bætist pirringurinn út í aðalleikarann (gæinn sem lék Ed í samnefndum þáttum á RÚV, less than entertaining leikari), ánægjan með að sjá Jason Priestley aftur, miðaldra og krumpaðan og ýmislegt í söguþræðinum sem fullnægði tónlistarnördatilhneigingum mínum er komin skringileg blanda sem höfðar til mín á undarlegan hátt. Ég yrði samt ekki hissa þótt þátturinn höfði ekki til neins annars. En ég er ekki hættur með Skjá Einn í kvöld. Næst á dagskrá: Rock Star Supernova! Ég hef ennþá tröllatrú á Magna hinum magnaða. Það væri gaman ef hann hætti þessu "útjöskuðustu smellir ársins 1965" þema í lagavalinu, það þreytist fljótt. Aftur á móti (sól) vil ég alls ekki að hann snúi sér í staðinn að þessum Pearl Jam, Creed, Alice in Chains, Stone Temple Pilots bla bla bla viðbjóði sem menn virðast vera voðalega fastir í þarna fyrir vestan. Líklega er allt skárra en það. Mest væri ég til í að heyra hann taka eitthvað gott lag með Prefab Sprout. Nú eða Aztec Camera.
2 Morrissey miðar komnir í hús, og í tilefni þess pantaði ég mér bókina Saint Morrissey á Amazon (koverið á bókinni er einkar athyglisvert eins og hér sést). Maður getur auðvitað ekki sleppt því að sjá þennan höfuðsnilling þegar hann loksins lætur sjá sig hérna, en þetta verður þá í þriðja skipti sem ég sé gamla grána á tónleikum. Hmmm, ætti ég að myndast við að gera topp 5 lista yfir uppáhalds Smiths lögin mín? Jú....hví ekki? Fjandinn hafi það - skellum okkur í málið! Er það ekki? Jú:
Topp 5 - Uppáhalds Smiths lögin mín:
1. There is a Light That Never Goes Out
2. Frankly Mr. Shankly
3. That Joke isn´t Funny Anymore
4. Paint a Vulgar Picture
5. Girlfriend in a Coma
Úff, þetta var erfitt. En ég reyni þó. Ég hlakka til. Morri er maðurinn.