þriðjudagur, júlí 18, 2006
Var að horfa á einhvern nýjan þátt á Skjá Einum, Love Monkey, um mann sem vinnur hjá plötufyrirtæki í New York. Þetta er skrýtinn þáttur og margar tilfinningar sem bærast innra með mér við áhorfið. Þátturinn var svo hallærislegur á köflum að ég svitnaði en það var samt svona þægilegur bjánahrollur. Þegar við bætist pirringurinn út í aðalleikarann (gæinn sem lék Ed í samnefndum þáttum á RÚV, less than entertaining leikari), ánægjan með að sjá Jason Priestley aftur, miðaldra og krumpaðan og ýmislegt í söguþræðinum sem fullnægði tónlistarnördatilhneigingum mínum er komin skringileg blanda sem höfðar til mín á undarlegan hátt. Ég yrði samt ekki hissa þótt þátturinn höfði ekki til neins annars. En ég er ekki hættur með Skjá Einn í kvöld. Næst á dagskrá: Rock Star Supernova! Ég hef ennþá tröllatrú á Magna hinum magnaða. Það væri gaman ef hann hætti þessu "útjöskuðustu smellir ársins 1965" þema í lagavalinu, það þreytist fljótt. Aftur á móti (sól) vil ég alls ekki að hann snúi sér í staðinn að þessum Pearl Jam, Creed, Alice in Chains, Stone Temple Pilots bla bla bla viðbjóði sem menn virðast vera voðalega fastir í þarna fyrir vestan. Líklega er allt skárra en það. Mest væri ég til í að heyra hann taka eitthvað gott lag með Prefab Sprout. Nú eða Aztec Camera.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli